Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 35
esei jiaaMavöM .m auoAcrjLOiíw cunA.LRH'joaoM Hús Bernörðu Alba hjá LA: Nær tvö þúsund gestir hafa séð sýninguna HÁTT á annað þúsund manns hafa séð sýningu Leikfélags Akureyrar á Húsi Bernörðu Alba, en níu sýningar hafa verið á verkinu. Grímsey: Ufsaveið- in hefiir brugðist LÍTIÐ hefur veiðst af ufsa við Grímsey í haust, en eyja- skeggar hafa jafnan veitt tals- vert af ufsa yfir haustmánuð- ina. Sæmundur Ólafsson hjá Fiskverkun KEA í Grímsey sagði að ufsaveiðin nú væri sú lélegasta til margra ára. Bræla hefur verið undanfarið og bátar lítið getað sótt á sjó. Alls leggja sjö bátar um og yfir tíu tonn að stærð upp í fiskverk- uninni og eru flestir þeirra á línu. Sæmundur sagði línubátana hafa fengið sæmilegan afla þeg- ar gefið hafi á sjóinn, en hins vegar hafi netabátarnir lítið fengið. Tveir bátanna hafa verið á netum og er annar þeirra að skipta yfir á línu. Sæmundur sagði að eyjabát- amir hefðu veitt talsvert af ufsa yfir haustmánuðina síðustu árin, en nú hefði brugðið svo við _að lítið hefði veiðst af honum. „Ég man ekki eftir svo lélegri ufsa- veiði til margra ára, þetta var lélegt í fyrra og á árinu þar á undan, en ekkert í líkingu við það sem nú er,“ sagði Sæmund- ur. Þegar best lét fengu bátarn- ir upp í 100 tonn af ufsa á mánuði, en nú eru þeir að fá þetta 10 til 20 tonn. Sæmundur sagði að netabátarnir, sem væru á sóknarmarki, hefðu ufsann fijálsan. „Það er líklega þess vegna sem þeir fá hann ekki. Ef Halldór skammtar okkur þetta ekki sér almættið um það!“ Þrátt fyrir að ufsinn hafi brugðist Grímseyingum héldu þeir upp á þjóðhátíðardag sinn sem þeir kalla svo, á laugardag- inn, eða Fiskedaginn. Dagur sá er nefndur eftir góðvini eyjar- skegga, Daniel Willard Fiske, bandarískum prófessor, sem heillaðist af Grímsey er hann sigldi þar framhjá eitt sinn. Gaf hann eyjarskeggjum stórgjafir, stofnaði sjóð til styrktar Grímseyingum og ánafnaði þeim fé er hann féll frá. Haldið var upp á daginn á viðeigandi hátt,- börn sýndu leikþætti og hljóm- sveit heimamanna, Pólarpeyjar, spiluðu nokkúr lög. „Aðsóknin hefur verið mjög góð og viðtökur eins og best verður á kosið. Við erum alveg himinlifandi yfir hversu vel hefur gengið með þetta verk,“ sagði Sigurður Hró- arsson leikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið. Næstsíðasta sýningarhelgi verður um komandi helgi og verð- ur verkið þá sýnt bæði kvöldin. Sigurður sagði að upphaflega hefði einungis átt að vera sýning á föstudagskvöldinu, en ákveðið hefði verið að hafa aukasýningu vegna ágætrar aðsóknar. Síðasta sýning er ráðgerð þann 25. nóvem- ber, en hann sagði koma til greina að bæta við sýningu helgina þar á eftir, ef aðsókn gæfi tilefni til. Stærstur hluti sýningargesta eru Akureyringar, en Sigurður sagði nærsveitamenn og gesti úr nálægum sýslum einnig hafa verið duglega að sækja leikhúsið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Formenn þeirra stéttarfélaga sem eiga félagsmenn í Slippstöðinni boðuðu þingmenn kjördæmisins á sinn fund á laugardag. Þingmenn héldu vel nestaðir suður og er ætlunin að fundað verði öðru sinni fljótlega og verður þá væntanlega komið í ljós hvort, tillögur þær sem lagðar voru fram á fundinum hafi einhvern hljómgrunn hlotið, en m.a. voru lagðar frain tillögur um að Slippstöðin fái að smíða Vestmannaeyjaferju og ferju sem til tals hefur komið að kaupa til siglinga til Hríseyjar og Grímseyjar. Formenn stéttarfélaga og þingmenn funduðu um vanda skipasmíðaiðnaðarins: Áhersla lögð á að Slippstöð- in smíði Vestmannaevjaferju Viðhald opinbera flotans fari fram innanlands og fulltrúi skipasmíðaiðnaðarins fái sæti í Fiskveiðasjóði ÞAU tvö atriði sem mest áhersla var lögð á varðandi vanda Slipp- stöðvarinnar á Akureyri og rædd voru á fúndi á laugardag tengd- ust smíði tveggja ferja. Annars vegar var lögð áhersla á að Slipp- stöðin fengi smíði Vestmannaeyjafeiju og hins vegar að stöðin kæmi inn í smíði á feiju sem talað hefúr verið um að kaupa til siglinga milli lands og Hríseyjar annars vegar og Grímseyjar hins vegar. Fundurinn á laugardaginn var haldinn í kjölfar fúndar sem formenn stéttarfélaga þeirra aðila sem vinna í Slippstöðinni áttu í síðustu viku með Sigurði Ringsted forsfjóra Slippstöðvarinnar. Þar var ákveðið að óska eftir því við þingmenn kjördæmisins að þeir kæmu norður til fúndar með formönnum stéttarfélaganna. Fundurinn var haldinn í matsal Slippstöðvarinnar. þjóðarinnar allrar. „Við teljum það fullkomlega eðlilegt að okkar sjón- armið nái beint inn í Fiskveiðasjóð.“ Endurmenntun starfsfólks á þeim tíma sem verkefnastaða er slæm var kostur sem fundarmenn töldu koma til greina og var lögð fram um það tillaga. Að lokum var lögð á það áhersla á fundinum að Slippstöðinni yrði gert auðveldara um vik að taka eldri skip upp í ný, þannig að endurnýjun og viðgerðir héldust innanlands. „Við teljum þetta einhveija mikilvægustu hags- muni okkar nú,“ sagði Hákon. Hákon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akur- eyri sagði að á fundinum hefðu verið lagðar fram tillögur sem þing- menn héldu með suður. Að hálfum mánuði liðnum er ætlunin að menn setjist niður öðru sinni og sagðist Hákon vænta þess að línur yrðu þá farnar að skýrast varðandi það hvernig tekið yrði í framkomnar tillögur formanna stéttarfélag- anna. Mest áhersla var lögð á, að Slipp- stöðin fengi að smíða Vestmanna- eyjafeiju, sem fyrirhugað er að smíða. Kaup á feiju til siglinga Óupplýst innbrot TENNUR voru slegnar úr dyra- verði Kjallarans aðfaranótt laug- ardags og var það einn af gestum staðarins sem höggið veitti. Nokkur innbrot hafa verið fram- in á Akureyri undanfarið og eru þau öll óupplýst. Fyrir nelgi var brotist inn á tvo staði sömu nóttina, annars vegar í smurstöð Shell þaðan sem stolið var 30 þúsund krónum í peningum og myndbandstökuvé! að verðmæti 110 þúsund krónur og hins vegar í Matvörumarkaðinn þar sem þjófur eða þjófar höfðu á brott með sér 30 þúsund krónur. Nýlega var brotist inn í tísku- verslunina Perfect og þaðan stolið fatnaði, einkum peysum og buxum, að verðmæti hátt á annað hundrað þúsund. Rannsóknarlögregla vinnur að rannsókn þessara mála. Ekið var á bláan Pajero-jeppa sem stóð fyrir utan Borgarbíó og stakk sökudólgurinn af. Ekið var á jeppann átímabilinu 11.00 til 13.30 og biður rannsóknarlögregla þá sem kynnu að hafa orðið vitni að ákeyrslunni að hafa samband. Rannsóknarlögreglan hefur tekið í notkun símsvara og þangað geta þeir sem upplýsingar geta veitt, sérstaklega varðandi fíkniefnamál, en einnig önnur sakamál, hringt. Ekki er nauðsynlegt að gefa upp nafn ef menn vilja það síður. milli lands og Hríseyjar og Grímseyjar hafa verið til umræðu alllengi. Á fundinum á laugardag var lögð fram tillaga um að Slipp- stöðin kæmi af fullum þunga inn í þá umræðu með hugsanlega smíði á hentugri feiju í huga. Einnig var rætt um að viðhald opinbera flotans, þ.e. strandferða- og varðskipa, sem og einnig skipa Hafrannsóknastofnunar, verði unn- ið hérlendis. „Við teljum að þarna séu stjórnvöldum hæg heimatökin að beina viðskiptum til innlendu stöðvanna þegar verkefni skortir,“ sagði Hákon. Fjórða atriðið sem rætt var á fundinum var, að samskonar greiðsluábyrgð verði veitt fyrir þau verkefni sem unnin eru innanlands og utan, en verulega vantar á að svo sé, að sögn Hákonar. Erlendum skipum verði heimilað að leita eftir viðgerðum hér á landi, var ein af tillögum fundarins. Há- kon sagði að ef þessari hindrun væri rutt úr vegi væri unnt að koma á opinberu markaðsátaki varðandi það að ná inn til viðgerð- ar og endurnýjunar hluta af þeim skipum sem væru að veiðum um- hverfis landið. Þá var þeirri tillögu einnig kom- ið á framfæri við þingmenn, að fulltrúi skipaiðnaðarins tæki sæti í stjórn Fiskveiðasjóðs. Hákon sagði að þrátt fyrir að útgerðin legði í verulegum mæli fé til sjóðsins, þá væri það svo að fiskurinn væri eign Leikfélag Akureyrar: Starfseminni steftit í voða ef ljárframlög næsta árs hækka ekki STARFSEMI Leikfélags Akureyrar er stefút í voða ef ekki fæst hækk- un á framlagi ríkissjóðs og Akurej rarbæjar til félagsins. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir rúmlega 12 milljónum króna til LA og samkvæmt samningi sem gerður var á 125 ára afmæli Akureyrarbæjar í ágúst 1987, segir að framlag bæjarins til leikfélagsins skuli ekki vera minna en framlag ríkisins. Samningur þessi rennur út um næstu ára- mót og er nú unnið að endurnýjun hans. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri sagði að útlit væri fyrir tæplega 25 milljóna króna heildarframlagi til Leikfélags Akureyrar á næsta ári, en fyrir það fé væri útilokað að setja upp 4 til 5 sýningar eins og verið hefur. „Ef ekki fæst leiðrétting á þessari upphæð er starfsemi leik- félagsins stefnt í algjöran voða á næsta ári,“ sagði Sigurður. Hækkun á framlagi ríkisins fyrir næsta ár miðast við hækkun á föst- um launum fastráðinna leikara hjá Þjóðleikhúsinum og sagði Sigurður hana ekki í nokkru samræmi við aðrar hækkanir. Nefndi hann að nú hafi verið gerðir samningar um sýn- ingarkaup sem ekki væru inni í föst- um launum, það hafi gjörbreytt við- miðuninni og haft stóraukinn launa- kostnað í för með sér. Ekki hafi ver- ið tekið tillit til þessa við úthlutun til leikfélagsins. Sigurður hefur skrifað þingmönn- um kjördæmisins, ráðherrum og að- stoðarráðherrum sem og fjárveit- iiiganefnd Alþingis bréf þar sem rak- in er fjárþörf Leikfélags Akureyrar og færð fyrir henni rök. Þar bendir Sigurður á að styrkur til Þjóðleik- hússins hafi hækkað úr 170 milljón- um í 260 og væri þar eingöngu um rekstrarfé að ræða. Einnig að Reykjavíkurborg hefði nýlega hækk- að framlag sitt til Leikfélags Reykjavíkur úr 40 milljónum i 80, eða um helming. Starfsemi Leikfélags Akureyrar sagði hann vera nokkru minni en Leikfélags Reykjavíkur, en þar mun- aði þó ekki miklu. LR hefði úr að spila um 100 milljónum á næsta ári, því við framlag Reyjavíkurborgar bætist hlutur ríkisins. LR setti upp 5-6 sýningar á ári, en LA 4-5. „Það hljóta allir að sjá að við rekum okkar Icikhús ekki fyrir 25 milljónir á ári,“ sagði Sigurður. Hann sagði fjárþörf leikhússins vera 35-40 milljónir króna fyrir næsta ár. „Ég hef alls staðar mætt miklum skilningi; enn sem komið er hef ég aðeins þennan skilning í höndunum, en hann dugar skamrnt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.