Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 42
42^ MORGUNBLAÐIÐ iÞRIÐJUDAGUR. 14.1 NÓVEMBER 1989 Minning: Sigríður Sigurveig Sigurðardóttir Fædd 31. maí 1903 Dáin 5. nóvember 1989 • Sigríður Sigurveig, sem hér er minnst, var Austfirðingur að ætt, fædd að Brekku í Fljótsdal, dóttir Sigríðar Þorsteinsdóttur og Sigurð- ar Brynjólfssonar. Föður sinn missti Sigríður á fyrsta ári, en móðir henn- ar giftist aftur Tiyggva Ólafssyni og bjuggu þau á Víðivöllum fremri í Fljótsdal, uns fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1929. Bræður Sigríðar sammæðra voru Ólafur, læknir í Reykjavík, Sigurður, sem er látinn fyrir nokkrum árum og var símstöðvarstjóri á Hvamms- tanga og Gunnar, sem dó ungur. Sigríður nam í Alþýðuskólanum á Eiðum 1920-1922, en fór seinna í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1934. Hún vann m.a. vegna veikinda móður sinnar mikið á heimili foreldra sinna, en einnig utan þess, t.d. árin 1934 til 1936, við stundakennslu og smábarna- kennslu. Árið 1935 giftist Sigríður Jóni Sigurðssyni frá Stafholti í Borgar- firði. Þau fluttu til Borgarness árið 1937 og bjuggu þar síðan, en Jón vann þar við kjötverslun og síðar kjötvinnslu Kaupfélagsins. Böm þeirra eru Þorvaldur, skipamiðlari, býr á Seltjarnarnesi, Elsa Sigríður, kennari í Reykjavík, Vignir Gísli, framkvæmdastjóri á Akranesi og Gunnar skipaafgreiðsiumaður, Isafirði. Bömin eru öll í hjúskap, bamabörnin eru þrettán og barna- barnabörnin fimm. Þegar ég kynntist Sigríði og Jóni, vegna vinskapar við Elsu Sigríði, dóttur þeirra, var Sigríður sjötug. Hún var þá hraust eins og lengst af og átti mörg góð ár eftir. Annað- ist hún heimili þeirra Jóns af kost- gæfni. Saumar og pijón voru aðal- aukastörfin, sem hún naut og margs annars, svo sem að vinna í garðinum, lesa bækur, ferðast og taka í spil. En það vom hátíðar- Minning: Haraldur Hannes- son hagfræðingur Það þóttu mér váleg tíðindi er ég frétti á ferðalagi erlendis að kunningi minn, Haraldur Hannes- son, væri látinn. Rétt fyrir brottför mína áttum við samræður um rituð gögn, sem hann ætlaði að senda mér, en þegar hann vissi að ég yrði fjarverandi um hríð, sagðist hann mundu bíða með þau þar til ég kæmi aftur. Þá gmnaði mig síst, að fundum okkar myndi ekki bera saman aftur í þessu lífi, svo hress virtist mér hann vera. En hér fór eins og oft vill verða að skjótt skip- ast veður í lofti og forlögin höguðu því svo, að endurfundimir urðu út- för Haralds, daginn eftir heimkomu mína. Kynni mín af þessum sérstaka manni vom að vísu ekki mjög náin, en þó þannig vaxin, að ég væri ekki sáttur við sjálfan mig ef ég færði honum ekki að leiðarlokum þökk fyrir þau samskipti, sem við áttum, en þau snertu að mestu leyti aðeins einn þátt í lífsstarfi Haralds, þann sem ofinn var um prestinn og rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna. Sú rækt, sem hann lagði við þennan alkunna mann og öll sú vinna, sem hann innti af hendi til að halda uppi minningu hans og safna gögnum um líf hans og störf, virðist mér svo frábær og með þeim ágætum, að slíks muni fá dæmi og verði seint fullþökkuð. Það er Nonna að þakka að ég fékk að kynnast Haraldi. Móðir mín var allnáinn ættingi Nonna og stundir þegar gesti bar að, sérstak- lega yngsta fólki. Finnst mér að enginn, sem ég þekki í seinni tíð, hafi heilsað fólki betur og kvatt, en Sigríður. Frekari kynni við Sigríði voru skemmtileg og góð. Hún var róleg og hlý, lesin og fróð og fylgdist vel með án þess að vera hnýsin um hag .annarra eða láta fréttir og dægur- mál stjórna. Sigríður var dugleg og úrræðagóð, t.d. við vandasama sauma eða pijón, og afar hjálpsöm. Hún lét sig mjög varða ættingja og vini en einnig annað fólk. Jafnað- ar- og samvinnuhugsjónin var henni töm og hún brá sér í fyrsta maí göngur, þegar henni þótti nokkuð liggja i við í baráttumálum verka- fólks. En hjartans mál hennar vorú börn og blóm, t.d. bláklukka og eyrarrós, voru mikið aðdáunarefni. Þegar alvarleg veikindi sóttu að tengdamóður minni á árinu 1988 var kjarkur hennar eftirtektarverð- ur og æðruleysi síðasta sumarið og haustið þegar mál og mátt þraut og kveðjustund nálgaðist. Þá naut hún þeirrar ástar og umhyggju eig- inmanns og íjölskyldu, sem hún hafði svo ríkulega veitt. Ég á Sigríði margt að þakka, en mér er hugstæðust sú vissa að ég og fjölskylda mín gat leitað upplyft- ingar og hvíldar á heimili hennar og Jóns í Borgamesi. Á kveðjustund votta ég aðstand- endum Sigríðar samúð og bið henni blessunar. Tómas Gunnarsson vegna þess hafði Haraldur samband við foreldra mína um ættir hans í Þingeyjarsýslum, og þegar foreidra minna naut ekki lengur við héldum við Haraldur sambandi okkar í milli um ýmislegt það er Nonna snerti, ekki síst varðandi þýðingu Haralds á ævisögu langafa míns, Voga- Jóns, sem var móðurbróðir Nonna. Fórum við saman eina ferð í Mý- vatnssveit og víðar af þessu tilefni, og fyrir tveim árum ætluðum við í ferð um Þingeyjarsýslurtil að kynn- ast æskustöðvum foreldra Nonna. Var Haraldur kominn til Akureyrar en veiktist þá skyndilega, svo að ekki varð úr þeirri ferð. En í síðasta samtali okkar áformuðum við að ferðin yrði farin á vori komanda, en þá fór sem fór. Éins og ég sagði hér að framan er það aðeins einn þátturinn af hinu mikla lífsstarfi Haralds, sem ég drep hér á í fáum, fátæklegum orð- um, aðrir hafa rakið önnur störf hans og æviferil rækilega. En það sem liggur mér þyngst á hjarta er það að færa Haraldi alúðarþökk fyrir það mikilvæga starf, sem hann hefur unnið til þess að varðveita minninguna um Nonna, ævi hans og störf, og vona ég að þar tali ég fyrir munn allra ættingja og aðdá- enda hins vinsæla og víðfræga rit- höfundar. Að lokum votta ég ekkju og öðr- um eftirlifandi ástvinum Haralds dýpstu sámúð. Blessuð sé minning hans. Gísli Konráðsson Vetrarmáltíð Þegar fyrsti snjórinn féll í Reykjavík um daginn og ég kom út um morguninn á leið til vinnu, var allt mjallahvítt og fallegt yfir að líta. Lítill nágrannadrengur kom út um dyrnar heima hjá sér á leið í leikskólann. Hann leit í kringum sig og andlitið ljómaði eins og sól í heiði, þegar hann sagði með tilfinningu: „Loksins er snjórinn kominn.“ En sólskinsbrosið náði þó ekki að bræða snjóinn af bílrúðum föðurins, sem stóð og þurrkaði af þeim með berum lúkunum, og andlit hans ljómaði ekki. Kannski hefur hann hugsað: „Ég sem ætlaði að setja nagladekk undir í síðustu viku.“ Þegar þetta er skrifað, er snjórinn farinn og nagladekkin væntanlega komin undir bíl nágrannans og litli sonurinn má enn um stund hlakka til þess að snjórinn komi „til að vera“. Nú þegar vetur er genginn í garð, a.m.k. á almanakinu, ættum við að borða eitthvað hollt, og hvað er betra en nýbakað brauð og nýveidd glóðarsteikt síld? Við hugsum ekki um beinin, við tyggjum þau bara með eins og góðum íslendingum sæmir. Næsta uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir sjávarréttir, en nú breyti ég til og glóðarsteiki fiskinn í stað þess að steikja á pönnu. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Glóðarsteikt fersk síld 8 fersk síldarflök 1 tsk. salt nýmalaður pipar '/> dós hrein jógúrt 1 dl rúgmjöl 1 dl sesamfræ 1. Roðdragið og beinhreinsið flökin. Stráið á þau salti og pipar og látið standa í 10 mínútur. 2. Setjið jógúrt á einn disk, blandið saman rúgmjöli og sesam- fræi og setjið á annan. 3. Veltið síldarflökunum upp úr jógúrtinni, síðan úr rúg- ntj'öls/sesamfræblöndunni. 4. Hitið glóðarristina á baka- rofninum. Leggið síldina á grind og glóðið á fyrri hliðinni í 5-6 mínútur, snúið henni síðan við og glóðið á hinní hliðinni í 3-4 mínút- ur. Hafið síldina nálægt glóðinni. Meðlæti: Soðnar kartöflur, sítrónubátar og steinselja. Rrauð bakaðí blómsturpottí 9 dl hveiti 3 dl heilhveiti 2 dl hveitiklíð 1 msk. púðursykur 1 tsk. salt 1 msk. fínt þurrger 2 msk. matarolía rúmlega 3 dl maltöl eða 1 flaska 2 dl vel heitt vatn úr krananum eggjarauða + örlítið vatn til að pensla brauðið með 1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, púðursykur og salt í skál. 2. Blandið saman maltöli og heitu vatni. Þetta á að vera fing- urvolgt. Setjið matarolíu saman við. 3. Hellið vökvanum í hrærivél- arskál eða aðra skál, setjið helm- ing mjölblöndunnar út í ásamt öllu gerinu, hrærið saman og bætið hinu mjölinu saman við. Gætið þess að deigið verði ekki þurrt, skiljið frekar mjöl eftir. 4. Látið stykki eða filmu yfir skálina og látið deigið lyfta sér á volgum stað í 40 mínútur eða lengur. Hægt er að setja volgt vatn í eldhúsvaskinn og láta skál- ina ofan í. 5. Fóðrið leirblómsturpott að innan með bökunarpappír, smyrjið síðan pappírinn. 6. Takið deigið úr skálinni, setj- ið öriítið hveiti á borðið og hnoðið deigið lauslega, fletjið síðan þykkt út með kökukefli, vefjið saman • ' -a 1 ^ 1 .==——j og stingið á endann ofan í blómst- urpottinn. Þrýstið örlítið ofan á. Brauðið á nú næstum að fylla blómsturpottinn. 7. Leggið stykki eða filmuna aftur yfir brauðið og látið lyfta sér á volgum stað í 30 mínútur eða lengur. Hægt er að setja heitt vatn í eldhúsvaskinn, grind milli barmanna og pottinn þar ofan á. 8. Hitið bakarofn í 190°C, blástursofn í 170°C. 9. Takið stykkið af brauðinu, blandið örlitlu vatni út í eggja- rauðuna og penslið brauðið vel með blöndunni. Gott er að dýfa eldhúspappír í rauðuna og pensla með honum. 10. Setjið pottinn með brauðinu örlítið neðan við miðju í ofninn og bakið í 60 mínútur. 11. Gott getur verið að auka hitann um 10°, þegar brauðið er hálfbakað. 12. Leggið stykki ofan á brauð- ið þegar þið hafið tekið það úr ofninum og látið standa þannig í 15 mínútur. Hvolfið þá úr pottin- um og fjarlægið bökunarpappír- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.