Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 4
4 •MORGUNBLAÐIÐ- FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 ísfísksala í Bretlandi: Stakfell með næst hæsta meðalverðið STAKFELL ÞH fékk á þriðjudag næst hæsta meðalverð í sterlingspund- um sem fengist hefur á fiskmarkaðinum í Hull, eða 1,35 pund fyrir kílóið. Hoffell SU fékk 1,46 punda meðalverð 4.- 5. janúar 1988 og Ottó Wathne NS fékk 1,34 punda meðalverð í nóvember 1987. „Ástæðan fyrir þessu háa verði í brælu við ísland og í Norðursjón- Bretlandi núna er lítið framboð vegna Interpolis: Jóhannmeð lakari stöðu SKÁK Jóhanns Hjartarsonar og Ljubojevic í 11. umferð Interpolis skákmótsins í Hol- landi fór í bið í gær og heíur Jóhann lakari stöðu. Önnur úrslit urðu þau að Ka- sparov vann Kortsnoj, Piket og Sax gerðu jafntefli og einnig Agdestein og Ivanchuk. Ka- sparov er langefstur með 9,5 vinninga, tveimur og hálfum vinningi meira enn Kortsnoj, sem er næstur með 7 vinninga. um," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson fulltrúi hjá Landssambandi íslenskra ‘útvegsmanna. Hann sagði að Óskar Halldórsson RE hefði ætlað að selja ytra í þessari viku en orðið að hætta við vegna brælu. Vilhjálmur sagði að ákveðið yrði í næstu viku hvaða fiskiskip fengju að selja í Bretlandi í nóvember og desember næstkom- andi. Stakfell ÞH seldi 93,5 tonn í Hull á þriðjudag fyrir 12,5 milljónir króna, eða 134,16 króna meðalverð. Stak- fell seldi meðal annars 60 tonn af þorski fyrir 135,05 króna meðalverð og 25 tonn af ýsu fyrir 143,04 króna meðalverð. Þá seldi Skarfur GK 80 tonn í Hull á fimmtudag fyrir 9,9 milljónir króna, eða 124,41 kr. með- alverð. Skarfur seldi meðal annars 68 tonn af þorski fyrir 124,58 kr. meðalverð og 6 tonn af ýsu fyrir 133,59 kr. meðalverð. Morgunblaðið/Sigurgeir Haustbrim við Eyjar Krappar lægðir með tilheyrandi roki og úrkomu hafa skekið láð og lög að undanförnu. Síðast voru leifar fellibylsins Húgós á ferðinni. Vestmannaeyjar, útvörðurinn í suðri, fara ekki varhluta af átökum þessum og brimið verður æ ágengara eftir því, sem líður á haustið VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 29. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 996 mb lægð, sem hreyfist norðaustur. Um 750 km suður af Hvarfi er 995 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur. Um 200 km vestur af írlandi er kyrrstæð 1040 hæð. Veður fer hlýnandi. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig), og hlýtt um allt land einkum norðaustan til. Súld á Suður- og Vesturlandi en bjart veður á Austurlandi og í innsveitum nyrðra. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG:Suðvestanátt um allt land. Skúrir á Suð- ur- og Vesturlandi en annars þurrt. Hiti 4-8 stig um vestanvert landið en 8-14 stig á norðaustur- og Austurlandi. HORFUR Á SUNNUDAG:Vestan- og norðvestan átt og fremur svalt, einkum norðanlands og vestan. Skúrir eða siydduél við norð- urströndina en annars þurrt að mestu. TAKN: O ► Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * # 10" Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El Fr Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [Y Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk híti veður 9 alskýjað 8 rigning Bergen 10 skúr Helsinki 13 rigning Kaupmannah. 14 skýjað Narssarssuaq 5 súld Nuuk 1 slydda Osló 15 hálfskýjað Stokkhólmur 12 rigning Þórshöfn 10 alskýjað Algarve 26 skýjað Amsterdam 15 skýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlín 15 alskýjað Chicago 6 heiðskirt Feneyjar 13 rigning Frankfurt 15 skýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas 27 léttskýjað London skýjað Los Angeles vantar Lúxemborg vantar Madríd 24 heiðskirt Malaga 26 mistur Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 8 skýjað New York 10 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað París 15 alskýjað Róm 22 þokumóða Vin 11 súld Washington 9 léttskýjað Winnipeg vantar Glettingur og Meitillinn: Uppsagnir liður í til- raun til sameiningar ÖLLU starfsfólki fiskvinnslufyrirtækjanna Glettings og Meitilsins í Þorlákshöfh verður sagt upp í dag. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og taka uppsagnir því gildi um áramót. Uppsögnin er liður í tilraun til sameiningar þessara fyrirtækja, en hún hefur staðið yfir í nokkurn tíma. til að leggja 119 milljónir í Meitilinn gegn j afnmikilli hlutaljáraukningu. Ríkharð Jónsson, framkvæmda- stjóri Kirkjusands leiðir sameining- artilraunina. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að stefnt væri að því að sameina þessi tvö fyrir- tæki að fullu, þannig að allar eign- ir þeirra rynnu inn í eitt fyrirtæki. Starfsemi fyrirtækjanna tveggja yrði hætt um áramót og nýtt fyrir- tæki í eigu þeirra hæfi þá rekstur, gengi endanlega saman. Þá væri gert ráð fyrir því að flest allt starfs- fólk beggja fyrirtækjanna yrði end- urráðið, óskaði það þess. Að öðru leyti vildi Ríkharð lítið tjá sig um gang mála enda væru þau skammt á veg komin. Glettingur og Meitillinn eru tveir stærstu vinnustaðirnir í Þorláks- höfn. Glettingur hefur fengið skuld- breytingu hjá Atvinnutrygginga- sjóði og Hlutijársjóður er tilbúinn Mývatnssveit: Viðgerðar- og framleiðslu- stopp hjá Kísiliðjunni Björk. J HJÁ Kísiliðjunni hefur að undanförnu verið viðgerðar- og fram- leiðslustopp. Gert er ráð fyrir að því ljúki um næstu helgi. Slík stopp eru orðin hefðbundin hjá fyrirtækinu, bæði vor og haust, og taka venjulega um 2-3 vikur. Engin tilboð hafa borist í Regnbogann ENGIN tilboð hafa borist í kvikmyndahúsið Regnbog- ann, sem Framkvæmdasjóð- ur hefur auglýst til sölu. Að sögn Guðmundar B. Ól- afssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins, hafa átt sér stað við- ræður við nokkra aðila sem lýst hafa áhuga á að kaupa kvikmyndahúsið, en enginn þeirra hefur gert formlegt til- boð. Á yfirstandandi ári er búið að framleiða yfir 1.800 tonn af kísil- gúr og er það ívið meira en á síðasta ári miðað við sama tíma. Þegar hafa verið seld 17.800 tonn en, það er um 2.000 tonna samdráttur frá fyrra ári. Söluhorf- ur eru þó taldar allgóðar. Áætlað er að framleiða 24.500 tonn af kísilgúr á árinu 1989. - Kristján Reykjaneskjördæmi: Þingmenn fimda um Byggðastofhun ÞINGMENN Reykjáneskjördæmis koina saman til fundar á morgun og að sögn Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, verður meðal annars rætt um þá ákvörð- un Byggðastofnunar að gjaldfella lán á togaranum Sigurey, sem útgerðarfyrirtækið Stálskip hf. í Hafnarfirði keypti frá Patreks- firði. Morgunblaðið innti Steingrím eftir áliti hans á afgreiðsiu Byggða- stofnunar, en hann kvaðst vilja ræða málið við aðra þingmenn kjör- dæmisins, áður en hann tjáði sig um það opinberlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.