Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 12
fc{ e:8ei aaaMawaB-.es auöMiyrgífci siaAjaz-uost 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 29! SEPTÉMBER 1989 AíVegaleitt þjóðfélag með ríkisstjóm og lög- gjafarþing í fararbroddi efitir Dagrúnu Kristjánsdóttur Sannleikur, réttlæti, heiðarleiki? Það þarf svo sannarlega meira til en logandi ljós, ef finna á það í þessu lofsungna þjóðfélagi, sem upphafsorðin eru samnefnarar fyr- ir. Ég hygg að fleiri en ég spytji hvar þetta muni enda? En því miður þá eru það aðeins þeir sem engu geta breytt og einskis eru megnug- ir sem heyra, sjá og skilja í hvert óefni er komið með siðgæðisvitund þeirra sem stjórna ferðinni í krafti valds og auðs. Það eru alltof marg- ir sem eru svo uppteknii' af því að leika Guð, að þeir gleyma því að taka hann sér til fyrirmyndar og þess vegna fer fyrir mörgum eins og engli þeim, sem oftast er nefnd- ur dags daglega, enda rekinn úr samfélagi heilagra og því æði hjart- fólginn breyskum mannanna börn- um. Völd og auður, eru verstu óvin- ir mannanna, út frá þeim vex oftar en ekki, allt það sem illt er, enda var Kristur fljótur að afþakka gjaf- ir kölska þegar hann bauð honum völd 0g auð „og alla heimsins dýrð“. Og hvers vegna bauð kölski einmitt þetta, auð og völd? Hann vissi það sem enn í dag er staðreynd að fáir standast þá freistingu ef þeim stendur til boða að fá völd í hendur og „svona þokkaleg laun“ og að- stöðu til að drýgja þau dulítið, helst svo lítið beri á. Ekki minnkar freist- ingin þegar í ljós kemur að það er nánast hægt að stýra því af ná- kvæmni, hver nýtur náðar og fær að göslast áfram árum saman með annarra fé, tapandi tugmilljónum, sem að síðustu fellur á ríkið að greiða, en það gerir ekkert til — ríkið er við og það er auðvelt að hækka bara skattana á þeim sem lægst eru launaðir og þar með öldr- uðum. Svívirðan er svo yfirgengileg að hægt væri að skrifa margar bækur um óréttlæti, ósannindi, svik og bruðl sem bitnar á þeim mest sem minnst hafa 0g reynst hafa heiðarlegir og traustir þegnar þjóð- félagsins. Hinir halda áfram að mata krókinn á alls konar fríðind- um, sem ekki mega koma fyrir al- menningssjónir og þverneita öllu slíku þrátt fyrir skjalfestar sannan- ir. Er von að fólk beri virðingu fyr- ir þeim sem vísvitandi og jafnvel skælbrosandi bera fram hreina lygi t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Landslýð- ur er ekki jafn minnislaus og sumir ráðamenn þjóðarinnar sem muna aldrei hvað þeir hafa sagt eða gert, frá degi til dags, enda ber öll stjórn þessa lands vitni um fádæma klaufaskap og ráðaleysi sem hlýtur að vekja undrun allra sem fylgjast vel með. Það væri hægt að spyija margra spurninga sem þessari stjórn yrði erfitt um vik að svara, en vegna þess að mér veittí ekki af öllum hundrað biaðsíðum Morg- unblaðsins til að koma fyrir öllu því sem mér finnst hafa farið aflaga hjá ríkisstjórn og Alþingi þessa mánuði síðan „stjórnarbyltingin“ var gerð í haust, þá verð ég að sleppa því að fara ítarlega út í málin. Morgunblaðið verður ef til vill svo vinsamlegt að ljá mér pláss síðar. Stjórn jafnréttis og félagshyggju Óneitanlega mun margur hafa hugsað gott til glóðarinnar að fá nú loks svo kærleiksríka og alltum- vefjandi ríkisstjórn. Nú hlaut þó launamisréttið að hverfa og minnka bilið á ráðherralaununum og elli- og örorkulaunum, var það ekki um það bil tífalt og þaðanaf meira með hlunnindum og ýmsu svona smá- vegis sem greitt var aukalega fyrir það til dæmis að skreppa hálfan dag úr borginni? Ég man nú ekki alveg upphæðina því það er svo skrítið að það eru mörg ár síðan við þessi einskisverðu, fengum upp- lýsingar um það í blöðunum, hvern- ig skyldi annars standa á því? Varla er það neitt leyndarmál? Annars minnir mig sterklega að sex klukku- tíma ferð út fyrir borgarmörkin, fyrir nokkrum árum, væri metin til launa um það bil fjórfalt á við hækkun ellilífeyris með tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót í febrúar 1989, en sú hækkun nam kr. 415.-. Ekki má nú vanþakka þá rausn, enda skömmtuð aflóga fólki yfir sextíu og sjö ára. En hvað skyldi hálfs dags ferð ráðherra og þing- manna út fyrir borgarmörkin kosta ríkissjóð og allan landslýð nú? Ætli að það þurfi ekki að margfalda með hærri tölu en fjórum? Já, hún er dásamleg þessi ríkisstjórn jafnréttis sem alltaf ber hag hins lægst laun- aða fyrir bijósti. Enda er þar ljós- asta dæmið hinn hjartnæmi ekkna- skattur, sem ég veit að allir sem eru svo vel settir að hafa misst fyrirvinnuna, eru svo innilega þakklátir fyrir. Það er sannarlega mikil gæfa að fá að borga helming- in hærri skatt af eign sinni en aðr- ir, ekki er nógsamlega hægt að lofa Drottinn og ríkisstjórnina fyrir þá náð, enda geta hæstráðendur ef til vill, eins og aðeins lyft sínum litlu launum fyrir mismuninn. Fyrst ég minntist á laun þeirra sem stjórna eiga landinu. Til hvers notið þið föstu mánaðarlaunin? Mér er það sífellt undrunarefni því að þið megið ekki snúa ykkur við, án þess að fá aukagreiðslu fyrir það og það ekki í lægri kantinum. I öðru lagi gegnið þið flestir mörgum störfum og fáið laun fyrir þau þó að þið getið ómögulega rækt öll þessi störf af heiðarleik og sam- viskusemi, tíminn er takmarkaður en störfin viðamikil. Er þetta eðli- legt? Ef að þið teljið mig fara með bull, þá minnist auðu stólanna á Alþingi, þeir hrópa á þá sem í þeim eiga að sitja og eru kosnir til að gegna störfum fyrir land og þjóð, en svo sjaldan sem sjónvarpið leyfir okkur að líta þessa háttvirtu og vii'ðulegu samkundu, þá blasa við auðir stólar. Væri ekki ráðlegt að fækka þingmönnum um helming og láta þá sitja í sínum stólum og vinna þau-verk sem þarf, — af kost- gæfni og samviskusemi — í stað þess að fjölga stöðugt þingmönnum sem eyða mestum tíma í að ijasa um hluti sem fáum eða engum er til gagns eða þrasa tímum saman um hver nagar flesta blýanta. Það er dýrt spaug fyrir þjóðina að greiða 64 þingmönnum og ráðherrum, laun fýrir innbyrðis þras þeirra og skammir hver í annars garð á milli þess sem þeir flaustra af afgreiðslu mikilsverðra mála, sem svo reynast þjóðinni til stórrat' bölvunar, því að þeir hafa ekki tíma. Það er ekki nóg með það að yfir- bygging þessa þjóðfélags sé orðin alltof stór og margfalt of dýr fyrir ekki stærri þjóð, heldur hljóta allir að sjá að því fleira fólki sem hrúg- að er í ráðuneyti og allt í kring um þau, því minna er gert af viti. Ráð- herrar mega ekki vera að því að sinna málum okkar íslendirtga. Þeir eru oftast í útlöndum, önnum kafn- ir við að ráðleggja Arafat hvernig hann á að stjórna hryðjuverkasam- tökum sínum, eða fyt'irskipa Nató um eldflaugar og kafbáta. Almenn- ingur bara hlær að þessum tilburð- um ykkar til að sýnast miklir menn, þó er það frekar aumkunarlegt en til aðhláturs, vegna þeirrar ringul- reiðar sem er í stjórnun okkar lands. Ef að allt væri hér til fyrirmyndar, þá væri sök sér þó að þið reynduð líka að stjórna því sem umfram er af heiminum. Ég tek svo til orða því að undanfarin ár er engu líkara en að við íslendingar séum miðjan og það sem mest er og stærst í þessum heimi. Það er alveg sama hvort sem við töpum eða vinnnum, alltaf erum við mest. En á hvaða sviðum erum við mest? Er það eitthvað_ sem við get- um verið hreykin af? Ég held varla. Við skörum að vísu fram úr á mörg- um sviðum og nærtækast, þar sem það er tilefni þessarar greinar, er að nefna gegndarlausa eyðslu og óhóf sem ríkisstjórnin gengur á undan með — ekki óhóf til að létta lífið fyrir sjúkum, öldruðum, öryrkj- um og öðrum illa stöddum þjóð- félagsþegnum — ónei, enda taldir svo þung „byrði“ að forsætisráð- herra hefur oft stunið þungt og lengi í útvarpi og sjónvarpi vegna þessa. Eyðslan er á öðrum sviðum og hvergi til sparað þegar halda á ÁGOOOYEM eroott AOAKA GOOD'fYEAR Dagrún Kristjánsdóttir „Landslýður er ekki jafn minnislaus og sum- ir ráðamenn þjóðarinn- ar sem muna aldrei hvað þeir hafa sagt eða gert, frá degi til dags, enda ber öll stjórn þessa lands vitni um fádæma klaufaskap og ráðaleysi sem hlýtur að vekja undrun allra sem fylgjast vel með.“ veislur eða hygla sérstökum gæð- ingum, byggja óþarfar hallir fyrir milljarða. Þá eru tugþúsundir og tugmilljónii' „bara smámunir" og þið „bara blásið" á það ef almenn- ingi blöskrar bruðlið í listahöllum ykkar, þó að kostnaður fari hundruð milljóna fram úr kostnaðaráætlun. íslendingat' setja heimsmet í eyðslu. Þeir apa allt það heimsku- legasta eftir öðrum þjóðum og segja „við megum ekki vera eftirbátar annarra þjóða“, þvílík flónska, við sem ekki erum fleiri en svo að kom- ast fyrir í einum smábæ hjá stór- þjóðunum. Er ekki rembingurinn líka búinn að koma okkut' á kaldan klaka? Það sjá víst flestir nema ríkisstjórnin. Við setjum heimsmet í sólar- landaferðum, þó að þær kosti víxla sem ár tekur að greiða. Islendingar eiga flesta bíla á .mann, þeir eiga efalaust líka heimsmet í innflutn- ingi á alls konar skrani sem enginn hefur með að gera. Þeir eiga áreið- anlega heimsmet í því að eyðileggja íslenska framleiðslu og íslenskt framtak með því að leyfa innflutn- ing á ýmsum iðnvarningi og búvöru sem við getum framleitt hér. Það er augljóst að það fer geysilegur gjaldeyrir í allt þetta „frelsi", næst- um hver sem er getur eytt milljörð- um í innflutning á vörum sem við höfum ekkert með að gera. Svo aftur á móti verða allir gjaldþrota, sem reyna að klóra í bakkann með innanlandsframleiðslu, svo er ríkis- stjórninni fyrir að þakka. Gjald- þrotum fylgir uppsögn starfsfólks 0g atvinnuleysi. Gjaldþrot Islend- inga eru einnig á heimsmælikvarða, enda von, því að það eru engar hömlur settar á það hver ræðst í að setja á fót margtugmilljóna fyrir- tæki, þó eigið fé sé ekkert. Þegar allt er svo endanlega og vendilega komið á hausinn, þá eru þessir menn svo elskulegir að leyfa ríkinu að borga það sem mögulegt er og afganginn fá þeir að borga. sem hafa verið svo hjálpsamir að ganga í ábyrgðir fyrir þá. Svindlið og svik- in eru svo mikil í kring um sum gjaldþrot að furðu gegnir og hver á sök á því að það er hægt að verða gjaldþrota í dag og byija með nýtt milljónafyrirtæki á morgun? Sökin er hjá löggjafanum. Annað hvort er það viljandi gert að setjálög sem gera þetta kleift, eða að þeir sem setja lögin, eru ekki vel klárir í kollinum og eru það ekki meðmæli með — eða tilefni virðingar fyrir löggjafai'valdinu. Við þetta má bæta að flest lög sem háttvirt Al- þingi setur, eru því marki brennd að hægt er að teygja þau og toga út um allar koppagrundir til hag- ræðis fyrir þá sem þurfa að smeygja sér framhjá því sem almennt er talið heiðarlegt og siðlegt. Það eru til mýmörg dæmi þess að óprúttnir fjárglæframenn og aðrir sem hafa fégræðgina fyrir sinn guð, nota sér þau lög sem nánast er hægt að túlka hvernig sem er, eða eftir þvi sem hentar. Ríkisstjórnir og löggjafarþing eiga stærsta sök á því hve spillt þjóðfélagið er. Afmörkuð og skýr lög geta sett skorður við undanskot- um og óréttlæti. Séu þau brotin, þá á sá sem í hlut á að gjalda fyr- ir það, — hver sem í hlut á, en það hefur verið rík tilhneiging í þá átt að láta þá stóru sleppa, en hegna hinum sem minna mega sín og eru ekki eins vel að sér í krókastigum laganna og eiga ekki fjármagn til að bola sér áfram. íslendingar, sem alltaf vilja vera stærstir og mestir, eiga langt í land í því að skara framúr að hagsýni, ráðdeildarsemi og réttlæti. Þess í stað gengur ríkisstjórnin fram fyrir skjöldu með eyðslu sem engu er lík. Það er varið hundruðum milljóna í hluti sem eru annað hvort ónauð- synlegir eða gætu beðið þar til ríkis- kassinn yfirfylltist. Dauðir hlutir eru látnir ganga fyrir , til lofs og dýrðar hégómaskap ráðamanna, en erfiðleikar þegnanna, sem eru að sligast undir skattpíningu þessara sömu manna, eru látnir sem vind um eyru þjóta. Ég hélt að velferðar- þjóðfélag byggðist fyrst og fremst á mannlegri vellíðan, umhyggju fyrir þegnunum og íþyngja þeim ekki um of með álögum. Nei, ríkis- stjórn Islands er gjörsneidd um- hyggju fyrir þegnum sínum, hún hugsar aðeins um dauða hluti, sem aðeins eiga að vera minnisvarðar yfir þeim sjálfum. Haldið þið virki- lega að Drottinn Allsheijar spyiji ykkur um það þegar þið hittið hann að máli, hve mörg stórhýsi þið haf- ið látið reisa, hve mörg og stór ráðu- neytin séu eða hvort þið hafið kom- ið fyrir sendiráðum í hveiju krummaskuði á jörðunni, eða álasi ykkur fyrir það að hafa ekki eytt fleiri milljþrðum í flugstöðvar og ferðalög? Ég álít að hann spyiji um það sem ykkur finnst vera aukaat- riði. Hann mun spyija ykkur um hvað þið hafið gert fyrir sjúka, aldr- aða, öryrkja, fátæka og þá sem eiga í einhvers konar erfiðleikum. Ég held að Drottinn dragi fram úr pússi sínu smásjá og skoði vand- lega hjartalag ykkar og gangi úr skugga um það hvort einhver mis- tök hafi átt sér stað, hvort verk- smiðjugalli sé á framleiðslunni og það hafi óvart verið sett í ykkur steinhjarta, í stað lifandi hjarta sem slægi í takt við öll önnur hjörtu í landinu sem finna til. Þið megið ekki gleyma því, að mannleg þján- ing getur verið mikil, af ykkar völd- um. Mismunun margs konar og óréttlát skattpíning, eru hlutir sem þið hafið á valdi ykkar. Hættið að eyða meiru en aflað er, sýnið hóf í útgjöldum ríkisins, bæði í fram- kvæmdum og í launum ykkar. Eg mundi í ykkar sporum skammast mín fyrir að hirða þær upphæðir sem þið takið við fyrir þau störf sem þið vinnið, samt finnst ykkur launin alltof lág, samtímis því að þið skammtið tugþúsundum þegna ykkar tífalt lægri upphæð. Iljarta- lagið leynir sér ekki, það hlýtur að vera úr óhöggnum steini. Þessi ríkisstjórn verður að víkja, eða að þið snúið alveg við blaðinu og takið á vanda þegnanna. Þið hljótið að skilja að dómur ykkar verður þungur ef að þið kjósið frek- ar að eyða fjármunum í hégóma og tildurrófuhátt, en að létta byrðar þeirra sem vanmáttugir eru og varnarlausir án hjálpar samfélags- ins. Líka eigið þið að leggja áherslu á að hjálpa þeim sem af dugnaði og heiðarleik vilja vinna þessu þjóð- félagi vel og standa undir því með öflun tekna, í stað þess að íþyngja þeim með kvótum og sköttum svo að enginn getur verið sjálfsbjarga, hvað þá meir. Og umfram allt munið að maður- inn er gæddur sál sem er eilíf og því meira vert að gefa gaum því sem eykur velferð mannkyns út yfir gröf og dauða, en að hugsa einungis um sjálfs síns upphefð, auð og völd á kostnað annarra. Höfiwdur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.