Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29.. SgRTEMBER 11983 „ Hún heíur gkipt um þjóðerni 14 sinnum. ©n hefur 6Qrrrt ekki unniá enntó. " Hér eru öll fangelsi full- skipuð. Ég dæmi þig að vera aðstoðarmann ein- hvers ráðherrans í heilt ár... Með morgxmkaf&nu Bensínið er búið. Þú verð- ur að synda til baka til Dover... HÖGNI HREKKVfSI Vilji kvenna ekki virtur Kæri Velvakandi. Mig langar til að þakka Jóhann- esi Kára Kristinssyni sérstaklega fyrir grein í Mbl. 17. september sl. „Frelsi til að velja við fæðingu“. Það er aðdáunarvert framtak hjá ljósmæðrum að vekja athygli á þessu málefni og dáist ég að þeim kjarki sem þær sýna með að halda námskeið í að styrkja konur í að vera sjálfstæðari og velja sér sínar eigin fæðingaraðferðir, því þar hefur mikið skort á. Eg hef þá reynslu að manni er hreinlega refsað á fæðingarstofn- unum ef maður hefur einhvetja skoðun eða vilja sem ekki hentar fagfólkinu á fæðingarstofunni. Vil ég þá fyrst nefna menntahroka þessa fólks t.d. ljósmæðra. Það er með ólíkindum þegar ungar og óreyndar ljósmæður full- ar af menntahroka ætla að stjórna því hvernig 5 barna móðir vill helst taka á móti hríðunum og vilja líka stjórna því hvernig hún fæðir. Oft er hér um að ræða ungar stúlkur sem ekki hafa eignast börn og vita því ekkert um það hvernig er að vera með hríðir. Þær segja einnig að það sé svo mikil áhætta að gera þetta svona eða hinsegin að það kosti þjóðfélagið svo mikið ef barnið verði ekki heilt t.d. vegna súrefnisskorts og að konan sé nú best geymd í „örygginu“ á spítölunum. Það viðhorf hefur verið ríkjandi hér á íslandi í fæðingarhjálp að best væri að konan vissi sem minnst — það væri best fyrir kon- una sjálfa. Sjálfsaginn og vilja- styrkurinn hafa verið hrifsaðir burtu af konum og í staðinn boðið deyfingar, inngrip og falskt öryggi. Konum er sagt að monitor sé nauðsynlegur og áróðursherferð er nú í gangi fyrir epidúral mænu- deyfingu. En minna er útlistað um aukaverkanir eða áhættuna þar. Nei frumbyrjur eiga að panta þetta allt fyrirfram jafnt og fjölbyijur. Annað er það sem ég hef aldrei skilið, af hveiju íslenskar frum- byrjur fá ekki grindarmælingu eins og gerist í öðrum löndum. Öllu því afbrigðilega er haldið á lofti en minna látið með eðlilegar fæðingar. Konum er talið trú um að deyfing sé nauðsynleg og inn- grip í fæðingar eðlileg. Það væri gaman að fá ljósmóður eða fæðing- arlækni til að lýsa því hvernig eðli- leg fæðing er á fæðingardeildum sjúkrahúsa í dag. Konur í gegnum aldirnar vita að fæðing er ekki „sjúkdómstil- felli“ heldur eðlilegt athöfn en það sem hefur staðið í vegi fyrir því að konur hafi fengið að fæða eins og þær sjálfar vildu er fyrst og frernst skortur á upplýsingum um eigin rétt og svo hafa bara ekki allar konur kjark til að standa gegn þeim fagmannahroka sem margar hafa reynslu af á fæðing- ardeildum spítalanna. Ég hef átt börn samkvæmt að- ferðum Leboyer og þurft að beij- ast fyrir að fá það í gegn. Ég hef líka þurft að láta undan ungri ljós- móður sem sagðist ekki geta tekið á móti barninu nema að fá að nota monitor því hún kynni ekki annað og það væri best fyrir mig og barn- ið (ég var þvinguð til þess). Hvern- ig er það, læra ljósmæður í dag ekki og nota tréhlustunarpípur? Ég hef átt nokkur börn á nokkr- um stofnunum og finnst mér Fæð- ingarheimili Reykjavíkur vera eina stofnunin sem er eitthvað í þá átt að vilji hinnar fæðandi konu er virtur. Mér finnst að kvenréttindabar- átta á íslandi hefði fyrir löngu átt að vera búin að taka þennan mikil- væga þátt í lífi hverrar konu og setja á oddinn í átt að kvenfrelsi og hjálpa konum að sameinast í því að þær aðstæður séu fyrir hendi aðkomur fái að fæða eins og þær sjálfa kjósa helst. En ég geri mér líka grein fyrir því að tii að kona hafi nokkra löng- un eða vilja til að velja þetta sjálf þarf að koma til mikil fræðsla sem mér finnst af mjög skornum skammti í okkar skólakerfi og svo ekki sé talað um mæðraskoðun eða þá foreldrafræðslu sem hingað til hefur verið völ á hérlendis. Konur eru hræddar að taka þá ábyrgð að sig að velja þetta sjálfar því þeim er sagt að ábyrðin sé svo mikil en ekki hef ég orðið vör við að læknar væru kallaðir til ábyrgð- ar nema í örfáum tilfellum. Abyrgðin er konunnar hvort sem er. Vonandi breytist þetta þó með svona konum eins og þeim Guð- rúnu og Hrefnu og óska ég þeim velfarnaðar og vona að þær hafi sem mest áhrif. Grundvallaratriðið er þó að það verður að koma til hugarfarsbreyting hjá ljósmæðrum og fæðingalæknum varðandi þetta má svo að fæðandi konur fái að fæða með reisn og séu virtar sem manneskjur með fijálsan vilja. Móðir Víkverji skrifar Víkveiji leyfir sér fyrir hönd golfáhugamanna að þakka Ríkissjónvaipinu fyrir beina útsend- ingu frá Ryder-keppninni um síðustu helgi. Þama voiu saman komnir allir beztu golfleikarar heims. Þeir léku af snilld eins og við mátti búast en einnig sýndu þeir minni spámönnun- um í golfinu að þeir beztu geta líka gert hrikaleg mistök. Lokakeppnin á sunnudaginn var geysilega spennandi og úrslitin réðust ekki fyir en á síðustu holunni. Golf þykir sérstaklega hentug íþrótt til að sýna í sjónvaipi. Þar sameinast falleg náttúra og spenn- andi leikur. Spennan eykst auðvitað þegar sýnt er beint, eins og í þessu tilfelli. Víkveiji telur fullvíst að hin góða reynsla af útsendingunum Um helgina verði til þess að RUV haldi áfram að sýna beint frá golfmótum. XXX Iþróttadeild Ríkissjónvarpsins hef- ur staðið sig afburða vel undanfar- in misseri. Það er engum vafa undir- oipið, að íþróttadeildin er helsta rós RUV nú um stundir. Þegar merkir íþróttaatburðir hafa verið á dagskrá erlendis hefur deildin boðið uppá beinat' útsendingar. íslandsmótið í knattspyrnu fékk góða umíjöllun í sumar og mikil framför var að fá myndir frá leikjum kvöldsins strax í fréttum kl. 23.1 vetur verður íslands- mótið í handknattleik leikið síðdegis á laugardögum. Þar með opnast möguleikar fyrir RUV að sýna leiki beint. Iþróttaáhugamenn líta með eftirvæntingu til komandi vetrar. xxx Iþróttadeild Stöðvar 2 hefur orðið að láta í minni pokann í sam- keppninni við RUV. Enda er við ramman reip að draga, íþróttafrétta- menn Stöðvar 2 eru aðeins tveir en kollegar þeirra á RUV eni fimm. Þá er RUV aðili að Evrópusambandi sjónvarpsstöðva og hefur einkarétt á sýningu efnis þaðan. Stöð 2 hefur reynt að feta inn á aðrar brautir en RUV, t.d. með umfjöllun um bílaí-: þróttir og keilu. Ahugamenn um þessar greinar fagna þessu. Víkveiji telui' að íþróttadeild Stöðvar 2 hafi gert mikil mistök sl. laugardag, þegar birt voin viðtöl við beztu knattspyrnumenn landsins. Viðtölin vom greinilega tekin á upp- \ skemhátíð knattspymumanna seint á föstudagskvöld. Knattspymuhetj- uraar höfðu verið að fagna sigri um kvöldið og viðtölin tekin á óheppileg- um tíma, vægast sagt. Og ekki bætti úr skák við þessar kringumstæður, þegar knattspyrnuhetjumar vom beðnar að gefa ungum aðdáendum sínum heillaráð! Víkveiji hefur líka heyrt það á ungum knattspyrnu- áhugamönnum, að þessi ráð hafi far- ið fyrir ofan garð og neðan. xxx Fyrir skommu bauð Víkveiji út- lendingi út að borða í hádeginu. Maðurinn hafði sérstakar óskir um að borða þar sem boðið væri upp á úrvals fisk. Fyrir valinu. varð Hallar- garðurinn í Húsi verzlunarinnar, sem þekktur et' fyrir góðan fisk. Máltíðin og þjónustan var fyrsta flokks og hinn útlendi gestur sagðist enn einu sinni vei'ða að dásama íslenzka fisk- inn, sem hann taldi hinn bezta í heimi. Miklar breytingar hafa verið gei'ðar á Hallargarðinum. Staðurinn er með léttara yfirbragði en áður og breytingamar vel heppnaðar að mati Víkveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.