Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29.' SEPTEMBER 1989 23 Morgunblaðið/Ámi- Sæberg Björg Sveinsdóttir. Ásmundarsalur: Sýningu Bjargar lýkur um helgina Málverkasýningu Bjargar Sveinsdóttur, sera staðið hefur yfir í Ásmundarsal við Freyju- götu, lýkur um helgina. Á sýn- ingunni eru 17 olíumálverk mál- uð á undanförnum tveimur árum. Björg útskrifaðist _frá Myndlista- og handíðaskóla Islands vorið 1987. Þetta er hennar fyrsta einka- sýning, en hún hefur áður tekið þátt í samsýningu við opnun Hafn- argallerís fyrir tveimur árum. Að- spurð um myndimar segist hún vera ákaflega hrifin af táknum, bæði þeim sem hafi augljósa merk- ingu í huga almennings, en einnig búi hún til sín eigin tákn. „Ég set þessi tákn oft inn í landslag eða birtuskilyrði til þess að túlka það sem mér býr í brjósti." Sýningin er opin í dag frá klukk- an 16-20 og á laugardag og sunnu- dag frá klukkan 14-22. Henni lýk- ur á sunnudag. Bíóborgin sýnir: „Janúar-maðurinn“ BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Janúar-maður- inn“. Með aðalhlutverk fara Kevin Kline og Susan Sarandon. Leikstjóri er Pat OConnor. Morðingi gengur lausum hala í New York. Hann er búinn að myrða tíu konur og hefur alltaf sama hátt á. Hann bregður bláum borða um háls þeim og kyrkir þær með þeim hætti. Lögreglan hefur gert allt, sem í hennar valdi stendur, til að hafa hendur í hári illvirkjans en árangurslaust. Boð kínverska sendiráðsins verði hunsað KÍNANEFNDIN á íslandi skorar á íslendinga að hunsa boð sendi- ráðs Kínverska alþýðulýðveldis- ins síðdeigis i dag, sem haldið verur til þess að minnast 40 ára byltingarafinælis í Kina. Er þetta gert í þeim tilgangi að vekja athygli á mannréttindabrot- um kínverskra stjórnvalda á Torgi hins himneska friðar í júní síðast- liðnum, en það er aðalmarkmið Kínanefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Arnþór Helgason fyrrum formaður Kínversk- íslenska menningarfélagsins. (Frá,tatilkynning) Saftiaðarferð Fríkirkjunnar FARIÐ verður í hina árlegu safiiaðarferð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sunnudaginn 1. októ- ber. Lagt verður”af stað frá kirkjunni klukkan 12 og haldið austur í Rangárvallasýslu. Fyrst verður komið við í Þykkvabæ og verður guðsþjónusta í kirkjunni þar klukk- an 14. Þaðan verður farið að Hellu þar sem sest verður að veisluborði. Frá Hellu verður síðan haldið að Keld- jm á Rangárvöllum og minjasafnið þar skoðað. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá safnaðarpresti, eða í safnaðarheimilinu á Austurgötu. Hljómsveitin Stjórnin. Sljórnin á Hótel Islandi HLJÓMSVEITIN Stjórnin leikur fyrir dansi á Hótel Islandi í vet- ur, líkt og síðasta vetur. Stjórnin hefur spilað á dansleikj- um um land allt í sumar, en hefur störf að nýju á Hótel íslandi nú um helgina. Hljómsveitina skipa þau Sigga Beinteins, Grétar Örv- arsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Eiður Arnarsson, Einar Bragi Bragason og Matthías Hemstock. Reykbindindisnám- skeið Krabbameins- félagsins: Barnshafandi konur hafa for- gang Krabbameinsfélag Reykjavík- ur hefiir staðið fyrir reglulegum námskeiðum í reykbindindi um fimm ára skeið. Þátttakendur eru orðnir vel á annað þúsundið. Meira en þriðji hver er enn reyk- laus tveim árum síðar. Mikil og jöfn aðsókn hefúr verið að nám- skeiðunum og oft svo að mynd- ast hefúr langur biðlisti. Því hefúr nú verið tekin sú ákvörðun að barnshafandi konur hafi alltaf forgang að námskciðum félags- ins til að forða þeim frá hugsan- legum biðtíma. Bamshafandi konur fá einnig forgang að persónulegri ráðgjöf sem veitt er í tengslum við nám- skeiðin. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að skaðleg áhrif reykinga á fóstur verða sífellt augljósari. Sýnt hefur verið fram á það í fjölda rannsókna að fóstur og nýburar skaðast og Iáta jafnvel lífið vegna reykinga mæðra á meðgöngu. Unnt er að fullyrða að á Vesturlöndum hafi enginn einn þáttur skaðvæn- legri áhrif á fósturþroska. Börn kvenna sem reykja á meðgöngu eru að meðaltali 200-250 gr léttari en önnur börn, en minni fæðingar- þyngd fylgir aukin hætta á ýmis- konar vansköpun. Hér er átt við klofna vör, klofinn góm, rangeygi, meiriháttar skemmdir á höfði og heila, klofinn hrygg, hjartagalla, kviðslit, og vanskapanir á þvagfær- um. Eftir fæðingu eru börn reykjandi foreldra í mun meiri hættu á að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma og kvilla. Vöggudauði er t.d. allt að tvöfalt algengari við slíkar aðstæð- ur. Eymabólga, lungnabólga, berkjubólga og langvinnt lungna- kvef era allt kvillar sem em algeng- ari hjá börnum reykjandi foreldra. Einnig hafa ýmsar rannsóknir gef- ið vísbendingu um að slíkum böm- um geti verið hættara við að fá krabbamein er fram líða stundir. Tengsl em milli reykinga foreldra og astmaeinkenna hjá börnum. Þá benda rannsóknir til þess að böm- um sem alast upp við óbeinar reykingar sé hættara við heila- himnubólgu og þannig mætti lengi telja. Fóstur em þó hvað berskjöld- uðust fyrir hinum skaðvænlegu áhrifum reykinganna og því vill Krabbameinsfélagið leggja sitt af mörkum til að aðstoða verðandi mæður við að hætta að reykja. (Fréttatilkynning) Myndasýning- í „Pilsfaldinum“ I sýningarsalnum „Undir pils- faldinum" við Vesturgötu verður opnuð myndasýning í kvöid lostudaginn 29. september klukkan 20. Þar em sýndar myndir gerðar af þeir Þórhalli Þráinssyni og Aðal- steini Svani Sigfússyni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast úr málunardeild MHÍ vorið 1986. Að opnun lokinni verður sýning- in opin klukkan 14-22 um helgar og klukkan 14-18 virka daga. Henni mun ljúka 8. október. (Fréttatilkynning) Tumi sýnir í Galleríi 11 f GALLERÍI 11 verður opnuð sýning á Qórum málverkum eftir Tuma Magnússon á morgun, laugardaginn 30. september, klukkan 14. Verkin era máluð með olíulitum á striga á þessu ári. Tumi hefur sýnt á hinum ýmsu stöðum síðan 1978, en þessi sýning er opin frá klukkan 14-18 daglega til 15. októ- ber. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 28. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 70,00 70,00 70,00 0,692 48.444 Þorskur(ósL) 43,00 43,00 43,00 1,879 80.780 Ýsa 104,00 86,00 87,12 0,548 47.740 Ýsa(ósl.) 80,00 80,00 80,00 2,316 185.240 Karfi 19,00 19,00 19,00 0,007 133 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,060 1.200 Steinbítur 75,00 12,00 40,36 1,093 44.131 Langa 44,00 . 44,00 44,00 0,314 13.794 Lúða 255,00 200,00 218,46 0,574 125.398 Kolaflök 140,00 140,00 140,00 0,480 67.200 Keila 15,00 15,00 15,00 0,199 2.985 Kinnar 90,00 80,00 82,95 0,122 10.120 Gellur 300,00 290,00 292,09 0,046 13.290 Samtals 76,90 8,328 640.455 1 dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 71,00 62,00 68,28 14,624 998.431 Þorsk(sl.dbL) 30,00 30,00 30,00 0,147 4.410 Þorsk(1 .-2.n.) 64,00 30,00 58,23 7,484 435.768 Þorskur(smár) 27,00 27,00 27,00 0,146 3.942 Ýsa 135,00 90,00 112,40 12,324 1.385.270 Ýsa(1.-2.n.) 75,00 75,00 75,00 0,105 7.875 Karfi 44,00 40,00 42,42 10,965 465.104 Ufsi 41,00 37,00 40,47 12,146 491.590 Steinbitur 85,00 85,00 85,00 0,430 36.550 Hlýri+steinb. 73,00 73,00 73,00- 1,063 77.569 Lúða(smá) 240,00 225,00 238,35 0,082 19.545 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,011 770 . Keila 20,00 20,00 20,00 0,027 540 Samtals 65,95 59,554 3.927.364 Selt var úr Jóni Baldvinssyni RE og netabátum. i dag verður selt' óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 74,50 35,00 53,18 2,136 113.612 Ýsa 130,00 60,00 100,39 3,298 331.089 Ufsi 20,00 15,00 17,75 0,182 3.230 Steinbítur 48,00 48,00 48,00 0,036 1.728 Hlýri 22,00 22,00 22,00 0,012 264 Lúða 300,00 300,00 300,00 0,022 6.600 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,009 180 Skötuselur 355,00 355,00 355,00 0,003 923 Kinnar 50,00 50,00 50,00 0,880 44.000 Samtals 76,26 6,578 501.626 Selt var úr dagróðrabátum. [ dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr dagróðrabátum. Stjörnubíó 40 ára I DAG, 29. september, eru liðin 40 ár frá því Störnubíó var opnað. í tilefni af því, býður Stjörnubíó upp á afmælissýningu á gaman- myndinni „Lífið er lotterí", í dag, fostudag, klukkan 11, en myndin verður frumsýnd í næstu viku. Með aðalhlutverk fara Cybill Shepherd, Ryan O’Neal, Robert Downey jr. og Mary Stuart Mast- erson. Kvikmyndahúsið var opnað 29. september 1949 og kvikmyndin sem fmmsýnd var þann dag var „Sagan af Karli Skotaprins“ með David Niv- en og Margaret Leighton í aðalhlut-. verkum. Bygging hússins tók langan tíma þar sem á þeim tímum var erfitt um allar byggingaframkvæmdir og um tíma lá smíði kvikmyndahússins al- veg niðri. I því hlutafélagi sem stofnaði Stjörnubíó voru: Hjalti Lýðsson, Tómas Tómasson og bræðurnir Grímur, Hróbjartur og Haraldur Bjarnasynir. Hjalti Lýðsson keypti síðan hlut hinna hluthafanna fljót- lega eftir opnun kvikmyndahússins og hefur það verið rekið af fjölskyldu Hjalta Lýðssonar síðan þá. Við opnun voru í kvikmyndahúsinu 512 sæti á tveimur hæðum. Árið 1953 kom upp eldur í kvikmyndahús- inu og skemmdist það töluvert, en sýningar lögðust ekki niður. Þann 19. desember 1973 gereyði- lagðist kvikmyndahúsið á eldsvoða. En strax var hafist handa við endur- byggingu og var þá skipan hússins breytt í núverandi horf. Sætum var þá fækkað úr 512 í 468. Sýningar hófust að nýju 7. júní 1974. í mars árið 1982 var hafist handa við byggingu á B-sal og var hann tekinn í notkun 10. júlí 1982. í B- sal em 113 sæti. Fyrsta kvikmyndin sem sýnd var í B-sal var „Cat Ballou" með Lee Marvin og Jane Fonda í aðalhlutverkum. Frá upphafi hefur Stjörnubíó haft viðskipti við Columbia Pitcures og frá 1984 einnig við Tri-Star Pict- ures. Margar vinsælar kvikmyndir hafa verið sýndar í Stjörnubíói frá opnun þess og má þar t.d. nefna: „Allt fyrir hreinlætið", „Draumgyðj- an mín“, „Brúin yfir Kwaifljótið“, „Rock Around the Clock“, „Byssurn- ar frá Navarone”, „Álfhóll" (Fláklipa Grand Prix), „Close Encounters of thé Third Kind“, „Tootsie", „Gand- hi“, „Ghostbusters“, „Karate Kid“ og „La Bamba“. Stjörnubíó er 40 ára í dag, föstu- daginn 29. september. Perusala Lionsmanna í Ilafnarfirði verður haldin laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október. Perusala Lionsmanna í Haftiarfírði Lionsklúbbur Hafnarfjarðar verður með sína árlegu perusölu laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála í Hafnarfirði. Klúbbur- inn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, svokallaða kisudeild sem er deild innan barnaheimilisins í norðurbænum í Hafnarfirði. Einn- ig heimili fyrir vangefna á Kletta- hrauni 17. Svo og hefur klúbburinn styrkt St. Jósefsspítala í Hafnar- firði með tækjakaupum svo eitt- hvað sé nefnt. • Einnig styrkir Lionsklúbbur Hafnarfjarðar ýmis málefni innan Lionshreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.