Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 40
SJOVAörTALMENNAR FÉLAG FÓLKSINS EINKAREIKNINGUR ÞINN ILANDSRANKANUM FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Bensín- sprengju varpað á dagheimili HOPUR drengja fleygði í gær- kvöldi bensínsprengju að dag- heimilinu Hálsakoti við Hálsasel í Breiðholti. Lítið tjón varð af völdum eldsins. Að sögn lögreglunnar er talið að ætlun drengjanna hafi verið að fleygja bensínsprengjunni inn um opinn glugga á dagheimilinu, en hún lenti á húsveggnum þar sem bensínið brann upp. Starfsstúlka á dagheimilinu sá til ferða drengj- anna, en ekki hafði tekist að hafa uppi á þeim í gærkvöldi. Fokker-vél Flugleiða; Nefhjólið sprakk eft- ir lendingu NEFHJÓL á einni af Fokker- vélum Flugleiða sprakk eftir lendingu á Reykjavíkurílugvelli í gær. Að sögn Einars Sigurðs- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafði þetta atvik hvorki áhrif á fólk né vél. Vélin var að koma frá Sauðár- króki og Húsavík. Þegar flugmenn- irnir voru að snúa vélinni við á brautinni eftir lendingu fundu þeir að hún var ekki eins og hún átti að sér. Stöðvuðu þeir þá vélina, rúta kom og sótti farþegana og vélvirkjar skiptu um dekk á vélinni. Væntanleg lækkuná bensínverði VERÐ á bensínlítra mun væntanlega lækka um 1.50- 2.00 krónur á næstunni, sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins. A fundi verðlagsráðs í dag, verður fjallað um verð á bensíni og olíu, og verður lækkun bensínverðsins væntanlega ákveðin þá. Ástæða lækkunar- innar er lækkandi innkaupsverð að undanfömu. Karfan brast Morgunblaðið/Einar Falur Sá fáheyrði atburður átti sér stað í gærkvöldi í leik KR og enska liðsins Hemel Hampstead í evr- ópukeppni félagsliða, sem fram fór í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi, að önnur karfan brotnaði. Var það einn leikmanna enska liðsins, David Schuhbring, sem tróð svo hressilega að hann hékk í körf- unni á eftir og gaf hún sig vegna þunga hans. Engin varakarfa var til í íþróttahúsinu og þurfti að fá aðra körfú að láni frá Laugardalshöll. Varð tveggja og hálfrar klukkustundar töf á leiknum af þessum sökum. Allt fór sem sagt vel að lokum og KR vann leikinn með átta stiga mun, 53-45. Sjá nánar á íþróttasíðu. Bandaríkin: Landspítalinn: Stolið af sjúkrastofii um hábjart- an daginn „ÞAÐ hefúr komið fyrir öðru hvoru undanfarin ár, að hlutir hafa horfíð frá sjúklingum og starfsfólki. Við brýnum því fyrir fólki að geyma ekki mikla peninga á sjúkrastofúnum," sagði Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforsfjóri Landspítalans, í samtali við Morg- unblaðið. í síðustu viku var pen- ingum stolið um hábjartan daginn úr sjúkrastofú ungrar stúlku, sem brá sér í símann. Vigdís sagði að það hefði einnig komið fyrir að læstir skápar starfs- fólksins væru brotnir upp og stolið úr þeim. „Það er oft á tíðum erfitt að komast að því hveijir eru að verki, því sjúkrahúsið er opið og hingað koma margir á hvéq'um degi. Eitt sinn komu upp 3-4 þjófnaðir á skömmum tíma og það komst upp að þar voru að ferðinni tveir ungl- ingspiltar. Amma annars þeirra hafði verið á sjúkrahúsinu nokkru áður, svo hann þekkti nokkuð til.“ Vigdís sagði að lögreglunni væri alltaf tilkynnt um þjófnaði á sjúkra- húsinu. „Það er ótrúlegt að nokkur skuli geta.fengið af sér að fara inn á sjúkrastofur og stela frá sjúkling- unum. Því miður eru alltaf einhveij- ir, sem eru kærulausir og gæta ekki peninga sinna nógu vel, en við reyn- um að brýna þetta fyrir fólki og bjóð- umst til að koma fjármunum þeirra í örugga geymslu," Birgðir þorskflaka hafa tvöfaldazt frá áramótum Blokkarbirgðir aukast einnig, en verðlækkun talin ólíkleg BIRGÐIR þorskflaka í Banda- ríkjunum í ágústmánuði síðast- liðnum voru meiri en á nokkrum tíma síðastliðin fjögur ár. Birgð- irnar voru þá taldar vera um 18.700 tonn. Birgðir af þorsk- blokk eru einnig miklar eða um 12.000 tonn og hafa þær ekki verið meiri á þessu ári. Birgðir íslenzkra afurða í þessum tölum eru taldar fremur litlar, aðallega er um að ræða fisk frá Kanada og úr Kyrrahafínu, heil flök og Smm punda pakkningar í lakari gæðaflokki. Övíst er talið hvort þessi birgðasöfnun geti valdið lækkun á verði afurða héðan. í upphafi þessa árs voru þorsk- flakabirgðir um 9.-000 tonn. Þær minnkuðu svo næstu tvo mánuðina en hafa síðan vaxið mánuð frá mánuði og eru nú tvöfalt meiri en þá. Á árinu 1986 urðu birgðir mest- ar tæplega 10.000 tonn, 1987 um 12.500 tonn og í fyrra 15.700 tonn. í júní, júlí og ágúst á þessu ári hafa birgðirnar svo verið frá 16.500 RSÍ haftiar að slgóta ágrein- inm mn verkfell til Félagsdóms RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands hafnaði í gær málaleitan samninga- nefndar ríkisins um að ágreiningi um lögmæti verkfalls RSI yrði skot- ið til Félagsdóms. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila til nýs sáttafúndar eftir að upp úr slitnaði í fyrrakvöld, klukkustundu áður en verkfallið gekk í gildi. Hann kannar afstöðu aðila í dag, en varla er búist við fúndi fyrr en eftir helgina, nema eitthvað nýtt komi fram í deilunni. Magnús Geirsson, formaður RSÍ, sagði seinnipartinn í gær að fyrsti verkfallsdagurinn hefði verið rólegur og ekki hefði verið tilkynnt um neitt verkfallsbrot. Hann sagði að ekki kæmi til greina að ágreiningi um lögmæti verkfallsins yrði vísað sam- eiginlega til Félagsdóms. Ef ríkið hefði eitthvað út á lagatúlkanir RSÍ að setja þá gæti það höfðað mál. Félagsdómur getur ekki fjallað um þennan ágreining nema báðir aðilar samþykki, þar sem hans hlut- verk er að skera úr í deilum sem kunna að rísa vegna laga um stéttar- félög og vinnudeilur frá 1938. Lög- in, sem embætti ríkislögmanns vitn- ar til um verkfall opinberra starfs- manna, eru frá 1915. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist, nánast neita að trúa því að RSÍ hafnaði þeirri leið að vísa málinu til Félagsdóms, sem væri einfaldast og fljótvirkast til að fá úrskurð í mál- inu. Því fylgdu engar kvaðir eða skuldbindingar af hálfu ríkisins. Aðspurður sagði hann að samninga- nefndin myndi ekki gangast fyrir málshöfðun fyrir almennum dóm- stólum. Umsókn Þjóðleikhússins um und- anþágu vegna rafeindavirkja sem starfa þar var hafnað í gær nema hvað sýning á Oliver Twist í gær- kveldi var heimiluð, þar sem fyrir- vari til að aflýsa henni þótti of stutt- ur. Þá var í gær veitt undanþága til viðgerðar á símstöðinni á Sauðár- króki, þar sem 128 símanúmer í Viðvíkursveit og Hegranes- og Hóla- hreppi biluðu. Mikil röskun liefur orðið á dagskrá útvarps og sjón- varps. tonnum upp í 18.700. I ágústmán- uði voru birgðir af þorskblokk 12.000 tonn og hafa farið vaxandi frá því í marzmánuði. Miðað við ágústmánuð síðustu ár eru þessar birgðir nálægt meðaltali, en mestar voru þær í fyrra, um 16.000 tonn. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að líklega væri megn- ið af þessum birgðum úr Kyrrahaf- inu, en þaðan kæmi lakari fiskur en frá okkur. Þetta væri þó engu að síður þorskur og gæti þessi aukning þrýst eitthvað á markað- inn. Ilann sagðist þó vonast til að ekki kæmi til verðlækkunar á afurð- um okkar, enda væri dágóður gang- ur vestanhafs í sölu flaka og blokk- ar héðan frá Islandi. Framvindan næstu mánuði er talin óviss, meðal annars í ljósi þess, að aflakvótar við Kanada, Noreg og ísland verða minnkaðir á næsta ári og gangi um of á birgðir nú, gæti það þýtt þorskskort á næsta ári. Megnið af birgðunum er talið af lakari gæðaflokkum en fram- leiðsla okkar. 5 punda pakkningar af lakari gæðum frá Kanada seljast á um 1,55 til 1,65 dollara hvert pund, en betri pakkningarnar á 1,80 til 1,90. íslenzku fimm punda pakkningarnar seljast á 2,30 dali hvert pund og verð á blokk er 1,50 til 1,55 dollarar pundið. Verðið hef- ur verið stöðugt síðustu misseri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.