Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 56
NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa býður góðan dag ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Bifreiðaeigendur fá yfir 100 milljón- ir endurgreiddar Yfirleitt um að ræða 1-2 þúsund krónur BIFREIÐAEIGENDUR mega reikna með að fá á annað hundrað millj- óna króna endurgreiddar vegna söluskatts á iðgjöld bifreiðatrygginga sem innheimtur hefur verið fyrir næsta ár, en öll tryggingaiðgjöld verða undanþegin virðisaukaskatti sem tekur gildi um áramót. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru allar líkur til þess að fólk fái inneign sína senda heim í ávísun á næstu vikum, þó ekki hafi verið gengið formlega frá neinu fyrirkomulagi þar að lútandi milli Qármála- ráðuneytisins og tryggingarfélaganna. í flestum tilvikum er um upp- hæðir á bilinu 1-2 þúsund krónur að ræða. Ökutæki á landinu eru um 130 þúsund að því er talið er. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, tilkynnti um þessa ákvörðun á Alþingi í gær, en fyrir V'^’nokkrum vikum gerðu tryggingafé- lögin fyrirspurn um þetta atriði til ríkisskattstjóra. Söluskattur er ekki á öllum tryggingum. Til dæmis eru skipa-, farm-, og flugtryggingar undanþegnar söluskatti, sem og líftryggingar og slysatryggingar launþega og sjómanna. Algengasta tímabil bifreiðatrygg- inga er frá 1. mars til loka febrúar ár hvert og því hafa flestir bifreiða- eigendur greitt söluskatt af trygg- ingunni í tvo mánuði á næsta ári. '-^•Svo dæmi sé tekið fær maður sem hefur greitt 30 þúsund krónur fyrir ábyrgðatryggingu og því sex þúsund krónur í söluskatt endurgreiddar eitt þúsund krónur. Maður sem er með bifreið sína húftryggða og hefur greitt helmingi meira í iðgjöld fær endurgreiddar tvö þúsund krónur, en um fjórðungur bílaflotans er húf- tryggður. Þeir sem tryggt hafa bifreiðar sínar síðar á árinu eiga að fá endur- greiddar hærri upphæðir sem því svarar vegna þeirrar nýbreytni, sem tekin var upp á þessu ári, að bifreið- ar séu tryggðar í ár frá þeim degi sem trygging er keypt, en áður gilti trygging til Ioka tryggingatímabils- ins um mánaðamótin febrúar/mars. Velta vátrygginga í heild í landinu á árinu 1988 var rúmir sex milljarð- ar. Þar af má gera ráð fyrir að greiddur hafi verið söluskattur af um 4,5 milljörðum. Ökutækjatryggingar námu 2,6 milljörðum á árinu 1988. Miðað við verðlagshækkun milli ára mætti áætla samsvarandi upphæð á yfirstandandi ári um 3 milljarða og söluskatt vegna iðgjalda tveggja mánaða á næsta ári því um 125 milljónir. Þá má einnig nefna dæmi af tryggingum fasteigna út á landi, sem Vátryggingafélag Islands hefur með höndum eftir sameiningu Samvinnu- trygginga og Brunabótafélags ís- lands. Nýtt tryggingatímabil þeirra hófst 15. október síðastliðinn og nam upphæðin 208 milljónum króna, auk söluskatts til ársins sem nam 52 milljónum, en bróðurpartur þeirrar upphæðar fæst endurgreiddur. Brenndist illa af stífluhreinsi Hættum líklega að selja eftiið almenn- ingi, segir verslunarstjóri Vatnsvirkjans „EG missti sjónina og skaðbrenndist þegar efiiið gaus upp og fór framan í mig. Ef maðurinn minn hefði ekki verið fljótur að átta sig og skolað efiiið af mér þá hefði ég misst sjónina fyrir fullt og allt,“ sagði Björg Róbertsdóttir, 30 ára. Hún var að reyna að losa stíflu úr niðurfalli í þvottahúsi sl. fostudag er efnið sem hún not- aði, Fermitex, gaus upp þegar það komst í samband við heitt vatn og brenndi hana illa. Björg liggur nú á sjúkrahúsi og læknar telja að hún fái sjónina að fúllu aftur. Verslunarsfjóri Vatnsvirkjans, þar sem efiiið var keypt, sagðist reikna með að hætt yrði að flytja það inn og selja almenningi. Björg segist hafa keypt Fermi- tex til að reyna að losa um stífluna og afgreiðslumaðurinn hefði sagt sér að setja dálítið af heitu vatni í niðurfallið og setja síðan vel af efninu. „Þrátt fyrir þessar leið- beiningar tókst mér ekki að losa stífluna," sagði hún. „Eg fór aftur í verslunina og þá sagði afgreiðslu- maður þar mér að láta sjóðandi vatn buna í niðurfallið, setja síðan hálfan til einn bolla af efninu og loks láta sjóðandi vatn seitla á eftir. Á föstudaginn ákvað ég að reyna þetta. Ég og maðurinn minn létum mjög heitt vatn buna af afli í niður- fallið og svo náði ég í efnið. Þegar ég var rétt bytjuð að hella því í fiiðurfallið varð mikil sprenging og efnið bókstaflega gaus upp. Ég fékk það i andlitið, skaðbrenndist og vissi ekkert hvað ég átti til bragðs að taka. Maðurinn minn greip mig og hélt mér undir renn- andi vatni til að skola efnið af mér og það er án efa honum að þakka að ég held sjóninni. Fyrsta sólar- hringinn á sjúkrahúsinu var unnið að því að skola augun og það er fyrst nú, á mánudegi, sem ég er farin að sjá dálítið. Ég er með fyrsta stigs bruna í andliti og ann- ars stigs á hálsi. Þá brenndist ég dálítið á höndum og fótum, þar sem efnið komst í gegnum fötin. Ég býst við að þurfa að vera á sjúkra- húsi í að minnsta kosti viku til við- bótar.“ Gísli Erlendsson, verslunarstjóri hjá Vatnsvirkjanum, segir að hann reikni með að verslunin hætti að flytja efnið inn og selja það, nema þá til pípulagningamanna. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál, en fólk verður að gera sér grein fyrir að það er með eitur í höndunum. Þetta er vítissódi, sem við flytjum inn beint frá Þýskalandi. Það hefur Olafiir Ragnar Grímsson: Upptöku virðisauka- skatts ekki frestað Afstaða Alþýðuflokks merki um klofii- ing í ríkisstjórn, sagði Halldór Blöndal ÓLAFUR Ragnar Grímsson ljár- málaráðherra telur það ekki koma til greina að fresta gildis- töku virðisaukaskatts, þrátt fyrir ályktun flokksstjórnar Alþýðu- flokksins þess efnis. Þetta kom fram við utandagskrárumræðu á Sameinuðu þingi í gær. Halldór Blöndal þingmaður Sjálf- stæðisflokksins hóf utandagskrár- umræðu í Sameinuðu þingi og tók til umfjöllunar ályktun flokksstjórn- ar Alþýðuflokksins frá síðastliðnum laugardegi þar sem þess var krafist að gildistöku virðisaukaskatts yrði frestað frá áramótum til 1. júlí 1990. Halldór ásamt fleiri þing- mönnum stjórnarandstöðunnar taldi þetta bera vott um klofning í ríkisstjórninni og vantraust á vinnu fjármálaráðherra. Stjórnarand- stöðuflokkarnir voru á einu máli um að fresta gildistöku virðisauka- skattsins, Kvennalistinn reyndar til frambúðar. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, taldi málsheijanda rangtúlka ályktun flokksstjórnar- innar. Sagði Jón það metnaðarmál að standa vel að undirbúningi máls- ins, en ef fjármálaráðherra og aðrir þeir sem að kerfisbreytingunni ynnu fullvissuðu menn um það að öll fræðsla og upplýsing væri nægj- anleg fram að áramótum, þá væri ekki ástæða til að fresta gildistöku virðisaukaskattsins. Mál þetta yrði rætt meðal ríkisstjórnarflokkanna. I máli framsóknarmanna kom fram að skilyrði þess af þeirra hálfu fyrir því að skatturinn tæki gildi um áramót væri að skattþrepin yrðu tvö; lægra á matvæli. Þingflokks- formaður Borgaraflokksins, Guð- mundur Ágústsson, taldi hins vegar rétt að fresta gildistökunni ef taka ætti upp lægra þrep á matvæli. Almennt myndi flokkurinn ekki gráta frestun gildistökunnar. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 34, og ályktun flokksstjórnar Al- þýðuflokksins á bls. 31. Morgunblaðið/Rúnar Rólegt við Slipp- stöðina Það er ró yfir þessum kaffibrúsa- kalli, sem starfsmenn Slippstöðv- arinnar á Akureyri hafa komið fyrir á stalli á vinnusvæði fyrir- tækisins. Óvissa ríkir um atvinnu um 200 starfsmanna Slippstöðv- arinnar sem fengu uppsagnarbréf á dögunum. Á laugardaginn var haldinn fundur forystumanna verkalýðsfélaga og nefndar þing- manna og er greint frá fundinum á Akureyrasíðu, blaðsíðu 35. Fleiri aka ölvaðir eft- ir að bjórinn var leyfður LÖGREGLAN í Kópavogi stóð 9 ökumenn að ölvunarakstri um helgina. Það sem af er árinu hafa 240 verið teknir ölvaðir við akstur í Kópavogi en allt, árið í fyrra tók Kópavogslögreglan 194 menn fyrir ölvunarakstur. Að sögn lögreglumanns er ljóst að þessa aukningu má rekja til þess að bjór var leyfður í vor. Lög- reglan hefði ekki aukið eftirlit milli áranna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björg Róbertsdóttir á sjúkrastofii sinni í gær. Á innfelldu myndinni er brúsi af Fermitex-vítissóda. reynst best að nota efnið með heitu vatni, þar sem það vill hlaupa í kekki í köldu vatni. Við vitum hins vegar að það getur gosið þegar það kemst í snertingu við heitt vatn og höfum brýnt fyrir afgreiðslu- mönnum að gera kaupendum grein fyrir því og vara fólk við að standa yfir niðurfallinu. Ég þekki tvö dæmi þess að menn hafi brennt sig á efninu. í annað skiptið fékk mað- ur efnið á buxur sínar og í hinu fékk maður það í augum, en hann jafnaði sig á vikutíma." Gísli sagði að íslenskar leiðbein- ingar væru á umbúðunum, en á þeim væri að vísu ekki tekið fram að efnið gæti gosið í heitu vatni. Oddur R. Hjartarson hjá Holl- ustuvernd ríkisins, sagði að þetta mál eða önnur viðlíka hefðu ekki komið til kasta embættisins. Það væri bagalegt ef upplýsingar um slys eða óhöpp af þessu tagi bær- ust ekki embættinu, en það hefði vald til að taka vörur af markaði, ef ástæða þætti til. Hann sagði að Hollustuverndin myndi kynna sér þetta efni og hvort merkingar á umbúðum væru fullnægjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.