Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 2
- MÖRÓUNBLA-ÐÍÐ -ÞRÍÐ-JÖÐÁÖÖRÖÍl 4 Maður lést þegar jeppabifreið valt Þrjátíu og níu ára gamall mað- ur, Magnús Hrafh Magnússon, lést þegar jeppabifreið hans valt á Arnarnesi við SkutulsQörð klukkan rúmlega 8 á sunnudags- morgun. Lögreglan á ísafirði hélt í gær blaðamannafund. Þar kom fram að tildrög slyssins voru með þeim hætti, að lögreglumaður á eftirlits- ferð ákvað að stöðva Bronco-jeppa Magnúsar við Brúarnesti á ísafirði. Magnús sinnti ekki merkjum lög- reglumannsins, heldur ók inn í fjörð og áfram út með honum í átt að Súðavík. Keflavík: * Utveg's- miðstöðin segir upp 12 manns FASTRÁÐNUM starfsmönn- um Utvegsmiðstöðvarinnar hf. í Keflavík, 12 að tölu, hefúr verið sagt upp störfúm, en alls starfa um 30 manns hjá fyrirtækinu. Ástæðan er fyrir- sjáanlegur hráefiiisskortur en Utvegsmiðstöðin hefúr unnið rækju til útflutnings. Þorsteinn Árnason forstjóri Útvegsmiðstöðvarinnar sagði við Morgunblaðið að jafnvel yrði hægt að bæta úr hráefnisskort- inum með vinnslu á rækju frá Kanada og þá þurfi uppsagnirn- ar ekki að taka gildi. Einnig yrði hægt að vinna annan fisk eftir áramótin ef bátar byijuðu þá almennt að Tóa. Fokker-vélar í aukaskoðun ÞRJÁR Fokker-flugvélar Flugleiða voru skoðaðar um síðustu helgi og olli það nokkri röskun á áætlun, auk þess sem fjórða vélin varð að fara í viðgerð. Flugleiðir eiga fimm Fokker- vélar. Fokker-verksmiðjumar báðu flugfélög um aukaskoðun vegna festinga í vængbroddum vélanna og var þessi skoðun gerð um helgina. á þremur vél- anna. Þá bilaði mótor í fjórðu vélinni. Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, segir að þessar skoðanir og viðgerðir hafi vissu- lega haft nokkur áhrif um helg- ina, en Flugleiðir hafi leyst vand- ann, meðal annars með því að leigja vélar og nýta Boeing-þotu til Akureyrarflugs. Skarti stol- ið úr glug’g’a RÚÐA var brotin í sýningar- glugga í gullsmíðaverslun Fannars í Hafnarstræti að- faranótt laugardagsins og stolið úr glugganum ýmiss konar skartgripum: nælum, eyrnalokkum og hringum. Ekki er ljóst hvert verðmæti þýfísins er. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu. Lögreglumaðurinn lét vita á lög- reglustöð að eftirför væri hafín, en honum var sagt að draga úr ferð, þar sem mikil hálka væri á vegin- um. Þegar bifreið Magnúsar Hrafns var komin að brú á Arnarnesi dró hann mjög úr ferð hennar og dró þá saman með bílunum. Magnús jók hiris vegar ferðina aftur og missti þá stjórn á bílnum, sem fór út af veginum og valt út í sjó. Magnús kastaðist út úr bílnum við veltuna og lést samstundis. Hann fannst í sjónum skammt frá bílnum. Magnús Hrafn Magnússon var til heimilis í Stórholti 13 á ísafirði. Hann starfaði sem verkstæðis- formaður á bílaverkstæði Steiniðj- unnar. Magnús Hrafn Magnússon Hluti fundarmanna á Hótel Borg. Morgunblaðið/Þorkell Fundur SUS og sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Hlutar af múrnum verði minnismerki sósíalismans SAMBAND ungra sjálfstæðismanna og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík héldu almennan fúnd á Hótel Borg í gær í tilefni af atburðum síðustu daga og vikna austan járntjaldsins og var fúllt hús. Birgir Isleifúr Gunnarsson alþingismaður, Hreinn Loftsson lögmaður, Matthías Johannessen skáld og ritsfjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor fluttu ávörp. í lok fiindarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Sambands ungra sjálfstæðismanna á Hótel Borg 13. nóvember 1989 lýsir yfir ánægju með þá öru fijálsræðis- þróun sem nú á sér stað í Austur- Evrópu. Sérstaklega ber að fagna nýfengnu ferðafrelsi íbúa Aust- ur-Þýskalands ög fyrirheitum stjórnvalda þar um fijálsar kosn- ingar. Nú blasir við að Berlínar- múrinn verður jafnaður við jörðu. Nauðsynlegt er að hlutar hans verði látnir standa áfram sem minnismerki um þjóðfélagsskipan sósíalismans og hugmyndakerfi marxismans. Atburðir síðustu daga og mán- aða í Austur-Evrópu og Sovétríkj- unum hafa heimssögulega þýð- ingu. Þeir eru til marks um að sósíalismi fær ekki staðist til lengdar. Reynslan af sósíalisman- um sýnir að frjáls markaðsbú- skapur er forsenda fyrir því að lýðræði, frelsi einstaklingsins og önnur mannréttindi fái notið sín. Sjálfstæðismenn telja að fjör- brot sósíalismans sanni gildi Atl- antshafsbandalagsins fyrir frelsi Vesturlanda. Miklu skiptir að að- ildarþjóðir bandalagsins sýni varkárni og samheldni á þessum umbrotatímum. Varnarsamstarf vestrænna þjóða er ekki síður mikilvægt nú en þegar til þess var stofnað fyrir íjórum áratug- um.“ Umsókn RÚV um að eiga og reka jarðstöð liafiiað STEINGRÍMUR Sigfússon, samgönguráðherra, hefúr hafnað beiðni Ríkisútvarpsins sjónvarps um að fá að reka jarðstöð til að taka á móti útsendingum um gervihnött. Vísar hann til ákvæða fjarskipta- laga um að Póstur og sími hafi einkarétt á þessu sviði. Málið er til komið í framhaldi af því að Eutelsat, sem eru samtök póst- og síma- málastofiiana í Evrópu, eru að skipta um gervihnött og hafa Islend- ingar einir þjóða ekki loftnet til að taka á móti sendingum um hinn nýja hnött. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þetta væri til hagsbóta fyrir sjón- fréttastofuna að ráðherrann skuli varpið og alla viðskiptavini þess, túlka lögin svona. Við töldum að sum sé alla þjóðina," sagði Bogi Ágústsson, fréttastjóri sjónvarps- ins, aðspurður um þetta máh Hann sagði að vegna aðildar RÚV að Evrópusambandi sjónvarpsstöðva (EBÚ) hefði sjónvarpinu staðið til boða jarðstöð nánast ókeypis, en hingað til hefði það orðið að greiða miklar ijárhæðir til Pósts og síma fyrir þessa þjónustu. Bogi sagði að nú væri horft með vonarglampa til nýja útvarpslaga- Lífeyrissjóður Vesturlands: Saksóknari hafiiar kröfii um opinbera rannsókn Ársreikningar 1986 og 1987 lagðir fram í vikunni RÍKISSAKSÓKNARI heftir haftiað kröfú þriggja verkalýðsfélaga á Vesturlandi um opinbera rannsókn á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestur- iands. Fulltrúafúndur Lífeyrissjóðsins verður í Ólafsvík næstkomandi fostudag og þar verða lagðir fram ársreíkningar fyrir 1986 og 1987. Ársreikningur 1988 er væntanlegur á næstunni og síðar í þessum mánuði verður sjóðfélögum sent yfirlit um stöðu þeirra frá stofiiun sjóðsins, 1970, til loka síðasta árs, að sögn Bergþórs Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðsins. Verkalýðsfélag Borgarness og verkalýðsfélögin Jökull í Ólafsvík og Valur í Búðardal kröfðust opin- berrar rannsóknar á sjóðnum með bréfi til ríkissaksóknara 11. septem- ber sl. Áður hafði fjármálaráðu- neytið hafnað kröfu félaganna um rannsókn. Ástæður kröfu félaganna voru tilgreindar í sex liðum: 1) Ársreikningar 1986 og síðar liggja ékki fyrir, 2) ársreikningar 1984 voru ekki samþykktir, 3) yfirlit sjóð- félaga um greiðslustöðu hafa ekki verið send út um árabil, 4) langan tírna tekur fyrir einstaka sjóðfélaga að fá upplýsingar um réttindi sín í sjóðnum og greiðslustöðu, 5) full- trúaráðsfundir voru ekki haldnir frá 1984 til 1988 og 6) bókhaldsóreiða hefur kostað sjóðinn og þar með sjóðfélaga verulega fjármuni í greiðslum til endurskoðenda um- fram það sem eðlilegt má telja. í svarbréfí ríkissaksóknara, sem dagsett er 8. nóvember sl., segir að ástæður 3-6 sýnist varða innri málefni sjóðsins með þeim hætti að eigi verði séð að um refsiverða hátt- semi stjórnarinnar hafi verið að ræða. Að því er varðar fyrstu tvo liðina segir ríkissaksóknari að vitað sé að .ársreikningar sjóðsins fyrir undanfarandi ár hafi ekki legið fyr- ir á lögmæltum tíma og viss atriði farið úrskeiðis i bókhaldi hans á fyrri tíð, sem unnið hafi verið að leiðréttingu á. Hins vegar liggi nú fyrir ársreikningar sjóðsins til árs- loka 1987 og ársreikningur fyrir árið 1988 væntanlegur á næstunni, auk þess, sem reikningsskilin fari fram undir umsjón tveggja löggiltra endurskoðenda. Að þessu athuguðu þykir ríkissaksóknara ekki efni til að stofna til opinberrar rannsóknar á málefnum sjóðsins á þeim grund- velli sem fram var settur í kæru- bréfinu. frumvarpsins, sem yrði lagt fyrir Alþingi á næstunnij en þar væri gert ráð fyrir að RÚV mætti eiga og reka slíkar jarðstöðvar. „Við teljum að einokun eins og einu sinni var í útvarpsmálum heyri sögunni til. Áhugi Pósts og síma hefur til þessa takmarkast við það að reyna að hafa af okkur eins mikið fé og þeir hafa getað og frumkvæði þeirra til að bæta þjónustuna hefur verið mjög takmarkað. Samanber það að við tilkynnum þeim um það sém er að gerast í þessum efnum í þeirra eigin samtökum en ekki öfugt,“ sagði Bogi. Gústav Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma, sagði að afstaða stofnunarinnar hefði byggst á því ákvæði fjarskiptalaga sem tryggði Pósti og síma einkarétt á þessu sviði. Stofnunin teldi rétt að fara eftir þeim lögum, enda væri það affarasælast til lengri tíma litið að þessi þjónusta væri á einni hendi í stað þess að skipta henni upp milli ríkisstofnana. 1 öðru lagi hefði stofnunin gert ráðstafanir til þess að útvega RÚV þá þjónustu sem það þyrfti. Gústav sagði að þessi skipti á gervihnöttum hefði borið brátt að og stofnunin hefði því miður ekki haft það fyrir reglu að sækja alla fundi í viðkomandi samtökum sem hefðu með gervihnattasendingar að gera. Stofnunin hefði ekki bolmagn til þess og það væri þrýstingur á að halda ferðakostnaði í skefjum. Því hefði þetta mál farið framhjá þeim á fyrstu stigum, en strax og þetta hafi orðið ljóst hafi verið brugðist skjótt við til að fá nýtt loftnet. Það hefði tekist og vonir stæðu til að að sá tími sem erfiðleik- ar yrðu með þessar sendingar yrði mjög stuttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.