Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 21
MOKGUNBIADll) þKimUUAtH’H 14. NÓVEMBER: 1989 21 Bakverkur - bakreikningur eftir Huldu Ólafsdóttur Mikið hefur verið rætt um kostnað við heilbrigðisþjónustuna síðustu vik- urnar og er það af hinu góða. Mér finnst ástæða til að velta því fyrir sér hvort við sem búum í þessu þjóð- félagi getum gert eitthvað sjálf til þess að rninnka þennan gífurlega kostnað. Ég á við það sem snýr beint að okkur sjálfum. Hvernig við hugs- um um eigin heilsu og hvort við ger- um það sem í okkar valdi stendur til þess að forðast ýmsa kvilla. Lítum til dæmis á bakverk, hvers vegna fáum við í bakið? í mínu starfi sem sjúkraþjálfari hef ég orðið vör við að þegar ég bendi fólki á einhveija vitleysu sem það gerir, t.d. ranga líkamsbeitingu, þá fæ ég svarið: „Já ég veit það en ég gleymi því bara.“ Einnig hef ég kynnst því að þegar ég kem á vinnu- staði að fólk segir „réttið úr ykkur, sjúkraþjálfarinn er að koma“. Það er hvimleiður misskilningur að fólk þurfi að beita sér eða hegða sér á einhvern ákveðinn hátt læknis- ins eða sjúkraþjálfarans vegna. Auð- vitað er mér alveg sama þótt Jón og Gunna hafi bakverk. Þeirra vegna væri betra að vera laus við hann og gott væri ef þau bæru ábyrgð á eig- in líkama og hegðuðu sér í samræmi við það. Er hægt að koma í veg fyrir bakverk? Til þess að forðast bakverk þarf fyrst og fremst að þekkja líkam- ann, hvernig hann virkar og hversu mikið má bjóða honum. Annað mik- ilvægt atriði er að vinnuaðstaðan sé góð. Atriði sem skiptir máli eru t.d. að lyfta rétt, að borðhæð passi, að vinnustóllinn henti og að vinnan bjóði upp á fjölbreytni. I þriðja lagi er nauðsynlegt að stunda einhverja líkamsrækt til að auka þol og styrk. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja Hjá sjúkraþjálfuioim eru yfirleitt langir biðlistar fólks með bakverk og aðra kvilla. Margir þeirra sem koma í meðferð til sjúkraþjálfara spyija: „Af hveiju var mér ekki kennt fyrr að vinna rétt?“ Þá vakn- ar spurningin, „hefði það breytt einhveiju?" Til er fólk sem margoft fer í Styrktarfélag vangefinna hefur hafið sölu á jólakortum með myndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Styrktarfélag vangefinna: Jólakort SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefínna. Þau eru með myndum af verkum listakonunnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur. Hefur hún gefið félaginu frummyndirnar, 4 tals- ins, og verður dregið um þær 20. janúar 1990. Átta kort era í hveijum pakka og fylgir spjald sem gildir sem happdrættismiði. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins á Há- teigsvegi 6, í versluninni Kúnst á Laugavegi 40, í Nesapóteki vi'ð Eið- istorg og á stofnunum félagsins. svokallaða bakstóla hjá sjúkraþjálf- urum og lærir að beita sér rétt en fer svo ekki eftir því sem kennt er. Það kemur bara aftur í meðferð þegar búið er að misbjóða bakinu enn á ný. Þetta kaila ég ekki ábyrga afstöðu til eigin líkama. Því miður er ekki hægt að koma í veg fyrir bakverk í öllum tilfellum. Hvað er hægt að gera? Eitt af því sem fólk getur gert sjálft er að afla sér upplýsinga og fræðslu um hvernig best er að beita sér við vinnu. Nú er til á íslensku fræðsluefni um rétta líkamsbeit- ingu við vinnu. Má þar nefna bækl- inginn Rétt líkamsbeiting — betri líðan, sem fæst hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hann tekur fyrir á mjög myndrænan hátt helstu atriði í réttri líkamsbeitingu. Bækurnar Hulda Ólafsdóttir „Vilji fólk í raun leggja eitthvað að mörkum til að forðast bakverk, þá hefur það tækifæri til þess.“ BAK-þankar og Bókin um bakverki komu einnig út á árinu og fást í bókabúðum. BAK-þankar hentar vel fyrir þá sem vilja læra að hlífa líkamanum við ótímabæru sliti. Lestur þessarar bókar ætti að hjálpa fólki til þess að geta betur metið eigin vinnuaðstöðu heima og heiman og reynt að bæta það sem betur má fara, oftast með litlum tilkostnaði. Fræðsluvarpið mun endursýna þáttaseríu um sama efni í sjón- varpinu og var fyrsti þáttur sýndur 18. október. Ég hvet alla þá sem eru kofnnir heim kl. 17.00 á mið- vikudögum að fylgjast með þessum þáttum. Bókin um bakverki er mun ítarlegri og ijallar á aðgengilegan hátt um foivarnir, meðferð og hvernig sigrast megi á bakverkjum. í bókinni er fjallað um helstu sjúk- dóma, greiningu þeirra og meðferð, bæði hefðbundna og óhefðbundna. Lokaorð Eins og ég nefndi í upphafi þá eru þijú atriði mikilvæg ef koma á í veg fyrir bakverk, þ.e. þekking á uppbyggingu og starfsemi likam- ans, viðunandi vinnuaðstaða og að stunda líkamsrækt. Fræðsluefni á íslensku er til og hef ég nefnt dæmi. Hjá Vinnueftirliti ríkisins fást upp- lýsingar um það sem tengist vinnu- umhverfinu. Möguleikar á likams- rækt eru margvíslegir, ekki má gleyma að sund og reglulegar göng- ur eru líka líkamsrækt. Vilji fólk í raun leggja eitthvað af mörkum til að forðast bakverk, þá hefur það tækifæri til þess. Ef ekki þá getur það átt von á bak- reikningi sem hljóðar upp á stöðug- ar bakþrautir og aukin útgjöld í heilbrigðisþjónustunni. Ég hvet alla til að bera ábyrgð á eigin heilsu og reyna að hindra þá sjúkdóma sem eru í okkar valdi. Má þar auk bakverkja nefna offitu, áfengissýki, vöðvabólgu, meltingarfærasjúk- dóma o.fl. Gleymið ekki eigin ábyrgð. Höfundur er sjúkraþjálfari. A glæsllcgustu hótclum lliaUands umjóHnmcö Vcröld og Pólaiis Veröld og Pólaris bjóða þér glæsilegustu Thailandsferðina í ár þar sem gist er á bestu hótelum Asíu, við frábæran aðbúnað og með íslenskri fararstjórn, á sama verði og aðrir bjóða með gistingu á meðalhótelum. Jól í Thailandi eru heillandi upplifun þar sem njóta má einstaks veðurfars, nátt- úrufegurðar og hins besta í mat og drykk fyrir aðeins brot af því, sem það kostar á íslandi. Bangkok, Pattaya og Chaing Mai eru áfangastaðir Veraldarfarþega í þessari ferð og innifalin í verði ferðar er hátíðarveisla á gamlárskvöld. I [ R B A M IS S1D B1N FARKORT Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011 ACO Húðhirða Tilfinning og skynsemi Nú er verið að kynna nýja húð- hirðulínu í apótekunum - ACO Húðhirðu. Tvennt er mikil- vægt við val á húðhirðuvörum: Þær þurfa að vera þægilegar í notkun og þær mega ekki valda húðertingum eða ofnæmi. Þeg- ar þú kaupir ACO húðhirðu- vörurnar færðu góðar vörur sem eru gerðar úr bestu fáan- legum hráefnum. ACO Roll On, áhrifaríkur en samt mildur svitalyktareyðir. Minnkar svitaútstreymi og vinnur gegn óþœgilegri svita- lykt. Inniheldur ekkert húðert- ■ andi spritt. 50 ml ACO Mild Tvál er sérstaklega mild sápa. Bœði fyrir almennan líkams- þvott og hreinsun viðkvcemrar húðar. 250 ml TILBOÐ: ÞEGAR ÞÚ KAUP- IR ACO HÚÐHIRÐUVÖRU AÐ EIGIN VALI, FÆRÐU ACO MILD TVÁL 125 ML í KAUPBÆTI. TILBOÐIÐ STENDUR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. ACO Húðhirða Aðeins í apótekinu! FYRIRTAK hf. simi 91-3 20 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.