Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐJÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 f Sérstaða Slóvena kyndir undir kröfum um aðskilnað Belgrað. Reuter. Slóvenía er minnsta lýðveldi Júgóslavíu og hefiir vestræn menning fest þar djúpar rætur. Tunga, byggingalist og tónlist Slóvena skap- ar þeim sérstöðu á meðal þjóða júgóslavneska sambandsríkisins. Þessi sérstaða kom skýrt í ljós á miðvikudag þegar þing Slóveníu samþykkti stjórnarskrárbreytingar sem fela í sér að leiðtogar lýð- veldisins áskilja sér rétt til þess að segja það úr ríkjasambandinu. Slóvenía er 20.250 ferkm að flat- armáli og á landamæri að Ítalíu, Austurríki og Ungveijalandi. Lýð- veldið er svo að segja að öllu leyti ólíkt öðrum lýðveldum Júgóslavíu. Slóvenar eni þekktir sem vinnu- þjarkar. Um fjórðungur útflutnings Júgóslava og fimmtungur þjóðar- frámleiðslunnar kemur frá Sló- veníu. Meðalárslaun Slóvena nema um 310.000 ísl. kr. og eru helm- ingi hærri en annarra Júgóslava. Leiðtogar lýðveldisins hafa heimilað starfsemi óháðra stjórn- málahreyfinga og leggja áherslu á virðingu fyrir mannréttindum. Að minnsta kosti tólf óháðar stjórn- málahreyfingar hafa verið stofnað- ar í lýðveldinu á undanförnum tveimur árum og hyggjast nokkrar þeirra bjóða fram gegn kommúnist- um í þingkosningum á næsta ári. Langflestir Slóvena eru katólskir en aðrar þjóðir Júgóslavíu eru í rétttrúnaðarkirkjunni eða múha- meðstrúar. Slóvenar eru að því leytinu líkir Eystrasaltsþjóðum Sovétríkjanna að þeir segjast eiga heimtingu á aukinni sjálfstjórn vegna menning- arlegrar sérstöðu þeirra og efna- hagslegrar hagsældar. Þeir eru aðeins um 9% Júgóslava og hafa lagst gegn hugmyndum um að öll- um júgóslavnesku lýðveldunum sex beri að fara eftir ákvörðunum meirihlutans á sambandsþinginu í Belgrað. , Margir Slóvenar fognuðu ákaft stofnun sambandsríkisins Júgó- slavíu árið 1918. Þeir voru þó ekki jafn ánægðir á millistríðsárunum er Serbar drottnuðu yfir landinu. Frá því Josips Broz Tító lést árið 1980 hefur æ meir borið á kröfum þjóðernissinna í lýðveldinu og er nú svo komið að margir Slóvenar telja að stefna beri að aðskilnaði frá Júgóslavíu. J2 Indland; Teresa á batavegi Nýju Delhí. DPA. Móðir Teresa, sem er á sjúkra- húsi í Calcutta, er á batavagi,- að því er læknar sögðu á miðviku- dag. Móðir Teresa var flutt á sjúkra- húsið 7. september vegna hjarta- sjúkdóms og mikils hita. Hún gekkst undir skurðaðgerð og var hjartagangráði komið fyrir í henni. Móðir Teresa er 79 ára að aldri, fædd í Júgóslavíu. Foreldrar hennar voru Albanar en hún er nú indversk- ur ríkisborgari. Hún hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1979 fyrir störf sín í þágu sjúklinga og fátæk- linga í Calcutta. Bándaríkin: Fyrrum ráðgjafi She- vardnadze biðst hælis Allnokkrir austur-evrópskir njósna- foringjar hafa flúið að undanförnu Daily Telegraph. FYRRUM ráðgjafi Edúards She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefúr beðist hælis í Bandaríkjunum. Koma þessar fréttir á sama tíma og She- vardnadze er í Bandaríkjununi en þar ávarpaði hann allsherjar- 1985 viðurkenndi Marcos opin- berlega að sér væri ógnað af liðs- mönnum Hers hinnar nýju þjóðar og Bandaríkjamenn juku þegar hernaðarlegan stuðning við stjórn- arherinn. Seinna sama ár lýsti Marcos því yfir (undir þrýstingi frá Bandaríkjamönnum), að gengið yrði til forsetakosninga í .febrúar 1986, 18 mánuðum fyrr en fyrirhugað var. Almennt var talið að Corazon Aquino, ekkja Benignos, væri eina manneskjan sem gæti sameinað sundraða stjórnarandstæðinga og var hún valin frambjóðandi UNIDO, samtaka stjórnarandstöðuflokka sem stofnuð voru 1982. Kosninga- baráttan var blóði drifin og á kosn- ingadegi höfðu 100 manns fallið í valinn. 16. febrúar lýsti þjóðþingið því yfir að Marcos hefði borið sigur úr býtum með 10,8 miljónum atkvæða gegn 9,3 miljónum atkvæða Aqu- ino, samkvæmt talningu kjörnefnd- ar sem skipuð var af þinginu. Marcos var undir miklum þrýst- ingi, einkum frá Bandaríkjamönn- um, að víkja til hliðar fyrir Aquino, sem flestir töldu réttkjörinn forseta. 22. febt'úar 1986 sneru Fidel Ram- os, yfirmaður herráðsins, og Juan Enrile, varnarmálaráðherra lands- ins, baki við Marcos og lýstu yfir stuðningi við Corazon Aquino. Til átaka kom á rnilli hersveita upp- reisnarmanna og þeirra er enn voru hliðhollar Marcos. 25. febrúar 1986 sóru bæði Marcos og Aquino for- setaeið. Seinna sama dag játaði Marcos sig loks sigraðan og skömmu síðar hélt hann til Banda- ríkjanna ásamt eiginkonu sinni, Imeldu, og!'föruneyti. ‘ 1986 hófst á vegum stjórnskip- aðrar nefndar rannsókn á fjárreið- um Marcosar, en hann og ráðgjafar hans eru taldir hafa dregið að sét' á milli 10-17 milljarða Bandaríkja- dali, (um 620-1,054 milljarða ísl. króna), af almannafé. Þá var hann sakaður um tugmilljón dala fjársvik í Bandaríkjunum og er málið enn fyrir bandarískum dómstólum. Heimildir: The Europa Year- book, The Observer og AP. þing Sameinuðu þjóðanna að loknum viðræðum við George Bush forseta og James Baker utanríkisráðherra. Eftir bandarískum embættis- mönnum er haft, að Vladímír Al- penídze hafi veitt CIA, bandarísku leyniþjónustunni, mikilvægar upp- lýsingar urn æviferil Shevat'dnadze en hann var áður formaður komm- únistaflokksins í Georgíu. Hafa vestrænar leyniþjónustur lengi haft mikinn áhuga á því skeiði í ævi hans. Alpenidze var staddur í Róm fyrr í mánuðinum ásamt nokkrum sov- éskum blaðamönnum þegar hann baðst hælis. Fór hann af hótelinu strax á öðrum degi og skildi farang- urinn eftir, steig upp í næsta leigubíl og kvaddi síðan dyra í bandaríska sendiráðinu þar sem hann bað um viðtal við yfirmann CIA á staðnum. í fréttum frá Róm segir, að Al- penídze, sem er rithöfundur frá Georgíu, hafi verið yfirmaður CAAT, sovésku höfundarréttar- nefndarinnar, en bandarískir leyni- þjónustumenn segjast ekki geta staðfest það. Þeir hafa hins vegar upplýst, að Alpenídze vat' ráðgjafi Shevardnadze þegar hann var for- maður kommúnistaflokksins í Ge- ot’gíu frá 1972-’85. Þar áðurgegndi Shevardnadze embætti innanríkis- t'áðherra í lýðveldinu og stjórnaði öryggislögreglúnni, MVD, sem starfar í nánum tengslum við KGB. í sovéskum neðanjarðarritum hefur Shevardnadze verið sakaður um að leyfa eða skipa fyt'ir um pyntingar á andófsmönnum. Á síðustu vikurn hafa allnokkrir foringjat' í leyniþjónustum Austur- Evrópuríkjanna beðist hælis á Vest- ut’löndum. V estur-Þýskaland: Sveitarstjómakosningar í Nordrhein-Westfalen Bonn. Reuter. Sveitarstjórnakosningar verða í Nordrhein-Westfalen, fjöltttenn- asta fylki Vestur-Þýskalands, á sunnudag og verða þær prófsteinn á fylgi flokks Helmuts Kohls kanslara, Kristilega demókrataflokks- ins. Kosið verður til sambandsþingsins í Bonn í síðasta lagi í desem- ber á næsta ári. kosningunum. Flokkurinn býður aðeins fram í 24 af 56 borgum og héruðum, sem kosið verður í á sunnudag. Um þriðjungur vestur-þýskra kjósenda, eða 13 milljónir manna, á að ganga að kjörborði í Nord- rhein-Westfalen á sunnudag. Fylkið er höfuðvígi stjórnarandstöðu- flokksins Sósíal-demókrataflokks- ins (SPD), sem er við völd i flestum borgum fylkisins, annaðhvort einn eða í samstarfi við Græningja. Sós- íal-demókratar fengu 42,5% at- kvæða í sveitarstjórnakosningunum í fylkinu árið 1984 en fékk hreinan meii'ihluta í kosningum til fylkis- þingsins árið eftir. Skoðaiiakannan- ir, sem birtar hafa verið að undan- förnu, benda til þess að flokkurinn auki fylgi, sitt í kosningunum á sunnudag. Kristilegi demókrataflokkurinn fékk 42,2% atkvæða í kosningunum 1984. Flokkurinn rnissti meirihluta sinn í borgarstjórnarkosningum í Vestur-Berlín og Frankfurt á þessu ári og beið einnig afhroð í kosning- um til Evrópuþingsins. Talið er að Repúblikanaflokkur- inn, sem hefur tekið mikið fylgi frá kristilegum demókrötum á þessu ári, fái innan við 5% atkvæða í Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Þú getur valið um morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtíma. Við bjóðum upp á afar hagstæð greiðslukjör. Inuritun er þegar hafin. Hringdu strax í síma 687590 og við sendum þér bækling um hæl. 'H Tölvufræðslan Borgartúni 24, sími 687590 GOODYEAR OEFUR ÖRYOOi GOODjfYEAR HF 6Laugavegi 170-174 Simi 695500 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.