Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 39
MOKGUNBLAÐJÐ ÞEIÐJUDAÍMBIM NÓYEMJBKIM989 LEERVOGSA Veiði frá 1984-1988 1. flokkur Slangn MeðaJveiði veiði Ijiildi sl. 5 ár pr. stöng Laxá í Leirársveit 7 1205 172 Grímsá og Tunguá (12) 9,5 1449 153 Þverá 14 1606 115 . Norðurá (15) 13 1179 91 Láxá í Dölum 7 1644 235 Miðfjarðará 10 1299 130 Vatnsdalsá (6) sií.st.) 8 1183 197(6) Hofsá (7) * - 6 1204 201 2. flokkur Stanga- Meðalveiði Veiði , fjöldi sl. 5 ár pr. stöng Leirvogsá 2,6 486 187 Andakílsá 2 138 69 Flókadalsá 3 323 108 Gljúfurá 3 156 52 Álftá 2 333 167 Hrútafjarðará og Síká (3) 2,35 376 160 Fnjóská 6 117 20(' Deildará 3 185 62 Breiðdalsá 8 136 17(' ('Sjóbleikja í verulegum mæli. eftirJónM. Guðmundsson Leirvogsá er nokkuð stór, sagði bóndinn við mig og í tilefni af því fór ég að inna eftir því hver staða laxveiðiárinnar væri um þessar mundir og ýmissa annarra frétta um hana. Stundum er til þess vitn- að á hátíðastundum að engin höf- uðborg í neinu landi í heimi geti státað af því að þijár laxveiðiár renni til sjávar á strandiengju þeirra eða nánast í höfn Reykjavíkur. Leirvogsá er ein þessara áa en hinar eru Úlfarsá og svo auðvitað Elliðaámar. Þess- ar ár renna til sjávar á höfuð- borgarsvæðinu og þykir hið merki- legasta fyrirbæri. A seinni árum hefir það svo komið til viðbótar að allnokkur ijöldi eldiskvía er úti fyrir strönd Reykjavíkur og vekur mikla furðu ókunnugra það stað- arval enda má búast við að veru- leg mengun sé á þessum stöðum og svo hitt hvort þetta samrýmist reglum um staðsetningu kvíanna. Leirvogsá er talin ein af þessum minni ám enda aðeins leyfðar tvær stengur í einu og svo hefir verið um langan tíma en lengd árinnar er 12 km, en frá ósi að ógengum Tröllafossi er vegalengdin 8 km. Eitt er víst að áin er þægileg á margan hátt og ávallt verið tölu- vert eftirsótt. Ekki verið mikið í fréttum en er þó ein af þeim ám sem eru einna hæstar í veiði á stöng eins og það er kallað, eins og meðfylgjandi skýrslur sýna. Árið 1940 var stofnað veiðifélag um Leirvogsá og aðilar að því fé- lagi eru nú eftirfarandi jarðir og jarðarpartar: Skeggjastaðir, Hrafnhólar, Minna-Mosfell, Þver- árkot, Norðurgröf, Mosfell, Hrísbrú, Varmadalur, Iæirvog- stunga, Fitjakot, Vogur og Leirar. Þá eru ennfremur þær jarðir sem liggja að sjó svo sem Víðines og Varmá, Lágafell í eigu Mosfells- bæjar og síðan Blikastaðir. Félag- ið hefir síðan þá séð um útleigu og ennfremur alla hirðingu og ræktun árinnar og undanfarin mörg ár hefir Stangaveiðifélag Reykjavíkur haft ána á leigu, mest fyrir félagsmenn sína. Stjórn veiðifélagsins hefir nú fengið um- boð félagsmanna til þess að sjá um útleigu beint til veiðimanna án milligöngu Stangaveiðifélags- ins og þurfa umsöknir um veiði- daga að hafa borist stjórn Veiðifé- lagsins fyrir 15. nóvember nk. í pósthólf 233 en formaður er Guð- mundur Magnússon í Leii’vogst- ungu. Verð á stöng er frá 8.000 krónum upp í 27.500 en daglegur veiðitími er 12 klukkustundir eða frá 7 til 13 og 15 til 21 og eins og áður segir, einungis tvær steng- ur og agnið annaðhvort fluga eða maðkur. Nánari upplýsingar veitir formaðurinn og meðstjómendur sem eru séra Birgir Ásgeirsson á Mosfelli og Bjarni Þorvarðarson á Bakka á Kjalarnesi. Það er t.d. skylda að mæta i veiðihúsi að lokn- um veiðidegi til þess að skrá veið- ina og gefa veiðiverði tækifæri til 1958- 1989 1958 215 laxar 1959 230 laxar 1960 259 laxar 1961 371 lax 1962 197 laxar 1963 166 laxar 1964 349 laxar 1965 270 laxar 1966 165 laxar 1967 411 laxar 2 stangir 1968 273 laxar 1953- 1973 1969 352 laxar 1970 508 laxar 1971 471 lax 1972 433 iaxar 1973 495 laxar 1974 332 laxar 3 stangir frá 1. ág.-14. ág. 1975 739 laxar 3 stangir frá 1. ág.-31. ág. 1976 544 laxar 3 stangir frá 16.júl.-31. ág. 1977 474 laxar 1978 468 laxar 1979 386 laxar 1980 1381axar 3 stangir 1977- 1986 1981 2161axai- 1982 322 laxar 1983 514 laxar 1984 321 lax 1985 439 laxar 1986 321 lax 1987 239 laxar 1988 1056 laxar 2 stangir 1987- 1989 1989 459 laxar - Alls: 12187 laxar Meðaltal í 32 ár: 380,8 laxar á ári. 1989 veiddust 459 laxar, þ.e. 229,5 á stöng. þess að ná hreistursýnum en veiði- vörður er nú eins og áður Skúli Skarphéðinsson. Hér er birt til gamans og fróð- leiks skýrsla um heildarveiði ásamt veiði á hverja stöng sli 32 ár en meðalveiði á stöng er auðvit- að raunhæfasta niðurstaðan um veiði í ánum. Árið 1988 var mjög gott í Leirvogsá eins og reyndar víðar og talið var að sumstaðar hefði eldislax sótt í laxveiðiár og þótti það sannað. Á sl. ári var veiði yfirleitt óvenju treg víðast hvar á landinu en aflatölur úr Leirvogsá voru hinsvegar mjög _ eðlilegar sé borið saman við meðal- tal síðustu rúmlega 32 ára. Við ádrátt í klak nú í haust reyndist mikill lax í Leii-vogsá og enginn eldislax kom fram og vonandi er þessi uppákoma með eldislaxinn að réna eitthvað en hinsvegar er ekki búið að greina þau hreistur- sýni sem tekin voru úr sumarveið- inni svo hlutur eldislax liggur ekki fyrir frá sumrinu. Síðan 1985 hefir Veiðimála- stofnun haft með höndum allvíð- tækar rannsóknir á laxastofni og seiðaframleiðslu árinnar og hefir þessi starfsemi reynst hin gagn- legasta og notuð í ýmsum tilgangi bæði af veiðiréttareigendum og stofnuninni: Annar veigamikill þáttur í töku hreistursýna af veiddum löxum og með greiningu á þeim er unnt að fylgjast með hvað mikið af löxum er af náttúru- legum uppruna eða fra klaki í eld- isstöð. Ennfremur hvað laxinn hefir verið mörg ár í fersku vatni og mörg ár í sjó og upplýsir það einnig um lausagöngu eldisfiska úr kvíum, enda þótt öruggast sé að greina slíkan fisk með skoðun á sliti í uggum, sem verður óhjá- kvæmilega með veru fisks í eldis- kvíum. Leirvogsá leynir nokkuð á sér og hefir ekki verið mikið kynnt í veiðihornum dagblaða eða annarra fjölmiðla en með skoðun á skýrsl- um í fréttinni má glöggt sjá at- hyglisverðar staðreyndir um fjölda laxa á stöng og eru það hinar raunverulegu óyggjandi stað- reyndir fyrir veiðimanninn sem hugsar sér til hreyfings og veiða næsta sumar. Höfundur er íréttaritari Morgunblaðsins í Mosfellsbæ. ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Gjáín milli fjár- laga og veruleika FRUMVARP TIL FJARAUKALAGA fyrirárið 1989: REKSTRARREIKNINGUR TEKJUR: 2.683,0 millj.kr. Fjármagnstekjur, vextir 45,3% GJ0LD: 8.172,7 millj.kr. GJOLD UM- FRAM TEKJUR 5.469,7 millj.kr. Fjárfesting 6,5% rafla 1: Vinstri helmingur töflunnar sýnir ivern veg 2.683 m.kr. tekjuauki ríkissjóðs 989 — umfram gárlagaáætlun - skiptist ilutfallslega á tekjupósta. Hægri helmingur ænnar sýnir hinsvegar hvem veg 8.172 a.kr. ríkissjóðsútgjöld 1989 — umfram Qár- agaheimildir — skiptist á höfuðpósta eyðsl- innar. Ríkissjóðsgjöld umfram ríkissjóðs-' ekjur 1989 stefna í tæpar 5.470 m.kr. af landsframleiðslu. Á verðlagi ársins 1989 mælist tekju- aukinn um 1.700 m.kr. frá fyrra ári, samkvæmt greinar- gerð ráðherra með frumvarpi að fjáraukalögum. II Heildarútgjöld ríkisins stefna í tæp- lega 85 milljarða króna á þessu ári eða rúmlega 8 millj- arða króna útgjöld umfram fjárlaga- heimildir. Forsendur gildandi fjárlaga í verðlags-, launa- og gengismálum entust ekki nema fyrsta ársljórðunginn. Þá sprungu þær, eins og frumvarp fjár- málaráðherrans að fjáraukalögum árs- ins vitnar glöggt um. Súlurit, sem fylgir, sýnir hverjar vóru fjárlagafor- sendur, sem fjár- lagasmiðir gáfu sér, Tafla 2: Gráu súlurnar sýna fjárlagaforsendur 1989, þ.e. þá þróun innan efhahagspósta sem fjárlagasmíðin var byggð á. Svörtu súl- umar sýna síðan raunbreytingu þeirra: orsakir þess að Qárlög ársins kolféllu. Frumvarp til Ijáraukalaga fyrir árið 1989, sem fjármála- ráðherra hefúr lagt fram, tíundar ríkissjóðstekjur þessa árs 2.683 m.kr. hærri en flárlög ársins standa til. Útgjöld ársins vaxa á hinn bóginn bæði tekjunum og fjár- lagaheimildum ársins langt yfir höfúð. Þau reynast rúmum 8.000 m.kr. hæri en fjárlög árs- ins standa til. Gjöld umfram tekjur verða trúlega 5.470 m.kr. — í stað 630 m.kr. áætl- aðs rekstrarafgangs. I Helztu frávik frá tekjuáætlun fjárlaga 1989 koma fram í sölu- skatti, tekjuskatti einstaklinga og launatengdum gjöldum. Tekju- aukinn skýrist m.a. af breyttum verðlags-, gengis- og Iaunafor- sendum. Vaxtatekjur, m.a. í tengslum við innheimtu skatt- skulda, fara og stórum fram úr áætlun. í heild reynast tekjurnar 2.683 m.kr. og 3,5% hærri en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Ymsir veltuskattar, svo sem innflutningsgjöld af bifreiðum, söluhagnaður áfengis- og tóbaks o.fl., skila hinsvegar minna í ríkis- sjóðinn en áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Að öllu samanlögðu er áætlað að tekjur ríkissjóðs hækki um 23,5% milli áranna 1988 og 1989, sem svarar til rúmlega 2% aukn- ingar að raungildi. Tekjur ríkis- sjóðs hækka einnig sem hlutfall og hver raunveruleikinn varð, samkvæmt endurskoðaðri áætlun. Frumvarp fjánnálaráðhera til breytinga á lánsfjárlögum 1989 felur síðan í sér heimild til að auka bæði innlendar og erlendar lántökur ársins, samtals um tæpa sjö milljarða króna. Auknar lán- tökur tengjast að sjálfsögðu ríkis- sjóðshallanum. Erlendar langtímaskuldir stefna í það að verða um 53% af landsframleiðslu í lok næsta fjár- lagaárs. Greiðslubyrði erlendra skulda hækkar trúlega í 20% af útflutningstekjum 1990. Útgjöld ríkissjóðs 1989, um- fram fjárlagaáætlanir, rekja ræt- ur til vaxtar í ríkisbúskapnum, verðlags- og launabreytinga og ákvarðana ríkisstjórnarinnar, sem m.a. tengjast kjarasamningúm og stöðu atvinnumála. III Fjármálaráðherra segir þijá milljarða af .þeim átta, sem ríkis- sjóðseyðslan 1989 fer fram úr fjárlögum, beina afleiðingu af verðlags- og launabreytingum. Sú launastefna, sem ríkisstjórnin mótaði í samningum við opinbera starfsmenn, og íþyngjandi skattar í verði vöru og þjónustu koma þar trúlega til sögunnar. Samningsbundnar greiðslur fara rúmlega 850 m.kr. fram úr fjárlagaheimildum. Þar vega út- flutningsbætur þyngst, en þær reynast 520 m.kr. hærri en ráð var fyrir gert. Sérstakar ákvarðanir í atvinnu- málum spanna 1.800 m.kr. af umframeyðslunni. Stærsti út- gjaldaaukinn þareru niðurgreiðsl- ur eða 870 m.kr. Skuldauppgjör sjúkratrygginga frá 1988 og fleiri eldri uppgjör fara 597 m.kr. fram úr áætlun. Rekstrarútgjöld [aukaútgjöldj reyndust 724 m.kr. Fyrirsjáanleg- ur hallarekstur stofnana tekur 800 m.kr. Frá þessari eyðsjlu — umfram fjárlagaheimildir -fi dragast 650 m.kr. í niðurskurði framkvæmda. Niðurstaðan vjerður sem fyrr seg- ir 8.153 m.kr. eyðsla umfram fjár- lög eins og Álþingi samþykkti þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.