Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SgpTffMBER 1989 9 Gistiaöstaða er glæsileg á Hótel Sögu. í herbergjunum er góð vinnuaðstaða og öll þægindi þar fyrir hendi. A veitingastöðum okkar bjóðum við mat og þjónustu í sérflokki og fundaraðstaða á hótelinu ereins og best verður á kosið. Hafðu samband í síma 29900. — lofar góðu! HAUSTTILDOÐ KAUPFÉLAGANNA Kaffistell, 6 manna Dohemia kristalglös — Flora raudvínsglös Flora hvítvínsglös Flora koníaksglös Ideal ölglös kr. 1.750 kr. kr. kr. kr. 165 160 165 120 KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT Gjaldfelling Bygg-ðasjóður, sem er í vörzlu Byggðastofhun- ar, hefur gjaldfellt lán sem fylgdi togaranum Sigurey frá Patreksfirði, auk þess sem milljóna- upphæðir verða inn- heimtar vegna vanskila af láninu. Astæðan er sú, að útgerðarfyrirtæki í ehikaeigu í Hafnarfirði hefúr keypt togarann á uppboði. Fyrirtækið, Stálskip hf., ætfaði þó að hætta við kaupin, þegar í ljós kom að þau myndu leggja byggðarlagið í eyði, ef marka mátti ummæli ýmissa félags- málapostula t.d. foi-sætis- ráðherra og þingmanns Reykjaneskjördæmis, Steingríms Hermanns- sonar, sem hóf raunar hvíslherferð gegn hafii- firzka útgerðarfyrirtæk- inu. Þegar í ljós kom, að Patreksfirðingar vifdu afls ekki togarann, ákvað hafnfirzka fyrirtækið að standa við tilboð sitt, m.a. til að komast hjá skaða- bótakröfúm veðhafa, þ. á m. Byggðasjóðs. Stálskip hf. óskaði eftir því að fá að yfirtaka 40 milljón ki'óna lán Byggðasjóðs vegna Sig- ureyjar, þar sem for- senda fyrir gjaldfellingu lánsins var brostin. A fúndi Byggðasjóðs sl. þriðjudag var liins vegar samþykkt að gjaldfella lánið. Takmarkað fé í viðtali í Morgunblað- inu í gær við fomiami sfjórnar Byggðastofúun- ar, Matthías Bjarnason, segir hann in.a.: „Stofnunin liefur úr afskaplega takmörkuðu fé að spila og hlutverk hennar lögum sam- kvæmt er að stuðla að því að byggðir sem verða fyrir áföllum, haldi í liorf- mu. Þess vegna þurfuin við að fara vel með þá fjármuni, sem við höfum yfir að ráða.“ Það er ekki að furða, að stjóm Byggðastofnun- ar hali áhyggjur af ráð- stöfúnarfé sínu og telji Steingrímur Hermannsson Júlíus Sólnes Olafur Ragnar Grímsson Sjóðir félagshyggjupostulanna Einn af sjóðum Stefáns Valgeirssonar, en hann var lykillinn að myndun ríkisstjórnar félagshyggju og jafnréttis, þeirra félaganna Steingríms Hermannssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar, hefur enn verið í fréttunum. sig þurfa að gjaldfella lánið á Sigurey. Haua skortir sjálfsagt fé eftir að hafa lánað 140 milljón- ir króna í fiskeldisfyrir- tæki Stefáns Valgeirs- sonai', keypt 20% af hlutafénu og lánað fjöl- skyldufyrirtæki Stefáns 9 milljónir króna til hluta- fjárkaupa í sama fyrir- tæki. Vegna réttlætisins er þó rétt að taka fram, að Stefán brá sér út af stjómarfundinum á með- an félagar lians „fóru vel með fjáraiunina". Guðmundur Mafmqu- ist, forstjóri Byggða- stofiiunar, liefur látið þess getið, að nauðsyn- legt hafi verið að gjald- fella Sigureyjarlánið svo peningar fengjust til að aðstoða Patreksfirðinga við að kaupa báta. I raun er það því ætlunin að einkafyrirtæki í Hafiiar- firði leggi þessari opin- beru stofnun til féð sem senda á til Patreksfjarð- ar. A meðan Byggða- stofiiun skrapar saman fé tU að bæta atvinnu- ástandið á Patreksfirði er Stálskip hf. eini aðil- inn, sem eitthvað hefúr gert í málinu, því á Sigur- ey hafa verið ráðnir 6 Patreksfirðingar, þar á meðal yfirvélstjórinn. Og fleiri eiga kost á plássi, ef þeir vilja. Kjördæmið Byggðastofnun, með sitt takmarkaða fé, heyr- ir beint undir forsætis- ráðherra Steingrím Her- mannsson. Það vill einnig svo til, að forsætisráð- herrann er þinginaður Reyknesinga. Þótt liann virðist gleyma því stund- um., þá er Hafnarfjörður mesti útgerðarbærimi í kjördæmi hans, og hefúr reyndar verið um aldir. Undanfarin ár hafa Hafii- firðingar misst burtu skipin Maí (til Akur- eyrar) Efdborgu (til Eski- fjarðar), Guðránu (til Eyja) og Otur (til Hafiiar í Homafirði). Þijú síðustu skipin hafa horfið frá Hafiiaríirði eflir að Steingrímur varð þing- maður Hafiifirðinga. Þeir miimast þess ekki, að hljóð hafi heyrzt frá þess- um þingmanni þeirra við þá blóðtöku, hvað þá heyrzt hringl í sjóðum Byggðastofiiunar, sem hefúr það hlutverk að koma i veg fyrir atviimu- leg áföll byggðarlaga. Hvíslingar Hins vegar tóku Hafii- firðingar og aðrir Reyk- nesmgar eftir því, að þeg- ar Stálskip hf. ætlaði að snúa þessari þróun við þá hrökk forsætisráð- herra félagshyggju og jafilréttis við og hóf hvíslherferð gegn út- gerðarfyrirtækinu á op- inberum vettvangi. Ekki er til þess vitað, að æðsti yfirmaður Byggðastofii- unar liafi mælt gegn gjaldfellingu Iánaima á Sigurey. Það sama gildir um 2 aðra ráðherra, sem eru á framboðslistum í kjördæminu, þá Júlíus Sólnes, Hagstofúráð- lierra, og sjálfan Qái'- málaráðherrann Olaf Ragnar Grímsson. Þeir þögðu sama þunna hljóð- inu og þeir gerðu þegar útgerð Suðuraesjamaima var rástuð. Eina framlag félags- hyggju-og jafiiréttispost- ulanna til atvinnu- og byggðamála á Reykja- nesi var aðförin að Hag- virki, þar sem lögð vora undir störf 300 manna og afkoma fjölskyldna þeirra. Það væri ekki úr vegi, að einhver hvíslaði því að ráðhemun félags- hyggju og jafiiréttis, að kosningar verða líka í Reykjaneskjördæmi eftir rámt ár — jafnvel þótt Reyknesúigar hafi aðeins brot af vægi atkvæða þeirra er byggja lendur Byggðastofnunar. AUGLÝSING UMINNLAUSNAIRVEFÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTIMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 kr. 1.853,12 1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68 1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49 1987-2.fl.D2ár 10.10.89 kr. 180,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.