Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 18
fii is- aaawavöKi m íriöaoöwjrw MORGUNBLAÐIÐ-ÞRIÐJUÐAGUfi 14. Um heimilislækn- ingar í Reykjavík eftir ÓlafF. Míignússon Undanfarið hefur töluvert heyrst í fréttum, um að stokka eigi upp í íslenska heilbrigðiskerfinu. Ýmis- legt misviturlegt hefur verið sagt í þessu sambandi, meðal annars sú yfírlýsing að gera skuli heimilis- og heilsugæslulækna að ríkisstarfs- mönnum á föstum launum. Mig langar í nokkrum orðum, að fjalla um þetta út frá sjónarhóli heimilis- læknis í Reykjavík, ekki síst þar sem áðumefndar yfirlýsingar virð- ast vera vanhugsaðar viljayfirlýs- ingar fremur en þeiðarleg tilraun til úrbóta á íslenska heilbrigðiskerf- inu. í Reykjavík eru nú starfandi 30 sjálfstæðir heimilislæknar utan heilsugæslustöðva. Þeir eru sjálf- stæðir verktakar, en ekki ríkis- starfsmenn. Laeknar á heilsugæslu- stöðvum í Reykjavík eru um 22 talsins og eru ríkisstarfsmenn. Heimilislæknarnir 30 eru með um 54 þúsund Reykvíkinga á skrá hjá sér, en heilsugæslustöðvarnar hafa um helmingi færri skjólstæðinga, eða um 27 þúsund manns. Stofnkostnaður opinberra aðila vegna hverrar heilsugæslustöðvar er tugmilljónir króna, ef ekki meir. Stofnkostnaður vegna starfsemi sjálfstæðra heimilislækna er enginn fyrir sömu aðila, hann er greiddur af læknum samkvæmt verktaka- samningi. Það er erfitt að gera sam- anburð á rekstrarkostnaði heilsu- gæslustöðva annars vegar og stofu- kostnaði hins vegar, þar sem margt er þar ólíkt. Þó er alveg ljóst að rekstrarkostnaður heilsugæslu- stöðvanna er margfaldur á við stofukostnað heimilislækna, jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til fjármagns- „ Að ætla sér að eyði- leggja starfsgrundvöll heimilislæknanna með byltingu á heimilis- læknakerfinu er allt í senn siðleysi gagnvart læknum, ábyrgðarleysi með almannafé og síðast en ekki síst til mikilla óþæginda fyrir skjólstæðinga lækn- anna.“ kostnaðar vegna uppbyggingar heilsugæslustöðvanna. Starfsemi sjálfstæðra heimilis- lækna hefur ekki verið jafnbundin við tiltekin svæði í Reykjavík og Pólitísk stefiiumótun í heilbrigðismálum eftir ÓlafÖrn Arnarson Á nýafstöðnum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins bar að sjálfsögðu hæst umræður um ályktanir í at- vinnumálum og þá einkum í sjávar- útvegi og landbúnaði. Málefnavinna fundarins takmarkaðist þó engan veginn við þessa málaflokka enda þótt þeirri niðurstöðu hafi verið gerð fremur lítil skil opinberlega. Ályktun um heilbrigðismál mark- ar hinsvegar tímamót í sögu flokks- ins þar sem mörkuð er stefna sem aðskilur sig verulega frá stefnu svokallaðra „félagshyggjuflokka'1 sem hafa talið sig vera gæslumenn velferðarkerfisins. Þar er stefnu núverandi stjórnar, sem einkennist af niðurskurði og takmörkun á þjónustu, mótmælt og lagt til að nýjar leiðir verði farnar í rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Tryggingake,*fi Meginbreytingin er sú að flokk- urinn vill endurvekja tryggingahug- takið sem grundvöll fyrir rekstri þjónustunnar. Mörg undanfarin ár hefur heilbrigðisþjónustan verið rekin fyrir framlög á fjárlögum og á þar í harðri samkeppni um tak- markaða fjármuni. Þegar samdrátt- ur verður kemur hann hart niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. eldra fólki sem hefur byggt upp það velferðar- kerfi sem við búum við í dag og er nú svikið um þá þjónustu, sem það ætti að eiga rétt á. Sjálfstæðis- flokkurinn vill viðurkenna þennan rétt og líta svo á að hér verði að halda uppi. þeirri starfsemi sem nauðsynleg er til þess að svo geti verið. Það þarf því að taka upp tryggingakerfi þar sem fólk greiðir sín iðgjöld meðan heilsan leyfir og nýtur svo eðlilegra réttinda trygg- ingataka þegar á þarf að halda. Hugmyndin er sú að allir greiði lágmarksiðgjald sem tryggi jafnan rétt til sömu þjónustu en að öðru leyti verði iðgjaldagreiðslur tekju- tengdar. í stað þess að leggja sjúkrasamlög niður eins og ætlunin er ætti að sameina þau í stæm ein- ingar og gera þau að grunneining- um tryggingakerfisins. Rekstur heilbrigðis- þjónustunnnar í samræmi við grundvallar- hugmyndir sínar telur flokkurinn enga nauðsyn á því að ríkið sjálft reki alla þjónustu á miðstýrðan hátt eins og nú er stefnt að, heldur komi til valddreifing. Flokkurinn vill efla starfsemi frjálsra félaga- samtaka og telur að kosti einka- reksturs eigi að nýta á sem flestum sviðum. Flokkurinn harmar það að færa eigi allan rekstur heilsugæslu frá sveitarfélögum til ríkisins og telur nauðsynlegt að endurskoða lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að þessu leyti. Nauðsynlegt er að neytendur þjónustunnar geti jafnan áttað sig á kostnaði. Því er lagt til að teknar verði upp hlutfallsgreiðslur fyrir lyf og læknisþjónustu þannig að heild- arkostnaður tryggingakerfisins sé neytandanum jafnan ljós. Greiðslu- hlutfallið verður að sjálfsögðu að vera misjafnt eftir ástæðum (t.d. elli- og örorkulífeyrisþegar). Áhersla er lögð á það að einstakl- ingurinn hafi sem mest frelsi til að velja þá þjónustu sem honum hent- ar best. Ný stefnumótun Með þessari ályktun hefur Sjálf- stæðisflokkurinn tekið upp nýja stefnu í heilbrigðismálum í sam- ræmi við þarfir tímans. Hún stingur mjög í stúf við stefnu „félags- hyggjuflokkanna" sem er aukin ríkisafskipti, miðstýring og skömmtun á þjónustu með þeim mikla niðurskurði sem framkvæmd-. ur hefur verið undanfarið. Slík stefna leiðir til lélegrar og dýrrar þjónustu, sem kemur niður á öllum Ólafur F. Magnússon hjá heilsugæslustöðvunum. Til dæmis þurfa sjúklingar ekki nauð- synlega að skipta um heimilis- lækni, þótt flutt sé á milli hverfa innan borgarinnar, en það er býsna algengt hjá ungu fólki. Þetta ásamt því að mörgum finnst þjónusta heimilislæknanna vera persónulegri en sú þjónusta sem veitt er á heilsu- gæslustöðvunum, kann að vera or- Ólafur Öm Amarson „Það þarf því að taka upp tryggingakerfi þar sem fólk greiðir sín ið- gjöld meðan heilsan leyfír og nýtur svo eðli- legra réttinda trygg- ingatakaþegar á þarf að halda.“ landsmönnum fyrr eða síðar. Sjálf- stæðisflokkurinn veit að allur al- menningur vill hafa góða og vel rekna heilbrigðisþjónustu í landinu og vill því koma til móts við þær óskir með þessari mikilvægu stefnumörkun. Höfundur er yfírlæknir á Landokotsspítala. sökin fyrir því að enn eru mun fleiri Reykvíkingar á skrá hjá sjálf- stæðum heimilislæknum en heilsu- gæslustöðvunum, þrátt fyrir að sífelldur áróður sé rekinn gegn hin- um fyrrnefndu. Heilsugæslustöðv- amai, og þar með læknamir á stöðvunum, mega ótakmarkað aug- lýsa sig innan hverfanna og senda út dreifibréf og kynna starfsemi sína. Sjálfstæðum heimilislæknum er með öllu bannað að gera þetta. Þeir mega einungis birta tvær aug- lýsingar í blaði, um að þeir hafi opnað stofu. Sjálfstæðir heimilislæknar hafa lítið agnúast út af þessu, en yfirlýs- ing, sem í raun þýðir að svipta eigi þá starfsgrundvelli sínum, hlýtur að kalla fram andmæli. Það er nefnilega svo, að önnur frumheil- brigðisþjónusta en ríkisreknar heil- sugæslustöðvar er sjálfsagður val- kostur fyrir fólk. I mínum huga er þessi valkostur nauðsynlegur, þar sem ég hef kynnst vel þeim.skorti á valfrelsi í frumheilbrigðisþjón- ustu, sem ríkjandi er í Svíþjóð, en þar starfaði ég sem heimilislæknir um tíma. í Svíþjóð hafa langflestir heimil- islæknar verið sviptir sjálfstæði sínu, settir á föst laun og gerðir að ríkisstarfsmönnum. Doði og óánægja er mjög ríkjandi hjá starfs- bræðrum okkar í Svíþjóð. Hvati til dugnaðar í starfi en lítill og afköst mun minni en hjá íslenskum heimil- islæknum, sem leiðir til mun lengri biðtíma sjúklinga þar en hérlendis. Það er því að vonum að mönnum blöskri, þegar stjómmálamenn, sem sumir hveijir vita lítið hvað þeir eru að tala um, gefa út yfirlýsingar á borð við þá, að heimilislæknar skuli vera ríkisstarfsmenn á föstum laun- um. Þetta dæmi hefur einfaldlega ekki verið hugsað til enda. Um áratuga skeið hafa heimilis- læknar í Reykjavík hlaupið í skarð- ið þar sem hið opinbera hefur brugðist, enda uppbygging heilsu- gæslustöðvanna bæði dýr og sein. Að ætla sér að eyðileggja starfs- gmndvöll heimilislæknanna með byltingu á heimilislæknakerfinu er allt í senn siðleygi gagnvart Iækn- um, ábyrgðarleysi með almannafé og síðast en ekki síst til mikilla óþæginda fyrir skjólstæðinga lækn- anna. Þar sem engin andmæli hafa borist Við áðumefndum yfirlýsing- um frá heildarsamtökum lækna eða frá samtökum heimilislækna, sé ég mig knúinn til að skrifa þessa grein. Þó að læknum þyki oft sem fleip- uryrði stjórnmálamanna séu lítt skaðleg, enda sjái allir í gegnum þau, er það varasamt að láta sem ekkert sé. Þögnina má ávallt túlka sem samþykki. Það, að ætla sér að leggja niður sjálfstæða starfsemi heimilislækna undir því yfirskyni að verið sé að spara fé, er hin mesta blekking. Þvert á móti er þar verið að vega að sjálfsögðum og ódýrum valkosti í fmmheilbrigðis- þjónustu, sem á fullan rétt á sér og er almenningi til hagsbóta. Höfundur er sjálfstætt starfandi heimilislæknir í Reykjavík. Borgríkið er yfir oss! Undan skilnings- _________trjenu_____________ Egill Egilsson Borgríkið er yfir oss! I borgríki er ein borg alls ráð- andi, þótt aðrar borgir kunni að vera innan þess ríkis. Þær til- heyra aðeins baklandi aðalborgar- innar, og sjá tilveru sína í Ijósi hennar. í borgríki fara öll við- skipti og samgöngur fram um meginborgina, og hún er miðstöð hvers konar menningar. ísland hefur nú orðið öll ein- kenni borgríkis, og landið ætti samkvænt því að heita Reykjaví- kópólis. Það var framsýni að út- varp allra landsmanna skyldii þegar árið 1930 nefna sig Útvarp Reykjavík. Þróun síðustu áratuga Yfirritaður man þá tíð að litið var á land vort sem þjóðríki þar sem væri bæði að finna höfuðborg og þéttbýli önnur og sveitir. Talað var um Akureyri og fleiri staði sem mótvægi við höfuðborgina, ef ekki sem stæði, þá um kom- andi framtíð. Nú heyrist æ sjaldn- ar talað um slíkt, enda orkar það æ hjákátlegar á menn. Ekki er aðeins að miðja borgríkisins telji af íbúum þess, heldur er ofurvægi miðsóknaraflsins slíkt, að íbúar landsbyggðarinnar virðast hættir að telja sig íbúa sjálfstæðra land- hluta sumir hveijir, heldur íbúa baklands sem sé háð ríkismiðj- unni. Það gleymist að Norðlend- ingar allir slaga að tölu til upp í þjóðríki á borð við Færeyjar, sem heldur uppi flestri starfssemi sjálfstæðs ríkis. Helst óttast ég það sem ég heyri æ oftar, að álit landsbyggðarmanna virðist ekki lengur byggt á heilbrigðu sjálfs- mati, heldur fer það eftir áliti miðjunnar fyrir sunpan. Þetta á sér margar hliðar. Ég óttast t.d. að heyra þá missa málkennd heimabyggða sinna, framburð og kennd fyrir málnotkun umhverfís síns. í eyrum þeirra glymur vita- skuld síbylja fjölmiðlunga mið- svæðisins, sem þekkja lítið til landsbyggðarinnar, en telja að Vesturland sé Kjalames og Skagi, Norðurland sé norðurhlið Esjunn- ar en Austur- og Suðurland aust- ur og suðausturhlið hennar. Smá- dæmi: Borinn Eyfírðingur kallaði það eitt sinn Eyjaíjörð sem er framan Akureyrar. En samkvæmt málvenju flestra nú orðið eru Möðruvellir í Hörgárdal í Eyja- firði. Þegar yfirritaður var lítill vom til tvennir Möðruvellir, í Eyjafirði og í Hörgárdal, sem voru því ekki í Eyjafirði. Eg kannst ekki við þann stað, þótt ég sé uppalinn skammt frá Laufási við Eyjafjörð. Eitt sinn var talað um Mývatnssveit. Sú sveit heitir nú „á Mývatni“ í fjölmiðlum. Fjöl- miðlaljós talaði nýlega um að snæða hádegisverð „á Mývatni", þótt það hafí ekki aðrir gert en fuglar vatnsins og dýr og nokkrir silungsveiðimenn á vetrum. Þama er um að ræða tilhneig- ingu miðsvæðisins til að leggja að jöfnu sérkenni þeirrar stóru heildar sem eitt sinn var talin sveitir þessa lands. Þenur Selfoss sig upp í Hreppa eftir tíu ár? Fara Skaftártungumenn að kenna sig við Skaftártungur? Hvað þá um þjóðernið? Þjóðin er orðin til á landinu öllu. Tunga og þjóðemiskennd mótast af samskiptum við landið, vötn þess, fjöll, loft og sjó. Þessi atriði verða önnur í borgríki nútímans með hátt í íbúanna á miðsvæði og þriðjung á baklandi háðu því. Þjóðerniskennd slíks borgríkis er að breytast fyrir áhrif markaðsafla og misgóðra fjölmiðla í átt til neysluþjóðfélags bandarískra lágstétta. Þegar sú breyting er um garð gengin hverfur tungan. Er þá nokkuð eftir annað en útstöð evrópskra eða bandarískra markaðsafla sem nýta fiskimiðin umhverfis landið? Einskonar risa-Jan Mayen, þar sem verður þó ekki töluð norska, heldur enska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.