Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989 Framkvæmdastjórn YSÍ vill láta endurskoða vinnulöggjöfína: Hagsmunir allra að horfið verði af braut sérhyggju FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands hefur tekið undir þau sjónarmið Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, að endurskoða þurfi hina 50 ára gömlu vinnulöggjöf. I ályktun frá fram- kvæmdastjórninni segir að það séu hagsmunir allra landsmanna að horfið verði af þeirri braut sérhyggju sem einkennt hafi kjaramálin undangengin ár og að grunnur verði lagður að nýjum samskiptaregl- um sem setji hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum einstakra hópa. Vinnuveitendasambandið sé reiðubúið til samstarfs um breyting- launa einstakra starfshópa og stétta leggja drýgst af mörkum til ójafn- vægis og átaka á vinnumarkaði. Af þessari braut verður að snúa.“ Morgunblaðið/Sverrir Börkur Thoroddsen formaður Tannlæknafélagsins, Halldóra Berg- mann tannfræðingur, Sigurður Viggóson tannlæknir og Svend Rich- ter formaður ársþingsnefhdar. Arsþing Tannlæknafélags Islands: Tannheilsa aldraðra o g leiðir til úrbóta TANNHEILSA aldraðra er eitt af því sem fjallað er um á sjötta ársþingi Tannlæknafélags Islands. Formaður felagsins telur ákvæði um endurgreiðslur á tannlæknakostnaði til ellilífeyrisþega um margt gölluð. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra setti ársþingið á Hótel Sögu á miðvikudag, en því lýkur á laugardag. Auk fjölda fyrir- lestra verða nýjungar í tannlækningum kynntar á viðamikilli vörusýn- ingu á Hótel Sögu og verkleg námskeið fara fram í Tanngarði. læknafélagsins segir tannheilsu aldraðra slæma. Utilokað sé við núverandi fyrirkomulag að veita sjúklingum á öldrunardeildum sjúkrahúsa og elliheimilum skipu- ar sem miði að þessu. í ályktuninn segir ennfremur að lög um kjarasamninga og vinnudeil- ur markist af aðstæðum eins og þær voru fyrir hálfri öld. Nýjar þjóðfé- lagsaðstæður birtist meðal annars í fjölgun sérfræðinga og sérhæfðra starfshópa, sem í krafti aðstöðu og úreltra reglna geti lamað heilar at- vinnugreinar. Síðan segir: „Nú á tímum snúast kjarasamningar að óverulegu leyti um skiptingu af- raksturs milli fyrirtækja og laun- þega, því að fyrst og fremst er tek- ist á um launahlutföll milli einstakra stétta og starfshópa. í þeim átökum standa þeir verst að vígi, sem lakast stóðu fyrir. Æ oftar er stefnumörk- un heildarsamtaka launafólks brotin á bak aftur af fámennum starfs- hópum, sem í krafti úreltar vinnulög- gjafar, knýja fram önnur og betri skiptakjör sér til handa. Saman- burður milli hópa er megin aflvaki kjaraátaka og réttlæti eins er órétt- læti í augum annarra. Víxlhækkanir Ársþingið er þrískipt; fyrirlestrar haldnir sér fyrir tannlækna, tann- smiði og aðstoðarfólk tannlækna. Allir hóparnir fá þó leiðbeiningar hjá Kristínu Guðmundsdóttur, yfir- sjúkraþjálfara Sjálfsbjargar, um æfingar og rétta beitingu líkamans við störf. Einn þeirra sem flytja fyrirlestra á ársþinginu er Gordon J. Christensen, sem er virtur vísindamaður í Bandaríkjunum, meðal annars prófessor í tannlækn- ingum við tvo háskóla þar. Við setningu ársþingsins á mið- vikudag flutti Guðjón Axelsson prófessor erindi sem hann nefndi „Gamla fólkið og tannleysið“. Börk- ur Thoroddsen, formaður tann- lagða tannlæknisþjónustu. Gildandi reglur um endurgreiðsl- ur vegna tannlæknisþjónustu aldr- aðrá séu of flóknar, aðeins helming- ur ellilífeyrisþega viti um réttinn til endurgreiðslu. Reglurnar hvetji til úrtöku tanna og gómagerðar. Það sé ósk Tannlæknafélagsins að þessi hópur fái allan tannlækna- kostnað að fullu endurgreiddan án tillits til tekjutryggingar eða lífeyr- isréttinda. Morgnnblaðið/Júlíus Eigendur Pottsins og pönnunnar, þau Mjöll Daníelsdóttir, Guðmund- ur Viðarsson, Stefán Stefánsson og Linda Arthur. Potturinn o g pann- an opnar að nýju VEITINGAHÚSIÐ Potturinn og pannan við Nóatún hefur tekið til starfa að nýju, undir stjórn nýrra eigenda eftir nokkra rekstrar- stöðvunar vegna gjaldþrots fyrri eigenda. Matreiðslumeistararnir Guðmundur Viðarsson og Stefán Líftækni: Framleiðsla á hitaþoln- um ensímum gæti hafist hér á landi eftir 2-3 ár Stefánsson, sem áður elduðu ofan í gesti Veitingahallarinnar, hafa keypt staðinn og annast nú rekst- urinn ásamt eiginkonum sínum. Að sögn Stefáns hafa verið gerðar nokkrar breytingar á innréttingum staðarins. Aðaláhersla verður lögð á fjölbreytta fiskrétti og lambakjöt, og verður eldað sérstaklega á hvern disk. Hann sagði að þeir Guðmundur myndu ávallt verða . sjálfir á vakt í eldhúsinu. Þá verður í boði sérstakur barna- matseðill þar sem börn eiga kost á fullri máltíð við vægu verði. Salatbar verður til staðar og einnig nýjung í íslenskum veitingahúsum, eftirrétta- bar, þar sem matargestir geta valið að vild á milli nokkurra eftirrétta. Ragnar H. Ragnar tónskáld pg tónlistarskólastjóri á ísafirði um fjörutíu ára skeið. A Isaijörður: Minningar- tónleikar umRagnar H, Ragnar ísafirði. NÚ eru í annað skipti haldnir umfangsmiklir tónleikar á ísafirði í sambandi við fæðing- ardag Ragnars H. Ragnars tónskálds og tónlistarskóla- stjóra á ísafirði, en Ragnar fæddist 28. september 1898. Flutt verða verk eftir Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði. Flytjendur verða Hreftia Egg- ertsdóttir, Inga Rós Ingólfs- dóttir, John Speight, Kjartan Óskarsson, Þorkell Jóelsson og höfundurinn. Tónleikarnir verða í sal frímúrara laugardaginn 30. septemher. Verkin eru þijú og afar ólík. Þau eru Sonata XIX fyrir bassaklarinett og píanó, Sonata XVIII fyrir einleikshorn og Cantata II fyrir einsöngvara og fjóra hljóðfæraleikara. Ljóðið er frá 8. öíd eftir kínverska skáldið Lí Pó og flutt á ensku af John Speight barýtonsöngv- ara. Ulfar IÐNTÆKNISTOFNUN og Líffræöistofnun Háskólans hófu í sum- ar samstarf í lífitækni sem felst í því að flytja erfðaefhi úr hita- kærum hverabakteríum yfir í kólígerla. Þessar rannsóknir fara fram á Rannsóknastofu Háskólans í erfðafræði sem Guðmundur Eggertsson prófessor stýrir. Hverabakterían framleiðir hitaþol- in ensím og með því að ferja þann eiginleika yfir í kólígerilinn er hægt að framleiða meira af þessum ensímum vegna þess að kólígerillinn vex hraðar en hverabakterían. Hitaþolin ensím er farið að nota inikið í sambandi við ýmiss konar iðnað auk þess sem þau eru notuð innan heilbrigðiskerfisins, til dæmis til sjúk- dómsgreiningar. Að sögn dr. Jakobs Kristjánssonar hjá Iðn- tæknistofhun má búast við að hægt verði að hefja framleiðslu á þessum ensímum hér á landi eftir um það bil tvö til þijú ár. Rannsóknir á hitakærum hveraörverum hófust hér á landi árið 1985 og sagði Jakob að þetta samstarf Iðntæknistofnunar og Líffræðistofnunar Háskólans kæmi í framhaldi af þeim rann- sóknum. Stefnt væri að því að geta framleitt hitaþolin ensím hér á landi, en þau eru framleidd í litlu magni og eru mjög dýr. Slík framleiðsla gæti því skapað um- talsverð verðmæti. Framleiðslan er mjög sérhæfð og vegna þess hve lítill markaður er fyrir hana hér á landi er nauð- synlegt að stefna að traustum mörkuðum erlendis. Markaðssetn- ing þyrfti því að vera í samvinnu við erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig á þessum markaði. Dr. Ástríður Pálsdóttir sagði að aðferðin sem beitt væri byggð- ist á því að erfðavísar úr hitaþoln- um hverabakteríum eru feijaðir yfir í kólígerla þar sem þeir stjórna myndun hitaþolinna ensíma. Kólígerillinn er „platað- ur“ til að framleiða þessi hitaþolnu ensím því hann gerir ekki greinar- mun á sínum. erfðavísum og ann- arra. Kólígerillinn þolir ekki mik- inn hita sem auðveldar mjög fyrsta hreinsunarstigið. Það næg- ir að hita hann upp, þá eyðileggst allt sem tilheyrir honum og eftir verður hitaþolið ensím. Annar kostur er sá að mun auðveldara er að stjórna framleiðslunni í kól- ígerlum. Sem dæmi um notagildi slíkra ensíma nefndi Ástríður að Danir hafa nýlega feijað erfðaefni úr hitaþolnum sveppi og fengið þannig fram fituleysandi ensím sem hentar ákaflega vel til dæmis í þvottaefni. Áður hefur verið fundið hitaþolið próteinleysandi ensím. Ástríður sagði að nú væri búið að kaupa tæki og einangra erfða- efnið úr hitakæru örverunum. Næsta stig er að útbúa genasafn og flytja yfir í kólígerlana. Því næst verða settar framan við það stjórnraðir sem þvinga kólígeril- inn til að framleiða mikið'magn. Þegar því verður lokið verður þetta sett í stóran ræktunargeymi hjá Iðntæknistofnun og þá getur sjálf framleiðslan hafist. Nýjungar í safhaðar- staiííiiu á Seltjarnamesi Vetrarstarf hinnar nývígðu kirkju á Seltjarnarnesi hefst þann 1. októ- ber nk. Aukin fjölbreytni verður í starfinu og ýmsar breytingar frá fyrra vetri. Fyrst ber að nefna, að messutíma verður breytt á þann veg að barnaguðsþjónustur og almennar messur verða á sama tíma í kirkj- unni. 011 fjölskyldan safnast saman í kirkjuskipinu í upphafi messu, en þegar predikun hefst fara bömin niður á neðri hæð og fá sunnudags- póstinn og fræðslu við sitt hæfi, auk þess, sem þar verður léttur söngur. Þetta fyrirkomulag hefur verið reynt á nokkrum stöðum í Reykjavík og reynst afar vel. Þann 29. október, 5., 12. og 19. nóvember munu verða fyrirlestrar eftir messu í safnaðarheimili kirkj- unnar á neðri hæð. Fyrirlestrana flyt- ur dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Umræður munu verða eftir hvem fyrirlestur. Önnur nýjung, sem bryddað verð- ur upp á í vetur, er opið hús fyrir foreldra ungra barna. Verður það síðdegis á fimmtudögum frá kl. 2-5. Mikil nauðsyn er að styðja við bakið á foreldrum í kristilegu uppeldi barna sinna og vonast kirkjan til að geta orðið þeim að liði með þessu opna húsi, auk þess, sem þarna ætti að geta myndast gott samfélag þeirra, sem eru með ung börn. Ungt fólk með hlutverk hefur síðan í ágústmánuði verið með sam- komur í kirkjunni og mun svo verða áfram í vetur annað hvert fimmtu- dagskvöld. Þar er lögð áhersla á létt- an söng, vitnisburði og fyrirbænir. Auk þessara nýjunga hófust ferm- ingarstörfin nú í september, æsku- lýðsfélagið mun starfa áfram á mánudagskvöldum og opið hús verð- ur fyrir 10-12 ára böm á þriðjudög- um kl. 17.30-19.00. Með svo fjölbreyttu safnaðarstarfi vonast kirkjan á Seltjarnarnesi til þess að fólk á öllum aldri geti leitað til kirkju sinnar á helgum dögum jafnt sem rúmhelgum. Þannig á kirkjan að vera vettvangur fólks, sem finnur sig heima í kirkju, og sækir uppbyggingu sína í messu sunnu- dagsins. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.