Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 t Maðurinn minn og faðir okkar, FRIÐRIK KARLSSON framkvæmdastjóri Domus Medica, lést aðfaranótt 28. september. Guðrún Pétursdóttir og börn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGFÚS BJARNASON sjómaður, fyrrv. skrifstofustjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Sjafnargötu 10, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins 28. sept- ember. Sveinborg Lárusdóttir, Bjarni Sigfússon, Kristján Sigfússon, Ingvar Alfreð Sigfússon. t Hjartkær sonur okkar og bróðir, STEFÁN MAGNÚSSON, Skipholti 9, Reykjavík, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 27. september. Ragnh. Þyri Nikulásdóttir, Magnús B. Pálsson, Ragna Þyri Magnúsdóttir, Guðný Edda Magnúsdóttir, Nikulás Friðrik Magnússon, Anna Stefanía Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SIGURBJÖRNSSON, Hvassaleiti 16, lést í Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 27. september. Maria Finnbogadóttir, Hákon Sigurðsson, Katrín H. Guðjónsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Haukur Viggósson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hiið, Akureyri, andaðist 27. september. Ingólfur Árnason, börn og tengdabörn. t Elakuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJARGEY GUÐJÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 71, lést að kvöldi 27. september. Magnús Guðjónsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurþórsson, Guðjón V. Magnússon, Kolbrún Þorkelsdóttir, Maria Ó. Magnúsdóttir, Karl A. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR THORARENSEN, Vallholti 36, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju iaugardaginn 30. september kl. 13.30. Hartmann Antonsson, Anton Hartmannsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Pétur Hartmannsson, Jórunn Ingimundardóttir, Ásbjörn Hartmannsson, Jóna Bára Jónasdóttir, Skúli Hartmannsson, Auður Haraldsdóttir og barnabörn. Minning: Skúli Pétursson frá Nautaflötum Fæddur 14. febrúar 1919 Dáinn 19. september 1989 Þegar dauðinn ber að dyrum er- um við alltaf jafn óviðbúin, þó svo að við vitum að ef okkur er gefið líf verðum viðr að skila því aftur. Við dveljum hér á jörð mismunandi lengi. Nú þegar laufín taka að falla af tijánum og jörðin tekur á sig haust- litina, daprast hugur vina og ætt- ingja Skúla á Nautaflötum. Það er staðreynd að Skúli er horfinn frá okkur yfir landamæri lífs og dauða. Við, sem þekktum Skúla og höfðum næstum daglegt samband við hann, vissurn að hann gekk ekki heill til skógar síðustu ár, síst síðastliðinn vetur og í sumar. Það var ekki háttur Skúla að gera hlutina með hangandi hendi, allt átti að ganga hratt fyrir sig. Þannig hvarf hann okkur einnig. Sólrahring eftir að hann kom á sjúkrahús var hann allur. Skúli fæddist 14. febrúar 1919 í Syðri-Hraundal á Mýrum, annar í röð átta bama þeirra heiðurs- og sómahjóna Vigdísar Eyjólfsdóttur og Péturs Þorbergssonar. Skúli bjó í Hraundal ásamt foreldrum sínum til 1948 en þá fluttu þau að Breiða- bólstað í Miðdölum. Þar bjuggu þau í fjögur ár. Skúli var einn af frum- byggjum í landnámi ríkisins í Ölf- usi. Hann flutti suður árið 1952 ásamt foreldrum og bræðrum og hófu þau þá að byggja nýbýlið Nautaflatir. Það var ekki kastað til höndum og reis þar upp glæsilegt býli. Frá árinu 1978 hefur Skúli búið einn. Skúli var stórbóndi, snyrti- mennskan til fyrirmyndar, bæði utandyra og innan. Hann var opinn fyrir öllum nýjungum og bættum búskaparháttum. Það hefði ekki verið vilji Skúla að við fæmm að rekja lífsferil hans hér. Við viljum aðeins þakka allt það sem hann og heimilið á NautaflÖtum voru okkur frá fyrstu tíð. Til hans var gott að leita og ómetanlegur var sá stuðn- ingur sem hann veitti okkur ætíð ef á þurfti að halda. Það verður seint þakkað. Það var ósjaldan sem krakkamir hringdu í Skúla og báðu hann að skjótast með sig eitthvað. Það var varla búið að leggja símtól- ið á þegar Skúli var kominn. Skúli var ungur í anda, hlýr og lífsglaður, þakklátur öllum er lögðu honum lið síðustu árin og þeim sem gáfu sér tíma til að líta inn í önn dagsins. Nú heymm við ekki oftar bankað á ganghurðina, sjáum hann ekki oftar snarast inn og segja „hæ“ með bros á vör. Allt er hverfult í þessum heimi. Hafi hann kæra þökk fyrir sam- fylgdina, hans verður ætíð minnst sem vinar og velgjörðarmanns. Við óskum honum velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Ættingjum öllum og vinum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Útför Skúla verður gerð frá Kotstrandarkirkju í dag, föstu- daginn 29. september. Bjössi, Svava, Gunnar, Hrafokell og Aslaug. Mig langar í fáeinum orðum að minnast vinar okkar og velgjörðar- manns Skúla Péturssonar sem ég kynntist fyrst er ég kom til hans sem ráðskona vorið 1985, einstæð móðir með börnin mín tvö, og hef ég síðan verið þar á hveiju sumri. Það var ætíð mikið tilhlökkunarefni hjá bömunum að komast í sveitina til Skúla, enda var hann þeim sann- ur og gjafmildur vinur, og tala þau alltaf um hann sem sinn besta vin, sem eru orð að sönnu. Þegar dóttir mín var 5 ára þurfti að taka úr henni hálskirtla. Þá heimsótti Skúli hana og færði stór- an blómvönd og styttu af hesti, en hún er mjög hænd að öllum dýrum og sérstaklega hestum. Hann vissi hvað mundi gleðja prinsessuna hans Sesselja Sigurðar- dóttir- Minning Fædd 30.júní 1916 Dáin 19. september 1989 í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín Sesselja Sigurðar- dóttir, en hún lést á Landspítalanum 19. sept. sl. Sesselja fæddist á Krossi í Lund- arreykjadal og voru foreldrar henn- ar Sigurður Jónsson og Halldóra Jóelsdóttir. Hún var yngst fjögurra systkina. Snemma lágu leiðir henn- ar til Reykjavíkur þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum Jóhanni Valdimarssyni. Þau gengu í hjónaband 16. júní 1944 og eignuðust fjóra syni. Hugur minn leitar u.þ.b. 10 ár aftur í tímann er ég hitti tengda- móður mína fyrst. Þá strax varð ég vör við þá manngæsku og hlý- leika sem hún sýndi öllum og ég naut þessi ár. Setta og Jóhann reistu sér heim- ili í Hamarsgerði 2, Reykjavík og átti tengdamamma ríkan þátt í því hversu faílegt það var og hvað gott var að koma þangað. Gestrisni var hennar aðalsmerki og nutu margir góðs af. Því yfirleitt hafði hún gesti á heimilinu um lengri eða skemmri tíma og taldi það ekki eftir sér. Setta var ein þeirra kvenna sem allt vildi fyrir aðra gera og lét jafn- vel hagsmuni sína víkja. Það sem skipti mestu máli í lífi tengdamóður minnar voru synir hennar og fjölskyldur þeirra. Alla tíð vakti hún yfir velferð þeirra, kom þeim vel til manns og var ávallt reiðubúin að hjálpa þeim gæti hún það. Aldrei komum við börnin hennar og barnabörn í Ham- arsgerðið án þess að Setta gæfi okkur kaffi og með því eða vildi að við borðuðum með þeim. Hún gerði ávallt ráð fyrir því þegar hún eldaði að einhverjir yrðu aukalega í mat, þannig var hún. Setta var listakokkur enda hef ég fengið að vita það hjá manninum mínum að enginn gæti búið til betri aspargus- súpu en hún mamma. Sem reyndar var alveg satt hjá honum. Barnabörnin sem nú eru orðin 9 áttu stóran sess í lífi hennar og hún í þeirra því amma var' alltaf svo góð, þau hafa misst mikið. Þannig æxluðust mál að ég og fjölskylda mín bjuggum hjá tengdaforeldrum mínum um eins árs skeið. Þetta ár fengu börnin mín vel notið þeirrar ástúðar sem amma veitti. Það var alltaf svo gott að skríða í ömmuból um helgar og svo var amma alltaf tilbúin að fara fram úr og gefa þeim eitthvað gott að borða. Þegar ég hóf að vinna úti og ársgömul dóttir mín átti að fara til dag- mömmu fannst ömmu það ómögu- legt, hún gæti nú alveg gætt henn- ar. Og það varð úr að amma pass- aði hana og hún naut alls þess besta sem völ var á, enda varð stelpan mjög hrifin af ömmu sinni. Þegar Setta veiktist og var lögð á spítal- ann spurði sú stutta mikið um ömmu sína og sagði svo alltaf „afi sækja ömmu“. Setta hafði mikið dálæti á blóm- um .enda báru blómin hennar þess glöggt vitni. Væru blómin mín ljót kom ég þeim bara í fóstur til henn- ar og þau urðu sem ný. Hún hafði mest. Skúli vissi ávallt hvað kom sér best og gleddi mest þegar ein- hver átti bágt og var þá ekki horft í kostnað eða fyrirhöfn. Þegar börn- in voru eitthvað lasin, og ég varð að skilja þau ein eftir heima, vegna vinnu minnar, taldi Skúli það ekki eftir sér að skreppa á Selfoss og færa þeim eitthvað góðgæti og myndbandsspólu til að þeim leiddist ekki. Þannig var Skúli ávallt tilbú- inn að rétta hjálparhönd þeim sem bágt áttu, sérstaklega börnum. En nú er hann horfinn yfir móðuna miklu og það rúm sem hann átti í hjörtum okkar fyllir enginn á sama hátt og hann. Sárt þótti okkur að geta ekki kvatt hann, en svo snögglega hvarf hann úr þessu lífi, að því varð ekki við komið. Eflaust hefur hann verið búinn að þjást lengi þó hann kvart- aði ekki, það var ekki hans háttur, sem alltaf virtist svo hress og kvik- ur. Við kveðjum hann í huganum með söknuði og trega og þökkum allt það ómetanlega sem hann gerði fyrir okkur og allar þær góðu stund- ir sem vjð áttum á heimili hans, Nautaflötum. Það er sárt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að dvelja þar sumarlangt framvegis. Einnig vil ég þakka hans nánustu alla þá vinsemd og hlýju sem okkur var auðsýnd á erfiðri og áður óþekktri reynslu- og saknaðar- stundu. Og að leiðarlokum viljum við senda öllum hans vinum og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. María, Daníel og Steinunn. reyndar oft sagt mér að ég væri engin blómakona. Til merkis um það hversu vænt Settu þótti um blómin þá hafði hún mestar áhyggj- ur af því að ekki væri vel hugsað um þau þegar hún lá á spítalanum. Eins hafði tengdamóðir mín mjög gaman af því að ferðast. Innanlands fannst henni ekkert dásamlegra en að komast í sumarbústað að Reyni- völlum í Suðursveit, þar sem þau hjónin hafa oft dvalist. Éf hún ferð- aðist erlendis vildi hún fara í sólar- landaferð, því fátt vissi hún betur en að flatmaga í sólinni. En nú hefur hún tekið sér lengra ferðalag á hendur, ferðalag sem enginn bjóst við að hún færi í strax. Hún sem var alltaf svo ungleg og hress. Svona er lífið, það kemur og fer, án þess að við getum nokkuð að gert. Við sem eftir sitjum í sorg- inni vitum að guð hefur veitt henni veglegan sess í ríki sínu og það á hún sannarlega skilið. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.