Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 221. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Andreas Papan- dreou ákærður: Fjárdráttur og ólögleg- ar hleranir Aþenu. Reuter. GRISKA þingið samþykkti í gær að svipta Andreas Papandreou, leiðtoga Sósialistaflokksins og fyrrum forsætisráðherra, þing- helgi og ákæra hann fyrir aðild að bankahneyksli og 200 milljón dollara Qárdrætti. I síðustu viku var samþykkt að ákæra hann fyrir ólöglegar símahleranir. Verði hann sekur fundinn á hann yfir höfði sér lífstíðardóm. Pap- andreou sagði á blaðamanna- fundi í gær, að hann væri viss um að vera sýknaður enda væru sannanirnar ekki nógu miklar og yrðu aldrei. Papandreou er fyrsti gríski for- sætisráðherrann, sem ákærður er fyrir afbrot í starfi en auk fjárdrátt- arins er hann sakaður um að hafa látið hlera síma pólitískra andstæð- inga, blaðamanna, eigin flokks- bræðra og jafnvel náinna vina sinna. Á blaðamannafundi í gær vísaði Papandreou á bug öllum ásökunum' og sagði, að tilgangurinn með þeim væri aðeins sá að eyðileggja sósíal- istaflokkinn. „Þetta glæpamál kem- ur mér ekki við. Áburðurinn á heima í sjúklegu ímyndunarafli landflótta svikahrapps," sagði Papandreou og átti þá við gríska banka- og útgáfu- jöfurinn George Koskotas, sem hef- ur sakað Papandreou um að hafa lagt á ráðin um að stela vöxtum af inneign ríkisins í stærsta bankan- um á Krít. Koskotas flýði til Banda- ríkjanna í nóvember og bíður þess í fangelsi, að skorið verði úr fram- salskröfu grískra stjórnvalda. íhaldsmenn, Nýi demókrata- flokkurinn, og kommúnistar eru saman í stjórn og er það einsdæmi í grískum stjórnmálum. Þeir lýstu hins vegar strax yfir, að tilgangur- inn með samstarfinu væri sá einn að draga Papandreou og samráð- herra hans til ábyrgðar á alls konar misferli. Ætiar stjórnin að segja af sér í næstu viku og boða til kosn- inga 5. nóvember nk. Sósíalista- flokkur Papandreous tapaði kosn- ingunum í júní vegna þessara hneykslismála og í skoðanakönnun- um kemur fram, að enn er að fjara undan honum. Reuter Marcos látinn: Meinað um leg á Fil- ippseyjum Honolulu, Manila. Reuter. FERDINAND Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, lést í gær í Honolulu á Hawaii-eyjum en þar hafði hann dvalist í útlegð ásamt fjölskyldu sinni í hálft fjórða ár. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, sagði í gær, að fjölskyldu Marcosar yrði ekki leyft að bera hann til grafar þar í landi. Marcos komst til valda á Filipps- eyjum árið 1965 og naut lengi mik- ils stuðnings en gerðist æ einráðari með tímanum. 1986 flýði hann land þegar herinn og landar hans sner- ust gegn honum og settist þá að á Hawaii-eyjum. Marcos var sakaður um að stolið milljónum dollara af opinberu fé og í Bandaríkjunum átti hann einnig yfir höfði sér ákæru vegna brasks. Corazon Aquino, for- seti Filippseyja, ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar um, að Marcos yrði ekki jarðsettur þar .í landi. Sjá „Drottnunarsjúkur..." á bls. 18. Hundruð austur-þýskra flóttamanna bíða ávallt í löngum röðum eftir að komast á eitthvert salernanna í vestur-þýska sendiráðinu í Prag. Eru þau aðeins 18 fyrir á þriðja þúsund manns og viðbúið, að fleiri eigi eftir að bætast við. --------- Neyðarástand í sendiráði Yestur-Þýskalands í Prag Á þriðja þúsund Austur-Þjóðverja í hverjum krók o g kima hússins og sendiráðslóðin eins og tjaldborg ar hafa flúið vestur um Ungveija- land á nokkrum vikum og eru nú að jafnaði nokkur hundruð á dag. Prag. Reuter. AUSTUR-Þjóðveijar, sem leitað hafa hælis í vestur-þýska sendi- ráðinu í Prag í Tékkóslóvakíu, eru orðnir á þriðja þúsund og ríkir þar sannkallað neyðarástand. Er sendiráðslóðin eins og tjaldborg yfir að líta en flötin sjálf orðin að forarvilpu í rigning- unmn. Er búist við, að fólkinu eigi eftir að fjölga enn og þeir, seni fyrir eru, segjast fremur munu halda jól við þessar aðstæð- ur en snúa aftur til Austur-Þýskalands. Á miðvikudag voru um 1.400 Austur-Þjóðveijar i vestur-þýska sendiráðinu í Prag en í fyrrinótt klifruðu heilu ij'ölskyldurnar yfir járnrimlana umhverfis sendiráðs- lóðina. Þegar kom fram á gærdag- inn voru flóttamennirnir orðnir 2.200 talsins. Þá voru einnig staddir í Tékkóslóvakíu 5.000 austur-þýskir knattspyrnuáhuga- menn og var búist við, að margir úr þeirra hópi reyndu að 'komast Sovétríkin: Brezhnev sviptur Sigurorðu Moskvu. Reuter. Forsætisnefnd sovéska Æðsta ráðsins svipti í gær Leoníd heitinn Brezhnev Sigur- orðunni og hafði þau orð um, að hann hefði aldrei átt hana skilda. Er orðan þessi sú æðsta, sem veitt er fyrir framgöngu á vígvellinum, en sovéskir sagn- fræðingar hafa lengi hlegið hátt og í hljóði af „Orrustunni um Malaja Zemlja". Brezhnev var sæmdur Sigur- orðunni fyrir vasklega framgöngu í orrustunni um Malaja Zemlja en sovéskir sagnfræðingar vissu hins vegar fátt um þessar „smáskærur á strönd Svartahafsins árið 1943“ fyrr en eftir að Brezhnev komst til valda. Þá breyttust átökin í stórorrustu, sem olli straumhvörf- um í stríðinu ekki síður en orr- usturnar um Stalíngrad og Leníngrad. Brezhnev skrifaði bók um afreksverkin sín og fékk fyrir æðstu bókmenntaverðlaun Sov- étríkjanna og söngur, sem um þau var saminn, var lengi „vinsæl- asta“ lagið í Moskvuútvarpinu. Sannleikurinn var sá, að Brezhnev var ekki hermaður, heldur pólitískur varðhundur í hernum á vegum borgaralegra yfii'valda. Áður en lauk var liann þó orðum prýdcjasti maður í sögu Sovétríkjanna, fékk meðal annars orðuna Iletja Sovétríkjanna fjór- um sinnum og sex sinnum Lenín- orðuna. inn_ fyrir girðinguna. Ástandið í vestur-þýska sendi- ráðinu versnar dag frá degi. Hefst fólkið við í húsinu öllu, í herbergj- um, á göngunum og í stigum milli hæða og í garðinum hefur verið komið upp tjaldborg. Verður fólkið að bíða í röðum eftir að komast á eitthvert salernanna 18 og önnur hreinlætisaðstaða er enn lakari. Þá verða flestir að deila rúmstæð- inu með öðrum og sofa til skiptis. Samt segjast flestir fremur vilja halda jólin við þessar aðstæður en fara heim aftur. Þrátt fyrir örtröðina eru þeir, sem bætast við, boðnir velkomnir í frelsið og kona, komin átta mán- uði á leið, sagði þegar henni hafði verið hjálpað yfir rimlana: „Ég vil, að barnið mitt fæðist fijálst.“ Þess sjást engin. merki, að kommúnistastjórnin í Tékkósló- vakíu vilji leyfa einhveijum flótta- mannanna að dveljast annars stað- ar en í sendiráðinu en til þess hefur verið gripið í Varsjá í Póll- andi. Þar eru nú 600 Austur- Þjóðveijar, sem vilja komast vest- ur. Þetta mál veldur þó tékknesku stjórninni miklum áhyggjum enda vill hún hvorugt þýsku ríkjanna styggja. Vestur-Þjóðveijar kaupa allra þjóða mest af Tékkurn en austur-þýskir ráðamenn eru aftur á móti bræður hennar í andanum. Nærri 23.000 Austur-Þjóðveij- Reuter Nýir tímar - nýtt yfírbragð í Póllandi er farið að þjóta öðruvísi í fiöllunum en áður fyrr og kemur það frant með ýmsu móti. Nýr blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Malgorzata Niezabitowska, þykir til marks um þetta en í gær hélt hnn sinn fyrsta fréttamannafúnd. Fal- lega klædd, glæsileg og bros- andi út undir eyru byrjaði hún á að fara með kvæði, sem sagði, að sannleikurinn væri sagna bestur, og kvaðst hún mundu hafa það að einkunnarorðum í starfi sínu. Niezabitowska tek- ur við af Jerzy Urban, tals- manni kommúnistastjórnarinn- ar í átta ár, og þykja þau ekki lík, hvorki í sjón né raun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.