Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 31
c8Gi aaawavoK .s r auoAauiaifltj qigAjaxuoaot/: MORGUNBLAÐlÐ HÖOJODSGUH XO?ÖYEMEEK 1959: „Sálmurinn“ á Selfossi Selfossi. „ÉG VONA að Selfossbúar og Sunnlendingar geti átt notalega kvöld- stund í þessu snotra leikhúsi hér á Selfossi," sagði Jón Hjartarson leikstjóri um leikgerð sína á Sálminum um blómið eftir Þórberg Þórðarson. Leikfélag Selfoss írumsýnir verkið í kvöld, þriðjudaginn 14. nóvember, í leikhúsinu við Sigtún. Leikfélagið tekur á þennan hátt þátt í því að minnast Þórbergs Þórðarsonar á 100 ára árt íð lians. Það eru rúmlega 20 manns sem ekki um neina spennu að ræða og Margrét Margeirsdóttir Jódís Jónsdóttir Félag einstæðra foreldra 20 ára Aftnælis- og aðalfimdur í Norræna liúsinu 16. nóvember FÉLAG einstæðra foreldra á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir, en það var stofiiað 27. nóvember 1969. Aftnælis-og aðalfúnd- ur verður í fundarsal Norræna hússins fimmtudagskvöldið 16. nóvem- ber. Að loknum venjulegum aðalfúndarstörfum verður afmælis- dagskrá. Jódís Jónsdóttir og Margrét Margeirsdóttir tala og segja frá aðdraganda að stofnun FEF og starfsemi þess fyrstu árin. Um þessar mundir kemur einnig út afmælisrit FEF vegna þessara tímamóta þar sem sagt er frá starfi félagsins fyrr og nú. Meðal efnis eru greinar eftir Óddu Báru Sigfús- dóttur og Ingibjörgu Jónasdóttur. Guðrún Þórðardóttir rekur sögu FEF, grein er um húsamál félags- ins, efni eftir börn, teikningar og myndir, íbúar segja frá reynslu sinni, grein er eftir lögfræðing FEF, jólakort FEF hin nýjustu eru birt, lög félagsins og sagt frá könn- un á aðstæðum íbúa í húsnæði FEF. Greinar eru eftir Baldur Garð- arsson, „Það má gera betur“, Ólaf Torfason, um skipt forræði, Guðnýju Kristjánsdóttur, um að vera — eða vera ekki — ein, Kristínu Halldórsdóttur, Geir H. Haarde og Ellert Schram svo að eitthvað sé nefnt. Mikill fjöldi mynda og skreyt- inga er í ritinu. Forsíðu teiknaði Guðný Kristjánsdóttir, ritstjóri var Jóhanna Kristjónsdóttir. Ritinu verður'dreift á næstunni til félaga og sent víðar og það mun liggja frammi á afmælisfundinum. Ný jólakort verða einnig afhent á af- mælisfundinum. Þau gerði Guðný Kristjánsdóttir. koma við sögu í leikritinu og 'tals- vert af krökkum er í hópi leikara. Þetta er sama verk og flutt var á Höfn í Hornafirði í fyrravetur í til- efni 100 ára ártíðar Þórbergs Þórð- arsonar rithöfundar. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson leikur Sobeggi afa, Mamma gagga er leikin af Ester Halldórsdóttur og lillu Heggu leika tvær stúlkur, íris Árný Magn- úsdóttir 10 ára og Guðríður Lóa Þorgeirsdóttir 7 ára. „Þetta er sérstætt verk,“ sagði Jón Hjartarson leikstjóri. „Þegar sagan kom fram á sínum tíma þá var mennta- og menningarklíkan í Reykjavík í dálitlu sjokki og vissi ekki hvernig hún átti að taka þessu. Það var ekki fyrr en eftir hálft ár að menn fóru að sættast við þetta hjá Þórbergi að skrifa þroskasögu litlu manneskjunnar. Það þykir hins vegar löngu sann- að að þetta er á sinn hátt meistara- verk, einfalt og einlægt. Það er hins vegar hérumbil óðs manns æði að ætla sér að koma þessu í kring á leiksviði. Þetta hlýtur að verða svolítið skrýtin leiksýning, það er Fundur um þróunar- og fræðastoftiun Jónasar ft-á Hriflu ALMENNUR fundur um fyrirhugaða þróunar- og fræðastofiiun Jón- asar Jónssonar frá Hriflu verður haldinn á Hótel Borg miðvikudag- inn 15. nóvember klukkan 20.30. Tillaga um slíka stofnun var sam- þykkt á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga og hafði Nemendasamband Samvinnuskól- ans frumkvæði að tillögunni. í fundarboði kemur fram, að stofnuninni er ætlað að vera fræða- Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 87,00 35,00 78,56 36,262 2.848.871 Þorskur(ósl.) 101,00 58,00 75,05 5,098 382.614 Þorskur(smár) 30,00 30,00 30,00 0,182 5.459 Smáþorsk(ósl) 26,00 26,00 26,00 0,428 11.130 Ýsa 95,00 65,00 80,28 15,193 1.219.650 Ýsa(ósl.) 82,00 64,00 69,58 9,859 685.991 Karfi 30,00 30,00 30,00 0,216 6.465 Ufsi 24,00 24,00 24,00 0,378 9.078 Steinbitur 54,00 36,00 45,82 1,071 49.051 Langa 40,00 39,00 39,19 1,849 72.474 Lúða 420,00 120,00 240,92 1,142 275.168 Samtals 74,76 76,541 5.721.907 I dag verða m.a. seld um 20donn af þorski, 1 tonn af steinbít, 3 tonn af löngu og óákveðið magn af ýsu og fleiri tegundum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 91,00 58,00 72,79 35,660 2.595.578 Ýsa 88,00 50,00 81,15 13,790 1.119.011 Ýsa(ósl.) 83,00 56,00 63,25 13,982 884.415 Karfi 34,00 34,00 34,00 3,299 112.180 Ufsi 45,00 34,00 44,19 22,142 978.531 Steinbítur 75,00 73,00 73,33 0,214 15.692 Lúða 410,00 205,00 296,52 0,582 172.575 Gellur 320,00 320,00 320,00 0,026 8.320 Kinnar 111,00 97,00 104,74 0,115 12.045 Samtals 62,77 95,984 6.024.888 í dag verða m.a. seld 8 tonn af ýsu, 70 tonn af karfa og 50 tonn af ufsa úr Skagfirðingi SK, Ásbirni RE og fleírum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 94,50 40,00 72,02 98,274 7.077.891 Þorskur(umál) 26,00 26,00 26,00 0,500 13.000 Ýsa 86,00 22,00 70,30 37,932 2.666.713 Karfi 34,00 15,00 32,27 6,344 204.716 Ufsi 42,00 19,00 26,49 6,790 179.873 Steinbítur 44,00 15,00 40,85 1,230 50.247 Langa 50,00 15,00 37,76 4,834 182.536 Blálanga 41,00 41,00 41,00 0,274 11.234 Lúða 450,00 70,00 286,45 0,998 285.731 Keila 19,00 12,00 15,23 7,569 115.310 Skata 100.0C >85,00 90,92 0,413 37.550 Samtals 65,54 165,510 10.847.679 Selt var úr Skarfi GK, Jennýju KÓ, Benna KE og Þresti KE. I dag verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum. SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 6. til 10. nóvember. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Samtals 111,50 16,938 97,57 3,601 90,08 65,045 82,54 395,524 83,15 518,813 1.888.661 351.341 5.858.987 32.648.447 43.141.369 Selt var úr Eldey RE 6. nóvember, Barða NK 8. nóvember og Má SH 9. nóvember. Selt var úröllum skipunum í Bremerhaven. stofnun sem stuðlar að rannsóknum og skrifum um sögu samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi og skyldra hreyfinga hér á landi. Þá er stofn- uninni ætlað að efla samvinnustarf og samvinnurekstur í þróunarlönd- um, stuðla að samstarfi innlendra og érlendra aðila um þau mál og standa fvrir kynningarstarfi hér- lendis um málefni þróunarlanda. Loks á stofnunin að vera félags- heimili félagasamtaka sem tengjast samvinnufyrirtækjum og Sam- vinnuskólanum, og þar verði vett- vangur umræðu um nýsköpun í atvinnurekstri með félagslegu sniði. Á fundinum á Hótel Borg verður borin upp tillaga til að hrinda þess- um málum í framkvæmd. Erindi flytja Kristján Eysteinsson tækni- fræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Signrður Péturs- son sagnfræðingur, Árni Gunnars- son alþingismaður, Baldur Óskars- son viðskiptafræðinemi og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Fundar- stjóri verður Valur Arnþórsson bankastjóri. varla söguþráður. Þetta eru lausleg- ar myndir sem greina þessa þroska- sögu. Ég vona að minnsta kosti að þetta séu snotrar myndir. Það var svolítil glíma að koma þessu í leikbúning en var gert eftir dálitla þrábeiðni austan úr Horna- firði. Þetta eru stemmningar úr þessari sögu sem ég vona að okkur takist að skapa og gera trúverðug- ar,“ sagði Jón Hjartafson leikstjóri þegar litið var inn á æfingu hjá leikfélaginu fyrir skömmu. —Sig. Jóns. Jón Hjartarson leikstjóri. Morgunblaðid/Sigurður Jónsson Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og íris Árný Magnúsdóttir í hlutverk- um sínum á æfingu fyrir skömmu. Dagmæður í Kópavogi og Hafiiarfírði: Gjaldskrá dagmæðra hækkaði aðeins um 3% Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Samtökum dagmæðra í Kópavogi og Hafnarfirði: „Vegna fréttar í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. nóvember sl. um hækkun gjaldskráf dagmæðra, vilja Samtök dagmæðra í Kópavogi og Hafnarfirði taka fram eftirfarandi: I umræddri frétt er einungis átt við dagmæður í Reykjavík, sem hækkuðu gjaldskrá sína um 20% 1. október. Við dagmæður í Kópa- vogi og Hafnarfirði hækkuðum Bókmennta- kvöld Máls og menningar MÁL og menning efnir til bók- menntakvölds í kvöld, þriðjudag- inn 14. nóvember, klukkan 21 á Hótel Borg, til að kynna nýjar útgáfubækur sínar fyrir þessi jól. Eftirfarandi höfundar munu lesa úr frumsömdum verkum: Dagur, Ingibjörg Haraldsdóttir, Thor Vilhjálmsson, Einar Kárason, Stefán Hörður Grímsson, Gyrðir Elíasson,_ Unnur Jökulsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Sigfús Bjart- marsson og Björn Th. Björnsson, auk þess sem lesið verður úr nýrri bók eftir Sjón. Ætlunin er að kynna fólki jólabækurnar nýju með því að gefa því kost á að heyra höfundana sjálfa lesa upp. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn. Greitt tímakaup kvenna Hlutfali af tímakaupi karla á árunum 1981—1988 Fiskv. Afgr. Skrifst. konur konur konur % % % 1981 97,7 79,6 76,0 1982 95,9 79,1 72,0 1983 96,7 79,9 73,4 1984 96,3 77,3 73,8 1985 97,7 77,4 73,5 1986 95,8 73,8 73,8 1987 95,9 77,3 71,8 1988 ■ 96,6 77,7 70,5 gjaldskrá okkar um tæp 3% 1. nóv- ember. Við dagmæður í Kópavogi og Hafnarfirði, ásamt dagmæðrum víða um land, miðum okkar gjald- skrá við ákveðinn flokk í launatöflu Sambands íslenskra sveitarfélaga og fylgdum lögbundinni hækkun þeirrar launatöflu ásamt lögbund- inni hækkun framfærsluvisitölu og matvöruvísitölu 1. nóvember sl. Launaliður okkar, miðað við 8 :íma gæslu, hækkaði því 1. nóvem- oer um 321 krónu á barn á mán- aði, en ekki um 2.500 krónur á barn eins og í Reykjavík". Leiðrétting í viðtali við Lilju Mósesdóttur urn launamismun karla og kvenna á forsíðu Atvinnu-, rað- og smáaug- lýsingablaðs síðasta sunnudag féll eftirfarandi tafla niður, sem sýnir einmitt glögglega þennan mun. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. Flokksstjórn Al- þýðuflokksins: Virðisauka- skatti verði frestað FLOKKSTJÓRN Alþýðuflokks- ins telur að fresta eigi gildistöku virðisaukaskatts þar til um mitt næsta ár. Þetta kemur fram í ályktun sem flokksstjórnin samþykkti á fundi sínum á laugardag. Ályktunin er svohljóðandi: „Flokksstjórn Alþýðu- flokksins heitir á ráðherra og þing- flokk Alþýðuflokksins að vinna að því að gildistöku virðisaukaskatts verði frestað til 1. júlí 1990, þannig að betri tími gefist til undirbúnings og kynningar þessa mikilvæga máls svo framkvæmdin megi heppnast sem best.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.