Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 12
MPfiqUNBLAÐip ÞRlDJyDAGUR 14., NQV^EMpER 1989 ■ 12 N aumhy g'gj a Myndlistarmaðurinn Árni Páll hefur með sanni ýmislegt braliað í nýlistunum um dagana, — er hér ekki við eina fjölina felldur. Hann virðist ekki una vel við sama hlutinn né sömu liststefnuna, heldur tekur það upp hveiju sinni, sem hann álítur mest spennandi í list samtímans. Fram til 24. nóvember eru nokk- ur ný verkefni hans til sýnis í list- húsi Sævars Karls Ólasonar í Bankastræti 9. Blýantur og þurrkrít Myndlist Bragi Ásgeirsson I Gallerí Borg sýnir um þessar mundir Þórður Hall 26 teikningar unnar með blýanti og þurrkrít. Þórð þarf ekki að kynna enda löngu þekktur langt út fyrir land- steinana fyrir grafíkmyndir sínar. Hann er og ötull við að sýna á al- þjóðlegum liststefnum. Aðallega hefur Þórður haldið sig við grafíkina, en hann hefur einnig lagt rækt við málverkið og teikn- inguna. Hann hefur haldið a.m.k. eina málverkasýningu, og kemur nú fram á sjónvarsviðið með þessar teikningar sínar. Þær eru flestar nokkuð stórar, enda er það hefðin um þessar mundir, en þó teljast þær ekki í yfirstærð. Það vill svo skemmtilega til, að nú eru tvær sýningar á teikningum 1 gangi í miðbænum samtímis, sem verður að teljast all óvenjulegt, því að stundum hafa ár liðið á milli slíkra sýninga, þar sem uppistaðan hefur verið ný verk. Er því um upplagt tækifæri að ræða fyrir fólk að kynna sér nútímaviðhorf í þess- ari Iistgrein, sem því miður hefur ekki átt upp á pallborðið hjá íslend- ingum, ef frá eru skildar skopteikn- ingar. En hin æðri risslist er mikils metin víða í útlandinu, og sýningar á nýrri sem, eldri sýnishornum list- greinarinnar rata reglulega á virt- ustu listsöfn h'eimsins ... Þessar teikningar Þórðar Hall eru all frábrugðnar grafíkmyndum hans, formin stærri og heilli og mun minna >gert af því að hlaða myndflötinn smáatriðum. Og því einfaldari sem þær eru því betur komast þær til skila til skoðan- dans, jafnframt því sem þær eru einnig því snjallari. Satt að segja kann ég mun betur að meta svipmestu verkin á þess- ari sýningu en flest það, sem Þórð- ur hefur gert í grafík og málverki. Ég nefni hér helst myndir eins og „Vetrarsólhvörf" (3), „Á heitu sumarkvöldi“ (4), „Veðrabrigði" (9), „Jökulgil" (24) og „Hillingar“ (26). Allar þessar myndir eiu hrein- ar og ómengaðar svart-hvítar teikningar mjúkra blæbrigða og stórra foiTna. Ekki meðtek ég á sama hátt þær myndir, sem Þórður hefur bætt lit í, nema þegar hann gerir það á mjög fínan og varfærn- islegan hátt eins og í myndunum „Vornæðingur" (12), „Speglun" (14) og „Jökultunga" (17), og í þeim öllum vinnur örfínn liturinn með svart-hvítu blæbrigðunum, en er hann notar meira litamagn, vill það stinga í augun a.m.k. í fyrstu. En hér skiptir þó meginmáli, að listamaðurinn er ótvírætt í sókn í sínum svipmestu verkum. Er hér um að ræða nokkur smá- verk á gólfi og veggjum í anda þeirrar stefnu, sem nefnist „minim- alisrni" á útlensku, en hefur verið þýdd sem naumhyggja á íslenzku, sem hafnar öllum útúrdúium og krúsindúllum, en hefur einfaldleik- ann til vegs í sinni hreinustu, skýr- ustu og beinustu mynd. Hér er iðu- lega um að ræða hugmyndir, sem listamenn teikna en fagmenn út- færa á óaðfinnanlegan hátt, — eig- inlega 100% nákvæmni. Þessi tegund listar átti miklu fylgi að fagna fyrir nokkrum árum, en varð svo að víkja um stund fyr- ir háværari stefnum, t.d. litríkum risamálverkum. Á síðustu árum hefur stefnan aftur hafist til vegs og m.a. er-einn helsti forvígismaður hennar, Donaid Judd, meðal þekkt- ustu núlistamanna heimsins um þessar mundir. Það fer ekki mikið fyrir myndum Árna Páls í hinu litla en fagra list- húsi, en þær draga hins vegar fram hin sérstöku einkenni rýmisins, þannig að ýmislegt smálegt svo sem hnnglaga slökkvari svo og innstungur á veggjum verða sem hluti sýningarinnar og keppa við sjálf myndverkin. Jafnvel stendur maður sig að því að fara að skoða miðstöðvarofnana sérstaklega og yfirhöfuð allt herbergið og rýmið í hólf og gólf. Auðvitað er heiimikill tilgangur í þessu og hefði skoðendum verið gerður greiði með því, að eðli naumhyggju væri útskýrt í fáum dráttum í sýningarskrá. Þetta er sýning, sem þeir skoða, sem innvígðir eru í þessa tegund lista, en naumast miklu fleiri, enda helst til þess fallin að fara fyrir ofan garð og neðan hjá venjulegu fólki. Sjálfum finnst mér Árni Páll komast allvel frá sínum hlut, þótt myndverkunum svipi býsna mikið til þess, sem maður hefur séð áður innan liststefnunnar. Árni Páll myndlistar- maður. ■ ÞRIÐJJJ Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 í Norr- æna húsinu. Að þessu sinni kem- ur fram þver- flautuleikarinn Martiel Narde- au. Á Háskóla- tónleikum fýrir tveimur árum flutti Martiel sex af tólf fantasíum Telemanns fyrir einleiksflautu og nú flytur hann þar sex sem eftir eru. H ÞÓRÐUR S. Gunnarsson, hæstaréttarlögmaður, mun leggja fram fyrirmynd að dreifisamning- um fyrir inn- og útflytjendur á morgunverðarfundi Verslunarráðs Islands á morgun. Fundurinn verð- ur í Skálanum á Hótel Sögu og hefst.kl. 8. Ætlun Verslunarráðs er að styrkja samningsstöðu íslenskra fyrirtækja og treysta grundvöll viðskiptanna með þessum samningi. Fundurinn er öllum opinn en tilkynna þarf þátttöku í síma 83088. Morgunblaðið/Sverrir Jón Sigurður Loftsson í nýju versluninni. ■ RAFBÚÐ Vesturbæjar heitir ný raftækjaverslun í JL-húsinu. Kappkostað verður að hafa fjöl- breytt úrval af raftækjum, raf- búnaði, ljósaperum, ljósum og ýms- um smávörum. Aðaleigandi er Jón Sigurður Loftsson. ■ JÓN Sigurðsson og hljómsveit hans leika fyrir dansi á sunnudags- kvöldum á Hótel Borg til áramóta. Hjördís Geirsdóttir og Trausti Jónsson syngja með hljómsveit Jóns. Sigríður Ella því í gömlu versi, Maríusonur, mér er kalt, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, var söngur kórsins mjög góður, enda er þetta litla vers Hjálmarg hrein perla. Credo var vel flutt en hefði mátt vera hraðar. Tónsmíðin skiptist í tal- söngskafla sem hlaðnir eru hljóm- rænt mjög skemmtilega upp en inn á milli er tal og hvísl, sem var ekki nógu ákaft, þannig að spenn- an datt niður á köflum. Næstu tvö lögin, eftir Schutz og Mosart, voru þokkaleg en í tveimur lögum eftir Wolf og mót- ettu eftir Nystedt var söngur kórsins betri en _ hann hefur nokkru sinni verið. I lögunum eft- ir Wolf, sem sungin voru á íslensku (Þorst. Valdimarsson), var seinna lagið einkar skemmti- lega flutt, enda frábær tónsmíð. Hápunktur tónleikanna var Adro te, motetta eftir Knut Nystedt, sem var glæsilega flutt. Með þess- um tónleikum hefur Dómkórinn, undir stjórn dómorganistans, Marteins H. Friðrikssonar, tekið sér stöðu við hlið okkar bestu kóra og nú hefst gangan upp þungfærar og vandrataðar hlíðar Parnassum, en ábúendur þar á bæ krefja gesti um einlæga trú og fegurð, göfgi, mannvit og kærleika. • __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Sigríður Ella Magnúsdóttir og Geoffrey Parsons héldu tónleika í íslensku óperunni sl. sunnudag og fluttu söngverk eftir Haydn, Schubert, Delius, Sibelius, Ross- ini, Verdi, Donizetti og sex íslensk, eftir jafn mörg tónskáld. Efnisskráin var eins og ofin um tvær tilfinninga-andstæður, treg- ann og glettnina, sem birtust í tveimur fyrstu lögunum eftir Ha- yden, She never told her love og Eine sehr gewöhnliche Geschich- te. Eftir Schubert söng Sigríður Ella fjögur iög, Auf dem Wasser, Rastlose Liebe, Romanze og Der Musensohn. Söngurinn í vatninu var fallega fluttur en best voru rómansan og Sonur listagyðjunn- ar. í lögum Sehuberts átti Parsons frábæran leik, t.d. í Der Mus- ensohn, sem vart getur að heyra betur fluttan en hjá Parsons að þessu sinni. íslensku lögin voru einstaklega vel flutt, svo vel að þau fengu á sig alþjóðlegan svip. Draumal- andið (Sigfús Einarsson) og Vor- vindur (Sigv. Kaldalóns) voru samt í sérflokki en hin jögin voru; Þess bera menn sár (Á. Thorst.), Mánaskin (Eyþ. Stefánss.), í ljar- lægð (Karl 0. Runólfss.) og það glettna lag, Litla kvæðið um litlu hjónin (Páll ísólfss.). Fjögur lög, eftir Delius, við enska þýðingu á skandinavísku skáldunum Jaeobsen, Björnson og Josephson, voru minnst spennandi viðfangsefnin á tónleikunum. Þetta eru ljúf lög en einum of áferðarfalleg. Það var hins vegar kveðið fastar að í lögunum eftir Sibelius, Sáf, sáf, susa, Flickan kom ifrán sin alsklings möte, sem var meistaralega vel flutt, Spánet pá vattnet og Syarta rosor. Síðasti hluti efnisskrár var helgaður glettninni, þar sem Rossini, Verdi og Donizetti ófu tónum sínum um ítalskar þjóðví- sur og þar fóru Sigríður Ella og Parsons á kostum. Sigríður Ella Magnúsdóttir er mikill listamaður og eins og vera ber, eru tónleikar sem þessir ofn- ir úr mörgum ólíkum þráðum en hún -hefur verið sérlega lánsöm að fá til samstarfs við sig Geof- frey Parsons, frábæran undirleik- ara og mikinn snilling í túlkun. Á þann máta er ofið í eitt gott list- efni, góðir flytjendur og þakklátir áhreyrendur. Sigríður Ella Magnúsdóttir Geoffrey Parsons Tónlistardagar Dómkirkjunnar: Kórtónleikar Aðrir tónleikar tónlistardag- anna voru haldnir sl. laugardag og fluttu dómorganistinn Mar- teinn H. Friðriksson og Dómkór- inn tónverk eftir J.S. Bach, Schutz, Mozart, Wolf, Nystedt, íslensku tónskáldin Þorkel Sigur- björnsson, Hjálmar H. Ragnars- son, Jón Nordal og raddsetningar eftir Róbert A. Ottósson og Jón Þórarinsson. Dómorganistinn Marteinn H. Friðriksson hóf tónleikana með Prelúdíu og fúgu í G-dúr (BMW- 541), eftir J.S. Bach, sem mun vera samin er meistarinn starfaði í Weimar en endursamin 1742 í Leipzig. Marteinn lék verkið mjög vel og af öryggi, í stíl sem hæfir tónmáli og tíma meistarans. Seinna á tónleikunum Iék Mar- teinn Tokkötu fyrir orgel (1985), eftir Jón Nordal og náði víða að gera þetta ágæta orgelverk spennandi áheyrnar. Kórinn hóf söng sinn á þremur raddsetningum, einni eftir Róbert A. Ottósson, Gefðu að móðurmál- Marteinn H. Friðriksson ið mitt, og tveimur eftir Jón Þór- arinsson, snilldarraddsetningun- um á Jesú mín morgunstjarna og Um dauðann gef þú, Dottinn, mér. Það var þokki yfir söng kórs- ins og í verki Þorkels Sigurbjörns- sonar, 121. sálmi Davíðs, var eins og kórinn væri að syngja sig upp,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.