Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 26
Reuter Kommúnistakjör í Serbíu Slobodan Milosevic, forsetaframbjóðandi og voldugasti maður júgóslav- neska sambandsríkisins Serbíu, og eiginkona haiis, Mirjana, yfirgefa kjörstað í Belgrað á sunnudag. Kosinn var forseti og til þings og voru kosningamar leynilegar í fyrsta sinn síðan kommúnistar komust til valda. Þrír mótframbjóðendur Milosevic eru allir kommúnistar og sama er að segja um frambjóðendur til þings Serbíu. Ymsir menntamenn hafa mót- mælt þessu og krafist raunverulegs fjölflokkalýðræðis og margir kjósend- ur, sem sjónvarp landsins tók tali á sunnudag, voru sama sinnis. Kjör- sókn var um 74% og verða úrslit birt á morgun, miðvikudag. Þjóðverjar geta ekki einir ákveð- ið að sameinast cecf aaaM3Yóid .tt tiuoAcrjtqmd giQAjaKUQflOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1*4: NÓVEMBER-1989' Helmut Kohl í Póllandi: Lublin í Póllandi. Reuter. HELMUT Kohl kanslari Vestur-Þýskalands reyndi að draga úr vanga- veltum manna um sameiningu þýsku ríkjanna með því að segja þar sem hann var staddur í opinberri heimsókn í Póllandi að sameining væri ósennileg án samþykkis nágrannanna í Evrópu. Hann fullvissaði Pólveija einnig um að efnahagssamstarf við þá myndi ekki líða fyrir aukin viðskipti þýsku ríkjanna. í andstöðu við sögulega þróun að halda því fram að Þjóðveija eina varðaði hvort og hvernig þeir réðu sínum málum og hvort þeir gengju sinn veg í sömu átt og nágrannarnir eða á móti straumnum," sagði Kohl. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubandalags- ins, sagði í viðtali við vestur-þýsku sjónvaipsstöðina ZDF á sunnudag að hann hefði engar áhyggjur af auknum samskiptum Austur- og Vestur-Þýskalands. Þegar hann var spurður hvort hann sæi fýrir sér að bæði þýsku ríkin yrðu aðilar að EB svaraði hann: „Ekkert er útilokað. Ég ræð þar engu um. Það eru Þjóð- veijar sem þurfa að vega og meta kostina og gallana sem því fylgja og taka sjálfstæða ákvörðun." Nýlegar skoðanakannanir sýna að 4/5 Vestur-Þjóðveija eru hlynntir sameiningu þýsku ríkjanna. Ekki eru til sambærilegar kannanir á við- horfum Austur-Þjóðveija en frétta- menn sem töluðu við þá í Vestur- Berlín um helgina fengu á tilfinning- una að sameining væri þeim ekki ofarlega í huga. „Ég hef aídrei kynnst öðru en tveimur þýskum ríkjum hvers vegna að breyta því?“ sagði Austur-Þjóðveiji um tvítugt og virtist ekki hafa mikinn áhuga á því sem um var spurt. Hjá sumum kom fram ótti við að Vestur-Þýskaland myndi hreinlega „gleypa" Austur- Þýskaland. Aðrir sögðu að tvö þýsk ríki væru réttlát refsing Þjóðverja fyrir að hafa hleypt seinni heims- styijöldinni af stað. Dounreay: Mikillmeiri- hluti andvíg- ururðuninni St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfírgnæfandi meirihluti kjós- enda á Katanesi, sem tóku þátt i atkvæðagreiðslu um urðun geisla- virks úrgangs á Dounreay-svæð- inu, var henni andvígur. Talsmenn fyrirtækisins, sem sér um urðun alls úrgangs frá breskum kjarn- orkuverum, NIREX, segja veru- legan stuðning við áform fyrirtæk- isins á svæðinu. NIREX hefur til athugunar tvo staði á landi til að urða geislavirkan úrgang. Þeir eru Sellafield á norð- vesturströnd Englands og Dounreay á norðurströnd Skotlands. Eru til- raunaboranir hafnar en líða munu nokkur ár áður en tekin verður end- anleg ákvörðun um urðunina. Sýslu- nefndin á Katanesi ákvað að efna til atkvæðagreiðslunnar til að kanna hug íbúanna til framkvæmdanna þótt hún sé ekki bindandi fyrir neinn. Úrslitin voru kunngerð í síðustu viku. Um 58% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða um 12.000 manns, Voru 8.800 á móti urðuninni en rúmlega 3.000 meðmæltir. Winnie Ewing, þingmaður skoskra þjóðernissinna á Évrópuþinginu fyrir Hálöndin, sagði, að fólk á Katanesi vildi ekkert með NIREX hafa og hefði sent fulltrúa þess heim til að hugsa tillögur sínar upp á nýtt. Fulltrúi NIREX sagði, að veruleg- ur stuðningur væri við urðunina á Katanesi þótt auðvitað hefði verið æskilegra, að meirihluti væri fyrir henni. Reuter Kohl gerði sólarhrings hlé á heim- sókn sinni á föstudag vegna hinna sögulegu atburða í Austur-Þýska- landi. Þegar kanslarinn kom aftur til Póllands mætti honum nokkur tortryggni vegna hugsanlegrar sam- eingar þýsku ríkjanna sem óneitan- lega vekur mörgum ugg í bijósti í ljósi sögunnar. Kohl minnti á að sú stefna sem klyfi þjóðir væri úrelt og þess vegna ótrúverðug og ranglát. „En það væri einnig ótrúverðugt og Það var söguleg stund er borgarstjórar Austur- og Vestur-Berlínar tókust í hendur á Potsdam-torgi í Berlín þegar þar var rofið gat í múrinn á sunnudagsmorgun. _ Einstök helgi í sögu Þýskalands: Endurfundirnir minntu í senn á jól og kjötkveðjuhátíð Vestur-Berlín. Reuter. STÆRSTU útihátíð í seinni tíma sögu Þýskalands lauk í gær þegar á þriðju milljón Austur-Þjóðveija sneri aftur til vinnu sinnar og daglegs lífs eftir að hafa heimsótt Vestur-Þýskaland. Berlínarborg, sem verið hefúr klofin í rúm 28 ár, iðaði af lífi og haft er á orði að þar hafi verið haldin mesta hátíð í sögu Þýskalands um helgina — endurfúndir sem minntu í senn á jólin og kjötkveðjuhátíð og höfðu yfir sér þjóðhátíðarblæ. Það dró nokkuð úr þjóðhátíðar- ■stemmningunni í Vestur-Þýska- landi á sunnudagskvöld þegar milljónir Austur-Þjóðveija bjug- gust til að halda heimleiðis eftir helgardvöl í vestrinu. Talið er að fjórar milljónir Austur-Þjóðveija hafi fengið vegabréfsáritun til að heimsækja Vestur-Þýskaland eða fjórðungur þjóðarinnar. Þar af hafa tæplega 3 milljónir manna fært sér ferðafrelsið í nyt. Sam- kvæmt upplýsingum frá vestur- þýskum yfirvöldum hafa 23.000 Austur-Þjóðveijar beðist hælis í Vestur-Þýskalandi síðan hömlum á ferðafrelsi var aflétt á fimmtu- dag. Ekki er lengra en vika síðan landamæra ríkjanna var hvað best gætt af öllum í heiminum. En á sunnudag voru 10 nýjar landa- mærastöðvar teknar í notkun og Berlínarmúrinn 'rofinn á fleiri stöð- um til að auðvelda samgöngur milli borgarhlutanna. Núna eru 30 opnar landamærastöðvar milli ríkjanna en voru íjórar fyrir utan hlið á múmum. Flóðbylgja Austur-Þjóðveija olli ýmsum vanda og ekki er ofmælt að segja að verulega hafi reynt á skipulagsgáfu Þjóðveija. Við landamærin var tekið á móti gest- unum með blómum, súkkulaði og kampavíni. Viða fengu Austur- Þjóðveijar frían bjór á ölstofum. Útvarpsstöðvar auglýstu ókeypis gistingu í heimahúsum fyrir gest- ina. í Berlín bauðst þeim að fara á tónleika eða knattspyrnuleik. Gripið var til þeirrar nýbreytni að hafa búðir opnar á sunnudag nærri landamæmnum og í Vestur-Berlín til að koma til móts við Austur- Þjóðveijana. Löngu áður en versl- anir vom opnaðar klukkan 11 á sunnudagsmorgun höfðu myndast biðraðir og sögðu gárungarnir að seint ætiuðu Austur-Þjóðverjar að láta af þeim sið. Gestirnir fundu náttúrlega fyrir því að ekki fékkst mikið fyrir mörkin 15 sem austur- þýsk stjórnvöld heimila þeim að skipta. Því komu 100 mörkin (3.300 ísl. kr.), sem vestur-þýsk yfirvöld em reiðubúin að gefa hveijum Austur-Þjóðveija einu sinni ári, í góðar þarfir. Biðraðir mynduðust við banka sem dreifa peningunum. „Það em nógir pen- ingar handa ykkur öllum en við getum ekki afgreitt alla í einu,“ hrópaði starfsmaður Deutsche Bank í Berlín þegar þröngin var sem mest. í sumum búðum var jafnvel tekið á móti austur-þýskum mörkum, sem hingað til hafa verið verðlaus, á genginu 1 á móti 10. Lögregla og Félag vestur-þýskra bifreiðaeigenda áttu fullt í fangi með að fjarlægja bilaðar austur- þýskar bifreiðar af hraðbrautum um helgina og bensínafgreiðslu- menn blönduðu af kappi saman olíu og bensíni í tvígengisvélamar. Einn áhrifamesti átburður helg- arinnar var þegar borgarstjórar Austur- og Vestur-Berlínar, Er- hard Krack og Walter Momper, tókust í hendur á Potsdam-torgi á sunnudag þegar opnað var nýtt hlið milli borgarhlutanna. Þarna var áður hjarta Berlínar þegar hún var höfuðborg þýska ríkisins en torgið lenti milli tveggja múr- veggja árið 1961 og hefur verið vettvangur landamæravarða síðan þá. TÖLVUSKÖU STJÓRNUNABFÉLAQS tSLANOS . tölvuskólarA TÖCVUSKÓLI GÍSLA J. JOKNStN Byrjendanámskeið fyrir notendur dBASE III+^ og dBASE IV Tími og staður: 20.-24. nóv. kl. 08.30-12.30 í Ánanaustum 15, Reykjavík Leiðbeinandi: Ólafur H. Einarsson SKRÁNING I SÍMUM 621066 og 641222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.