Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBIAÐH) FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 37 Ritsafnið RJETUR ÍSLENZKRAR MENNINGAR eftir Einar Pálsson er ómissandi öllum, sem láta sig íslenzka menningar- sögu varða. Ritsafn þetta opnar íslendingum með öllu nýja sýn yfir fornmenningu vora og uppruna. Rit- safnið er nú til - öll átta bindin - í vandaðri útgáfu og fallegu bandi. Bókaútgáfan Mímir Sólvallagötu 28, Reykjavík. Sími 25149. Þessir hringdu Gullarmband Gullarmband, sem er um 2,5 sm á breidd, tapaðist annað hvort við Boðahlein eða í Miðbænum fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 52750. Hryggileg afturför Sigfríð Þórirsdóttir hringdi: „Mig langar til að koma tilmæl- um til Davíð Oddssonar, borgar- stjóra, vegna breyts opnunartíma félagsmiðstöðva fullorðinna, pöbbanna. Það hryggir mig mikið þegar verið er að skikka fólk til betri breytni, hver og einn finnur sína endanlegu þrá í lífinu. Eitt- hvað sem allir finna þegar þeir eru orðnir stórir. Þetta er hryggileg afturför í lýðræðislegu þjóðfélagi. Davíð minn, leyfðu sálunum að finna sjálfar sig. Ekki beina drykkj- unni í heimahús því þá tapa allir - Á.T.V.R., upplausn fjölskyldna, gjaldþrot einstaklinga sem eiga veitingahúsin og heimilismissir hjá traustu fólki sem er að beijast á. þessum vettvangi. Margir yrðu þér þakklátir ef þú endurskoðaðir þessa reglugerð. Leyfðu víkingarembun- um að slást í frumskógarlögmálinu sem gildir. Réttur hins sterka og hugurinn Ofar efninu." Kettir Svört og hvít læða fór að heiman frá sér að Kötlufelli 1 fyrir nokkru. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt eru beðnir að hringja í síma 77675. Pési, svartur eins og hálfs árs gamall högni, hefur ekki komið heim til sín að Bollagötu 12 síðan 23. september. Hann er merktur í eyra, T-9002, og var auk þess með rautt nafnspjald í blárri ól. Þetta er geldur högni sem aldrei fer á flakk. Fólk í nágrenninu er því vin- samlegast beðið að athuga hvort hann kynni að hafa lokast inni í kjallara eða bílskúr. Þeir sem ein- hveijar upplýsingar geta veitt eru beðnir að hringja í síma 22134 eftir kl. 19. Hálfstálpaður kettlingur, brún- og svartbröndóttur með hvítar loppur og-hvíta bringu er í óskilum í Drápuhlíð 17. Upplýsingar í síma 20851. ^Höfðingjarnir í þjóðfélaginu Óþörf fríðindi Jóhann Sigurðsson hringdi: „Ég er sammála því sem fram kemur í greininni „Höfðingjarnir í þjóðfélaginu" sem birtist í Vel- vakanda fyrir skömmu. Það er furðulegt hvernig sumir hafa komist upp á lag með að leika höfðingja og láta almenning borga brúsann. Vilji t.d. einhver veita brennivín í veislum sínum á sá hinn sami að borga sitt brennivín sjálfur og engum á að haldast uppi að leggjast í drykkjuskap á kostnað ríkisins. Slík fríðindi þjóna engum tilgangi og væri einfalt að afnema þau með einu pennastriki. Ættu bindindismenn að taka á sig rögg og knýja á um að öll slík óþörf fríðindi verði af- numin hið bráðasta.“ Njarðvík- urskriður vorra tíma Til Velvakanda. Það er umhugsunarvert hversu mörg alvarleg umferðarslys verða á Keflavíkurveginum. Fólk virðist sofna þar undir stýri eða missa stjórn á bíium sínum og það eins þótt bjart sé og hálkulaust. Flest eigum við leið um þennan veg, einn- ig börn okkar og makar. Ég vil beina því til presta og bænahópa að þeir minnist sérstaklega um- ferðar um þennan veg er þeir biðj- ast fyrir. Éf ég hefði bolmagn til og meðbyr myndi ég setja upp kross á þeim stað er slys eru tíðust, rétt eins og í Njarðvíkurskriðum og fá guðsmann til að vígja leiðina alla. Þ.J. HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaði. - Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius+ 200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi iengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. - Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. - Ljósstaf- ir 20 mm háir. - Það er hægt að fyigjast með afgas- hita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda i kælum, frystum, lestum, sjó og fleiru. Il^L SfiyifllSMygKuir S [^/[^ Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331 Týndur köttur Robin er týndur. Hann er svartur fressköttur með hvítar loppur og hvítur frá höku og niður á bringu. Hann fór að heiman frá Haukanesi 15 á Arnarnesi 20. september og því er fólk á Arnarnesi sérstaklega beðið að gá í bílskúrana sína. Ef einhver hefur séð til ferða Robins vinsamlegast látið vita í síma 43280 eða 15432. ar HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA OG KARLA Haustnámskeið hefjast mánudaginn 2. október nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþrottahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfingar Músík O Dansspuni Jk Þrekæfingar WL Slökun Innritun og upplýsingar í síma 33290. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.