Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 35
 - -MORGUNBLÁDll) Í'ÖSTUDAGUK 29. SEÍ’ÍEMBEK 1989 35 SÍMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI FIUJMSYNIR TOl’PMYNIIINA: ÚTKASTARINN PATRIGK S Dalton lives like a linier, fights like a professional. Anil Inves like there's no tomorrow. ÞAÐ ER HINN FRÁBÆRI FRAMLEEÐANDI )OEL SILVER (DIE HARD, LETHAL WEAPON) SEM ER HÉR KOMINN MEÐ EITT TROMPIÐ ENN HINA ÞRÆLGÓÐU GRÍN-SPENNUMYND „ROAD HO- USE" SEM ER ALDEILIS AÐ GERA ÞAÐ GOTT VÍÐS- VEGAR í HEIMINIIM í DAG. PATRICK SWAYZE OG SAM ELLIOTT LEIKA HÉR Á ALLS ODDI OG ERU í FEIKNA STUÐI. „ROAD HOUSE" ER FYRSTA MYND SWAYZE Á EFTIR „DIRTY DANCING". ROAD HOUSE EIN AF TOPPMYNDUM ÁRSINS! Aðalhlutvcrk: Patrick Swayze, Sam Elliott, Kelly Lynch og Ben Gazzara. Framl.: Joel Silver. — Leikstj.: Rowdy Heeringotn. Sýnd kl. 5,7.05.9.05 og 11.10. — Bönnuð innan 16 ára. . ME TA ÐSOKNA RM YNÐIN ★ ★★ SV.MBL. - ★★★ SV.MBL. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. TVEIR ATOPPNUM 2 LEVFID AFTURKALLAÐ Sýnd 5,7.05,9:05,11.10. Bönnuð innan 16 ára. aöET Sýnd kl. 5,7.30 og10. Bönnuð innan 12 ára. GUÐIRNIRHUOTAAÐ VERA GEGGJAÐIR 2 Sýnd kl. 5 og 9.05. MEÐALLTÍLAG! Sýnd kl. 7.05 og 11.10. LAUGARÁSBÍO Sími 32075 „DRAUMAGENGIÐ ERSTÓR- MYND ÁRSINS! Loksins hjartfólgin grínmynd". Bob Thomas, Associated prcss. MICHAEL CHRISTOPHER PETER STEPHEN KEATON LLOYD BOYLE FURST DRAUMAGENGIÐ Fjórir á f lakki til raunveruleikans Sá sem hefur ckki gaman af þessari stórgóðu gamanmynda hlýtur sjálfur að vera léttgeggjaður. Michael Kcaton (Ratman), Peter Boyle (Taxi Dri- ver), Christopher Lloyd (Back to the Future) og ►Stephen Furst (Animal House) fara snilldarlega veP með hlutverk fjögurra geðsjúklinga sem cru einir á ferð í New York eftir að a hafa orðið viðskila við lækni sinn. Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11.10. TALSYN „James Woods og Sean Young eru frábær". ★ ★ ★1/2 AI. MBL. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. K-9 Kynnist tveim hörðustu löggum borgarinnar. Onn- ur er aðcins skarpari. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 12 ára. Samúræi sóðakránna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin Útkastarinn — Road House Leikstjóri: Rowdy Herring- ton. Aðalleikendur: Patrick Swayze, Ben Gazzara, Sam Elliott. Bandarísk. UA 1989. Nýjasta hetja bandarískra kvikmynda kemur úr röðum heldur óvinsællrar stéttar útkastara. Hver sótraftur virðist á sjó dreginn í hug- myndabönkum Hollywood- borgar. í þessari sparifata B-mynd fer Swayze með hlut- verk tiltektarmanns sem breytir sorabúlum í sælureiti. Fær verkefni niður í Kansas að koma röð og reglu á enn eina sóðakrána og verður það næstum um megn er hann rekur barþjón nokkurn. Er hann skyldur Gazzara, sem leikur glæpamann sem búinn er að leggja undir sig bæinn. Þegar líða tekur á breytist Útkastarinn úr hinni hressile- gustu slagsmálamynd í að- kenningu að japanskri sam- úræamynd, Swayze er sem- sagt kominn til að sópa göt- urnar í þorpinu að hætti Mif- une og síðar Eastwood. Þetta gengur ékki upp, jafnvel þó klínt sé heimspekigráðu á dyravörðinn og hann leiti sér bólfanga meðal akademískra borgara. Því þó fimur sé, er og verður Swayze aldrei ann- að en góður slagsmálahundur, útlitið og áran heldur skugga- leg. Reisnina vantar, við erum aðeins að horfa á '89 árgang- inn af vel gerðum B-slagsmálum, ofbeldi og yfirgangi. Gazzara, sá mæti leikari, rennir létt í gegnum hlutverk skúrksins, en Elliott er hálf-ankannalegur sem vinur útkastarans, grár og feyskinn á hann að vera margra manna maki, það gengur ekki pent upp. En hvað sem öðru líður þá skort- ir aldrei hraðann og ofbeldið, sem er hrikalegt, en hvort tveggja er einkar eftirsóknar- vert í augum ungra áhorf- enda. Svo Útkastarann mun ekki skorta aðdáendurog ekki minnkar handagangurinn er á myndbandaleigurnar kem- ur. C23 19000 FRUMSÝNIR ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDINA: PELLE SIGURVEGARI Eftir sögu MARTIN ANDERSEN NEXÖ. „Pelle sigurvegari sýnir að Danir eru hinir sönnu sigurvegarar í kvikmyndaheiminum,,. AI.Mbl. „Pelle sigurvegari er meistaraverk..." „Myndin er upplifun sem ekki má fara fram hjá kvikmyndaáhugamönnum..." ★ ★ ★ ★ Þ.Ó. Þjóðv. Leikstjóri er BILLIE AUGUST. Sýnd kl. 5 og 9. DÖGUN „Ein af hinum vel- kunnu, hljóðlátu en dramatísku smáperl- um sem Bretar eru manna leiknastir í að skapa í dag." ★ ★ ★ SV. Mbl. Sýnd kl. 5,7,9,11.15. BJÖRNINN Sýnd kl. 5,7,9,11.15. SHERLOCKOGÉG Sýnd kl. 5,7 og 11.15. Sýnd kl.5,9,11.15. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 9. MÓDIR FYRIR RÉTTI GESTABOD BABETTU Sýnd kl. 7. — 10. sýningarmánuður! f Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Hnignun og fall uppans Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Tálsýn („The Boost“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Harold Bec- ker. Aðalhlutverk: James Woods og Sean Young. Hér er mynd sem óhætt er að segja að sé afsprengi sinna tíma. Tálsýn er vænt kjaftshögg á uppaáratug- inn, á peningahyggjuna og kókaínsukkið, á drauminn um að verða ríkur og „meik- aða“ í Ameríku sama hveiju þú þarft að fórna til að ná á toppinn. Hún er hvöss og harkaleg og miskunnarlaus og á endanum dúndur áhrifamikil um fólk sem hugarfar peningahyggjunn- ar gleypir og hrækir útúr sér í rennustein hinna mis- heppnuðu. Þetta er mynd sem á mikið erindi í dag, sérstaklega til þeirra sem halda að hamingjan fáist í seðlabúntum. Tálsýn er Dagar víns og rósa kókáratugarins én það er meira í henni. Sjálfseyð- ingarhvöt persóna hennar tengist víðari mynd, þjóð- félagsgerð og hugsunar- hætti sem ríkt hefur allan þennan áratug í Banda- ríkjunum og kristallast í orðum Gordons Gekkos í myndinni „Wall Street" — annarri en ekki eins per- sónulegri um taumlausa gróðahyggju níunda áratug- arins: „Græðgi er góð.“ Tál- sýn er ekki aðeins gagnrýni á þessa hugsun og lífsstílinn sem hún skapar, myndin tekur hana og jarðar undir sex fetum af kóki. Tálsýn, sem Harold Bec- ker leikstýrir af innsæi og þekkingu, er borin uppi af meistaralegum leik James Woods sérstaklega. Hinn æsti, hraðmælti og örgeðja Lenny Brown — hátt- stemmdur Woods er fæddur til að -leika hann — þarf ekki kókaín til að koma sér í stuð. Hann er eins og hundrað manns í að koma sér áfram og græða, græða, græða. Hann er fátækur sölumaður í New York, menntunarlaus og giftur gullfallegri konu (Sean Yo- ung), sem hann dýrkar. Hann slær til þegar hann fær tækifæri til að selja fasteignir í Los Angeles, verður sölukóngur þar og kemst í töluverðar álnir, kynnist ríka liðinu og kók- aíni í leiðinni. Ekkert kemst að hjá honum nema græða peninga, hann hefur fengið smjörþefinn af ríkidæmi og það verður honum hættu- legra en nokkurt dóp. Ef hann gæti sniffað dollara mundi hann gera það. Brátt .tekur að halla undan fæti, eitrið tekur völdin, gróða- plönin tvístrast en hið kald- hæðnislega er að hann fær aldrei séð hið fornkveðna að eina raunverulega ham- ingjan í lífinu kostar ekki krónu. Þessi boðskapur verðúr aldrei hallærislegur af því hann verður svo sannur og hann er alltaf í seilingarfjar- lægð frá Lenny. Var þetta allt þess virði bara til að fá besta borðið á einhvetjum veitingastaðnum? Bestu stundir sínar á leikstjórinn Becker þegar hann fer með okkur um heim hins efnaða, um merktu borðin á mat- sölustöðunum, um vinina sem aðeins meta þig eftir þykkt seðlaveskisins. Á sama hátt er kaflinn um hnignun og fall Lennys sér- lega sannfærandi, hrikaleg- ur og aumkunarverður. En sjáið Tálsýn. Hún er ein af bestu myndunum þetta árið og sannarlega sú mynd sem á hvað mest er- indi við okkur í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.