Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 34
M MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1989 U ílShH'j ít- UI.OilM ÚK-A'lu/' 1' Fjármálaráðherra: Gildistöku virðisaukaskatts- ins verður alls ekki frestað Óeining ríkisstjórnarflokkanna skapar óvissu, segja stjórnarandstæðingar GILDISTÖKU virðisaukaskattsins verður ekki frestað, að því er Qár- málaráðherra sagði við utandagskrárumræðu í Sameinuðu þingi í gær. Stjórnarandstaðan lýsti þeim vilja sínum við þessar umræður að rétt væri að fresta gildistökunni vegna ónógs undirbúnings. Halldór Blöndal (S/Ne) hóf utan- væri sá að kynning hæfist síðari dagskrárumræðuna í Sameinuðu þingi. Halldór taldi ljóst að ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar hefði ekki innri styrk til að undirbúa og hrinda í framkvæmd svo flóknu máli sem upptaka virðisaukaskatts- ins væri. „Það eru sjö vikur til stefnu og þó er langt í land að teknar hefi verið ákvarðanir um þýðingarmikil atriði, tæknilegs og póiitísks eðlis,“ sagði Halldór og nefndi eftirtalin atriði: Hvort skattþrepin yrðu eit: eða tvö, hvernig háttað yrði skatt- lagningu á matvæli, hvernig yrði staðið að skattlagningu iandbúnaðar og sjávarútvegs, hvort virðisauka- skattur yrði lagður á upphitun íbúð- arhúsnæðis, hvort gjaldfrestur yrði veittur á virðisaukaskatt við inn- flutning, hvernig háttað yrði skatt- lagningu á blöð, tímarit og bækur, hvort það væri tryggt að byggingar- kostnaður hækkaði ekki við upptöku virðisaukaskatts og hver staða sveit- arfélaganna væri gagnvart virðis- aukaskattinum. Halldór benti á að formaður Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin Hanni- balsson, hefði tekið undir gagnrýni flokksstjórnar, þegar hann hefði sagt að allra hluta vegna væri æskilegt að meiri tími gæfíst til undirbúnings málsins. Hins vegar hefði fjármála- ráðherra þvertekið fyrir frestun gildi- stökunnar og fullyrt að áætlanir stæðust. Þetta taldi Halldór staðfesta að alvarlegur klofningur væri kom- inn upp í ríkisstjórninni, ályktun flokkstjórnar Alþýðuflokksins væri vantraustsyfirlýsing á meðferð fjár- málaráðherra á undirbúningi máls- ins. Halldór kvað sjálfstæðismenn leggja áherslu á mikilvægi virðis- aukaskattsins til að treysta sam- keppnisaðstöðu ísienskra fyrirtækja. „En slík breyting krefst mikils og vandaðs undirbúnings, krefst fyrir- hyggju. Hún má ekki undir neinum kringumstæðum vera skálkaskjól til þess að hækka skatta eins og 26% virðisaukaskattur gerir. Svo skatt- glaðri ríkisstjórn sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er ekki treystandi til að framkvæma fyrir- hugaða skattkerfísbreytingu um næstu áramót. Eins og sakir standa er óhjákvæmilegt að fresta gildistöku 'virðisaukaskattins." Verkáætlun fylgt Ólafúr Ragnar Grímsson flár- málaráðherra taldi Halldór Blöndal vita svörin við þeim fyrirspurnum sem hann hefði komið fram með. Benti ráðherrann á að síðastliðið sumar hefði verið mótuð verkáætlun, sem fylgt hefði verið. Kjami hennar hluta september og stæði hún til áramóta. „Mikið hefur verið gert úr því að eftir á að gefa út fjölda reglu- gerða. Sú gagnrýni byggist á mis- skilningi á útgáfutíma," sagði Olafur Ragnar og benti á að nú þegar væru komnar út tvær reglugerðir um bók- hald og tekjuskráningu skattskyldra aðila og endurgreiðslu til erlendra ferðamanna, á morgun kæmu út fimm reglugerðir, um framtöl og gjalddaga, uppgjör vegna landbúnað- ar, leiðréttingu á frádrætti vegna innskatts þegar breyting verður á notkun varanlegra rekstrarfjármuna, endurgreiðslur til erlendra sendi- manna og um sjóðsvél. Og næstkom- andi föstudag kæmu út þijár reglu- gerðir, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota inn- an óskráðra fyrirtækja eða stofnun- ar, frjálsa og sérstaka skráningu og frádrátt innskatts af innkaupum sem ekki varðaði eingöngu sölu á vörum og skattskyldri þjónustu. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra taldi ályktanir flokksþings Alþýðuflokksins ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem Halldór Blöndal hefði dregið. Enginn ágreiningur væri um virðisauka- skattinn og vantrausti væri ekki lýst á fjármálaráðherra. Jón benti á að margir aðilar sem nú væru í fyrsta sinn að greiða slíkan skatt þyrftu á ráðgjöf að halda og væri óhentugt að þetta bæri upp á sama tíma og uppgjör staðgreiðslu. Vegna þessa hefði í upphafi verið hugmyndin að virðisaukaskatturinn tæki gildi um mitt ár. „Ég skil vel að það sé metn- aðarmál fyrir íjármálaráðherra að standa við gerðar áætlanir. Það er hins vegar meira metnaðarmál að standa vel að framkvæmdinni,“ sagði Jón. Jón kvað alþýðuflokksmenn geta sætt sig við það að virðisauka- skatturinn tæki gildi um næstu ára- mót, ef sýnt yrði fram á að fræðsla og kynning yrði nægjanleg fram að þeim tíma. „Þetta mál verður tekið upp á milli ríkisstjómarflokkanna." Friðrik Sophusson (S/Rv) taldi það nokkuð athyglisvert að formaður Alþýðuflokksins teldi sig ekki þurfa að fara að fyrirmælum flokksins. Taldi Friðrik að almenningur hlyti að draga þá ályktun af þeim vilja Alþýðuflokksins að vilja fresta gildi- stökunni, að ekki væri unnt að koma fram gildistöku virðisaukaskattsins vegna ósamstöðu ríkisstjórnarflokk- anna. „Ósamstaðan dregur þetta mál og skapar óvissu,“ sagði Friðrik og benti á að ekki væri enn komið fram frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt. Guðmundur Bjarnason, heil- Þannig hljóðar frumvarp til laga sem Guðmundur H. Garðarsson og Salome Þorkelsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa flutt. 1 greinargerð segir að öll sanngirni standi til þess að þessi eingamynd- un - sem önnur - sem myndast meðan á hjónabandi stendur sé hjú- skapareign. Orðrétt segir í greinar- gerð: „Samkvæmt lögum eru allir landsmenn, sem starfa úti á hinum almenna vinnumarkaði, skyldaðir brigðisráðherra, sagði að vissulega fylgdi margt svo róttækum breyting- um og enn væiu ýmis viðfangsefni sem leysa þyrfti. Guðmundur benti hins vegar á að svipaðar efasaemdir hefðu verið uppi við gildistöku stað- greiðslukerfisins. Guðmundur kvað allan undirbúning vera í verkahring fjármálaráðherra og treystu menn því að framkvæmdin yrði eins og lög kvæðu á um og stefnt hefði verið að. Lýsti Guðmundur því yfir fyrir hönd þingmanna Framsóknarflokks- ins að vinna bæri að málinu eins og stefnt hefði verið að. Sigríður Lillý Baldursdóttir (SK/Rv) kvað þær kvennalistakonur vera andvígar virðisaukaskattinum og þess vegna mætti fresta honum um alla eilífð. Kerfisbreytingin myndi hafa í för með sér aukið vinnuálag, skil myndu ekki batna og skatthlut- fallið yrði ekki lægra eins og lofað hefði verið, heldur hærra. Jarðhræringar á stjórnarheimilinu Ingi Björn Albertsson (FH/Vl) taldi ástandið á stjórnarheimilinu vera svipað og þegar jarðhræringar væru á Kröflusvæðinu. Hlyti þetta að enda með gosi. Ingi Björn kvað það rétt vera að fjölmörg álitaefni væru enn óleyst og þess vegna þyrfti að ákveða það strax hvort giidistö- kunni yrði frestað eður ei. Eyjólfúr Konráð Jónsson (S/Rv) taldi að í þessu samhengi væri frest- ur á illu bestur, þar eð ríkisstjórnin hefði ákveðið hæsta skatthlutfall í heimi, 26%. „Það er nóg komið af byrðum á fólkið í landinu þó þetta bætistekki við,“ sagði Eyjólfur. Kvað þingmaðurinn utanríkisráðherra átta sig á því að Alþýðuflokkurinn rayndi gjalda afhroð í næstu bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, þar eð þá stæði framkvæmd kerfisbreytingar- innar seiii hæst. Guðmundur Ágústsson (B/Rv) kvað Borgaraflokkinn ávallt hafa haft efasemdir um virðisaukaskatt- inn, þannig að hann gréti það ekki þó gildistökunni yrði frestað. Flokk- urinn hefði hins vegar samþykkt það í ríkisstjórnarsamstarfi að skattkerf- isbreytingin tæki gildi um áramót og við það yrði staðið. Kvaðst Guð- mundur undrast ályktun eins ríkis- stjórnarflokksins um að fresta bæri gildistökunni. Guðmundur benti og á að upplýsingar og kynning hefði þeg- ar að miklu leyti átt sér stað. Þyrfti að endurtaka hana ef af frestun yrði. Einnig væri á það að líta að mörg fyrirtæki hefðu þegar undirbúið sig fyrir upptöku hins nýja skatts; frest- un kæmi sér illa fyrir þessa aðila. „Ef það er hins vegar ætlunin að taka upp tvö stig á virðisaukaskattin- um, þannig að lægri skattur verði á matvæli, værum við tilbúnir að fresta gildistökunni jafhvel um eitt ár.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F/Ne) taldi að margt hefði breyst í þessum málum frá því að lögin um virðisaukaskatt tóku gildi. Kvaðst þingmaðurinn sannfærður um það að pólitískt bakland ríkisstjómarinn- ar væri nú með þeim hætti, að rétt væri að taka upp tvö þrep í virðis- aukaskatti. Væri það eina leiðin til þess að standa við fyrirheit um lækk- un matarskatts. Jóhannes taldi vera nógan tíma fram að áramótum til þess að koma þessu í gegn. Birgir ísleifúr Gunnarsson (S/Rv) taldi stór orð koma frá æðstu valdastofnun Alþýðuflokksins fyrir utan landsfund. Af ræðu formanns- ins væri hins vegar helst að skilja að hann vildi ekki taka mark á sam- þykkt flokksstjómarinnar; hann kysi heldur að hlýða formanni Alþýðu- bandalagsins umyrðalaust. Birgir kvaðst myndu fagna því ef frestað yrði gildistöku hæsta virðisauka- skatts í heimi. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rv) áfelldist fjármálaráðherra fyrir að svará fyrirspurnum máls- hefjanda með skætingi. Þau veiga- miklu atriði sem hann hefði spurt um væm greinilega aukaatriði hjá ráðherranum. Benti Guðmundur á að framkvæmdin væri ekki bara tæknilegt úrlausnarefni heldur væri tekist á um mjög mikilvæg pólitísk málefni eins og skatthlutfall, tvö þrep og endurgreiðslu til útflutnings. Guðmundur gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir það að ætla nú að bæta ofan á 6 milljörðum í nýja skatta; 7 milljörð- um hefði verið bætt ofan á í ár. Hreggviður Jónsson (FH/Rn) taldi þann ágreining athyglisverðan sem nú væri kominn uþp á yfirborð- ið; tveir af Ijórum þingflokkum sem aðild að ríkisstjórninni ættu vildu fresta gildistöku virðisaukaskattsins. Taidi Hreggviður rétt að fresta gildi- stökunni, þar eð hér væri um stórt mál að ræða og mörg mál óútkljáð. Tvö skattþrep krafa framsóknarmanna Alexander Stefánsson (F/Vl) kvaðst vera fylgjandi virðisauka- skattinum. Það væri hins vegar krafa framsóknarmanna að tvö þrep væru í skattinum. Ef farið væri að því mætti taka skattinn í framkvæmd um áramótin, en ef ekki yrði að þessu farið liti málið allt öðruvísi út. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rv) kvað ekki vera ágreining um virðisaukaskattinn í ríkisstjóminni. Eðlilegt væri hins vegar að menn greindi á um tímamörk. Taldi Guð- mundur það ekki skipta máli til eða frá þótt gildistöku yrði frestað um nokkra mánuði. „Menn verða að gefa sér tíma til að standa vel að löggjöf.“ Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) gagnrýndi Sjálfstæðisflokkinn fyrir að koma ekki með neinar tillögur til niðurskurðar á ríkisútgjöldum eða nýjar tekjuöflunarleiðir samhliða því að gagnrýna_ skatthlutfall virðis- aukaskatts. „Ég veit ekki betur en ákveðið hafi verið að skattþrepin væru tvö og þess vegna sé hlutfallið svo_ hátt,“ sagði Stefán. Ólafúr Þ. Þórðarson (F/Vf) kvaðst ekkert skilja í skattastefnu sjálfstæðismanna; þeir hefðu á sínum tíma stutt upptöku virðisaukaskatts- ins, en væru nú móti. Fjármálaráðherra benti á að upp- taka virðisaukaskattsins væri til stórfelldra hagsbóta fyrir sam- keppnisiðnað í landinu. Nú vildu menn fresta því. Með virðisauka- skattinum væri verið að laga skatt- kerfið að því sem gerðist í Evrópu. Nú vildu menn fresta því. Ólafur benti og á að sjálfstæðismenn hefðu framundan tvö tækifæri, við af- greiðslu fjárlaga og íjáraukalaga, til að leggja til niðurskurð á ríkisút- gjöldum þannig að lækka mætti skatthlutfall virðisaukaskattsins. Um tvö þrep í virðisaukaskattinum sagði ráðherrann að samkomulag væri um það að innheimtur yrði aðeins 13% virðisaukaskattur á kjöt, mjólk, inn- lent grænmeti og fisk. Frumvarp sjálfstæðismanna: Ellilífeyrisréttindi hjóna verði hjúskapareign „Ellilífeyrisréttindi hjóna, sem áunnizt hafa meðan á hjónabandi stóð, skulu teljast hjúskapareign þeirra. Við slit á fjárfélagi hjóna við skilnað skulu þau ellilífeyrisréttindi, sem áunnust meðan hjónaband- ið stóð, skiptast jafnt milli þeirra“. Innheimtur söluskattur af tryggingariðgjöldum 1990: Tryggingarfélögin endurgreiða skattinn til þess að vera aðilar að lífeyris- sjóði. Slík aðild að söfnunarsjóðum lífeyriskerfisins hefur það í för með sér með iðgjaldagreiðslum fólks í sjóðina í áratugi að þar myndast raunverulega mesta eign viðkom- andi einstaklinga á langri starfævi. Þessi eign er skilyrt og felur í sér verðmætan tryggingarrétt að starf- sævi lokinni. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að hjón líti á þennan rétt sem sameiginlegan rétt eins og aðrar eignir“. Tryggingarfélögunum hefúr verið gert að endurgreiða sölu- skatt sem innheimtur hefúr verið af vátryggingariðgjöldum fyrir árið 1990. Kom þctta fram í ræðu fjármálaráðherra í Sameinuðu þingi í gær við utandagskrárum- ræðu. Jóhann Einvarðsson (F/Rn) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og tók til umfjöllunar innheimtu söluskatts af tryggingariðgjöldum. Jóhann benti á að samkvæmt lögum um virðisaukaskatt væri gert ráð fyrir því að tryggingariðgjöld væru und- anþegin virðisaukaskatti. Væri ástæðan sú hversu alþjóðleg sú starfsemi væri; ógjörningur væri að innheimta hér virðisaukaskatt, þar sem víðast erlendis væri þessi starfsemi undanþegin. „Þrátt fyrir þetta hafa verið innheimt hundruð milljóna í söluskatt af tryggingarið- gjöldum fram á næsta ár,“ sagði MMflGI Jóhann og gat þess að tryggingar- félögin hefðu ítrekað spurst fyrir um það hjá ráðuneytinu hvemig að skattinnheimtu skyldi staðið á næsta ári. Gagnrýndi Jóhann þessa innheimtu harkalega, fyrir henni væru engin rök, hvorki lagatækni- leg né annars konar. Jóhann taldi að um tvær aðferðir yrði að ræða við endurgreiðslu þessa fjár. Annars vegar væri sá kostur að tryggingakaupendur gætu sótt um endurgreiðslu og hins vegar að ráðuneytið fæli trygging- arfélögunum að endurgreiða skatt- inn. Jóhann taldi síðari kostinn fýsi- legri, því óvíst væri hversu vel fólk gerði sér grein fyrir rétti sínum. Ólafúr Ragnar Grímsson, Ijár- málaráðherra, lét þess getið við þessa umræðu að eðlilegt hefði ver- ið fyrir tryggingarfélögin að inn- heimta aðeins söluskattinn fram að áramótum. Sum tryggingarfélög hefðu innheimt talsvert fram á næsta ár. Ólafur gat þess að hann hefði átt í viðræðum við forsvars- menn tryggingarfélaganna um þetta mál og í kjölfar þess hefði hann sent erindi til vátiyggingarfé- laganna og ríkisskattstjóra, að sá söluskattur sem innheimtur hefði verið fyrir næsta ár yrði endur- greiddur og að tryggingarfélögin önnuðust þá endurgreiðslu. „Fjár- málaráðuneytið og ríkissjóður munu síðan gera upp við trygging- arfélögin,“ sagði ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.