Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 5
MORGUyBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29, SEPTEMBER 1989 ,5 Danska varðskipið Ingolf: Hleypir af 21 fallbyssu- skoti í Reykjavíkurhöfh DANSKA varðskipið Ingolf mun í dag, föstudag, sigla inn um hafhar- kjaftinn í Reykjavík rétt fyrir klukkan níu og hylla íslenzka fánann með tuttugu og einu fallbyssuskoti. Ingolf er í sinni síðustu eftirlits- ferð á Norður-Atlantshafi, en skipið hefur margoft lagzt við bryggju í Reykjavík- á eftirlitsferðum sínum. Um leið og Ingolf skríður inn um hafnarkjaftinn í Reykjavíkurhöfn munu danskir sjóliðar standa heið- ursvörð. Jafnframt munu skipveijar á varðskipinu Tý, flaggskipi Land- helgisgæzlunnar undir stjórn Helga Hallvarðssonar skipherra, svara kveðju Dananna. Skipherrann á Ingolf mun síðan heimsækja danska sendiráðið og nokkur yfirvöld í Reykjavík; þá Davíð Oddsson borgarstjóra, Böðv- ar Bragason lögreglustjóra, Gunnar Bergsteinsson forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, Sigurð Þorgrímsson hafnarstjóra og Þorstein Ingólfs- son, skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Forstjóri Gæzlunnar heimsækir skipið á móti. Ingolf er þriðja skipið í danska flotanum, nefnt eftir Ingólfi Arnar- syni, fyrsta landnámsmanninum á íslandi. Öndvegissúlur Ingólfs eru í skjaldarmerki skipsins, rétt eins og í skjaldarmerki Reykjavíkur, á skildi sem hefur sömu lögun og íslenzkur skjöldur frá 13. öld. Skip- ið er orðið tuttugu og sex ára gam- alt og nú þegar það verður tekið úr notkun verður ekkert skip danska flotans með nafn, sem teng- ist. íslandi. Heimsókn Ingolfs nú er svokölluð „óopinber heimsókn", sem þó er formlegri en venjulegar viðkomur skipsins í Reykjavíkurhöfn. Ingolf hefur áður heimsótt Reykjavík í heiðursskyni, til dæmis á þjóðhátíð- inni árið 1974. Skipið verður opið almenningi til sýnis á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 16. Það siglir frá Reykjavík á mánudag. Fundað um síldarverð VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins fjallar um þessar mundir um verð á síld til frystingar og sölt- unar á komandi vertíð. Einn fundur hefúr þegar verið haldinn og verður aftur fundað í næstu viku. Síldveiðar mega hefjast 8. októ- ber. Þegar hefur verið samið um sölu á saltsíld til Finnlands og Svíþjóðar, en samningar við Sovét- menn era venjulega seinna á ferð- inni. Samningaviðræður vegna sölu á frystri síld standa yfir um þessar mundir, bæði hvað varðar sölu til Japans og Evrópulanda. Verð á síld upp úr sjó á síðustu vertíð var 8,90 krónur á hvert kíló af stærstu síldinni, 2 flokkur kost- aði 7,50 og smásíld 4,20. Verð á síld til bræðslu var fijálst í fyrra, en þá voru beinar síldveiðar í bræðslu leyfðar í fyrsta sinn síðan veiðar á Suðurlandssíldinni hófust að nýju. Lyfjaþjófur í gæsluvarðhald: Stal 6 lítrum af morfíni MAÐUR á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarð- hald vegna innbrots í Lyfjaverslun ríkisins aðfaranótt síðastliðins lostudags. Maðurinn hefur játað að hafa stolið þaðan miklu af lyfj- um, þar á meðal um 6 lítrum af morfíni. Hann gaf sig fram við rann- sóknarlögregluna síðdegis á miðvikudag en grunur hafði fallið á manninn, sem mun vera háður lyíjum, strax á föstudag og samdæg- urs hafði dómari gefið út skipun um að hann skyldi handtekinn. Maðurinn fór inn um glugga í hans og fundið þar hluta þýfisins húsi Lyfjaverslunar ríkisins og var þar innandyra í fjórar klukkustund- ir. Öryggiskerfi hússins fór í gang og þrívegis kom öryggisvörður á staðinn án þess að finna manninn. Á föstudag hafði lögregla gert húsleit á heimili fyrrum eiginkonu en ekki tókst að hafa upp á hinurn grunaða fyrr en á miðvikudag er hann gaf sig fram við lögregluna. Þýfið er komið til skila að lang- mestu leyti. Maður þessi hefur áður kornið við sögu lögreglu vegna lyijaþjófnaðar. „Miss World“-keppnin haldin í Hong Kong Fegurðarsamkeppnin „Miss World“ fer fram í Hong Kong þann 22. nóvember næstkomandi og verður keppnin þar með í fyrsta sinn haldin annars staðar en í London Ástæða þessa mun vera sú að ekki náðust samningar við sjón- varpsstöðina ITV í Englandi sem hingað til hefur haft sýningarrétt keppninnar. Þá buðu umboðsmenn Miss World-keppninnar í Hong Kong eina milljón punda fyrir að fá að halda keppnina og í þriðja lagi hyggst Formosa Airlines leggja fram 750 þúsund pund til keppninn- ar í formi styrktarfjármagns. Enn- fremur mun flugfélagið greiða fyrir farseðla keppenda frá London til . Taiwan. Stúlkurnar, sem þátt taka í keppninni, þurfa að vera komnar til Taiwan þann 21. október nk. og hefst þá undirbúningur fyrir keppn- ina sjálfa, sem verður í Hong Kong þann 22." nóvember. Það verður Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, sem krýnir þá arftaka sinn, en full- trúi íslands í keppninni að þessu sinni verður Fegurðardrottning ís- lands 1989, Hugrún Linda Guð- mundsdóttir. ITOLSK V I K A í KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörurÆFTískusýningar Tónlist iM Kaffihús B3 ítalskur matur BM Feröalynningar B ffGetraun, vinningur: ferð fyrir tvo til Ítalíu O (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.