Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 BORCARA FLOKKURINN Við fjölmennum á landsfund Borgaraflokksins Kjördæmisfélögnn. Sinfóníuhljómsveit Æsk- unnar flytur Bruckner Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur Sinfóníu nr. 2 i c-moll eftir Anton Bruckner, undir stjórn Paul Zukofskys á inorgun, laugardag- inn 30. september. Þessir tónleikar eru afrakstur námskeiðs sem Sinfóníuhljómsveit æskunnar hefur staðið fyrir síðustu tvær vikurnar, en á þessu nám- skeiði hafa 60 tónlistarnemendur komið saman á hveijum degi og æft að miklu kappi. Er þetta í 10 skiptið sem Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar heldur námskeið, frá því að hún hóf starfsemi sína, en hljóm- sveitin hefur starfað síðan á ári æskunnar 1985. Tónleikarnir verða sem fyrr segir á morgun, laugardaginn 30. sept- ember, klukkan 14 og verða þeir í Háskólabíói. Forsala aðgöngumiða fer fram í Bókaverslun Eymunds- sonar en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. Sinfóníuhljómsveit æskunnar. BORCARA FLOKKURINN Laufey Sigurðardóttir, fiðluleik- ari. Selma Guðmundsdóttir, píanó- leikari. Tónleikar á þremur stöðum LAUFEY Sigurðardóttir, fiðlu- leikari og Selma Guðmundsdótt- ir, píanóleikari munu á næstu dögum leika á þrennum tónleik- um. Fyrstu tónleikarnir verða í Fé- lagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, laugardaginn 30. septem- ber, klukkan 16, þeir næstu í Tón- listarskólanum á Sauðárkróki, sunnudaginn 1. október klukkan 15 og að lokum munu þær leika í Menningarmiðstöðinni í Hafnar- borg í Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. október klukkan 20.30. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir W.A. Mozart og Leos Janacek, Slavneskir dansar eftir Dvorák í útsetningu Kreisler og Tveir þættir eftir ítalska tón- skáldið Berio. Við komnm l'ljúgandi Við lyftum okkur til flugs frá Reykjavíkurflugvelli og hefj- um sérstakt kynningarátak utan borgar á starfseminni og ferðum þeim sem við höfum að bjóða. Við komum á Dornier-vélinni okkar sem jafnframt verður til sýnis að utan og innan á meðan á hverri heimsókn stendur. Vetraráætlun okkar Við ætlum að kynna fyrir- tækið, vetraráætlun okkar, borgirnar sem við fljúgum til og ferðamöguleika út frá þeim. Auk sölufólks verða á staðnum tveir flugmenn og ein flugfreyja sem ætla að kynna störf sín. Frúin í Hamborg Sú ágæta frú verður með í för og mun hefja upp raust sfna og syngja fyrir við- stadda og eflaust gera eitthvað fleira óvænt og skemmtilegt. Henni til að- stoðar verður stúlka af yngri kynslóðinni. Ferðatilboð - ferðagetraun Við gerum ykkur líka sér- stakt ferðatilboð sem gildir aðeins þann dag sem kynn- ingin stendur. Þar að auki efnum við einnig til ferða- getraunar á öllum sjö stöðunum með farmiðum til Amsterdam í vinning. lífiiiík Félagsheimili Húsavíkur 30. september Kl. 10:00-13:00 Méíjéi 30. september Alexandersflugvelli Kl. 15:00-16:00 Hótel Mælifelli Kl. 16:00-18:00 Spnte m- Spríte ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 íþróttamannvirki vígð í Garðabæ NY íþróttamannvirki Iþróttamið- stöðvarinnar Ásgarðs í Garðabæ verða vígð á morgun, laugardag- inn 30. september, klukkan 15. Vígt verður nýtt íþróttahús með fimleikagryfju, 1.680 fm, sem rúm- ar 1.100 áhorfendur. Einnig ný sundlaug þar sem aðallaug er 15x25 m og barnalaug 15x6,5 m og ný þriggja hæða tengi- og þjón- ustubygging, sem tengir saman framantalin mannvirki, 1.298 fm. Auk þessa er verið að leggja gervigras á völl við íþróttamiðstöð- ina, sem er 21x44 m. Heildarkostnaður hinna nýju mannvirkja er um 260 milljónir. Arkitekt er Manfreð Vilhjálmsson, Almenna verkfræðistofan hf. sá um burðarþol og lagnir. Rafhönnun hf. sá um rafmagn og SH verktakar um framkvæmdir. Að lokinni formlegri afhendingu mannvirkja og ávörpum sýna nem- endur úr grunnskólum Garðabæjar leikfimi. UMF Stjarnan verður með sýningaratriði og starfsemi deilda félagsins verður kynnt. Kvenfélag Garðbæjar sér um veitingar í boði bæjaryfirvalda. Öll- um bæjarbúum er boðið til vígslunn- ar til að samfagna þessum merka áfanga. Með tilkomu nýju íþróttamann- virkjanna mun öll íþróttaaðstaða í Garðabæ stórbatna jafnt fyrir keppnisíþróttir sem almenna líkamsræktun. Fyrirlestur um popptón- list og klass- íska tónlist Dr. Konrad Boemer, prófess- or við tónlistarháskólann í Haag í Hollandi, heldur fyrir- lestur á morgun, laugardag, um tengsl popptónlistar og klassískrar tónlistar í gegn- um aldirnar. Hann er hér í boði Stefs, Samtaka eigenda flutningsréttar. Fyrirlesturinn verður haldinn í tengslum við málþing, sem Félag tónskálda og textahöf- unda gengst fyrir á morgun að Ilótel Loftleiðum. Málþingið er lokað öðrum en tónlistarmönn- um og útvarpsfólki. Á mál- þinginu verður fjallað um stöðu íslenskrar dægurlagatónlistar. Fyrirlestur Dr. Boemers er öllum opinn og hefst hann um kl. 16.00 að Hótel Loftleiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.