Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 Minning: Hildigunnur Asgeirs dóttir, Ólafsfirði Fædd 23. apríl 1927 Dáin 20. september 1989 í dag, föstudaginn 29. septem- ber, verður jarðsungin frá Olafs- fjarðarkirkju systir mín Hildigunn- ur Ásgeirsdóttir, en hún lést á heim- ili sínu, miðvikudaginn 20. septem- ber sl. Hildigunnur var, ásamt tvíburasystur sinni, þriðja til fjórða í átta barna hópi Gunnlaugar Gunn- laugsdóttur og Ásgeirs Frímanns- sonar skipstjóra hér í Ólafsfirði. Hildigunnur fæddist í Ólafsfirði þann 23. apríl 1927 í býsna strangri fæðingu þar sem hún reyndist 18 merkur og systir hennar vó 16 merkur en sú lifði samt aðeins fáa daga. Þar sem ég var yngstur í systk- inahópnum en Hilla framarlega, kann ég ekki að lýsa hennar bernskuái-um, en ég efast ekki um að hún hefur verið hress og kát í sinni æ'sku og miða ég þá við henn- ar persónueinkenni og léttleika — töfra, sem einkenndu hana gegnum súrt og sætt á lífsleið hennar. Þegar táningaaldurinn gekk yfir kom hingað til starfa hjá föður okkar ungur og hress ekkill frá Grímsey, Ingólfur Baldvinsson, sem hreif hug og hjarta systur minnar. Þetta samband var svo innsiglað með giftingu hjá séra Ingólfi Þor- valdssyni þann 31. desember 1945. Ekki verður sagt að ungu hjónin hafi notið langra hveitibrauðsdaga því þremur dögum seinna fór vertíð- arfólk að streyma suður eins og algengt var í þá daga og þar með pabbi okkar og Ingólfur, en Hilla var heima og saknaði sárt síns eig- inmanns. Þetta var ekki síðasta sára skilnaðarstundin því börnin fóru að fæðast hvert af öðiu og Hilla sat heima og gætti bús og barna en vertíðir Ingólfs suður urðu 13 og svo síldarvertíðir á sumrin ásamt fleiri fjarvistum við veiðar til að sjá sér og sínum fyrir lífsbjörg. En þrátt fyrir miklar fjarvistir eig- inmanns frá heimilinu get ég full- yrt að hjónaband þeirra Hillu og Ingólfs hefur verið einstaklega far- sælt og hamingjusamt þar sem aldr- ei bar skugga á trúnað og heiðar- leika í samskiptum þeirra. Þeim Hildigunni og Ingólfi varð fimm barna auðið, sem öll eru bú- sett í Ólafsfirði nema það elsta sem er Áslaug og er hún gift Sophusi Klein Jóhannssyni verslunarmanni og búa þau í Kópavogi. Áslaug á fjögur börn og tvö barnabörn. Næst kemur Sigrún sem er gift Kára Ólfjörð kennara og eiga þau þijú börn og eitt barna- barn, þá kemur Sigurgeir Frímann bátsmaður, sem kvæntur er Sigríði Aðalbjörnsdóttir og eiga þau þijá syni, Sigurður Pétur vélstjóri, kvæntur Margréti Ólafsdóttur og eiga þau þijú börn og að lokum Óli Hjálmar sem er í sambýli með Snjólaugu Kristinsdóttur og eiga þau tvö börn. Einnig átti Ingólfur eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Guðrúnu Margréti, sem gift er Gísla Friðfinnssyni og eiga þau þijár dætur og þrjú barnabörn. Guðrún er alin upp hjá hjá móður Ingólfs, Guðrúnu Bjarnadóttur og stjúpa Sigmari Ágústssyni. Guðrún lifir enn í hárri elli og kveður hún nú tengdadóttur sína með sárum trega. Þá er þess að geta að Sigurður Pétur var fóstursonur Sigríðar elstu systur okkar og Péturs Eyfjörð meðan Sissu entist aldur, en kom síðan heim til foreldra sinna eftir andlát hennar. Þó svo að heimilið þyrfti mikla umönnun og ekki síst í fjarvistum Ingólfs man ég ekki betur en að Hilla ynni svotil alltaf úti við fisk- vinnu þegar vinnu var að hafa og við síldarsöltun með barnsburðar- hléum að vísu. Hún vann ávallt hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. og þótti harðdugleg og trú í starfi. Telst mér til að frystihúsárin hafi orðið 40 með fyrrgreindum hléum. Hildigunnur var ákaflega félags- lynd, og tók virkan þátt í félags- starfi samverkafólks síns hjá HÓ og var þar oft driffjöður, hress og kát að vanda. Þá lét hún ekki sitt eftir liggja í félagsstarfi kvenfélags- ins Æskunnar og Slysavarnarsveit- ar kvenna. Kirkjurækin var hún og treysti Guði sínum fyrir lífi sínu og sinna frá degi til dags í öruggri trú um að hann myndi best fyrir sjá. Um 1970 veiktist Hilla af krabbameini en vann bug á því meini með aðstoð læknavísindanna í það skipti og virtist hafa náð sér til fulls eftir hennar lífsstíl og vinnu að dæma. Það fylgdist svo að á síðari hluta síðasta árs þegar að þrengdi í rekstri HÓ og vinnslu var hætt, fór Hilla að kenna lasleika, sem hún taldi nú fyrst eitthvert slen þegar útivinnu lauk. En því miður reyndist svo ekki vera og var hann vaknaður aftur hennar forni fjandi. Allt var reynt, stór skurðaðgerð 5. des. sl., síðan erfiðar lyíjameðferð- ir, sem í þetta skipti dugðu ekki til. En allt til síðustu stundar barð- ist hún eins og hetja við sjúkdóm sinn, sem sjá má af því að hún þverneitaði að fijúga norður í sjúkraflugi rúmri viku áður en hún lést og því síður að fara í sjúkrabíl frá Akureyrarflugvelli til síns heima í Ólafsfirði. Síðustu mánuði hefur hún notið ástar og umhyggju eigin- manns og ijölskyldna barna þeirra, hjúkrunar dætra og tengdadætra ásamt héraðslæknis og hjúkrunar- konu. Óll þessi fórnfúsa umhyggja skal hér þökkuð af alhug. En þó söknuður hennar nánustu sé mikill, veit ég að erfiðast eiga ömmubörnin, sem ávallt áttu sitt hlýja athvarf hjá ömmu og afa og þau munu líka eiga erfitt með að skilja þann beiska veruleika að ástrík og hjartahlý amma er nú ekki lengur til staðar hjá afa í Aðal- götu 48. Nú er ég sit hér við að koma þessum minningarbrotum á blað blasir það við að af öllum káta systkinahópnum í Díönu erunr við nú tveir bræður eftir, Jón vélstjóri á HÓ kvæntur Gígju Kristinsdóttur og ég. Kæri Ingólfur, við Sæunn og synir okkar allir sendum þér og þínum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll í djúpri sorg. Ásgeir Ásgeirsson Hún Hilla frænka er dáin. Hvílík harmafregn á þessum haustdögum þegar nætur tekur að lengja og dagar styttast. Enn verð- um við í fjölskyldunni fyrir því áfalli að einn meðlimur hverfur á braut í blóma lífsins. Hildigunnur Ásgeirsdóttir var einungis sextíu og tveggja ára gömul þegar kallið kom í síðustu viku. Það er þó hugg- un harmi gegn að Hilla dó á heim- ili sínu í faðmi íjölskyldunnar, um- vafin ástúð og hlýju. Okkur langar til að minnast hennar og þakka henni alla þá umhyggju og blíðu sem hún hefur veitt okkur og fjölskyldu okkar. Margar gleðistundir koma upp í hugann þegar við minnumst Hillu frænku. I fyrrasumar þegar Magga dvaldi á Ólafsfirði um tíma með litlu dóttur sína í frábæru veðri heim- sóttu þær Hillu frænku oft. Eitt sinn voru þær á gangi í bænum þegar gekk yfir úrhellisrigning. Þær frænkur urðu að hlaupa með kerruna heim til Hillu og urðu renn- andi blautar. Hilla hafði slæðu á nýlögðu hárinu. Þegar heim kom var slæðan sigin niðut' á mitt and- lit hennar og vatnið draup niðiíi'. Þá fengu þær þvílíkt hláturskast að þær ætluðu ekki að geta þurrkað barninu eða sjálfum sér. Það var svo frábært að vera í návist henn- ar, hvort sem það var heima hjá þeim Ingólfi eða annars staðar. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á t'ósum hjá Hillu frænku. Skugg- arnir hafa orðið stórir, missirinn mikill þegar svo margir í fjölskyld- unni hafa látið lífið á besta aldri. Mat'kaði þetta allt djúp spor í hjarta hennar og sál, sérstaklega þegar systkini hennar dóu og litli dóttur- sonur hennar, Sigmar, dó af slys- förum aðeins fimm ára gamali. Hilla hafði sérstakt lag á að hjálpa öðrum og veita styrk og hlýju. Þess minnumst við þegar móðit' okkar var veik. Þá var hún hjá henni öllum stundum sem hún gat þrátt fyrir að Hilla hafi alltaf unnið hörðum höndum og frítíminn væri naumur. Milli hennar og mömmu okkar var mikill kærleikut- Margrét Símonar- dóttir - Minning Fædd 9. nóvember 1896 Dáin 15. september 1989 Þegar aldnir ættingjar og vinir hverfa oss héðan úr heimi setjast menn gjarnan niður og láta hugann reika og rifja upp góðar minningar frá liðnum dögum. Svo fór mér þegar ég frétti andlát Margrétar föðursystur minnar föstudaginn 15. september sl. Hjá þeim sæmdarhjónum, Baldri og Möggu að Skeggjagötu 6, var gömul og góð íslensk gestrisni höfð í heiðri. Þar andaði ætíð hlýhug tii gesta og þótt ekki væri litið inn af neinu sérstöku tilefni bar húsfreyja fram góðgerðir eins og hátíðisdagur væt'i. Þar var ætíð gott að koma, og minnist ég margra samveru- stunda með þakklátum huga. Föðursystir mín hét fullu nafni Margrét Sigfríður Símonardóttir. Hún fæddist 9. nóvember 1896 á Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Björnsdóttir bónda á Hofstöðum á Hofstaðabyggð í Skagafirði, Pét- urssonar, og Símon Björnsson frá Ásgeirsbrekku í sömu sveit, Pálma- sonar bónda í Brimnesi. Árið 1898 fluttu þau hjónin frá Miklabæ að Hofstaðaseli á Hofstaðabyggð. Þar áttu þau heima til ársins 1914, en þá brugðu þau Anna og Simon búi og slitu samvistum, fór þá Margrét ásamt eldri bróður sínum Birni í vist að Hofstöðum, en yngsta dóttir- in, Una, fylgdi móður sinni. Vetur- inn 1916-17 dvaldist Margrét á Akureyri og lærði karlmannafata- saum, vann. síðan vetrartíma á saumastofu á Sauðárkróki. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi í tvo vetur 1919-20 og 1920-21. Á sumrin var hún í kaupa- vinnu á ýmsum bæjum í Skagafirði (Frostastöðum, Reynistað, Ríp og Hólum). Hún var rómuð fyrir dugn- að. Haustið 1923 fór Margrét til Danmerkur og var þar í þtjú ár. Fyrsta veturinn var hún þjónustu- stúlka á búgarði (Östergaard) á Norður-Sjálandi, en dvaldist síðan í Kaupmannahöfn að undanteknum sex mánuðum sumarið 1925, er hún var á húsmæðraskólanum Anker- hus í Sórey. I Kaupmannahöfn vann Margrét á saumastofum, fyrst við kjólasaum, en lengst af á klæð- skeraverkstæði. Jafnframt sótti hún kvöldnámskeið í ýmiss konar hann- yrðum. Haustið 1926 kom Margrét heim frá Kaupmannahöfn. Þann vetur var hún forstöðukona mötu- neytis, sem Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson (Silli og Valdi) ráku í ungmennafélagshús- inu við Skálholtsstíg í Reykjavík. Sumarið 1927 fór Margrét norður á Siglufjörð ásamt frænkum sínum Önnu og Margréti Konráðsdætrum frá Ytri-Brekkum og unnu þær þar við síldarsöltun eins og títt var um ungt fólk meðan síldin var og hét. Það haust réðst Margrét aðstoðar- ráðskona á heilsuhælið á Vífilsstöð- um og var þar til vors 1929. Á Vífilsstöðum kynntist hún manni sínum, Baidri Steingríms- syni, sem var þar kaupmaður og heimiliskennari. Þau gengu í hjónaband þann 19. maí árið 1929 og hófu sambúð að Sólvallagötu 21 í Reykjavík. Eftir fjögur ár fluttust þau þaðan að Freyjugötu 3 og í marzmánuði 1937 fluttustu þau í eigið húsnæði að Skeggjagötu 6 og hafa búið þar síðan. Hinn 2. janúar 1929 hóf Baldur störf hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og starfaði þar og hjá sakadómaraembættinu í Reykjavík og að lokum hjá ríkissaksóknara, lengst af sem skrifstofustjóri. Margrét og Baldur eignuðust tvo syni. Steingrím prófessor við Há- skóla íslands og Höskuld lækni. Steingrímur er kvæntur Fríðu Val- gerði Ásbjörnsdóttur, húsmæðra- kennara. Þau eiga þtjá drengi, Baldur, Héðin og Gunnar. Hös- kuldur er kvæntur Magdalenu Jór- unni Búadóttur, hjúkrunarkonu. Börn þeirra eru Margrét Jóna og Baldur Búi. Systkini Margrétar voru þtjú. Elstur var Björn Símonarson, bú- fræðikandidat frá landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn og kennari við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Hann andaðist 1952 langt um aldur fram. Eftir lifa Una Símonardóttir, ekkja Guðmundar Magnússonar bifreiðastjóra í Reykjavík, og Gunnar Þórðarson, fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður á Sauðárkróki, en hann er sonur Önnu Björnsdóttur og seinni manns hennar Þórðar Gunnarssonar bónda á Lóni í Viðvíkursveit. Margrét var lengstum á langri ævi hraust og dugmikil. Fram yfir nírætt annaðist hún öll heimilisstörf að mestu hjálparlaust. Þó voru fæt- ur hennar farnir að bila og háði það henni mjög. Seint í októbermánuði sl. veiktist hún snögglega og varð að fara á sjúkrahús. Hresstist hún þar nokkuð og gat kontið heim og notið jólahátíðarinnar og áramót- anna með fjölskyldunni á heimili sínu. Öndverðan janúar lá leið henn- ar á Landspítalann að nýju. Fór heilsu hennar þá ört hrakandi. Síðustu mánuðina dvaldist hún á öldrunarlækningadeild Landspítal- ans að Hátúni 10B og naut þar góðrar aðhlynningar uns yfír lauk. Kæri Baldur. Eg votta þér, son- um þínum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð mína og minna og bið ykkur blessunar Drottins. Við, sem trúum því, að dauðinn sé að- eins þáttaskil og að ástvinir muni mætast á ný getum sagt með Valdi- mar Briem: Þótt ég deyi, ég óttast eigi, æðri kraftur leiðir mig til lífsins aftur. Signrður Björnsson og átti Hilla erfitt með að horfa upp á systur sína deyja svo unga og þjáða. Með þakklæti minnumst við systkinin þeirrar umhyggju sent þau Hilla og Ingólfur sýndu okkut' á þeim erfiðu stundum þegar móðir okkar var veik. Sigurður sem er yngstur okkar systkina, naut þá sérstakrar blíðu og hjálpar Hillu frænku sem hann ætíð mun minn- ast. Hilla háði harðvítuga baráttu við þann sjúkdóm sem að lokum dró hana til dauða. Síðasta vonin brást aðeins viku fyrir dauða hennar þeg- at' hún vissi að lyfin sem hún hafði fengið höfðu engin áhrif. Hún sem þráði svo lífið. Við sem eftir stönd- um skiljum oft svo lítið gang lífsins. Hillu er nú sárt saknað af elsku- legum eiginmanni, börnum, barna- börnum og ömmu Guðrúnu svo og fjölskyldunni, vinum og kunningj- um enda var hún vinsæl. Hún var lífið og sálin hvar sem hún kotn. Frá Hillu stafaði ljómi. Gleðin var ávallt í fyrirrúmi hjá henni og oft var hlegið dátt. Enda var ávallt gestkvæmt á heimili þeirra Ingólfs þar sem glaðværð og hlýja voru í fyrirrúmi. Pabbi og við systkinin sendum Ingólfi og aðstandendum hans okk- ar dýpstu samúðarkveðjut- og biðj- um Guð um styrk. Guðrún, Margrét og Sigur- björg Bjarnadætur. Alltaf frísk og fjöntg þú fríðleikskona ert, aldrei ertu önug, þó móti þér sé gert. Þetta vísukorn kom upp í huga okkar þegar hún Hilla frænka, eins og allt frændfólkið kallaði hana, kvaddi þennan heim eftir harða baráttu sem hún háði við ólækn- andi sjúkdótn. Þetta er allt svo ótrú- legt, hún Hilla sem alltaf var svo hress og kát alveg sama hvað gekk á í þessari fjölskyldu. Alltaf var Hilla tilbúin að aðstoða alla af fremsta megni. Hún birtist með brosið sitt og alia hlýjuna sem hún vildi gefa öllum af. Hilla giftist ung eftirlifandi eigin- manni sínum Ingólfi Baldvinssyni og eignuðust þau 5 börn. Elst er Áslaug, sem býr í Kópavogi en Sig- rún, Frímann, Pétur og Óli Hjálmar eru búsett hér í Ólafsfirði. Barna- börnin eru 15 og barnabarnabörnin eru 3 þannig að það var alltaf mik- ið líf í kring um Hillu. Þannig vildi hún hafa það og þannig var það fram á síðasta dag. Hún fékk að dveljast á heimili sínu alla sjúk- dómsleguna þar sem tengdadætur, eiginmaður og börnin önnuðust hana og gerðu henni þessar síðustu stundir eins góðar og mögulegt var. Heimili hennar var alltaf öllum opið, þar var svo gott að líta inn og fá kaffi og allt góða brauðið sem hún var alltaf að útbúa. Annars var óskiljanlegt hvetju þessi góða kona gat afkastað, því hún vann lengst af allan daginn hjá Hraðfrystihúsi Ólafsljarðar og fyrr á 'arum vann hún líka við ræstingar. Hún var bæði í kvenfélaginu og slysavarnar- félaginu hér í bænum og tók mikinn þátt í þeirra starfi. Einnig var hún aðalmanneskjan í að koma á kút- magakvöldi sem knattspyrnudeild Leifturs hefur haldið undanfarin ár og nú síðast í mars kom hún og hjálpaði okkur þó að hún væri mjög lasin. En svona var hún Hilla frænka, hún vildi gefa eins mikið af sjálfri sér til annarra og hægt var. Hún hafði mjög gaman af öllu gríni og kom öðrum á óvart með ýmsu móti. Margir vinir og ættingj- ar hafa í gegnum árin fengið að hlæja dátt að öllum hennar uppá- tækjum og hrékkjum. Það var svo margt sniðugt sem henni datt í hug. Hún gerði oft mikið grín af jólagjafainnkaupunum sínum því engum mátti gleyma og stundum mundi hún ekki handa hvetjum hvað var og hvetjir voru eftir. Með þessum línum langar okkur og fíölskyldum okkat' að þakka Hillu frænku fyrir allt sem hún gerði fyrir okkut' um dagana. Elsku Ingólfur, börn, tengda- börn, barnabörn og öldruð tengda- móðir, Guð styrki ykkur í ykkar miklu, sorg. Jónína, Gunnlaug og Ágústa I > I I > I I I I I I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.