Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLÁÐ’IÖ VBSBRIININNUIÍP: ÞRIÐJUDÁGUR, 14. NÓVEMBBRi 1989 KRINGLAN — í dag opnar Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis afgreiðslu í Kringlunni 5. í tilefni þessa verður opið hús og er fólki boðið að koma og skoða húsakynnin og kynnast þeirri þjón- ustu, sem þar fer fram. Afgreiðslan verður opin mánudaga til föstu- daga frá kl. 12.30—16.00. Afgreiðslur Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis eru nú orðnar fimm. Á myndinni sjást afgreiðslufulltrúar SPRON í Kringlunni 5, Elín Jakobsdóttir og Gréta Kjartansdóttir. Fyrirtæki Samnorræna stjórnun- arkeppnin að hefjast Sparisjóðir Höfum góða markaðsstöðu eftir sameiningu bankanna — segir Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra „Að mínu mati standa sparisjóðirnir vel til að takast á við breytt- ar aðstæður í bankamálum," sagði Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, þegar hann var spurður hvernig sparisjóð- irnir hygðust bregðast við þeim hræringum í bankakerfinu sem fram- undan eru. „Samstarf þeirra hefur sífellt verið að vaxa og hafa þeir nú samstarf á flestum sviðum sem leiðir til lækkunar á kostnaði. Við teljum okkur hafa mjög góða markaðsstöðu eftir sameiningu bankanna." SAMNORRÆNA stjórnunar- keppnin verður haldin í þriðja sinn hér á landi á næstu vikum á vegnm Alþjóðasamtaka við- skipta- og hagfræðinema (AIESEC). Fyrirtækjum gefst kostur á að að skrá sig til þátt- töku fram til 17. október næst- komandi og getur fjöldi einstakl- inga í hveiju liði verið á bilinu 2-5 manns. Þau tvö lið sem sigra í keppninni halda áfram í Norð- urlandakeppnina sem að þessu sinni verður haldin verður í Iteykjavík í mars á næsta ári. Á síðasta ári hlaut lið Hewlett- Pacard Islandsméistaratitilinn ann- að árið í röð en árið 1987 sigraði lið Prentsmiðjunnar Odda og náði 3. sætinu. í Norðurlandakeppninni. Keppnin sjálf fer þannig fram að liðunum er skipt niður í riðla. Allt að 10 lið geta keppt saman í hverjum riðli en litið er á einstök lið sem sjálfstæð fyrirtæki. Hver riðill er sérstakur samkeppnismark- aður sem leiðir af sér að áhrif ákvörðunar hvers liðs eru háð ákvörðunum hinna liðanna. I upp- hafi fá liðin í hendur upplýsingar um fyrirtækið og rekstur þess und- anfarin tvö ár, auk upplýsinga um aðstæður í hagkerfinu í heild. Það er síðan hlutverk hvers liðs að reka þetta sama fyrirtæki í sex næstu ár og safna sem mestum hagnaði. Fyrstu 3 rekstrarárin hafa liðin 2-3 vikur til að taka ákvarðanir fyrir hvert ár en fyrir næstu 3 árin þurfa liðin að mætast á sama stað og taka ákvarðanir á einum degi. Tvö efstu liðin komast áfram í úrslita- keppnina um íslandsmeistaratitil- inn og hafa liðin þá aðeins einn dag til að reka hið ímyndaða fyrirtæki í sex ár. Ákvarðanir sein liðin taka um reksturinn felast m.a. í vöni- verði, hráefniskaupum, fjárfesting- um, sölu á heimamarkaði og út- flutningi. Nánari upplýsingar fást í síma 629932 e.h. Ein af skýringum þess hvers vegna atvinnuleysi er jafnan mun minna hér á landi en í nágranna- Iöndum er án efa vilji Islendinga til að skipta um starfsvið ef þörf krefur. Þijóskukennd tryggð manna við fag sitt í öðrum löndum veldur því að á sama tíma og at- vinnuleysi er mikið í tilteknum greinum vantar sárlega vinnandi hendur til starfa í öðrum. Þessi sveigjanleiki er kostur sem íslendingar njóta góðs af þegar þeir leita starfa á Norðurlöndunum. Það er sjaldgæft að þeir þurfi lengi að ganga atvinnulausir í Noregi, Hallgrímur kveðst þó ekki telja að ástæða sé til að sameina alla sparisjóðina í einn sparisjóð og það sé alls ekki af hinu góða. Hér sé um traustar og þægilegar viðskipta- stofnanir að ræða fyrir almenning og ekkert sé fengið með því að sameina þær. „Við náum hagræð- ingunni og markmiðum sameining- ar með því að bæta samstarfið milli sparisjóðanna þannig að það er engin þörf á sameiningu. Þó kann svo að vera hjá einstaka sparisjóð- um þar sem landfræðileg iega og stærð þeirra beinlínis gerir slíka sameiningu hagkvæma og er það í undirbúningi. Stærri sparisjóðirnir eru sterkar og traustar stofnanir sem þjóna sínum viðskiptavinum mjög vel og eru að mörgu leyti miklu manneskjulegri stofnanir heldur en bankarnir. Ég er viss um að það á eftir að koma í ljós að það er mjög farsælt að hafa minni stofn- anir líka.“ Sparisjóðirnir starfrækja Lána- stofnun sparisjóðanna sem er eins- konar viðskiptabanki sparisjóð- anna. Þar eru viðskiptareikningar Svíþjóð eða Danmörku þótt tug- þúsundir þarlendra vermi bekki at- vinnuleysisskrifstofanna. Því ræður vilji Islendinganna til að vinna leng- ur ef þarf og takast á við verkefni án þess að bera sig fyrst saman við trúnaðarmanninn. Hetjur sláturhússins í sunnanverðum Guðbrandsdal í Noregi er sláturhús þar sem sóst er eftir íslendingum til starfa á hveiju hausti. Ástæðuna segja yfir- menn hússins vera þá, að aðkomu- mennirnir vinni hraustlega í skorp- um, séu ekki að hlaupa í kaffitíma eftir klukkunni, heldur klári sitt verk, drepi og skeri fram á kvöld þangað til verkið er búið. Heima- menn séu hins vegar eilíflega að ijúfa færibandið til að fara i pásur og kaffi eftir samningum, og fáist aldrei til að vera á vígvellinum eft- ir klukkan fjögur síðdegis. Svipaðar sögur úr öðrum grein- um og frá öðrum stöðum staðfesta það að íslendingar erlendis séu yfir- leitt fólk frumkvæðis og dugnaðar og eigi gott með að koma sér áfram. Hvað er það þá sem veldur því að hér heima ríkir nú deyfð og drungi og kreppan hímir ásýndar eins og efnahagslegur óveðurs- bakki? Er líklegt að þessi þjóð, sem hefur orð á sér í öðrum löiidum fyrir það að ráðast að vandanum og leysa hann eins og hvert annað sjálfsagt viðfangsefni, hafi ekki lengur dug og kjark hér heima? Er það kannski af því að okkur skortir stjórnmálamenn með framtíðarsýn en höfum fengið þeirra í stað grát- konur atvinnulífsins? Eða gildir hér kánnski sama lögmál og í umferð- inni; að Islendingar sem fara utan þeirra og gagnvart Seðlabanka er aðeins einn sameiginlegur reikning- ur. Lánastofnunin annast einnig þjónustu á sviði gjaldeyrismála. Vaxtaákvarðanir eru sameiginlegar svo og ákvarðanir um gjaldskrá og segist Hallgrímur telja að þessi stefna að sé hinn gullni meðalveg- Auk kynningar á hinum nýja við- skiptahugbúnaði verður gestum gefinn kostur á að kynnast starf- semi Tölvubæjar og öðrum við- skiptahugbúnaði frá Eðalforritum t.d. Omni-laun og Omni-bók. Vél- búnaður frá ýmsum aðilum verður til sýnis, kynningarefni um tölvu- og aka þar í umferðarmenningu annarra þjóða laga sig þar að regl- um og eiga gott með það. En hér heima sökkva þeir sér á ný í sjálfs- vígsmenningu íslensku umferðar- innar. Vaxtarsprotar nýrra greina Bresk stjórnvöld hafa á undan- förnum árum lagt mikla áherslu á aðgerðir til að gera fólki kleift að stofna smáfyrirtæki, í þeirri von að þannig megi bæta atvinnuástandið. „Hafa grátkon- ur atvinnulífs- ins tekiö sess stjórnmála- manna með framtíöar- sýn...“ Með umfangsmikilli ráðgjöf og að- stoð skólakerfisins hefur þetta leitt til verulegrar fjölgunar smáfyrir- tækja, bæði í þjónustu og fram- leiðslu. Mörg þessara nýju smáfyrir- tækja verða fljótt vaxtarsprotar nýrrar tækni og nýrra atvinnu- greina og nokkur þeirra hafa orðið að atkvæðamiklum, meðalstórum fyrirtækjum. Lögð er áhersla á að hjálpa þess- um fyrirtækjum aðeins á laggirnar, veita þeim eins konar fæðingar- hjálp. Eftir það er ekert fé að sækja í ríkissjóð, né byggða- eða fram- kvæmdasjóði á vegum hins opin- bera. Ungviðið verður að spjara sig ur. „Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á það að stóru rekstrar- einingarnar skili betri árangri í rekstri nema síður sé. Ýmsir spari- sjóðir hafa skilað mjög góðum ár- angri. Við erum með sambærilegar vaxtatekjur og vaxtagjöld en rekstrarkostnaður er miklu minni heldur en hjá stóru bönkunum. Sparisjóðirnir eru hins vegar ekki eins litlir eins og sumir kynnu að halda. Við erum með um 20% af viðskiptum einstaklinga á landinu, 16% af heildarinnlánum og erum mjög stórir í þjónustu við ferða- menn,“ sagði Hallgrímur. skóla Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunnar og bækur um Macintosh. Á meðan á kynningunni stendur verður unnt að kaupa prufueintak af viðskiptakerfinu fyrir 300 krón- ur. Kynningin stendur yfir frá kl. 10.00 til 17.00. sjálft, ella telst það ekki líklegt til stórræða. En á móti veitir hið opinbera þessum fyrirtækjum í vöggugjöf fyrirheit um það þau fái sjálf að njóta ávaxtanna af starfi frum- heijanna, og þau fái eðlilegt rekstrarumhverfi. Þau eru hvorki á framfæri ríkisins né verður arður þeirra aftur tekinn, nema að sjálf- sögðu hinn eðlilegi skattur af rekstrarhagnaði. Kannski það sé þetta sem dregur dug úr íslendingum til nýfram- kvæmda og stórræða, að menn í atvinnulífinu hafa verið á ríkis- bijóstinu fram eftir öllum aldri. Þeir treysta sér ekki til að ganga einir, og ríkið treystir þeim heldur ekki. Allir álykta um það að ríkið eigi að leggja fé í þetta og hitt — í stað þess að óska eftir því að fá að vera í friði frá afskiptum þessar- ar ofurumhyggjumömmu. Ungur athafiiabóndi Athyglisvert og hrífandi viðtal við Guðmund Birgisson, ungan at- hafnabónda, í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku er lærdómsrík lesning fyrir ráðamenn þjóðlífs og atvinnu- lífs, ekki síst fyrir forystu land- búnaðar, sem er sú grein sein fastast hefur gróið við ríkisspenann. Sagan af unga athafnamannin- um, sem hóf atvinnurekstur 14 ára, og á nú 14 árum síðar þijár jarðir, reiðir sig á eigið hugvit og aflafé og hefur lífsviðhorf sitt úr ævisögu Thors Jensens, mætti gjarnan vera sérprentuð og send viðskiptafræði- nemum. Hún gæti fengið nafn lán- að af bandarískri bók sem kom út fyrir fáum árum og borið nafnið: „Allt sem þú ekki lærir í viðskipta- fræðideild HÍ.“ ' MOR G UNVERÐARFUND UR fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 8.00-9.30, í Skálanum, Hótel Sögu. Opnun viðskipta við Sovétríkin Carol Xueref, sérfræðingur Alþjóða verzlunarráðsins í Sov- étviðskiptum, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Carol Xueref er aðalsérfræðingur Alþjóða verslunar- ráðsins um viðskipti við Austur-Evrópu og Sovétríkin og meðhöfundur rits um samáhættuverkefni („joint ventures") í Sovétríkjunum. Hún hefur haldið fyrirlestra víða um heim og veitt vestrænum fyrirtækjum táðgjöf varðandi samáhættuverkefni í Sovétríkjunum. Þátttaka tilkynnist til landsnefndar Alþjóða verzlunar- ráðsins í síma 83088. Þátttökugjald með morgunverði er 1.500 kr. LANDSNEFND ALÞJÖÐA VERZLUNARRÁÐSINS Icoland National Committea oi the IC C A MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Er þjóð hugvits ogfrumkvæðis orðin að brjóstabörnum? Hugbúnaður Kynningá viðskiptakerfí SÉRSTÖK kynning á nýju viðskiptakerfi, Omni-viðskipti, frá Eðalfor- ritum verður haldin dagana 17-19. október í Tölvubæ Skipholti 50b. Þróun viðskiptakerfisins hefúr staðið yfir síðastliðið eitt og hálft ár og er það byggt á þeirri reynslu sem Eðalforritum hefúr áskotnast í gegnum árin af verk-, launa- og fjárhagsbókhaldi viðskiptavina sinna og umsögnum þeirra að því er segir í frétt frá Tölvubæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.