Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 16
' í 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTÉMBER 1989 Bréf utanríkisráðherra til yfirskoðunarmanna og ríkisendurskoðanda: • • Onnur ráðuneyti geri hreint fyrir dyrum sínum með sama hætti Morgunblaðið/Sverrir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á blaðamannafundinum, sem hann hélt á skrifstofii sinni í utanríkisráðuneytinu í gær. HÉR FER á eftir í heild bréf Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, frá því í gær til yfirskoðunarmanna ríkis- reiknings 1988 og ríkisendur- skoðanda: Með bréfi yfirskoðunarmanna dags. 26. þ.m., sem ríkisendurskoð- andi kom á framfæri við undirritað- an sama dag, fara yfirskoðunar- menn fram á þrennt: að ríkisendur- skoðandi afli skýringa á áfengisút- tekt fyrir fjármálaráðuneytið, sem gerð var á minni tíð sem fjármála- ráðherra; að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir sé grunur um misnotk- un á rökum reistur, og að ríkisend- urskoðandi sjái til þess að áfengis- kaupin verði endurgreidd á útsölu- verði. Jafnframt er þess farið á leit að ríkisendurskoðandi láti rannsaka hvort um fleiri sambærileg tilvik geti verið að ræða hjá fjármálaráðu- neyti og öðrum ráðuneytum. Með bréfí mínu til ríkisendur- skoðanda sama dag hef ég birt skýringar mínar á þessu máli. Nið- urstaða mín var sú, að teljist það á annað borð innan eðlilegra marka, skv. mati ríkisendurskoðanda, að risna ráðherra geti tekið til sam- starfsmanna, embættismanna jafnt sem stjórnmálamanna og félaga- samtaka, innlendra og erlenda, þá telji ég mig ekki hafa gerst brotleg- an við gildandi reglur í umræddu tilviki. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta kann að vera túlk- unaratriði, Þess vegna skiptir miklu máli fyrir mig og aðra, sem ætlað er að fara eftir þessum reglum, með hvaða hætti þessar reglur hafa verið túlkaðar í framkvæmd, af yfirskoðunarmönnum og ríkisend- urskoðun á liðnum árum. Það er hlutverk yfirskoðunarmanna og ríkisendurskoðunar að tryggja, að settum reglum sé hlýtt og að grípa í taumana, ef útaf ber. Reglurnar sjálfar eru vægast sagt afar rúmar. Túlkun þeirra í reynd hlýtur að mótast af því með hvaða hætti yfir- skoðunarmenn og ríkisendurskoðun hefur á liðinni tíð gegnt aðhalds- skyldu sinni með athugasemdum, leiðréttingum, gagnrýni og ábend- ingum að gefnum tilefnum. Álitamál sem upp kunna að koma eru mörg. Eitt dæmi um slíkt er eftirfarandi: í Morgunblaðinu í gær er haft eftir ríkisendurskoðanda að hann viti ekki annað dæmi þess „að ráðherra hafi keypt áfengi á kostn- aðarverði til að halda'einstaklingi veislu ...“ Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði ég fram bréf yfirskoðun- armanna og svar mitt við því, ásamt fylgiskjölum. Við umræðu málsins staðfesti t.d. fjármálaráðherra að hann hefði haldið pólitískum sam- starfsmanni veislu í tilefni sögu- legra tímaóta. Án þess að farið sé út í mannjöfnuð virðist af þessu dæmi ljóst, að ekki er um einsdæmi að ræða, þ.e. að ráðherra haldi pólitískum samstarfsmanni (ein- staklingi) veislu. Álitamál af þessu tagi virðast hins vegar vera miklu fleiri, eins og ég mun víkja að síðar. Þótt ég fái því ekki séð, á grund- velli þeirra upplýsinga sem ég hef, að ég hafi brotið settar reglur í umræddu tilviki, finnst mér það ekki vera meginatriði málsins. Reglurnar eru svo rúmar að þær vekja upp ótal álitamál um túlkun. Við vandlega umhugsun þessa máls hef ég hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að mér hafi orðið á mis- tök í þessu máli og að þessi gjörn- ingur minn geti skapað margvísleg vafasöm fordæmi gagnvart fram- tíðinni. Mér finnst ég hafi í þessu tilviki gert mig beran að dómgreind- arskorti sem mér þykir miður og biðst velvirðingar á. Ég hef því í dag endurgreitt umrædda reikninga til ÁTVR á útsöluverði miðað við gildandi gjaldskrá með ávísun að upphæð kr. 74.300, — sbr. hjálögð ljósrit. Þar með er er þessu máli hins vegar ekki lokið af minni hálfu. Ég leyfi mér hér með að óska eftir samstarfi við yfírskoðunar- menn og ríkisendurskoðun um það, hvernig móta megi skýrar, skil- merkilegar og framkvæmanlegar reglur um framkvæmd þessara mála framvegis. Annars vegar af- hendi ég hér með ríkisendurskoðun og skoðunarmönnum allar þær upp- lýsingar sem tiltækar eru af hálfu utanríkisráðuneytisins um það, hvernig risnufé ráðuneytisins hefur verið varið meðan ég hef gegnt þessu ráðherraembætti. Sambæri- leg gögn vegna fjármálaráðuneytis- ins, frá minni ráðherratíð þar, hef ég ekki undir höndum. Hins vegar óska ég eftir upplýsingum frá skoð- unarmönnum og ríkisendurskoðun um það, hvernig þessum málum hefur verið háttað á liðinni tíð í öllum ráðuneytum og með hvaða hætti yfirskoðunarmenn og ríkis- endurskoðun hafa gegnt aðhalds- hlutverki sínu, þ.e. í hvaða tilvikum þessir aðilar hafa komið á framfæri athugasemdum, fært rök að mis- notkun eða beitt sér fyrir leiðrétt- ingu vegna tilvika, sem ekki hafa verið talin samrýmast settum regl- um. Því aðeins að þessar upplýsing- ar kom fram í dagsljósið er hægt að læra af mistökum í fortíðinni og móta nýjar reglur, í ljósi þeirrar reynslu. í ljósi þeirrar umræðu sem spannst um mál af þessu tagi um sl. áramót gaf ég snemma á þessu ári fyrirmæli um það að framvegis skyldi haldin nákvæm dagbók um öll útgjöld vegna risnu af hálfu ut- anríkisráðuneytisins. Samkvæmt þessum fyrirmælum skyldi skrá dagsetningu, tilefni, hver væri gest- gjafi, fjöldi gesta, hvar boð eða fundur færi fram og hver væri heildarkostnaður. Þessi regla var ekki viðhöfð í fjármálaráðuneytinu og er ekki viðhöfð í neinu ráðu- neyti, svo mér sé kunnugt um. Á sl. sólarhring hafa starfsmenn ráðu- neytisins tekið saman heildaryfirlit skv. þessari dagbók og flokkunar- kerfi, sem hún byggir á. Ég leyfi mér hér með að senda þetta heildar- yfirlit með þessu bréfí. Skv. þessu yfirliti má sjá að risnutilefni flokkast einkum undir eftirfarandi: Samskipti við blaða- menn og fjölmiðla, vinnufundir vegna viðskiptaviðræðna, Norður- landasamstarf, samskipti við sendi- herra erlendra ríkja, samskipti við Atlantshafsbandalagið og varnar- liðið, samskipti við ýmis samtök atvinnulífs og vinnumarkaðar, vinnufundir vegna hafréttarmála, útgjöld vegna opinberra heimsókna, kostnaður vegna kynningarmála (sérstaklega EFTA-EB mál), ut- anríkisráðherrafundur Norður- landa, starfshópar og nefndir á veg- um ráðuneytisins og ýmis önnur tilefni, sem ekki flokkast undir þessar skilgreiningar. Með birtingu þessara gagna tel ég mig hafa gert fullkomlega hreint fyrir mínum dyrum varðandi spurn- ingar um það hvernig risnufé ráðu- neytisins hefur verið varið á minni ráðherratíð. Þessi gögn mun ég öll gera opinber enda tel ég að almenn- ingur eigi fullkomlega rétt á að vita, hvernig almannafé hefur verið varið í þessu skyni. Með vísan til þess sem fram kemur í bréfí yfirskoðun- armanna þar sem þeir'fara þess á leit að ríkisendurskoðun láti gagn- skoða „sambærileg tilvik" í öllum ráðuneytum, er þess að vænta að önnur ráðuneyti geri hreint fyrir sínum dyrum með sama hætti. Jafn- framt er þess hér með farið á leit að ríkisendurskoðun kanni þetta yfírlit og láti utanríkisráðuneytinu í té álitsgerð um þau útgjaldatilefni sem kunna að orka tvímælis eða vera utan marka settra reglna, að mati ríkisendurskoðunar. Eitt þeirra álitamála, sem upp hafa komið í umræðunni að undan- fömu, er hvort það þyki við hæfí að risna ráðherra taki til pólitískra samstarfsmanna, þótt það þyki sjálfsagt að því er varðar embættis- menn. Skv. hjálögðu yfirliti er stað- fest, að ég hef í nokkrum tilvikum efnt til vinnufunda með þingflokki, einkum morgunverðarfunda, og a.m.k. í einu tilviki kvöldverðar. Einn slíkur vinnufundur var sam- eiginlegur með þingflokki og fram- kvæmdastjórn Álþýðuflokksins. Þá hef ég einnig efnt til slíkra vinnu- funda með starfshópum og nefnd- um á matmálstímum, og þá boðið upp á snarl og í sumum tilvikum morgunverð. Annað dæmi sem kann að þykja álitamál er eftirfar- .andi: Ég hef haft þann hátt á að bjóða samstarfsfólki (bæði embætt- ismönnum og stjórnmálamönnum) í jólaglögg á heimili mínu, á kostn- að ráðuneytisins. Sama máli gegnir um kveðjuhóf fyrir samstarfsfólk í því ráðuneyti sem ég stýrði áður. Þetta skilst mér að sé algild venja í samskiptum ráðherra og embætt- ismanna. Þá mætti spyija: Sam- rýmist það settum reglum að ráð- herra veiji risnufé ráðuneytis til að standa undir áfengiskaupum vegna árshátíða starfsmannafélaga? Spurningar af þessu tagi eru reyndar miklu fleiri. Af þessu til- efni er hins vegar nauðsynlegt að fá upplýst: Hafa yfirskoðunarmenn ríkisreiknings og ríkisendurskoðun gegnt aðhaldshlutverki sínu á lið- inni tíð með því að móta þessar venjur á grundvelli athugasemda, eða íhlutunar og leiðréttingar, sem þannig gæti gefíð vísbendingu um mat þessara aðila á túlkun reglu- gerðar? Á ríkisstjórnarfundi í morgun var um það rætt að nauðsynlegt kynni að vera að breyta þessum reglum. Það verður að mínu mati ekki gert nema á grundvelli haldgóðra upp- lýsinga um það, hvaða hefðir, venj- ur og fordæmi hafa skapast á lið- inni tíð. Þess vegna leyfí ég mér að beina nokkrum spurningum til viðtakenda þessa bréfs með von um svar við fyrstu hentugleika. Spurn- ingarnar snúast um það, hvort skoðunarmönnum eða ríkisendur- skoðun sé kunnugt um, eða geti aflað upplýsinga um, hvort’ ráð- herrar hafí varið risnufé af eftirfar- andi tilefnum: 1. Vegna vinnufunda eða boða fyrir þingflokka? 2. Vegna fundahalda stofnana stjórnmálaflokka (miðstjórnir, flokksráð o.s.frv.)? 3. Vegna flokksþinga, fyrir flokksþing eða einstaka kjördæma- hópa sem þau sækja? 4. Vegna ráðstefnuhalds á vegum stjórnmálaflokka? 5. Vegna afmæla, eða sérstakra tímamóta, á ferli pólitískra sam- starfsmanna? 6. Hafa ráðherrar látið ráðuneyti bera kostnað vegna eigin afmælis- veislna? 7. Hafa ráðuneyti borið kostnað í tilefni af afmælisveislum hátt- settra embættismanna? 8. Hafa ráðherrar efnt til boðs eða veislu í tilefni af tímamótum á starfsferli embættismanna, t.d. þegar þeir láta af störfum eða taka við nýjum störfum? 9. Hafa ráðherrar látið ráðuneyti standa undir kostnaði vegna árshá- tíða eða annars samkomuhalds á vegum starfsmannafélaga? 10. Þykir það sérlega aðfinnslu- vert, ef ráðherra efnir til boðs í heimahúsum vegna gesta sem eiga samskipti við ráðuneyti? 11. Telst ráðherrum heimilt að bjóða upp á morgunverð, kvöldverð eða snarl á vinnufundum með sam- starfsmönnum eða embættismönn- um vegna sérstakra verkefna (nefndir, starfshópar, vinnufundir innan ráðuneyta o.fl.), sem oftar en ekki eru haldnir utan þess sem kallast venjulegur vinnutími? Sérstaklega væri gagnlegt að fá rökstutt álit ríkisendurskoðunar á því hvort gera skuli greinarmun á risnuútgjöldum vegna pólitískra samstarfsmanna og aðila annars vegar og embættismanna hins veg- ar — þ.e. hvaða aðilar eru það sér- staklega sem eru „Stjórnarráði Is- lands óviðkomandi". Eðli málsins samkvæmt hljóta yfirskoðunarmenn ríkisreiknings og ríkisendurskoðun iðulega að hafa staðið frammi fyrir því í starfi sínu á liðinni tíð að leggja mat á eða kveða upp úrskurði um álitamál og markatilvik af þessu tagi, eða af öðrum sambærilegum tilvikum. Það væri mjög gagnlegt fyrir alla aðila ef ríkisendurskoðun og yfirskoðun- armenn beinlínis birtu skrá yfir all- ar þær athugasemdir sem gerðar hafa verið af slíkum eða sambæri- legum tilvikum á liðinni tíð. Það mundi auðvelda öllum aðilum það starf, sem framundan er, við að endurskoða og skilgreina að nýju traustar starfsreglur sem unnt verði að fara eftir í framtíðinni. Sérstök ástæða er til að spyija um álit ríkisendurskoðunar og skoð- unarmanna á starfsreglum og máls- meðferð. Hafa þessir aðilar gagn- rýnt, að ekki skuli vera haldin skrá með nauðsynlegum upplýsingum og fylgiskjölum um tilefni risnu á veg- um ráðherra og ráðuneyta? Sé það ekki gert er yfirleitt ógerningur að afla upplýsinga eftir á hvert var hið raunverulega tilefni veislu, eða boðs eða hveijir urðu aðnjótandi. Ég geri ráð fyrir að yfirskoðunar- menn og ríkisendurskoðun hafi áður fundið að slíkum vinnubrögðum og óska hér með eftir upplýsingum um það. Tilgangurinn með þessu erindi, er eins og fyrr sagði að óska eftir samstarfi við yfirskoðunarmenn og ríkisendurskoðun um birtingu upp- lýsinga, sem að gagni mættu koma við að móta til frambúðar traustar reglur. Jafnframt vona ég að hjá- iagt heildaryfirlit um ráðstöfun risnufjár utanríkisráðuneytisins geti auðveldað skoðunarmönnum og ríkisendurskoðun þetta starf. í því skyni að lyfta þeirri umræðu, sem nú fer fram um þessi mál, af stigi gróusagna og getsaka, tel ég einnig nauðsynlegt að birta þessar upplýsingar, þ.m.t. þetta bréf og fylgiskjöl þess, öllum almenningi. Með vinsemd og virðingu, Jón Baldvin Hannibalsson Forsetar Alþingis: Afengi framvegis keypt á útsöluverði ALÞINGI mun framveigis ekki neyta þess réttar sem það hefur til kaupa á áfengi á kostnaðarverði til nota við opinberar gestamót- tökur og veislur á þess vegum. Þetta var samþykkt á fundi for- seta Alþingis í gær. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings segir að í framtíðinni verði allt áfengi sem keypt verður til nota á vegum Alþingis greitt fullu verði. Guðrún segir að frá því hún tók við émbætti í október í fyrra hafi á vegum Alþingis verið notað áfengi á kostnaðarverði í tveimur árlegum veislum, annars vegar fyrir þingmenn og maka þeirra, og hins vegar fyrir starfsfólk Al- þingis. „í minni tíð hefur auk þess verið tekið á móti sendinefnd frá þinginu í Japan, norrænum ríkisendurskoðendum og norræn- um þingbókavörðum, en fjölmenn- asta veislan sem við núverandi forsetar þingsins höfum haldið taldi 36 manns. Á vegum Al- þingis á þessum tíma hafa aldrei verið haldnar neinar samkomur sem ekki snerta Alþingi sem stofnun eða þjóðþing annarra landa, og hefur þetta verið ófrávíkjanleg regla. Eg áætla að samanlagður kostnaður við áfeng- iskaup í öllum þessum tilfellum sé um 300 þúsund krónur," sagði Guðrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.