Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 10
11_______________________________________________ €8er aaaMavó^ .n fl~joAqui.Qm<i fliQAjanuoHOK 10 MÖRGUNBLA'ÐIÐ'ÞRIÐJUÐAXjHR' lí: KÓVEMBER’1989................ -........... ................ ......... Ricciarelli með Sinfóníunni Tónlist Ragnar Björnsson Tónleikarnir hófust með Sin- fóníu í D-dúr no. 23 eftir W.A. Mozart, Sinfonían er að formi ’til í einskonar ítölskum forleikjastíl og var réttur og ágætur upptakt- ur að því séín eftir kom og allir áheyrendur virtust bíða eftir. Andrúmsloftið í Háskólabíói enda rafmagnað frá anddyri og fram á fyrsta bekk í sal, og var á mörkun- um að viðstaddir gæfu sér tíma til þess að klappa fyrir ágætlega heppnuðum upptakti Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Katia Riccia- relli birtist íslenskum tónleika- gestum í fyrsta skipti og minnti á austurríska týrólastúlku bæði í útliti og klæðnaði. Hún hóf söng sinn með kantötu Mozarts „Exult- ate, jubilate". Ekki þurfti marga takta til að sannfæra mann um að hér fór stór listamaður. Moz- art Ricciarelli var ekki sá Mozart sem maður er vanastur og tók nokkurn tíma að venjast ítölskum skilningi söngkonunnar, en slíkum sannfæringarkrafti býr hún yfir og þvílíkt vald hefur hún á tækn- inni að hún hafði gjörsigrað áheyrendur löngu áður en síðasti tónn í kantötu Mozarts fór sem elding um salinn. Að loknum for- leiknum að „Semiramide", óperu Rossinis, hvar blásarasólistar hljómsveitarinnar skiluðu ein- leiksstrófum sínum með ágætum, söng Ricciarelli aríu úr sam- nefndri óperu. Hvorki arían úr Semiramide, né aríurnar sem á eftir komu, aría úr Pírata eftir' Bellini, aría úr La Wally eftir Catalani og jafnvel aría úr Adr- iana Lecouvreur, eru mjög þekkt- ar né úr þeim hópnum sem gripið er til í þeim tilgangi að slá í gegn, Katia Ricciarelli þurfti engin slík hjálparmeðul. Túlkun hennar er tær og sterk og rödd hennar er hljóðfæri sem hún leikur á af Katia Ricciarelli tekur við þakklæti áheyrenda eítir tónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands. hæfni virtúósins hvort sem hún flytur trúarsöng Mozarts, eða ljóðrænu og skaphita ítölsku höf- undanna. Sem aukalög söng Ric- ciarelli tvær aríur eftir Puccini og hefur undirritaður ekki heyrt arí- una úr Turandot betur sungna. Ricciarelli tókst svo sannarlega að halda glæsilega upp á söngaf- mæli sitt. Sinfóníuhljómsveitin með Petri Sakari á stjórnendapalli tókst vel að fylgja og styðja söngkonuna þrátt fyrir óvenju stuttan æfinga- tíma. Skálað fyrir §öl- skyldufyrirtækinu __________Leiklist______________ Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi „Lítið Qölskyldufyrirtæki" eftir Alan Ayckbourn Þýðing og staðfærsla: Arni Ibsen Tónlist/áhrifahljóð: Hilmar Örn Hilmarsson Leikmynd: Karl Aspelund Lýsing: Páll Ragnarsson Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Alan Ayckbourn 'virðist vera af- kastamikill leikverkahöfundur og eftir greinum í leikskrá að dæma tekur það hann varla meira en nokkrar vikur að semja hvert leik- rit sem síðan er umsvifalaust fært upp í leikhúsinu hans. Hér hefur þó aðeins eitt verk hans verið flutt, það gerði Leikfélag Reykjavíkur fyrir örfáum árum er það sýndi Oánægjukórinn í Iðnó. Sagt hefur verið að Ackbourn sé á mörkum gamanleiksins, farsans, svartrar kómedíu í verkum sínum, þau hafi í sér undirtón alvöru þó hann klæði þau af lipurð í búning gríns og spaugs. Og þetta á við um lítið fjöiskyldufyrirtæki, þar er efn- ið nógu hrollvekjandi í sjálfu sér: fjölskylda sem svíkur og prettar og dregur sér fé í löngum bunum. Þegar nýr maður tekur við stjóm- inni reynist það honum og öðrum fjötur um fót að hann er svo þræl- heiðarlegur og staðráðinn í að trúa því besta um alla. Hann kemst fyrr en varir á snoðir um tvöfeldnina - mesta furða hann skuli aldrei hafa áttað sig á braski og svindli fyrr raunar þar sem maðurinn er hálf- fimmtugur að aldri. Það reynir fljót- lega á það hvernig hann bregst við; unglingsdóttirin á heimilinu hefur verið staðin að búðarhnupli og hart er lagt að föðumum að semja svo að stúlkan verði ekki kærð. Og fag- ur ásetningur stenst ekki, þó hann streitist á móti dregst hann inn í hringiðuna og verður að horfast í augu við að heiðarleikinn fær sum sé ekki staðist. Höfundurinn fléttar saman í leikritinu eiturlyfjaneyslu unglingsins, framhjáhald mág- konunnar, drauma mágsins um að stinga af og setja upp veitingahús á Spáni, „iðnaðarnjósnir“ Rivetti- bræðra sem raunar eru stundaðar með fullu samþykki og blessun fjöl- skyldunnar og loks er Kristmundur spæjari drepinn fyrir slysni og það verður að skjóta Iíki hans undan. í lokin safnast allir saman að fagna afmæli ættföðurins. Það er allt slétt og fellt á ný, það hafa verið búnar til leikreglur sem allir munu vænt- anlega fara eftir. Oft hefur verið vandkvæðum bundið fyrir Þjóðleikhúsið að búa gamanleikjasýningar þannig úr garði að gamanið og fyndnin skili sér. Það tekst hér vel og má þakka það Ieikstjóm og góðum og öfga- lausum en kímilegum leik. Leik- mynd Karl Aspelunds fannst mér of stór og þung í vöfum og lýsingin var ekki nógu afgerandi svo að skýr skil atburðarásar komist yfir. Mér fannst búningar nokkuð mis- jafnir, t.d. töluvert vanta á að Margrét Guðmundsdóttir taki sig út í lokaatriði eins og að var stefnt. Klæðnaður Lilju Guðrúnar í sama atriði var afleitur. Arnar Jónsson er í hlutverki hins heiðarlega einfeldnings Borgars sem er þó fljótur að læra og mun tileinka sér þá starfshætti sem hafa viðgengist. Arnar á ekki hvað minnstan þátt í að sýningin heppn- ast, hann nýtir sér út í æsar en mjög agað þá kaldhæðni sem hlut- verkið býður upp á og fer aldrei yfir strikið í skopinu. Framsögnin var til fyrirmyndar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilla, kona hans, var að mínum dómi of varfærin í fram- sögn og raddbeiting stundum vand- ræðaleg svo að fyndnin komst ekki almennilega frá henni. Róbert Arn- finnsson hafði tök á Karli gamla, gamalmannsfasið og hæfilegt elli- rugl — sem er kannski plat og kannski ekki — hafði Róbert unnið ágætlega úr. Lilja Þórisdóttir var glanspían og fjársvikakvendið og náði manngerð- inni ágætlega. Jóhann Sigurðarson var Bergur, átti ýms fyndnustu til- svörin og skilaði þeim prýðilega. Svipbrigði og hreyfingar góðar en fullmikill gassagangur þegar hann óttast til hvaða ráða bróðirinn grípi. Það virðist vera leikstjórnaratriði og þetta er uppi á teningnum hjá Birni Karlssyni í hlutverki Guð- bjarts. Björn hafði að mörgu leyti eðlilegar sviðshreyfmgar en mímik og framsögn var ekki í takt við þá Jóhann og Arnar. Sigurður Sigur- jónsson fór með hlutverk fímm Riv- ettibræðra og var eins og fiskur í vatni í hverri rullu. Anna Kristín Arngrímsdóttir dró upp hæfilega hallærislega og álkulega mynd af Herborgu sem hin ófullnægða og taugaveiklaða eiginkona. Sólveig Arnarsdóttir átti eftirtektarverðan leik, náði angistinni sem reynt er að fela bak við töffheit og stæla, hugsaður og óþvingaður leikur. Gervi Gísla Rúnars Jónssonar í hlut- verki einkaspæjarans Kristmanns Meldals var við hæfí og hæfilega ýkt. Leikarinn gerði sér góðan mat úr hlutverkinu. Margrét Guðmunds- dóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir munu skiptast á að leika Huldu. Hlutverkið er ekki fyrirferðarmikið en leikstjóri hefði mátt sinna því betur og gera hlut Margrétar meiri. Olafur Guðmundsson og Helga Braga Jónsdóttir sem eru bæði ný- útskrifuð úr leiklistarskólanum voru í hlutverkum ungu hjónanna. Ólafur er gerður einum of mikill bjálfi og látinn vera full Ieiðinlegur. Þýðing og staðfærsla hefur tekist í öllum meginatriðum, en nafnið á leikritinu alveg ómögulegt og hefði átt að koma til girnilegri titill enda enska merkingin margræðnari en þessi hráa þýðing. Sýningin er í heild fjörug og skemmtileg, rennur fyrirhafnar- laust og léttilega og á frumsýningu virtust áhorfendur skemmta sér vel. Það var ágætt að leyfa Andr- ési Sigurvinssyni að spreyta sig, hann hefur gert margt gott á síðustu árum og sjálfsagt að stærri leikhúsin nýti sér krafta hans. Ég get ímyndað mér að þessi sýning muni lifa góðu lífi á fjölunum - úrvalsliðið er á svæðinu og á góðan leik. LOKAÐ FRA KL. vegna námstefnu um húsbréf 9-13 1 DAG FÉLAG I^ASTEIGNASALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.