Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGTOBLAÐIP- ÞRIDJUDAGUR"I4.I NÓ.VKiyiBBR 4989 \ Ráðinn bankastjóri við Búnaðarbankann BANKARÁÐ Búnaðarbankans kom saman til fundar í gærmorgun og ákvað það með öllum greiddum atkvæðum að ráða Sóion Sigurðsson sem bankastjóra Búnaðarbanka Islands frá næstu áramótum. Stefán Hilmarsson bankastjóri Búnaðarbankans lætur af störfum um næstu áramót og tekur Sólon Sigurðsson þá við hans starfí, en Sólon er nú aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans. Sólon fæddist í Reykjavík 1. mars 1942. Foreldrar hans eru hjónin Valgerður Laufey Einarsdóttir og Sigurður M. Sólonsson múrara- meistari. Sólon stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík í þtjú og hálft ár, en hvarf þá frá námi. Hann hóf störf hjá Landsbanka ís- lands 1961 og starfaði þar til 1983, var m.a. deildarstjóri bankans og útibússtjóri á Snæfellsnesi. Hann starfaði hjá Scandinavian Bank í London 1972-1973 og dvaldi að því loknu við nám hjá Westminster Bank og Manufacturers Hanover Trust í London. Sólon var ráðinn aðstoðarbanka- stjóri við Búnaðarbanka íslands frá 1. febrúar 1983 og jafnframt for- stöðumaður erlendra viðskipta bank- ans. Hann hefur verið varaformaður VISA íslands frá upphafi 1983, vann að undirbúningi stofnunar fjármögn- unarfélagsins Lýsingar hf. og var í stjórn félagsins þar til 1989. Hann hefur verið í Samstarfsnefnd ban- kanna um gjaldeyrismál frá 1983, var í stjórn_ Félags starfsmanna Landsbanka Islands um skeið, for- maður Sambands íslenskra banka- manna 1975-1979 og í stjórn Norr- æna bankasambandsins 1975-1979. Eiginkona Sólons er Jóna V. Ámadóttir, starfsmaður Útvegs- banka íslands hf. Þau eiga þrjú böm. Óvissa með formennsku í bankaráði Þess hefur verið beðið um alllanga hríð að Stefán Valgeirsson, formað- ur bankaráðs Búnaðarbankans gerði upp hug sinn um það hvem hann hygðist styðja í stól bankastjórans. Talið hefur verið að Stefán hafí beðið með ákvörðun sína, á meðan hann kannaði hvort hann gæti tryggt sér endurkjör í bankaráðið, en kjör í það fer fram á Alþingi þann 27. þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum Sólon R. Sigurðsson Morgunblaðsins hefur Stefáni ekki tekist að tryggja sér endurkjör, þar sem framsóknarmenn munu þess lítt fýsandi að endurkjósa hann. Úr röðum bankaráðsmanna í gær heyrðust þau sjónarmið að Stefán hafi einfaldlega kosið að skera sig ekki úr við atkvæðagreiðsluna, þeg- ar honum hafi verið ljóst að Sólon fengi hvort sem væri meirihluta atkvæðanna. VEÐURHORFUR íDAG, 14. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Búist er við stormi á suðvestandjúpi. Yfir Austur- landi er 987 mb lægð á leið norðaustur en um 600 km suður af Hvarfi er vaxandi 988 mb lægð sem fer allhratt norðaustur. Yfir Bretlandseyjum er 1.030 mb hæð. Dálítið kólnar í bíli en hlýrra aftur á morgun. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi sunnan- og suðvestanlands en hægari í öðrum landshlutum. Skúrir eða rign- ing á Suðvesturlandi, en þurrt austantil. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt, kaldi eða stinningskaldi með skúrum sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt annars staðar. HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt með lítils háttar slyddu sunnan- og suðaustanlands, en hægari og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir == Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 súld Reykjavik S súld Bergen 4 skýjað Helsinki 7 skýjað Kaupmannah. 7 þoka Narssarssuaq 7 alskýjað Nuuk 1-1 léttskýjað Osló 6 skýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 21 þokumóða Amsterdam 11 mistur Barcelona 18- mistur Berlín 2 þoka Chicago 13 skýjað Feneyjar 14 heiðskírt Frankfurt 6 léttskýjað Glasgow 7 þokumóða Hamborg 7 mi8tur Las Palmas 21 léttskýjað London 8 þoka Los Angeles 15 þokumóða Lúxemborg 10 léttskýjað Madríd 17 skýjað Malaga 21 mistur Mallorca 20 skýjað Montreal vantar New York 5 léttskýjað Orlando 17 þokumóða París 12 þokumóða Róm 15 þokumóða Vín 15 heíðskírt Washington 4 léttskýjað Winnipeg +3 alskýjað Hyggst hefla fryst- ingu í Sjöstjörnunni HERLUF Clausen heildsali í Reykjavík á í viðræðum um kaup á fasteignum og vélum hraðfirystihúss Sjöstjörnunnar í Njarðvíkum. Útvegsbankinn keyti eignirnar á nauðungaruppboði haustið 1987 og er þær nú í vörslu nefiidar sem vinnur að uppgjöri gamla Útvegs- bankans. Herluf hefúr óskað eftir því við bæjarstjórn Njarðvíkur að fá afslátt og greiðslufrest á gjöldum til bæjarins ef'til þess kemur að hann hefji rekstur fiystihússins. Herluf sagðist í gær stefna að því að kaupa Sjöstjörnuna og hefja starfsemi þar að nýju, en samning- ar væru enn ófrágengnir. Hann sagðist ætla að reyna að byija strax á sfldarfrystingu og síðan á al- mennri bolfiskvinnslu í janúar. Herluf rekur innflutningsverslun og ætlar sjálfur að flytja út fram- leiðslu Sjöstjömunnar. Taldi hann að amk. 25 manns fengju vinnu við fyrirtækið. Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarðvíkum, segir að áform um opnun Sjöstjörnunnar séu að mörgu leyti áhugaverð. Bjóst hann við að erindi hans um afslátt og frestun á greiðslu fasteignagjalda og aðstöð- ugjalds yrði tekið fyrir á bæjarráðs- fundi á morgun. Oddur sagði að ekki væru allir bæjarbúar jafn hrifnir af þessum áformum. Menn sem væm í fískvinnslu fyrir teldu að tilkoma nýs frystihúss, án þess að hráefnisöflun yrði aukin sam- hliða, yrði til þess að hækka verðið á fiskmarkaðnum. Engin svör í Moskvu SOVÉSK stjómvöld hafa ekki staðfest samkomulag það sem samn- ingamenn Síldarútvegsnefhdar gerðu við innkaupastofiiunina Sovryb- flot þann 4. nóvember. Samningamennirnir hafa nú verið í Moskvu í rúmar þijár vikur. Sovéska innkaupastofnunin hef- ur engin svör fengið frá stjómvöld- um varðandi samkomulagið. ís- lensku samningamennirnir fá held- ur engar upplýsingar um það hve- nær svara sé að vænta, að sögn Gunnars Jóakimssonar á skrifstofu Síldarútvegsnefndar. Á sunnudagskvöld var búið að salta í 62.700 tunnur. Seldar hafa verið 76 þúsund tunnur af saltsfld. Leiðtogafiindur risaveldanna á Miðjarðarhafi: Jón Hákon aðstoðar forsætisráðherra Möltu FORSÆTISRÁÐHERRA Möltu hefiir beðið Jón Hákon Magnús- son, sem rekur fyrirtækið Kynn- ingu og markað — KOM hf., að aðstoða við skipulagningu á ýmsu sem tengist leiðtogafundi risaveldanna sem fram fer á Miðjarðarhafi í byrj'un desember. Jón Hákon fer til Möltu um miðja vikuna og verður þar í tvo til þrj'á daga. George Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Míkhaíl Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnista- flokksins, hittast á herskipum á Miðjarðarhafi dagana 2.-3. desem- ber. Þeir fara um Möltu þegar þeir koma til fundarins og fulltrúar fjöl- miðlanna fylgjast með fundinum frá Möltu. Jón Hákon sá um skipu- lag og rekstur aðstöðu fyrir erlenda fjölmiðla á leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík 1986. Jón Hákon var í London í síðustu viku þegar aðstoðarmaður dr. Edward Fenech Adami, forsætis- ráðherra Möltu, hafði samband við hann. „Þeir höfðu látið sér detta í hug að sækja þessa þekkingu hing- að og ég féllst á að fara til þeirra,“ sagði Jón Hákon. Hann sagði að þeir vildu vita hvernig ís- landingar stóðu að undirbúningi og framkvæmd þeirra hluta sem að okkur sneru á leiðtogafundinum í Reykjavík. A Islandsbanki valdi Yddu AUGLÝSIN G ASTOF AN Ydda hefur orðið fyrir valinu sem aðalauglýsingastofa íslands- banka. Fimm stofúr komu til álita hjá bankanum en þar af hafa fjórar unnið fyrir bankana sem sameinast um áramót. Valið fór þannig fram að stofúnum var gefinn kostur að senda inn upplýsingar um starfsemi sína og í kjölfar þess var efnt til heim- sókna til þeirra. Að sögn Þórðar Sverrissonar, forstöðumanns markaðsdeildar Is- landsbanka, var gerður samanburð- ur á ákveðnum þáttum í starfsemi stofanna við valið. í kjölfarið var síðan framkvæmt mat á þeirri reynslu sem skapast hefur í sam- vinnu við stofurnar. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Ók á ljósavita Mazda-bifreið var ekið á umferðarljósavita á mótum Kleppsvegar og Holtavegar um klukkan 18 á sunnudag. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en reyndist ekki alvarlega slasaður. Bifreið hans skemmdist mjög mikið og var dregin á brott með aðstoð kranabíis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.