Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1'4. NÓVEMBER 1989 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 69110Ó. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Austur-evropskt efiiahagsástand að árar illa í íslenzkum efnahagsbúskap. Því valda bæði ytri aðstæður og heimatil- búinn vandi, sem rætur rekur til rangrar efnahagsstefnu og mis- heppnaðrar hagstjórnar. Versn- andi atvinnuhorfur, rýrnandi kaupmáttur, hrina gjaldþrota — sem á sér enga hliðstæðu síðustu áratugi — og 5.500 milljóna króna ríkissjóðshalli — í kjölfar verulegra skattahækkana — sýna dapurlegan veruleikann í þessum efnum. Könnun Félagsvísindastofn- unar sýnir að umtalsvert lægra hlutfall íslendinga á vinnualdri hefur verk að vinna í þjóðarbú- skapnum nú en á liðnu ári, eða 78% 1989 á móti 81-83% 1988. Könnunin leiðir jafnframt í ljós að fjöldskyldutekjur höfðu skroppið saman um 6% og ein- staklingstekjur um 9% í október- mánuði síðastliðnum_ miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðan er samdráttur í umsvifum og at- vinnu. Á sama tíma hefur kaup- máttur launa dregizt saman umfram samdrátt í þjóðartekj- um. Fréttafrásögn Morgunblaðs- ins um sl. mánaðamót leiddi í ljós að yfir fjörutíu fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins höfðu orðið gjaldþrota það sem af var árinu. Þijátíu fyrirtæki að auki höfðu fengið úrskurð um greiðslustöðvun. Kröfur í gjald- þrota fyrirtæki og skuldir fyrir- tækja í greiðslustöðvun námu milljörðum króna. Fyrstu tíu mánuði ársins lauk skiptum í þrotabúum 228 ein- staklinga og 83 félaga á höfuð- borgarsvæðinu. 1.200 m.kr. vantaði upp á að þessi þrotabú ættu fyrir skuldum. 47 fyrirtæki að auki eru nú í gjaldþrotaskipt- um og nema_ skuldir þeirra um 7.500 m.kr. Árið 1989 er metár í gjaldþrotum á höfuðborgar- svæðinu. Engum blandast hugur um að rekstrarlegt umhverfi fyrir- tækja og atvinnugreina hefur ekki verið jafn óhagstætt og nú í áratugi. Trúlega þarf að fara aftúr til sjötta áratugarins, þeg- ar síldarstofninn hrundi, til að finna hliðstæðu að þessu leyti. Þá var gripið til hagkerfísbreyt- ingar, svonefndrar viðreisnar, þ.e. atvinnulífið var leyst úr fjötrum hafta og miðstýringar, til að stuðla að grósku í þjóðar- búskapnum, atvinnuöryggi og vexti þjóðartekna. í hönd fór meira en áratugar stöðugleiki í verðlagi og atvinnu- og efna- hagslífi. Þær miðstýringar-, milli- færslu- og fjármagnsskömmtun- arleiðir, sem tvær síðustu „fé- lagshyggjustjórnir“ hafa fetað, minna um sitt hvað á A-Evr- ópska hagstjórn, sem ekki þykir fýsileg til eftirbreytni. Efna- hagsástand okkar og þjóðarbú- skapur bera merki þessa. Mál er að linni. Það er tímabært að hyggja að nýju að fijáslyndum, víðsýnum umbótaleiðum, ef ætl- unin er að rétta úr lífskjarakútn- um og laga þjóðarbúskap okkar að þeim viðskipta- og efnahags- lega veruleika, sem fyrirsjáan- legur er í Evrópu á næsta ára- tug. Sótt á fjar- lægari mið Sjávarútvegur okkar er um flest til fyrirmyndar, þó að enn megi færa sitt hvað til betri vegar, m.a. að laga veiðiflota okkar og veiðisókn betur að veiðiþoli helztu nytjastofna. Það er reyndar brýnt ef marka má fiskifræðilegar niðurstöður um ástand þeirra. íslenzk þekking, tækni og framtak í veiðum og vinnslu hafa oftlega vakið athygli hjá öðrum fiskveiðiþjóðum. Framtak íslenzka úthafsútgerðarfélags- ins hf., sem frá var sagt í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins, hefur vakið athygli, en það hyggst senda verksmiðjuskip, Andra I, á mið við Aleuta-eyjar við Alaska. Ekki stendur til að stunda veiðar á þessum fjarlægu miðum heldur hefur verið gerður samningur um að vinna afla úr öðrum veiðiskipum, allt að 18.000 tonn af þorski upp úr sjó á ári, en skipið hefur 100 tonna frystigetu á sólarhring. Áætluð nýting fullkomins vinnslubúnað- ar eru 20 tímar á sólarhring 22 daga í mánuði hveijum. Unnið verður á 6 tíma vöktum allan sólarhringinn. Hver áhöfn vinnur þijá mánuði samfleytt en á síðan frí í hálfan annan mánuð. Framtak þetta sýnir að íslenzkir útgerðaraðilar eru ekki af baki dottnir, þótt syrt hafi í álinn heima fyrir um sinn. Hvat- inn, sem að baki býr framtaki sem þessu, hefur verið og er bakfiskurinn í íslenzkri velferð fyrr og síðar. Það kann hinsveg- ar ekki góðri lukku að stýra þegar sjálfsbjargarhvati þjóðar- innar er lagður í „félagshyggju- ijötra“. Hrun Berlínarmúrsins eftirBjörn Bjarnason Fyrirheitið um.að sé fólki veitt frelsi kjósi það meira frelsi hefur verið að rætast í Austur-Evrópu. Hrun Berlínarmúrsins er skýrasta dæmið. Valdhafar Austur-Þýska- lands voru komnir upp að vegg í bókstaflegum skilningi vegna þrýstings frá almenningi. Laugar- daginn 4. nóvember voru milljón manns á útifundi í Austur-Berlín. Hundruð þúsundir manna höfðu þá oftar en einu sinni mótmælt í Leipz- ig og Dresden. í hvoragri borginni lyftu ráðamenn litla fingri til að vetja stefnu kommúnistaflokksins og stjórnarinnar. Egon Krenz flokksleiðtogi fór til Moskvu og fékk staðfestingu á því, að undir forystu Mikhaíls Gorbatsjovs mætti hvert fylgiríki Kremlveija fara sína leið. Tveimur sólarhringum eftir að hald- ið var upp á 72 ára afmæli október- byltingar kommúnista í Sovétríkj- unum, tóku þúsundir manna að streyma yfir smánarmúrinn í Berlín. Til að losna undan óbærileg- um þrýstingi lét austur-þýska ríkis- stjórnin ijúfa skörð í múrinn og er talið að um síðustu helgi hafi millj- ónir íbúa Austur-Þýskalands notað tækifærið og skroppið yfir til Vest- pr-Þýskalands. Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, ávarpaði mannfjöldann í Vestur-Berlín á föstudag og sagði: Við erum ein þjóð. Austur-þýsk stjórnvöld leggja hins vegar áherslu á að þýsku ríkin séu tvö. Á afmælisdegi byltingarinnar í Moskvu 7. nóvember síðastliðinn var efnt til göngu annars staðar en á Rauða torginu. Þar hittust þeir sem vilja ekki lúta forsjá marx- istanna sem tróna enn á grafhýsi Leníns og á einu spjaldinu stóð: Öreigar allra landa — afsakið! Við eigum enn eftir að kynnast því, hvort þessi útgáfa á slagorði komm- únistaávarpsins á eftir að hljóma jafn hátt og vera sett fram af jafn miklum krafti og hvatningin um að öreigar allra landa sameinist. Eins og það var orðað í ítarlegri úttekt hér í blaðinu á málefnum Austur- Þýskalands fyrir fáeinum vikum, þá er kommúnisminn eða sósíalism- inn erfiðasta og blóðugasta leiðin, sem menn hafa getað válið sér frá kapítalisma til kapítalisma. Að kenna þessar hörmungar við vísindi er ekki annað en lítilsvirðing við vísindin. Bandaríski dálkahöfund- urinn George F. Will sagði í ný- legri grein: „Nú kunna að vera fleiri marxistar í Hai-vard-þáskóla- heldur en í Austur-Evrópu. Á einum mánuði hefur Kommúnistaflokkur Ungveijalands tapað meira en 95% af félögum sínum. Þegar hann breytti um nafn og lagði niður kommúnisma en tók upp sósíalisma í staðinn voru flokksmenn beðnir að skrá sig að nýju. Það voru mik- il mistök. Embættismaður fiokks- ins, sem vill af skiljanlegum ástæð- um ekki láta nafns síns getið, segir að vandinn felist í því að menn verði að gera upp hug sinn og skipta á flokksskírteinum. „Við vorum of eftirlátssamir með því að gera þeim kleift að hverfa á brott með sóma og hreinni samvisku." Að hugsa sér annað eins. Löngum hefur verið sagt, að í Austur-Þýskalandi hafi tekist að skapa bærilegustu lífskjörin í nokkru kommúnistalandi. Eigi það ekki sist rætur að rekja til dugnað- ar þýzku þjóðarinnar, aga hennar, samviskusemi og skyldurækni. Minnumst þess að mótmælin und- anfarnar vikur hafa verið á kvöldin og um helgar, þegar fólk hefur verið í fríi frá vinnu. Banvæn efna- hagsleg áhrif marxismans voru minnst í Austur-Þýskalandi vegna þess að þjóðin hafði mest mótstöðu- afl. Hún varð einnig fyrir mestri áreitni að vestan vegna skyldleikans við hinn hluta þjóðarinnar vestan múrsins. Auglýsingar í vestur- þýsku sjónvarpsstöðvunum voni áhrifamikil áminning um hin bágu lífskjör í efnaðasta ríki kommún- ismans. Breytingarnar í Sovétríkjunum eiga rætur að rekja til ákvarðana á toppnum. Án Gorbatsjovs og til- rauna hans til að bjarga Sovétríkj- unum frá hruni hefði þróunin ekki orðið eins ör og raun ber vitni. Hins vegar er það fólkið sjálft, alþýðan, sem knýr á um róttækar breytingar í Póllandi, Ungveijalandi og nú síðast Austur-Þýskalandi. Ríkin bera þá fyrst nafn með rentu sem alþýðulýðveldi, þegar þau eru að losna undan oki kommúnistans og kasta af sér hlekkjunum eins og Ungveijar gerðu með því að leggja niður alþýðulýðveldið og stofna þess í stað lýðveldi. Friðsamleg bylting? Sagan geymir ekki mörg dæmi um að byltingar hafi orðið án blóðs- úthellinga. Forsenda fyrir því að til átaka komi er að einhver sé tilbúinn til að veija með valdi kerfið sem verið er að bylta. Hingað til hefur valdi verið beitt í Austur-Evrópu til varnar kommúnismanum: Austur- Berlín 1953, Ungveijaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968. í öllum tilvik- um var erlendu hervaldi beitt gegn þjóðunum: Sovétstjórnin lét að sér kveða ein eða með öðrum. 250-300 þúsund sovéskir hermenn eru í Austur-Þýskalandi, þeir eru ekki á förum þaðan. Innan Póllands, Ungveijalands og Austur-Þýskalands gera gömlu valdhafarnir ekki einu sinni tilraun til að veita mótspyrnu í nafni kommúnismans. Þvert á móti flýta þeir sér sem mest þeir mega að skipta um nafn og númer. í Kreml hefur Sinatra tekið við af Brez- hnev. Nú er ekki talað um rétt sov- éska hersins til að veija „ávinning" sósíalismans eins og gert var í Tékkóslóvakíu 1968 með því að senda skriðdreka inn í Prag. Nú eiga allir að fara sína leið söngl- andi lagið sem Frank Sinatra kynnti heimsbyggðinni. I sjónvarpi í Leníngrad er birt viðtal við Álex- ander Dubcek, föður „vorsins í Prag“, sem fær ekki enn að koma fram í sjónvarpi í Tékkóslóvakíu. BBC skýrir frá því að flokksbroddar í austur-þýskum sveitarfélögum „Potsdamer Platz“, sem var hjarta hafi stytt sér aldur vegna þunga almenningsálitsins. Er nema von, að við veltum því fyrir okkur, hvort þetta allt sé ekki of ótrúlegt til að vera satt? Reynsl- an kennir okkur að óttast óvænta valdbeitingu til að kæfa frelsið, þar sem það brýst. nú út af mestum krafti í Evrópu. Eins og málum er nú háttað sýnast þeir sem vilja halda í kommúnismann í Póllandi, Ungveijalandi og Austur-Þýska- landi hafa misst af strætisvagnin- um. Ljúki valdabaráttunni sem nú fer fram á bakvið tjöldin í Moskvu á dramatískan hátt með falli Gorb- atsjovs, kann að verða hægt á þró- uninni alls staðar með handafli. Hún verður þó ekki stöðvuð. Nýir einræðisherrar í Kreml breyta ekki þeirri staðreynd að marxisminn og kommúnisminn er gjaldþrota. Hann hefur ekkert að bjóða annað en vald, örbirgð og blóðsúthellingar. Á vestrænum forsendum Breytingarnar í Evrópu eru að gerast á lýðræðislegum og vestræn- um forsendum en þó án þess að Vesturlönd eða við íbúar þeirra höfum gert annað en að sýna þjóð- unum í næsta nágrenni okkar, að aðrir stjórnarhættir en sósíalískir veita góð lífskjör og frelsi. Með samvinnu okkat' í öryggismálum og efnahagsmálum höfum við verið fyrirmynd og megum ekki bregðast þegar milljónir manna feta í fótspor okkar. Þvert á móti eigum við að veita aðstoð án þess að draga úr öryggiskennd okkar sjálfra eða annárra. Sameining Þýskalands er ekkert nýtt baráttumál. Vestræn ríki hafa staðið að baki stjórnvöldum í Bonn og kröfum þeirra um að íbúar á hinu gamla hernámssvæði Sov- étríkjanna, Austur-Þýskalandi, fái sjálfir að ákveða framtíð sína og stjórnarhætti í fijálsum kosningum. Stefna og störf Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Evrópubanda- lagsins (EB) hafa tekið mið af því að þetta kynni að gerast. Mörgum hefur þó þótt það of ótrúlegat til að vera raunhæft markmið. Sumir telja sameinað Þýskaland hættulegt vegna þess hve það yrði öflugt efna- hagslega og hve mikilvæga stöðu það fengi milli austurs og vesturs. Samvinna Frakka og Vestur-Þjóð- verja hefur orðið ákaflega náin á liðnum áram, þessara fornu óvina, einmitt til þess að hæfilegt jafn- vægi skapaðist í Evrópu. Stjórnvöld í Bonn hafa lagt höfuðáherslu á, að aukin tengsl við Austur-Þýska- land verði að treysta á öflugt Evr- ópubandalag og virkt varnarsam- starf innan NATO. Hinir sögulegu atburðir sem eru að gerast fyrir augum okkar með ótrúlegum hraða sýna okkur enn einu sinni, að erfitt er að rýna langt inn í framtíðina og sjá hvað hún ber í skauti sér. Hins vegar ætti að vera óþarfi fyrir þá sem trúa á frelsið og álíta að það haldist í hend- ur við friðinn að óttast þróunina í Þýskalandi eða annars staðar í Evrópu. Við skulum samfagna með þeim sem nú gleðjast mest yfir hruni Berlínarmúrsins, fólkinu, sem neyddi valdhafana til þess að bijóta skörð í hann. Fólkið hefur tekið af skarið og stjórnmálamennirnir verða að fylgja því eftir. Nú á eftir að koma í Ijós hvort Austur-Þjóð- veijar fá að ákveða framtíð sína í fijálsum kosningum. Gerist það þurfa aðrir að haga sér í samræmi við ákvörðun þeirra. Hjarta Berlínar slær á ný: Austur-þýskir bijóta hlið í Berlínarmúrinn við Berlínar fyrir heimstyijöldina síðari. Hvernig getur ríkið grætt á skattaiækkunum? eftir EyjólfKonráð Jónsson Eins og alkunna er eykst halli ríkissjóðs ár frá ári samhliða skatta- hækkunum. Raunar má segja ,að hækkun skatta og tap ríkisins hafi síðustu árin alveg haldist í hendur. Getur þá verið að veruleg lækkun skatta mundi leiða til bættra stöðu ríkisins? Barnið mundi spyija — mamma, af hveiju verður ríkið allt- af aumara þegar það tekur meira og meira frá okkur? Og móðirin mundi svara syni sínum, drengurinn minn þú er alltof ungur til að skilja þetta, farðu út að leika þér með hinum börnunum, þið skiljið þetta allt seinna, þegar þið eruð orðin stór. Mamma stynur og tautar „al- máttugur en sú mæða að eiga svona börn“. Um kvöldið þegar allt er orðið hljótt liggur hún andvaka í rúminu sínu. Hún er að hugsa um hvernig manninum muni líða við hliðina á henni, hvernig þeim muni takast að komast af út mánuðinn. Og ein- mitt núna hafði drengurinn rifið svona buxurnar og nýja jakkann sinn. Og svo er það þetta með hækkun skattanna sem Óli litli var að tala um og versnandi heilsu ríkis- „Væri því óeðlilegi að fara þveröfiiga leið; skerða skatta svo mikið að verðlag og þjónusta beinlínis lækkaði og verðbólgan gufaði upp?“ ins, skilur drengurinn ekki það sem allir mætustu menn landsins segja okkur kvölds og morgna að ríkið verður’að reka hallalaust alveg eins Eyjólfúr Konráð Jónsson og heimilið. Og hvar á ríkið að fá peninga ef ekki hjá okkur, og sér hann ekki fötin nafna síns? „Rétt- ast væri að flengja ræfilinn.“ En að öllu saklausu gamni slepptu horfa málin svona við mér: Skattar hafa í síbylju verið hækkað- ir. Þetta er gert til að bæta hag ríkissjóðs en hann versnar alltaf. Væri því óeðlilegt að fara þveröfuga leið; skerða skatta svo mikið að verðlag og þjónusta beinlínis lækk- aði og verðbólgan gufaði upp? Ná- kvæmlega þetta er það sem um er rætt og að er stefnt'nú í öllum hin- um vestræna heimi. Vitlausari er kenningin nú ekki. Hér á aftur á móti að knýja verð- bólguhjólið á áður óþekktan hraða ef undan eru skilin fyrstu ár þessar- ar áratugar og skerða kjörin meir en áður. Litlar vonir geri ég mér raunar um að þessi líka ríkissjórn rati á réttar brautir, þ.e. að lækka skatta svo rækilega að þeir verði í engu hærri en í nágrannalöndunum. Höíundur er einn afþingmönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Frá ráðsteftiu um fiskveiðisljórnun, sem haldin var á vegum Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands í gær.í fremstu röð frá hægri eru Þorkell Helgason, Rögnvaldur Hannesson og Gísli Pálsson. Ráðstefiia um fiskveiðistjórnun: Skattleggja má fiskveiði- rentu er skipum fækkar - segir Rögnvaldur Hannesson prófessor „ÉG FÆ ekki séð að skattur á aflakvóta liafi nokkur óhagkvæmnis- áhrif en þegar fiskiskipum fækkar er fyrst hægt að tala um að leggja skatt á fiskveiðirentu," sagði Rögnvaldur Hannesson prófessor á ráðsteftiu um fiskveiðistjórnun, sem Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands stóð fyrir í Norræna húsinu í gær. Á ráðstefnunni flutti Rögn- valdur fyrirlestur um fiskveiðirentu og auðlindaskatt, Gísli Pálsson dósent fjallaði hins vegar um fiskveiðistefiiu og félagslega ábyrgð og Þorkell Helgason prófessor ræddi um fiskveiðistjórnun. Rögnvaldur Hannesson-prófessor sagði á ráðstefnunni að nýta þurfi auðlindir þjóðfélagsins sem best og því þyrfti að stjórna fiskveiðum. Hann sagði að ef skipum Jjölgaði minnkaði afli hvers skips þegar til lengri tíma væri litið. Einnig gæti heildaraflinn minnkað ef skipum fjölgaði. „Ef skipum fækkar eykst aflaverðmætið þegar til lengri tíma er litið. Ef skipin eru hæfilega mörg skapast umframarður, auðlindar- enta, af útgerð þeirra, það er að segja verðmæti aflans er meira en kostnaðurinn við útgerðina." Rögnvaldur sagði að hægt væri að leggja gjald á þessa fiskveiði- rentu. „Hver fær rentuna af fisk- veiðunum? Það fer eftir því hvort kvótarnir eru gefnir eða seldir. Auðlindarentan gæti hugsanlega öll runnið til hins opinbera ef veiðileyf- in eru seld,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði að fiskveiðirentan kæmi i rauninni fyrst fram þegar skipum fækkaði. „Auðlindarentan eyðist núna í óþarfa kostnað. Þegar skip- um fækkar er fyrst hægt að tala um að leggja skatt á auðlindarent- una og gera verður ráð fyrir að það taki þó nokkurn tíma að mynda þessa rentu,“ sagði Rögnvaldur. Hann sagði að langtímakvóta- kerfi gæti fækkað skipum og ekki væri nauðsynlegt að leggja á auð- lindaskatt til að fækka þeim. „Ég fæ hins vegar ekki séð að skattur á aflakvóta hafi nokkur óhag- kvæmnisáhrif." Rögnvaldur sagði að til dæmis væri hægt að selja eða leigja út aflakvóta til langs tíma með uppboði. Þessi aðferð væri til dæmis notuð erlendis þegar tilboð væru fengin í boranir eftir olíu. Hann sagði að útgerðir færu varla að greiða meira fyrir aflakvóta en þau teldu sig færar um að gera. Hins vegar væri hugsanlegt að menn gæfu upp minni greiðslugetu en þeir hefðu. Rögnvaldur sagði að aflakvótar gengju kaupum og sölum, þannig að einhver auðlindarenta hlyti nú þegar að vera í sjávarútveginum. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt til um hversu mikil þessi renta yrði í framtíðinni. „Ef aflakvótamir eru seldir til mjög langs tíma fæst einungis brot af auðlindarentunni og verðmæti slíkra langtímakvóta yrði væntan- lega mjög hátt, þannig að erfitt gæti orðið fyrir útgerðarfyrirtæki að fjármagna kaupin. Hin aðferðin er að sú að leggja á árlegan skatt eftir ákvörðun stjórnvalda hveiju sinni. Greiðslugetu útgerðarfyrir- tækja gæti hins vegar verið ofboðið ef skatturinn yrði mjög hár en auð- velt ætti að vera að breyta þessum skatti frá ári til árs.“ Rögnvaldur sagði að það gæti aftur á móti vald- ið óvissu um hveijar framtíðartekj- urnar yrðu af því að festa fé í skipa- kaupum. „Kvótaskattur, sem hindrar ekki endumýjun skipa, ætti hins vegar ekki að hafa nein óhagkvæmnis- áhrif.“ Hann sagði að hægt væri að nota hluta af auðiindaskattinum til að jafna tekjusveiflur í sjávarút- vegi með því að stofna sveiflujöfn- unarsjóð. Auðlindaskatturinn gæti orðið verulega hár og sumir óttuð- ust ef til vill að hann leiddi til auk- ins sukks í opinberum rekstri. „Ég heid að menn ættu að hug- teiða í fullri alvöru að selja erlendum aðilum aflakvóta. Á þann hátt er einnig hægt að fá auðlindarentuna og koma til móts við óskir Evrópu- bandalagsins um fiskveiðiheimildir í íslenskri lögsögu,“ sagði Rögn- valdur Hanpesson. Forréttindi hand- hafa veiðileyfa Gísli Pálsson dósent sagði að það væri ekki nýjung að fólk takmark- aði aðgang að veiðisvæðum. Til að mynda hefðu fiskimið við Japans- strendur verið í einkaeign frá því í byijun 17. aldar. „Kvótakerfi af því tæi, sem við þekkjum best, eru hins vegar nýjung, enda byggð á þekk- ingu, sem aflað hefur verið á þess- ari öld á fiskistofnum og viðgangi þeirra. Á hinn bóginn hafa slík kerfi víða verið tekin í notkun á undanf- örnum ámm, meðal annars í Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.“ Gísli sagði að vanalega væri það yfirlýst markmið veiðistjórnunar að auka arðsemi og tryggja viðhald fiskistofna. Stundum markaðist fiskveiðistefnan þó einnig af öðmm sjónarmiðum. Það kynni til dæmis að vaka fyrir fylgismönnum kvóta- kerfa að hafa hömlur á samkeppni og standa vörð um hagsmuni ákveð- ins hóps sjómanna og útgerðar- manna. í nýlegum niðurstöðum rann- sókna á úthlutun veiðileyfa á Ný- fundnalandi segði til dæmis að yfir- lýstum hagrænum og vistfræðileg- um markmiðum hafi að nokkru leyti verið náð en svo virtist sem það hafi verið dulið markmið að hygla sumum hagsmunahópum á kostnað annarra. Handhafar veiðileyfa hefðu fengið umtalsverð forréttindi á silfurfati og úthlutun veiðileyfa hafi haft í för með sér aukið mis- rétti og ný félagsleg skil. Hópur leyfishafa hafi orðið að þröngri valdaklíku, sem í auknum mæli hasli sér völl á pólitískum vett- vangi. Veiðistefnan hafi því haft í för með sér róttækar breytingar á félagsskipan heilla sjávarþorpa. „Eins og kunnugt er hafa svipað- ar gagnrýnisraddir heyrst hérlendis. Tvennt er það einkum, sem menn hafa beint athyglinni að; annars vegar landfræðileg skil, tengsl þétt- býlis og dreifbýlis, og hins vegar félagsleg, tengsl ólíkra stétta eða þjóðfélagshópa," sagði Gísli Páls- son. Ekki aftur snúið með kvótakerfið Þorkell Helgason prófessor sagði að hér væru hugmyndir manna um stjórn fiskveiða mjög á reiki. „Nú er síðasta tækifærið til að móta varanlega fiskveiðistefnu en ég er þeirrar skoðunar að ekki verði aftur snúið með kvótakerfið,“ sagði Þor- kell Helgason. Hann sagði að aðal- markmiðið hlyti að vera að aflinn væri tekinn með sem minnstum til- kostnaði og auðlindir hafsins ski- luðu sem mestu í þjóðarbúið. Skiptar skoðanir um auðlindaskatt í pallborðsumræðum eftir fram- söguerindi, sem Páll Jensson próf- essor stjórnaði, tóku þátt Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri, Stef- án Guðmundsson alþingismaður, Unnur Steingrímsdóttir lífefna- fræðingur, Friðrik Sophusson al- þingismaður, Guðjón A. Kristjáns- son forseti Farmanna og fiski- mannasambandsins og Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri auk frummælenda. Ágúst Einarsson sagði meðal annars að sjávarútvegur á Islandi hefði sérstöðu fyrir að vera í nokk- uð góðu lagi miðað við önnur lönd. íslendingar hefðu náð ótrúlega góð- um árangri í fiskveiðistjórnun þótt flotinn væri að vísu enn of stór. Stefán Guðmundsson sagðist vera sammála þeirri fiskveiðistefnu sem hefði verið í gildi þótt sníða þyrfti af nokkra annarka og að því væri nú unnið. Hann sagði að enn hefði ekki komið fram aðferð sem væri betri en núverandi kvótakerfi. Unnur Steingrimsdóttir sagði að kvótakerfið væri tilraun sem að mörgu leyti hefði misheppnast. Enn væri umgengnin um fiskistofnana slæm og veitt væri lartgt yfir hag- kvæmnismörkum. Þar gæti auð- lindaskattur haft áhrif. Friðrik Sophusson sagðist telja að stjórnvöld hefðu ekki rætt sem skyldi um sölu veiðileyfa. Ástæðan væri augljóslega sú að stjórnvöld hefðu falið hagsmunaðailum að setja upp tillögur og stjórnmála- fíokkamir hefðu ekki viljað ganga gegn hagsmunum sjávarútvegsins. Friðrik sagði að verði núverandi kvótakerfi í gildi áfram, væri það forsenda fyrir árangri að horfið verði frá sóknarmarki og leyft frjálst framsal á kvóta. Guðjón A. Kristjánsson sagðist efast um að Islendingar væru reiðu- búnir að horfa eingöngu á hagræn sjónarmið við mörkun fiskveiði- stefnu, svo sem að heimilaðui' afli sé tekinn með sem minnstum til- kostnaði. Þar yrðu að. koma til mannleg og félagsleg sjónarmið. Finnbogi Jónsson sagði að há- skólamenn hefðu lagt mikla áherslu á að leggja þurfi auðlindaskatt á sjávarútveginn til að ná fram meiri hagkvæmni. Nú hefði annað komið fram hjá Rögnvaldi Hannessyni og sagðist Finnbogi fagna því. Finn- bogi sagðist telja að frjálst uppboð á kvóta gæti þvert á móti haft það í för með sér að skipum fækki ekki. Rögnvaldur Hannesson sagðist m.a. ekki þekkja annan stað en Nýja Sjáland þar sem betur væri haldið á stjórn fiskveiða en á ís- landi. Það sem vantaði í íslenska kerfið væri að koma á langtíma- aflakvótum svo fiskiskipum gæti fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.