Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 15 Ágúst Kristjans- son - Minning Fæddur 14. nóvember 1948 Dáinn 21. september 1989 Eg kynntist Agúst Kristjánssyni fyrst fyrir rúmum tuttugu og tveim- ur árum þegar Guðrún systir hans varð eiginkona mín. Hann var þá óvenju glæsilegur ungur maður enda þótt langvarandi sjúkdómur hefði þegar sett mark sitt á hann. Eftir gagnfræðapróf hóf hann nám í Kennaraháskóla íslands og hélt því ótrauður áfram fyrsta árið, þrátt fyrir hrakandi heilsu. Jafnframt stundaði hann kvöldnám í högg- myndadeild Myndlistaskólans um þriggja ára skeið á þessum árum. Hann hafði gaman að því að semja sögur og var vel ritfær. Sýndi hann ótrúlega þolinmæði við skriftir á ritvél þótt veikindin gerðu það lítt mögulegt. Að lokum varð hann þó að hætta námi er hann komst ekki lengur hjálparlaust ferða sinna. Sjúkdómur hans agerðist smátt og smátt og var Ágúst langtímum saman á ýmsum sjúkrahúsum hér heima og erlendis, en aldrei missti hann samt móðinn og var sérlega laginn a sjá spaugilegar hliðar á tilverunni og rifja upp skemmtileg atvik. Hann var einstaklega hugljúfur og traustur vinur og gat alltaf heils- að með brosi hvernig sem á stóð. Hann fylgdist af miklum áhuga með vexti og þroska systkinabarna sinna 'og gleymdi aldrei að skila kveðju til þeirra ef þau voru ekki með í heimsókn. Hvar sem hann var eignaðist hann vini og velunn- ara og oft birtist hjálparhöndin úr óvæntri átt þegará þurfti að halda. Hann var mikill unnandi góðrar bóka og tónlistar og var einkum tónlistin honum til ánægju. Það var alltaf sérstök ánægja að fara með honum í leikhús eða á tónleika því að hann naut slíkra stunda svo hjartanlega. Ágúst missti föður sinn rúmlega tvítugur og bjó lengst af einn með móður sinni, sem hefur annast hann af mikilli kostgæfni alla tíð. Síðustu fjögur árin var hans ann- að heimili í húsi Sjálfsbjargar í Hátúni 12, þar sem hann mætti alúð og hlýju alls starfsfólks og íbúa. Ég kveð góðan vin og veit að hans verður sárt saknað af öllum, sem þekktu hann. Eggert Sigfússon Ágúst, sem hér er kvaddur fá- tæklegum orðum, var sonur hjón- anna Emmu Guðmundsdóttur og Kristjáns Gunnarssonar, skipstjóra, en hann lést fyrir allmörgum árum. Systkini Ágústs eru Guðrún, Karit- as, Gunnar og María Vigdís. Að fylgjast með-litlum frænda, glaðlegum og frísklegum vekur ánægju og gleði, en framtíðn er óráðin, skynjun okkar takmörkuð. Hver verður framtíð þeirra ungu? Svörin birtast ekki fyrr en jafnóðum og iífið líður hjá, þá ýmist rætast eða bresta vonirnar. Gústi var táp- mikill þegar hann 5 ára varð fyrir bíl, ekki voru ytri áverkar miklir en áður en langt um leið uppgötvað- ist að ekki var allt eins og það átti að vera. Leitað var lækninga og meðal annars á Ríkisspítalanum í Danmörku, þegar hann var 12 ára. Þar var greindur sjaldgæfur sjúk- dómur, þá og oft síðan vaknaði sú spurning hvort hann væri af völdum slyssins eða af öðrum orsökum. Gústi átti gott með að lærá, hann lauk gagnfræðaprófi og var byijað- ur í Kennaraskólanum þegar mein hans var komið á það stig, að stjórn- un á hreyfingum líkamans brást. Leitað var til lækna heima og er- lendis. Hann dvaldist á sjúkrahús- um bæði í Danmörku og Englandi og hér heima. Þó mikil séu þau undur sem læknavísindin fá áorkað eru þau ekki alls megnug. Sjúk- dómurinn ágerðist, mótstaðan minnkaði, hjólastóllinn varð fyrr en varði eina hjáipin til að komast áfram, en brátt varð Gústa um megn að koma stólnum áfram og jafnframt varð honum æ erfiðara að tjá sig. Við slíkar aðstæður kemur best í ljós innri styrkur viðkomandi ein- staklings og umhyggja þeirra er næst standa. Innri styrkur og andlegur þroski Gústa kom vel fram í átökum hans við sjúkdóm sinn. Svipur hans lýsti jafnvægi og ró. Það er við slíkar aðstæður að við sjáum það að mað- urinn er meira en líkaminn. Innra með hveijum og einum býr sá mátt- ur er megnar, fyrir náð Guðs, að hjálpa til að þola og bera þjáning- una. Og við spyijum til hvers er slík raun lögð á einstaklinginn? Getur það verið að kross þjáningar- innar sé hlutur þeirra, er hann bera, í píslargöngu frelsarans? Og sé svo, er þá mest lagt á þá sem sterkast- ir eru? Honurn var svipt af braut hins daglega strits fyrir brauði inn á braut sem gerði ómældar kröfur til sálar og líkama, það gaf oft á bát- inn á þeirri siglingu. Þó sortinn væri dimmur, vissi Gústi af ljósi handan þeirra dimmu. Það ljós var trú hans á almáttugan Guð. Ég er viss um að sú trú var ekki einungis byggða á boðun orðsins. Iiún var vissa.hans úr eigin reynslu. Það fór ekki framhjá okkur er álengdar fylgdumst með að fjöl- skyldan öll rétti fram þá hjálp er hún megnaði. Sú hjálp var jafn sjálfsögð og óhikuð sem við á göngu færum annan fótinn fram fyrir hinn. Aðeins eitt orð nær að lýsa þeirri aðstoð sem á þann veg er veitt; kærleikur. Oft og víða hefur móðurástin sannað sig, svo var einnig hér, um það þarf enginn orð. Kærleikurinn varir án orða, harmur sonar er einnig harmur móður. Það er táknrænt að hann er leyst- ur frá þjáningunni á þessum tíma- mótum í árinu, þegar gróður sum- arsins fölnar og hverfur aftur til jarðarinnar, en öll fegurðin sem sá gróður gaf okkur lifir áfram í vit- und okkar sem nutum. Er ég liugsa um þá þolinmæði og það jafnaðargeð sem Gústi sýndi í lífi sínu, kemur mér í hug hvort hér eigi ekki við það sem Hallgrím- ur Pétursson segir: „Heilagui’ eng- ill himnum frá, Herra sinn kom að styrkja þá.“ Nú að þessum áfanga loknum bið ég þess að andblær almættisins veiti báti hans byr inn í höfn friðar. Kristján Fr. Guðmundsson MORSE CONTROL Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikiö úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Falleg mynd geymir góóar minningar Góð Ijósmynd afbarninu á ýmsum aldri er öllum foreldrum dýrmcet eign. Ljósmyndir eru eins misjafnar aðgceðum og þcer eru margar. Bestu og skemmtilegustu myndina afbarninu þínu fcerðu hjá fagfólki í Ijósmyndun. í ár eru liðin 150 ár frá upphafi Ijósmyndunar. Af því tilefni gefa neðangreindar Ijósmyndastofur 15% afslátt af barnamyndatökum til októberloka. REYKJAVlK Ljósmyndastofa Þóris Ljósmyndastofa Gunnar Ingimars Ljósmyndastofa Reykjavikur Stúdló Guðmundar Barna og fjölskylduljósmyndir Ljósmyndlr Rutar Ljósmyndarinn, Jóhannes Long Ljósmyndastofa Sigríöar Bachmann Nærmynd Stúdíó 76 Svipmyndir KÓPAVOGUR Ljósmyndastofa Kópavogs HAFNARFJÖRÐUR Mynd HÚSAVlK Ljósmyndastofa Péturs sauðArkrókur Ljósmyndaþjónusta Pedersen fSAFJÖRÐUR Myndás SELFOSS Ljósmyndastofa Suðurlands VESTMANNAEYJAR Ljósmyndastofa Öskars KEFLAVlK Ljósmyndastofa Suöurnesja Nýmynd Myndarfólk AKRANES Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar Við notum Kodak pappír .. .gœðanna vegna plnyigmtnMiifoifo Askriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.