Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 * Ukraína: Stsjerbítskíj víkur sem flokksleiðtogi —Meira frelsis vænst af arftakanum Knattspyrnubullur samar við sig Svonefndar knattspyrnubullur voru samar við sig 'í þoldu ekki er gestirnir komust yfir í leiknum og fyrrakvöld þegar fram fóru leikir í Evrópukeppninni kveiktu í blysum og sprengjum og vörpuðu alls kyns í knattspyrnu. Efndu þær til skrílsláta á nokkrum drasli inn á leikvanginn. Dómarinn greip til þess knattspyrnuvöllum. Myndin var tekin í Amsterdam ráðs að flauta leikinn af og eiga Hollendingar líklega á leik hollenskra og austurrískra liða. Heimamenn eftir að súpa seyðið af framkomu skrílsins. Sovétmenn vilja fund leið- toga ríkja austurs og vesturs Vínarborg. Reuter. SOVÉTMENN hafa lagt til að leiðtogar 23 rikja Austur- og Vestur-Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna komi saman til fúndar á síðari helmingi næsta árs til að undirrita sáttmála um niðurskurð á sviði hins hefð- bundna herafla í Evrópu. inn auk leiðtoga Kanada og Banda- ríkjanna og ætti slíkur fundur sér ekkert fordæmi. Aðspurður sagði Grínevskíj að fulltrúar Bandaríkja- stjórnar hefðu heitið því að skoða tillögur þessar en að svar hefði enn ekki borist. Sovétmenn litu hins vegar svo á að hraða þyrfti Vínar- viðræðunum og væru tillögur þess- ar framlag þeirra í því skyni. Tugþúsundir manna hafa und- anfarna mánuði tekið þátt í mótmælafundum í Sovétlýðveldinu til að krefjast auk- ins sjálfstæðis og jafnframt að úkraínska, sem er náskyld rúss- nesku, verði hafin til vegs og virð- ingar á ný. Ennfremur hafa Úkr- aínumenn heimtað að kaþólska kirkjan fái afnot af guðshúsum sínum. átsjerbítskíj vísaði öllum tilslökunum á bug en heimildar- menn í landinu segja arftakann hafa gefið í skyn að fjölmiðlar fengju meira frelsi kæmist hann til vaidá. Moskvu. Reuter. SOVÉSKA fréttastofan TASS skýrði frá því í gær að Vladímír Stsjerbítskíj, flokksleiðtogi í Úkraínu, hefði beðið um lausn frá störfum. Við stöðu hans tók varamaður hans, Vladímír Ivash- ko. í síðustu viku var Stsjerbítskíj og Ijórum öðrum harðlínu- mönnum vikið úr æðstu valdastofiiun Sovétríkjanna, stjórn- málaráðinu. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti var viðstaddur fiind úkraínska flokksins í gær þar sem mannaskiptin voru ákveðin. TASS sagði að valið hefði verið með leynilegri kosningu milli Ivashkos og Stanislavs Gurenkos flokksritara eftir afsögn Stsjerbítsíjs sem er 71 árs gamall og verið hefur valdamesti maður Úkraínu frá 1972. Hann hefur sætt ámæli umbótasinna sem telja hann eiga sök á því að lítið hefur verið um breytingar í fijálsræði- sátt í Úkraínu. Að auki er honum kennt um efna- hagslega stöðnun en verkföll náma- manna, sem ollu gífurlegu uppn- ámi í Sovétríkjun- um í sumar, voru mjög víðtæk í Úkraínu. Danmörk: „Tölvuvírus“ veldur usla Kaupmannahöfn. Reuter. „Tölvuvírus" hefur herjað á tölvukerfi dönsku póstgíróstof- unnar og hefði hann getað eyði- lagt öll forrit kerfisins ef starfs- menn stofnunarinnar hefðu ekki fundið hann í tæka tíð. Bjarne Wind, forstjóri póstgíró- stofunnar, sagði að sérstakar skip- anir hefðu verið settar í eitt forrit- anna og þær hefðu síðan átt að ber- ast á milli forrita en vera óvirkar þar til föstudaginn 13. október. Þessi „tölvuvírus" hefði síðan átt að eyði- leggja öll forritin. Um tuttugu tölvusérfræðingar þurftu að rannsaka um 200.000 disklinga, sem geyma forrit og gögn, og notuðu bandarískt forrit til að finna vírusinn og eyða honum. Ekki er vitað hvernig hann komst í tölvu- kerfið. Oleg Grínevskíj, helsti samninga- maður Sovétstjórnarinnar í afvopn- unarviðræðunum í Vínarborg, skýrði blaðamönnum þar í borg frá þessu í gær. Kvað hann utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Edúard Shevardnadze, hafa kynnt þessa hugmynd er hann ræddi við James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um síðustu helgi. í máli Grínevskíjs kom fram að hugmynd- in væri sú að utanríkisráðherrar ríkjanna funduðu snemma á næsta ári til að undirbúa leiðtogafundinn. í Vínarborg fara fram viðræður 16 aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) þ.á m. íslendinga og sjö ríkja Varsjárbandalagsins um niðurskurð á sviði hefðbundins her- afla allt frá Atlantshafi til Úral- fjalla. Á blaðamannafundinum minnti Oleg Grínevskíj á að þátt- tökuríkin hefðu lýst yfir því að æskilegt væri að slíkur sáttmáli yrði tiibúinn til undirritunar á næsta ári. Lagt hefði verið til að leiðtogar ríkja Evrópu undirrituðu samning- Bretland: Hlutabréf í vatns- veitum seljast vel St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. UM EIN milljón manna hefur látið skrá sig vegna sölu á hlutabréfum í vatnsveitum í Bretlandi. Ráðherrar segja að salan hafi heppnast vel. Yfir ein milljón manna lét skrá sig, að því er' kemur fram í The Sunday Times sl. sunnudag. Michael Howard, sá ráðherra sem fer með sölu vatnsveitnanna, sagði að salan hefði gengið mjög vel, mun betur en búast hefði mátt við. í skoðanakönnunum kemur fram að auglýsingaherferð yfirvalda vegna sölunnar hefur ekki heppnast sem skyldi. Ýmis mistök hafa verið gerð við undirbúning sölunnar og nú síðast ákvað framkvæmdaráð Evr- ópubandalagsins að höfða mál á hendur Bretum vegna mengunar vatns. Allt þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á söluna. Fyrir rúmri viku lýsti Bryan Gould, talsmaður Verkamannaflokksins í iðnaðar- og viðskiptamálum, því yfir að Verkamannaflokkurinn myndi ekki greiða arð af hlutabréfum í al- menningsveitum. Neil Kinnock, leið- togi flokksins, vísaði þessu ummæl- um óbeint á bug degi síðar. Yfirlýsing Kinnocks hafði þau áhrif, að eftirspum eftir hlutabréfum í vatnsveitum jókst verulega. Fyrir- spurnir um afsláttarbréf jukust úr 25 þúsundum á dag í 80 þúsund á dag eftir þau. En þeir, sem kaupa vatn frá vatnsveitum, gátu keypt hlutabréf í þeim á áfslætti, ef þeir létu skrá sig fyrir síðustu helgi. Ferdinand Marcos, íyrrum Filippseyjaforseti: Drottnunarsjúkur ein- ræðisseggur fallinn frá FERDINAND Marcos, sem í tuttugu ár fór með völd í Filippseyjum, lést í gær á Honolulu á Hawaii, 72 ára að aldri. Hann fæddist 11. september 1917 og nam lögfræði við háskólann í Filippseyjum. I síðari heimsstyijöld barðist hann með herjum Filippseyja og Banda- ríkjanna, fyrst sem liðþjálfi en síðar sem höfiiðsmaður. Hann var einn af stofhendum andspyrnuhreyfingar gegn hernámi Japana, en opinberar bandarískar skýrslur draga reyndar mjög í efa að þessi andspyrnuhreyfing hafi nokkurn tíma verið til. Marcos var fúlltrúa- þingmaður á filippeyska þinginu 1949-’59 og öldungadeildarþingmað- ur 1959-’66.1965 varð hann forseti Filippseyja og var tvívegis endur- kjörinn í embættið, (1969 og 1981), sem hann gegndi til ársins 1986. Áður en Filippseyingar kusu Marcos forseta í fyrsta sinn höfðu þeir vanist því að kjósa sér nýjan forseta á fjögurra ára fresti. Heil kynslóð Filippseyinga þekkti aðeins Marcos sem forseta. Þegar hann komst til valda ríkti mikil fátækt á meðal alþýðunnar þrátt fyrir fijó- samt land og auðug fiskimið. Fólk úr sveitum landsins streymdi til höfuðborgarinnar, Manila, í leit að atvinnu og þar risu fátæktarhverfi, glæpir jukust og vopnaðir ribbaldar sáust oft á götum borgarinnar. Fyrirheit Marcosar um að hegna glæpalýðnum, gera umbætur á spilltu embættismannakerfi og út- vega fleirum atvinnu gáfu þjóðinni nýja von. 1968 hittust nokkrir tugir fyrr- verandi námsmanna á laun. Þeir endurreistu hinn bannaða komm- únistaflokk og mynduðu Her hinnar nýju þjóðar, (NPA). Einum mánuði eftir að Marcos var endurkjörinn 1969, fyrstur filippeyskra forseta, gerðu 2.000 vinstrisinnaðir stjórn- arandstæðingar árás á forsetahöll- ina. Hermenn, hliðhollir Marcos, skutu fjóra námsmenn til bana í götubardögum. En Her hinnar nýju þjóðar átti eftir að eflast og gera stjórnarher Marcos marga skráveif- una. Að morgni 23. september 1972 <lét Marcos handtaka fjölda stjórn- málamanna, blaðamanna og ann- arra andstæðinga sinna. Hermenn lögðu undir sig skrifstofur dag- blaða, útvarps og sjónvarps. Sama kvöld lýsti Marcos því yfir að hann nyti „leiðsagnar Guðs“ og setti á herlög í landinu. Hann kvað herlög- in nauðsynleg til að hindra fram- gang kommúnista og til að stuðla að efnahagsviðreisn. Einn þeirra fyrstu er Marcos lét varpa í fang- elsi var fulltrúadeildarþingmaður- inn Benigno S. Aquino, sem hafði áunnið sér virðingu alþýðunnar fyr- ir að afhjúpa afbrot og spillingu embættismanna. Marcos leysti upp þingið og samdi nýja stjórnarskrá sem veitti honum ótakmörkuð völd. Síðar við- urkenndi Marcos að 70.000 manns hefðu verið handteknir fyrstu fimm árin sem herlög voru í gildi. Herlög- in komu í veg fyrir að til átaka kæmi á götum úti en efnahags- batinn var að mestu leyti á yfirborð- inu. Yfir 60% þjóðarinnar lifðu und- ir fátæktarmörkum og verkfalls- réttur var afnuminn. í stað víðtækra efnahagsumbóta risu fimm stjörnu hótel í höfuðborginni hvert af öðru. 1981 aflétti Marcos herlögum og Reuter Ferdinand Marcos sama ár bar hann sigurorð af lítt þekktum frambjóðanda í forseta- kosningum sem stjórnarandstæð- ingar sniðgengu. Hann var kjörinn forseti til næstu sex ára. Benigno Aquino, sem hafði verið leystur úr haldi þremur árum áður og leyft að fara til Bandaríkjanna, sneri heim til Filippseyja 1983 en var skotinn til bana á flugvellinum í Manila við komuna. Tilræðismað- urinn, Rolánd Galman, sem til- heyrði herlögreglunni, var sam- stundis skotinn til bana af starfs- bræðrum sínum. Eftir níu mánuða réttarhöld komst hæstiréttur lands- ins að þeirri niðurstöðu að Galman hefði verið einn að verki þó flest virtist benda til samsæris háttsettra manna innan hersins. Morðið á Aquino reyndist vendi- punktur í filippeyskum stjórnmál- um. Stjórnarandstæðingar samein- uðust í andstöðu sinni gegn Marcos og mótmæli gegn stjórn hans urðu tíðari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.