Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 22
,6861 aaaMavðvi .m a’jOAauiaaw aiQAjanuoaoM 8S__________________ 22——— — Lægsta tilboð 83% af áætlun JÓN og Magnús sf. á ísafirði áttu lægsta tilboð í lagningu vegar í Súðavíkurhlíð. Tilboð þeirra var 12,8 milljónir kr., sem er 83,3% af kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar, en hún var 15,4 milljónir. Vegarkaflinn sem leggja á í Súðavíkurhlíð er 1,3 km langur og á verktaki að ljúka verkinu fyrir 15. júlí á næsta ári. Þrír aðrir verktakar buðu. Tvö tilboð voru á bilinu 16-17 milljónir kr. en það hæsta var 33,4 milljónir. • • Olvaður ók á grindverk BIFREIÐ var ekið á grind- verk við Hverfisgötu á sunnu- dagsmorgun og er ökumaður- inn grunaður um ölvun við akstur. Bílnum var ekið á hægri ak- rein upp Hverfisgötuna skömmu fyrir klukkan 7.30 um morgun- inn. Rétt innan við Frakkastíg sveigði bíllinn til hægri og ók á grindverk við gangstéttina. Bíllinn var dreginn í burtu, en ökumaðurinn var fluttur á lög- reglustöðina. Kelduhverfi: Óvissa í at- vinnumálum Kelduhverfi. AÐ SÖGN Ólafs Þórs Ólafs- sonar stöðvarstjóra hjá Arlaxi í Kelduhverfi sem lýst var gjaldþrota nú nýverið, eru nú 1 stöðinni um 450 þúsund seiði og af þeim þurfa um 100 þús- und út fyrir vorið. Ef ekkert verður að gert fyrir næstu- mánaðamót, mun skapast ófremdarástand vegna þrengsla. Laun fyrir októbermánuð voru ógreidd og er talið að allt frá tveimur til tólf mánaða taki að fá þau greidd frá ríkinu. Hins- vegar tekur þrotabúið við greiðslum frá og með gjaldþrota- degi. Mjög mikil óvissa ríkir um framhald reksturs á fiskeldi í Ártungu og á Kópaskeri, en fundur með kröfuhöfum á næst- unni mun vonandi varpa ljósi á hvað verður. I Kelduhverfi einu, hafa um sex störf verið við stöð- ina en það svarar til sex þúsund starfa á höfuðborgarsvæðinu miðað við íbúafjölda. - Inga Meiddistí árekstri TVEIR fólksbflar skullu sam- an á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar á laugardags- kvöld. Lögreglan flutti ökumann annars bílsins á slysadeild, en hann fann fyrir eymslum í fæti. Bílarnir eru nokkuð skemmdir og varð að kalla á kranabíl til að fjarlægja annan þeirra. Leiðrétting í samantekt á gjaldþrotum á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist í blaði nu á sunnudag, var höfuð- stóll samþykktra krafna í þrotabú Hafskips oftalinn. Kröf- umar voru sagðar vera 1907 milljónir en rétt er að þær eru um 1358 milljónir eins og sést af samanburði við aðrar tölur í kaflanum um gjaldþrot Haf- skips. Beðist er velvirðingar á þessu. MORGUNB-LAÐIÐ- ÞRIBJUÐAGUR 14. NÓVEMBER 1989 Nefiid um blýlaust bensín skilar áliti: Umræða um umhverfisvernd- armál þarf að vera jákvæð Morgunblaðið/Sverrir AÐSÓKNARMET í HAFNARBORG Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði opnaði sýningu á myndverkum eftir hafnfirsk börn í Hafnarborg á laugardag. Að sögn Alberts Sveinssonar skrifstofu- stjóra Iðnaðarbankans hefur aðsókn verið framar vonum. Gestir á laugardag voru eitthvað á annað þúsund og stöðugur straumur fólks lá í Hafnarborg á sunnudag og segja aðstandendur Hafnarborgar aðsóknina um helgina vera met. Sýningin er haldin í tilefni af 25 ára afmæli útibús Iðnaðarbankans í Hafnarfirði, sem var í gær, 13. nóvember, og var viðskiptavinum bankans boðið upp á veitingar í bank- anum af því tilefni. Hættir í sljórn Stálvíkur JÚLÍUS Sólnes hagstofuráð- herra hefur sagt af sér stjórnar- formennsku í Stálvík hf. Júlíus er enn formaður bygginganefnd- ar Þjóðminjasalhsins og stjórnar- formaður Útvarpsfélags Sel- tjarnarness og hann situr í stjórn Steypustöðvarinnar hf. Júlíus segist ætla að segja þessum emb- ættum af sér, en sitja áfram í nýbygginganefiid Háskólans, þar sem sú nefiidarseta geti ekki valdið hagsmunaárekstrum við. ráðherraembætti hans. „Ég hefði kannski ekki þurft að fara úr stjórn Stálvíkur þar sem þetta er launalaust starf,“ sagði Júlíus Sólnes við Morgunblaðið. Fram hefur komið að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er stjórnarformaður prentsmiðjunnar Eddu, en hann hefur sagt að þar sé um launalaust starf að ræða sem ávallt hafi fylgt formennsku í Fram- sóknarflokknum. Júlíus sagði að í nær öllum tilfell- um væri seta sín í stjórnum og nefndum launalaus. Hins vegar hefði hann gert ráð fyrir, þegar hann varð ráðherra, að segja af sér áðurnefndum embættum við fyrsta tækifæri. segir Sólveig Pétursdóttir formaður nefiidarinnar NEFND sem skipuð var samkvæmt þingsályktunartillögu í mars 1988 af Þorsteini Pálssyni, þáverandi forsætisráðherra, til að fjalla um meng- un frá útblæstri bifreiða og blýlaust bensín hefúr skilað samdóma áliti sínu. Niðurstöður byggjast á upplýsingum sem neftidarmenn öfluðu sér hjá ýmsum sérfræðingum, bæði innanlands og utan. Nefndina skipa Sólveig Péturs- dóttir varaþingmaður, formaður, Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður, Jónas Bjarnason, fram- kvæmdastjóri FÍB, Bjami Snæbjörn Jónsson hagfræðingur og Jón Bragi Bjarnason prófessor. Nefndin skilaði áfangaáliti 1. júní 1988 og lagði þá m.a. til að markviss- ar mengunarmælingar hæfust þegar í stað. Það var ekki gert en mengun- armælingar munu hefjast á vegum Reykjavíkurborgar um mitt næsta ár og fagnar nefndin því framtaki. Nefndin leggur í áliti sínu til að á íslandi verði settar reglur í samræmi við reglur Efnahagsnefndar Samein- uðu þjóðanna, ECE-reglur, sem gilda í flestum löndum Evrópu og víðar, og skuli þær aðeins ná til nýrra öku- tækja. í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum gilda svokallaðar USA-reglur en mörk um mengun samkvæmt þeim eru mjög ströng, mörk sem krefjast kostnaðarsamra ráðstafana við hreinsun útblásturs ökutækja. Nefndin bendir á að öku- tæki sem framleidd eru fyrir Evrópu- markað og hafa verið flutt til lands- ins síðustu 2—3 ár uppfylli ECE- reglur um mengunarmörk. Við setn- ingu reglna í samræmi við þær yrði því ekki um aukinn kostnað fyrir bílakaupendur að ræða, vegna auk- inna mengunarvama. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gaf í júlí sl. út reglugerð um mengunarvarnir og er þar m.a. íjallað um mengun í útblæstri öku- tækja. Reglumar taka gildi 1. janúar nk. og taka til allra bíla, nýrra sem gamalla. Kröfur þær sem þar eru gerðar um mengun frá útblæstri bif- reiða virðast vera mun strangari en það sem strangast gerist erlendis og telur nefndin að vart verði hægt að framfylgja þessum hluta þeirra. 1. janúar 1992 verða reglurnar hertar mjög og verður þá ekki hægt að ná settum mörkum nema með sérstök- um hreinsibúnaði. Búast má við að hann hækki verð hvers bíls um 75— 100.000 krónur á núverandi verð- lagi. Nefndin telur þetta ákvæði stangast á við ýmsa alþjóða við- skiptasamninga sem ísland er aðili að. Hún telur einnig að það verði á ýmsan annan hátt mjög dýrt fyrir þjóðarbúið að framfylgja svo ströng- um reglum um mengunarvarnir. Blýlaust bensín hefur verið selt hér á landi frá því snemma árs 1988. Sala þess hefur aukist jafnt og þétt og er nú markaðshlutdeild þess kom- in í tæp 50% en það er með því hæsta sem gerist í Vestur-Evrópu. Þróun í bensínframleiðslu er mjþg ör og hefur blýmagn bensíns hér á landi t.d. minnkað um 80% á síðustu íjórum árum. Nefndin bendir á að vélar flestra bíla sem framleiddir hafa verið um og eftir 1980 séu þannig að þær þola blýlaust bensín. Ef draga á enn úr blýmagni leggur nefndin til þijá möguleika. í fyrsta lagi að selt verði 95 tfktan blýlaust bensín og 98 oktan blýbensín, í öðru lagi að tekin verði upp sala 98 oktan blýlauss bensíns til viðbótar þeim bensíntegundum sem nú eru seldar eða í þriðja lagi að aðeins verði seld- ar tvær gerðir af blýlausu bensíni, þ.e. 92 og 98 oktan og verði þá leit- að sérhæfðrar lausnar til nota fyrir þá bíla sem ekki þola blýlaust bensín. Nefndin bendir á að ekki sé vitað hvort Sovétmenn, sem íslendingar kaupa mest allt bensín af, geti útveg- að blýlaust bensín með aðra oktan- tölu en 92 og sé það pólitísk ákvörð- un hvemig haga beri framtíðarvið- skiptum íslendinga við Sovétmenn. Upplýsingar til bilaeigenda Nefndin leggur á það áherslu að innflytjendum bíla beri skylda til þess að upplýsa bifreiðaeigendur ítarlega um notkunarmöguleika blý- lauss bensíns og leggur til að stjórn- völd fari þess á leit við Bílgreinasam- bandið að það hlutist til um útgáfu sameiginlegs bæklings allra bílainn- Sólveig Pétursdóttir flytjenda, þar sem gefnar verði upp- lýsingar um notkun blýlauss bensins. Sólveig Pétursdóttir, formaður nefndarinnar, segir umræðuna um umhverfisverndarmál þurfi að vera jákvæða og að hlutverk nefndarinnar hafi ekki verið að gagnrýna störf annarra heldur að finna reglur sem séu framkvæmanlegar og taki tillit til umhverfisþátta og fjárhagslegra þátta. Hún segir Islendinga vera opna fyrir umhverfísvernd og hafa vilja til að draga úr mengun. Það einfalda atriði að stilla vélar bifreiða geti dregið töluvert úr mengun, minnkað bensínnotkun og þar af leið- andi verið gjaldeysissparandi. í lokaorðum nefndarálitsins kemur fram að umræða um málefni er tengjast náttúruvernd fari nú fram um allan heim og að það sé fagnaðar- efni að hér á landi skuli einnig vera skilningur á nauðsyn þess að grípa þurfi til fyrirbyggjandi ráðstafana í tæka tíð þannig að mengun nái ekki að komast á svo alvarlegt stig sem nú er orðið víða erlendis. Þá segir einnig að ákvarðanir um allar ráð- stafanir þurfi þó að byggja á traust- um grunni, svo sem nákvæmum mælingum á ástandinu hveiju sinni og að ákvarðanir um stórfelldar fjár- festingar í mengunarvörnum þurfi einnig að vera teknar með alla hags- muni í huga. Skýrsla nefndarinnar var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag og þar var heilbrigðisráðuneyti og dómsmálaráðuneyti falið að fjalla nánar um hana. Bensín komst í hol- ræsi vegna bilunar GAT kom á bensínleiðslu á nýrri bensínstöð olíufélagsins Skeljungs við Öskjuhlíð á föstudaginn og talsvert magn af bensíni komst í frá- rennsli af þeim sökum vegna þess að bensíngildra sem taka á við bensíninu í slíkum tilvikum var biluð. Ekki er enn vitað um hve mik- ið magn af bensíni var að ræða. Bilunin komst upp þegar vart varð við mikla bensínlykt upp úr niðurföllum á slökkviliðsstöðinnij sem er þarna á næstu grösum. I þremur öðrum húsum varð fólk einn- ig fyrir óþægindum vegna lyktar, í Valsheimilinu, húsi Sölufélags garð- yrkjumanna og húsi Krabbameins- félagsins, sem öll eru þarna í næsta nágrenni. Holræsadeild Reykjavík- urborgar hreinsaði brunn í nágrenni Valsheimilisins á sunnudag og vatn hefur stöðugt verið látið renna í gegnum holræsið af starfsmönnum Skeljungs til að hreinsa það og í gær var lyktin mjög í rénun. „Félaginu þykir allra hluta vegna afskaplega leiðinlegt að þetta skyldi koma fyrir, en það er lán í óláni að þetta skyldi fara inn í holræsakerfi sem er aðeins við mjög fá hús,“ sagði Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs í samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.