Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 11 Marbendlar og flósamenn Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er frumkrafturinn sem er stöðugur undirtónn í myndverkum Páls Guðmundssonar frá Húsa- felli, sem um þessar mundir og fram til 4. október sýnir í listahús- inu Nýhöfn. Páll er algjört náttúrbarn, sem fer sínar eigin leiðir, hvort sem hann klappar í stein eða mundar pentskúfinn. Hann leitar og ekki uppi sögufræg myndefni, þótt þau séu í næsta sjónmáli og hann þekki þau eins og öll önnur kenni- leiti í nágrenni Húsafells, en þar máluðu þeir Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson frægar myndir og veit hann upp á hár hvar þeir stóðu er þeir máluðu eða rissuðu upp frumdrætti að myndum sínum. Vel er hann sér meðvitaður um fegurð og tign umhverfisins, en hann kýs þó heldur að túlka frum- orkuna, sem hann hefur næst sér, svo sem í grjótinu sjálfu. í því sér hann ýmsar kynjamyndir í ætt við marbendla, tröll, dreka, kindur og kynjadýr, og í málverkinu eru honum t.d. eftirminnilegur per- sónuleiki fjósamannsins fýsilegra myndefni en oddborgarar þjóð- félagsins. Það væri meira en æskilegt, að Páll héldi áfram að rækta frumkraftinn í sér, en þó hneigist ég til að álíta, að hann hefði mjög gott af því að læra undirstöðu þess að móta í leir og handleika það efni sem oftast. Hann er mun skólaðri í málverkinu, þótt sami frumkrafturinn komi fram þar, — frumkraftur, sem á stundum get- ur leitt hugann til Van Goghs, þótt bæði eyru listamannsins séu á sínum stað! Vinnubrögð sem slík eru lífsnauðsynleg í hveiju þjóðfélagi þótt ekki væri nema fyrir það hve frábrugðin þau eru því sem sjá má á sýningum almennt, sem allt tillært og aðfengið prýðir of oft, en sjálfur frumkrafturinn fjarri góðu gamni. Ég hafði ánægju og ávinning af að skoða myndir eins og „hei- lög Cecilia“, (5), er skartar í nátt- úrulegri silfurbergsumgerð, „Drekahaus" (7), sem er að mínu mati markvissasta höggmynd sýningarinnar. Um leið og maður biður um meira af slíku, fer um listrýninn notakennd við að nota heitið höggmynd aftur með réttu. Þá ber einnig að nefna myndir Prinsar og sparifuglar Páll Guðmundsson frá Húsafelli við eitt verka sinna. Það virðast heilmiklar breyt- ingar eiga sér stað hjá myndlistar- konunni Hörpu Björnsdóttur. Fyrstu áhrifin af sýningu henn- ar í Gallerí Borg þessa dagana og fram til 3. október, eru þau að maður heldur, að hér sé um myndvefnað að ræða, en fljótlega og við nánari skoðun sér maður að svo er alls ekki. Hörpu er og gjarnt að mála umgerðir utan um myndefnið og ekki ósvipað og gert er stundum í vefnaði. Sýningin ber sennilega skýr einkenni. þess, að Harpa notar alla þá liti, sem henni dettur í hug og hefur því ekki ennþá afmarkað sér ákveðið tæknisvið, enda skil- greinast þær allar sem „blönduð tækni“. Meðferð efniviðarins svo og myndefnisins er Hörpu þannig ennþá leikur í hinum víðtækasta skilning. Harpa hefur átt það til að vera með ýmiss konar myndrænt sprell á myndfletinum og þá á stundum mjög ástþrungið, en einmitt í þeim myndum hefur komið fram upp- runaleg, lifandi og fersk lína og efnistök, sem verður að álíta bestu kosti listakonunnar. Nú ber meira á ýmiss konar tilraunum á möguleikum í sam- setningu lita og forma, sem í sjálfu sér ber alls ekki að lasta og sem ætti að gefa til kynna, að hún sé nú meira þenkjandi um eðli og möguleika myndlistarinn- ar. En þrátt fyrir allt nær Harpa greinilega markverðust-um ár- angri í þeim myndum, þar sem hún er upprunalegum kenndum trú, svo sem „Stúlka“ (3), „Litli prinsinn" (6) og „Sparifuglar“ (10). Hér koma fram lífrænustu vinnubrögðin að mínu mati og' minna af hjáleitu fitli á mynd- fletinum. í þessum myndum er og ljóð- rænn strengur, enda ritar hún einnig hugsanir sínar niður í ljóða- formi og hefur í tilefni sýningar- innar gefið út bók, sem inniheldur eins og „Gráni“ (12), „Hrútur" (13), „Þurs í skál“ (16) og „Jan- us“ (19). Þetta er einungis almenn upptalning og ég gæti trúað því að ýmsar myndanna njóti sín bet- ur í náttúrulegra og hrúfara um- hverfi en hinum stásslega marm- ara listahússins. Málverkin segja aðra sögu og hér virðist listamaðurinn á stund- um vera að glugga í heim hins fágaða og siðmenntaða lista- manns, en vera hálf feiminn við hann. Ætli að ekki megi mætast á miðri leið? En hvað um það þá er falin viss lifun í því að skoða myndheim Páls Guðmundssonar. Harpa Björnsdóttir þessar hugsanir, eins og hún vill sjálf nefna athöfnina frekar en skáldskap. Dregið saman í hnotskurn þá þykir mér sem meira mætti koma fram af höfundinum sjálfum á þessari sýningu, en minna af alls konar skreytikenndum tilraunum. Suspense, Excilement and Hm V1DCO Excivement and Ad/enture 0'< evary level! iture ery level! y level! Ui Fi i 11 i: Suspense, Exci’ement and Adventure o>i every level! I il!»: r-i A> and Adventure o>i every level! B R U C E W I Suspense, Exci'ement and Adventure o>i every level! BRUCE W I L L I S Sisc-pense, Excitement and Adventure o>i every level! BRUCE W ) L L I S I n! m: M *m Suspense, Exci'ement and Adventure O'i evary level! KOMIN Á ALLáR ÚRVáLSLEIGUR MEB ÍSLENSKUM TEXTA. Þú borgar fyrir íslenska textann - vertu viss um að hann fylgi með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.