Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBlAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 Spariskírteini seld með skiptiuppbót: Botninum í vaxta- lækkunum náð - segja forráðamenn verðbréfamarkaða GUNNAR Óskarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfcstingarfé- lagsins, segist telja þá skiptiuppbót sem ríkissjóður hefur auglýst vegna innlausnar spariskírteina ýta undir að ekki verði um frekari vaxtalækk- un að ræða í þjóðfélaginu á næstunni. Með henni sé ríkisstjórnin búin að mynda nýtt vaxtagólf. Þessi vaxtaliækkun sé i samræmi við það sem hafi verið að gerast á markaðnum undanfarið, þar sem vextir hafi þokast upp á við með aukinni eftirspum eftir tjármagni. „Ríkissjóður virðist ekki ti'eysta sér til þess að selja spariskírteini á Stafties KE byrjað síld- arft’ystingu UM 10 TONN af síld höfðu verið heilfryst um borð í Staf- nesi KE í gærkvöldi. Skipið veiddi síldina í Isaljarðardjúpi í gærkvöldi og fyrrakvöld. „Síldin er dreifð en það er meira af henni að ganga inn Djúpið,“ sagði Oddur Sæ- mundsson skipstjóri. Hann sagði að síldin væri nú 30-32ja sentímetra löng og 250-300 grömm að þyngd. I fyrra hefði hún hins vegar verið 38-40 sentímetrar og um 400 grömm. „Síldin, sem við erum að veiða núna, er það smæsta sem má hirða á Japansmarkað." þeim vaxtakjörum sem áður hafa verið í boði. Það er verið að bjóða u.þ.b. 1% hærri vexti en áður eða 6,3% á bréf til lengri tíma sem voru á 5,5% vöxtum áður. Tilboð Ríkis- sjóðs hefur í för með sér að minna fjármagn fiyst til á fjármagnsmark- aðnum en annars hefði orðið. Þetta gerir spariskírteinin heldur meira aðlaðandi en áður,“ sagði Gunnar. Gunnar sagðist ennfremur telja óeðlilegt að byggja sölumennsku kringum spariskírteini á tillögum um skattlagningu fjármagnstekna sem væru á algjöru frumstigi. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans sagði auglýsingar ríkissjóðs sýna að talin væri ástæða til að auka eftirspurnina með því að hækka vexti. Botninum í vaxtalækk- uninni virtist vera náð og vextir byij- aðir að fara upp aftur. Sigurður benti hins vegar á að á Verðbréfaþingi íslands væri nægt framboð spariskír- teina með 6,2% vöxtum þannig ekki væri ástæða til að gera mikið veður út af því þó spariskírteini hækkuðu í það sem þau hefðu verið á þinginu síðastliðnar vikur. „Olíuiðnaðurinn stefnir hraðbyri í glötun. Það er sorglegt að horfa upp á það,“ sagði Fílanovskíj-Zenkov í samtali við _ dagblaðið Sots- íalístítsjeskaja índustría. Hann sagði að skipulagsbreytingar í olíuiðnaðin- um hefði leitt til ringulreiðar og stefndi allt í að heildarframleiðslan yrði a.m.k. 10-12 milljónum tonna minni á þessu ári en áætlað hafði verið. í júní sl. voru ráðuneyti sem fjöll- Forsetinn á Ítalíukynningu Morgunblaðið/Sverrir Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands heimsótti i gær Ítalíukynningu sem nú stendur yfir í Kringl- unni. Þar eru meðal annars kynntar ítalskar vörur og matargerð, og ítalskir skemmtikraftar koma fram. Á myndinni sést forsetinn ræða við ítalskan matreiðslumeistara, en veitingahús í Kringlunni bjóða upp á ítalskan mat á meðan á kynningunni stendur. Ragnar Borg aðalræðismaður Ítalíu er lengst til vinstri á myndinni. Utanríkisráðherra endur- greiðir áfengisreikninga Segir að sér hafí orðið á mistök en telur ekki að reglur hafí verið brotnar Sovéski olíuiðnaðurinn að hruni kominn: Miklar tafir á bensín- * afgreiðslu til Islands OLÍUVINNSLA Sovétmanna er að komast í kaldakol að sögn Vladímírs Fílanovskíj-Zenkovs, fyrsta aðstoðarolíuráðherra Sovétríkjanna. Ástæð- an er einkum róttækar skipulagsbreytingar á undanfórnum misserum, að hans sögn. Kemur það fram í fréttum /feufers-fréttastofunnar. Sam- kvæmt upplýsingum Bjarna Snæbjörns Jónssonar hjá Olíufélaginu Skelj- ungi hafa orðið miklar tafir á afgreiðslu á bensíni og gasolíu frá Sov- étríkjunum í sumar. Hins vegar virtust þau mál vera að komast í betra horf. Hjá ESSÓ hefur hins vegar ekki orðið vart ncinna erfiðleika í afgreiðslu, að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Olíufélaginu. JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, endurgreiddi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í gær reikninga, alls 74.300 krónur, vegna áfengisveitinga í fertugsafmæli Ingólfs Margeirssonar, ritstjóra Al- þýðublaðsins. Ráðherrann skýrði frá þessari ákvörðun á blaðamanna- fundi síðdegis í gær. Hann segist hins vegar ekki telja, á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hafi, að settar reglur hafi verið brotnar með áfengiskaupunum. Reglurnar séu svo rúmar að þær veki upp ótal álitamál varðandi túlkun. Hins vegar hafi hann komist að þeirri niður- stöðu, eftir vandlega íhugun, að honum hafi orðið á mistök í þessu máli. Þetta hefði verið dómgreindarskortur sem hann bæðist velvirðing- ar á. Utanríkisráðherra hefur lagt fram um. Er spurning utanríkisráðherra í ellefu liðum og spyr hann m.a. hvort ráðherrar hafi látið ráðuneyti bera kostnað vegna eigin afmælisveislna, eða vegna flokksþinga, fyrir flokks- þing eða einstaka kjördæmahópa sem þau sækja. Sjá einnig bréf ráðherra á bls. 16 og frásögn af blaðamanna- fundinum og yfirlit yfir risnu utanríkisráðuneytisins á miðopnu. uðu um málefni olíu- og gasvinnslu sameinuð til þess að draga úr skrif- ræði. Jafnframt voru áhrif stjórn- enda ,einstakra_ fyrirtækja á rekstur þeirra aukin. Á móti var ætlast til að fyrirtækin yrðu rekin hallalaus. Fílanovskíj-Zenkov sagði að fjárfest- ing í tækjum til vinnslunnar hefði stórlækkað. Hélt hann því fram að vinnslan ætti eftir að dragast enn frekar saman ef ekki kæmu til aukn- ar fjárveitingar til vinnslunnar. heildaryfirlit yfir ráðstöfun á risnufé utanríkisráðuneytisins þann tíma sem hann hefur verið þar ráðherra. Sams konar yfirlit fyrir fjármála- ráðuneytið segir hann hins vegar ekki hægt að leggja fram þar sem þar, sem og í öðrum ráðuneytum, sé ekki haldin dagbók yfir risnu á sama hátt og gert hafi verið í utanríkis- ráðuneytinu að hans ósk frá því í í kringum síðustu áramót. Segir ráð- herrann í bréfi sem hann hefur sent yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings 1988 og ríkisendurskoðanda að með birtingu þessara gagna telji hann sig hafa gert fullkomlega hreint fyrir sínum dyrum varðandi spurningar um það h'vernig risnufé ráðuneytisins hafi verið várið i sinni ráðherratíð. Segist hann einnig gera ráð fyrir því að önnur ráðuneyti geri hreint fyrir sínum dyrum með þessum hætti. Fer ráðherrann þess á leit við ríkisendur- skoðun að hún kanni þetta yfirlit og láti ráðuneytinu í té álitsgerð um þau útgjaldatilefni sem kunna að orka tvímælis eða vera utan marka settra reglna. Nefnir ráðherrann nokkur dæmi s.s. veitingar á vinnufundum með þingflokki Alþýðuflokksins og jóla- glögg á heimili hans fyrir samstarfs- menn. Jón Baldvin segir að ef breyta eigi reglum um þessi mál verði það ekki gert nema á grundvelli haldgóðra upplýsinga um það, hvaða hefðir, venjur og fordæmi hafi skapast á liðinni tíð. Spyr hann ríkisendurskoð- un og skoðunarmenn hvort þeim sé kunnugt um eða geti aflað upplýs- inga um hvort ráðherrar hafi notað risnufé í ýmsum tilgreindum tilvik- Sanitas leggur fram kæru til verð- lagsráðs vegna tilboða Vífilfells SANITAS hf. hefur lagt fram kæru til verðlagsráðs vegna tilboðs sem Vífilfell hf. hefur að undanlornu gert kaupmönnum við sölu á gos- drykkjum. Bréf þessa efnis barst Verðlagsstofnun í gær. Þar er frá því greint að sölumenn Sanitas hafi að undanfornu orðið varir við margvísleg afsláttartilboð frá Vífilfelli sem í sumum tilvikum feli í sér að verslanir fái vörur frá Vífílfelli með sérstökum afslætti gegn því að vörur Sanitas séu ekki hafðar til sölu í viðkomandi verslun. Verðlags- stofnun liefur haft málið til athugunar og hyggst krefja Vífilfell skýr- inga í dag. í bréfi sem lögmaður Sanitas sendi Verðlagsstofnun í gær segir m.a: „ Nú í septembermánuði hafa sölu- menn Sanitas hf. orðið varir við að Vífilfell hf. hafi gert kaupmönnum sértilboð á vörum Vífilfells hf. þar sem boðinn er afsláttur með því skil- yrði að viðkomandi kaupmaður bjóði ekki vöru frá Sanitas á sérkjörum. Sölumenn Vífilfells hf. hafa jafn- framt krafist þess að auglýsinga- skilti með auglýsingum Sanitas hf. væru tekin niður og í mörgum tilfell- um fjarlægt þau sjálfir. Þá hafa þeir krafist þess að kaupmenn hætti al- farið viðskiptum með vörur frá Sanit- as hf. og í því sambandi boðið sér- stakan afslátt. Þá hafa sölumennirn- ir í nokkrum tilfellum krafist sérs- takrar staðsetningar á vörum Vífil- fells hf. og Sanitas hf. og dæmi eru um að þeir hafi raðað vörum Vífil- fells fyrir og yfir vörur Sanitas hf.“ Þar sem atferli þetta er gróft brot á lögum nr. 56/1978 verður ekki hjá því komist að kæra mál þetta til verðlagsráðs og gera þá kröfu að viðskiptahættir þessir verði rannsak- aðir og stöðvaðir þegar í stað.“ Páll Jónsson, forstjóri Sanitas, sagðist í samtali við Morgunblaðið líta mál þetta mjög alvarlegum aug- um og telja þetta brot sérlega gróft. Þarna væri um grófara brot að ræða heldur en Vífilfell hefði ástundað hingað til. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, staðfesti í gær að kæra Sanitas hefði borist til Verðlagsstofnunar. Stofn- unin hefði aílað upplýsinga í vikunni sem renndu stoðum undir þetta mál. Hann sagði að almennt væri litið alvarlegri augum á má! af þessu tagi þegar markaðsráðandi fyrirtæki beitti slíkum aðferðum gagnvart minni aðilum. „Ég á von á bréfi frá verðlags- stjóra og við svörum því þegar þar að kemur. Við höfum farið yfir mál- ið með lögfræðingi okkar og hann fullyrðir að þetta sé í góðu lagi,“ sagði Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells. Hann sagði það alrangt að fyrirtækið hefði reynt að koma vörum Sanitas út úr versl- unum. Tilboðið fælist í því að veittur væri tiltekinn afsláttur þegar fram- stilling væri í hlutfalli við sölu. Lýður kvað það ennfremur ekki standast að sölumenn fyrirtækisins hefðu tek- ið niður auglýsingar Sanitas. Stöð 2 hef- ur sótt um aðra rás LEYFI það sem myndbanda- og auglýsingagerðarfyrirtækið Sýn hf. hcfur fengið til sjónvarpsút- sendingar er meðal annars bundið þeim skilyrðum að fyrirtækið sjái um að skipta um loftnet hjá sjón- varpsnotendum á ákveðnu svæði í Mosfeilsbæ. Að sögn Björns Br. Björnssonar hjá Sýn hf. verða væntanlega hafnar viðræður við Stöð 2 um sameiginlega notkun myndlykla fyrir sjónvarpsstöðv- arnar. Stöð 2 hefúr sótt um leyfi til sjónvarpsútsendinga á rás 8, og hyggst hefja útsendingar á sérstakri dagskrá um helgar á þeirri rás. „Fyrirtækinu hefur verið veitt leyfi til sjónvarpsútsendinga á rás 6 á VHF-bandi. Þetta band hefur RÚV notað til útsendinga til dæmis við takmarkað svæði í Mosfellsbæ. Nú þegar þeii' víkja af þessari tíðni þurfa þeir að fara yfir á svonefnt UHF- band, og fyrir þær útsendingar þarf ný loftnet, sem við þurfum að kosta og sjá um uppsetningu á hjá öllum notendum RÚV á þessu svæði svo þeir nái sendingum RÚV áfram án þess að bera kostnað af því,“ sagði Björn. Hann sagði að kannað hefði verið að kaupa nýja myndlykla sem annað- hvort yrði hægt að gefa væntanjeg- um áskrifendum sjónvarpsstöðvar- innar, eða leigja gegn vægu gjaldi. „Við teljum okkur ekki getað mark- aðssett þessa sjónvarpsstöð ef fólk þarf að kaupa nýja myndlykla fyrir 20.000 krónur. Nú þegar þessi áform okkar eru orðin opinber geri ég þó ráð fyrir að við hefjum viðræður við Stöð 2 um hvort við getum fengið afnot af myndlyklum þeirra, þannig að fólk þurfi ekki að kaupa sér nýja.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.