Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 46
& MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 t 43SM3VO/ .M 5IUDACHJI.0IIÍM GIÖMaMUOflOM Minning: Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLIUS BJARNASON, Akurey, Vestur-Landeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi 10. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Maðurinn minn, ÁRMANN FRIÐRIKSSON útgerðarmaður, lést á heimili sínu þann 11. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, VILMUNDUR STEFÁNSSON frá Akri, Grindavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 11. nóvember. Börn hins látna. t Móðir okkar, MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Keldulandi 17, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 11. nóvember. Stella Guðnadóttir Maar, Hjörleifur Guðnason, Þórir Guðnason Sigurður Guðnason, Guðni Ó. Guðnason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, YNGVI KRISTINN JÓNSSON, Borgarholti, Ásahreppi, Rangárvaltasýslu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 12. nóvember. Þórunn Guðjónsdóttir og börn. t Elskuleg eiginkona mín og systir okkar, ÞÓRLEIF SIGURÐARDÓTTIR, Grýtubakka 18, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspítala, laugardaginn 11. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ágúst Árnason, Rósbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir, t Bróðir mjnn, PÁLL BJARNASON, Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, Vesturgötu 22, Reykjavík, lést í Landspítalanum 9. nóvember. Arnbjörg Bjarnadóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, METÚSALEM STEFÁNSSON, Hvassaleiti 58, andaðist á heimili sínu mánudaginn 13. nóvember. Svava Sigurðardóttir, Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir, Ómar Kristjánsson, Stefán Ómarsson, Georg Ómarsson, Ómar Þór Ómarsson. Guðmundína Dýrleif Hermannsdóttir Ekkert er jafn erfitt að sætta sig við í lífinu og þegar náinn ástvinur fellur frá. Þá verður mannlegur máttur svo magnlaus. Tengdamóðir mín Guðmujidína Dýrleif Her- mannsdóttir verður jarðsungin í dag frá Bústaðakirkju. Hún andaðist 7. nóvember sl. í átján ár hef ég vanist því að hún væri ávallt til þjónustu reiðubúin með útrétta hjálparhönd. Dýrleif skilur eftir skarð sem ekki verður fyllt og það verður erfitt að breyta lífsháttum, sem ekki gera ráð fyrir að þjónustu hennar njóti við. Dýrleif fæddist 2. febrúar 1918' í Reykjavík, dóttir Sigurbjargar Þorsteinsdóttur og Hermanns Her- mannssonar, trésmiðs, sem bæði eru látin. Árið 1940 giftist Dýrleif eftirlifandi eiginmanni sínum, Jó- hannesi Bergsteinssyni, múrara. Öll sín búskaparár bjuggu þau í Reykjavík nema síðustu árin hefur heimili þeirra verið í eigin húsnæði í tengslum við DAS suður við Hafn- arfjörð. Dýrleif og Jóhannes voru samhent hjón. Þau voru í einu orði sagt eitt. I millum þeirra ríkti þessi gagnkvæmi kærleikur sem birtist svo ríkulega í fórnfýsi í garð sam- ferðafólks. Dýrleif var húsmóðir af gamla skólanum og heimili þeirra bar ekki einungis vitni um reisn og myndarskap að hinu ytra heldur og ekki að síður hinu innra. Heimilið var ekki aðeins þeirra heldur okk- ar, sameiginlegur griðastaður stór- fjölskyldunnar í gleði og sorg. Dýr- leif var barnabörnum sínum meira heldur en amma. Þau gengu barna- börnunum hreinlega í foreldrastað þegar svo bar undir. Þegar ég horfi til baka þá undrast ég hve Dýrleif bjó yfir miklum dugnaði og krafti. Hún var alltaf tilbúin til að hjálpa og hlusta. Hún kunni ekki að segja nei. Og þolinmæðin og æðruleysið virtist vera takmarkalaust. Þjónust- an var henni svo í blóð borin að endurgjald fyrir sjálfa sig var ekki til í hennar gildismati. Dýrleif og Jóhannes eignuðust fjórar dætur, þær Sigurbjörgu, Ragnhildi, Guðbjörgu og Sjöfn. Ég veit að þau voru börnum sínum meira en góðir foreldrar. Hornstein- ar uppeldisins hvíldu á trausti og trygglyndi. Á þeim grunni hvíla samskipti fjölskyldunnar. Það hefur verið ómetanlegt að fá að njóta þeirra verðmæta. Síðustu ár átti Dýrleif við alvar- leg veikindi að stríða. En aldrei heyrði ég hana kveinka sér. Alltaf bjartsýn og glaðlynd. Hverri spurn- ingu um sjálfa sig vísaði hún frá með því að spyija um líðan sinna nánustu. Hún þjónaði öðrum fram á síðustu stund. Megi almáttugur Guð græða saknaðarsárin og umvefja minning- arnar vonarljósi. Gunnlaugur Stefánsson t Bróðir okkar, EINAR BALDVIN BESSASON, lést í Landspítalanum 11. nóvember. Fyrir hönd bræðra og fjölskyldu, Ólafía Bessadóttir Fóged. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, EMMY HANSSON, andaðist aðfaranótt 11. nóvember í Landakotsspítala. Óli Valur Hansson, synir, tengdadóttir og barnabörn. t Elskuleg móðursystir mín, ÁSGEIRA KR. MÖLLER, áðurtil heimilis á Ingólfsstræti 10, lést að kvöldi 12. nóvember sl. í Sjúkrahúsi Suðurlands. Halldóra Kr. Einarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu, andaðist að morgni laugardagsins 11. nóvember. Björn Jónsson, Ytra-Hóli. t Sonur minn, faðir okkar og bróðir, MAGNÚS HRAFN MAGNÚSSON, Stórholti 13, ísafirði, lést af slysförum 12. nóvember. Bertha Karlsdóttir, börn og systkini hins látna. Nú er elsku amma dáin eftir löng og ströng veikindi. Margar minn- ingar vakna og söknuðurinn er sár en vitneskjan um að hvíldin var henni kærkomip er okkar huggun. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er að hún var okkur meira en „bara“ amma. Hún var sú sem við leituðum til þegar eitthvað bjátaði á. Sama hvað á gekk, hún stóð allt- af með okkur og trúði á okkur. Það kom fyrir að litlar manneskjur með tár í augunum yfir óréttlæti heims- ins og bakpoka á öxlinni strunsuðu að heiman og í öruggt skjól til ömmu. Alltaf vorum við velkomin. Amma var vinur í gleði og sorg. Jólaboðin á Háaleitisbrautinni eru okkur ógleymanleg. Þar hittist öll fjölskyldan og aldrei slíku vant var allt leyfilegt. Þá mátti hoppa í hjónarúmi afa og ömmu, ærslast, syngja hástöfum og hlaupa um. Toppurinn á öllu var svo heimatil- búni ísinn hennar ömmu. Amma var sú sem hélt fjölskyld- unni saman. Hún fylgdist vel með stórum sem smáum atburðum í lífi hvers fjölskyldumeðlims — ekkert var svo lítilfjörlegt að hún sýndi því ekki áhuga. Á heimili ömmu og afa var mik- ill íþróttaáhugi. Sem ung kona stundaði amma fimleika í Ármanni og hún talaði oft um sýningarferð- ina til Noregs sem var henni alltaf minnisstæð. Afi hafði leikið knatt- spyrnu með Val og knattspyrnu- áhuginn var þeim sameiginlegur. Ef eitthvað af barnabörnunum reyndi fyrir sér í íþróttum gladdi það þau mjög mikið og alltaf var vel fylgst með árangri ungu íþrótta- manna. Íþróttasíður dagblaðanna Ias amma allt fram til síðasta dags. Okkur, sem erum svo ung, fínnst amma fyrst og fremst hafa verið móðir barnanna sinna, eiginkona og annað höfuð ættarinnar. En löngu áður en við komum til sög- unnar lærði amma hattasaum. Hún var alltaf stolt af þeirri iðn og tal- aði með söknuði um þá daga þegar fínustu frúr bæjarins skörtuðu handsaumuðum höttum. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáin lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir yfir honum. (Hannes Pétursson) í dag kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn í jarðnesku lífi. Minn- ingin um hana mun þó ávallt lifa í hugum okkar. Við viljum alltaf muna eftir óbilandi lífsvilja hennar fram til síðustu stundar og hvernig andinn bugaðist aldrei þó líkaminn væri mikið sjúkur og kvalinn. Stolt hennar og þrautseigja, auk góða skapsins, munu verða okkar fyrir- mynd. Elsku afi, missir þinn er mikill. Þú studdir ömmu í hennar erfiðu baráttu sem nú er lokið. Megi Guð styrkja þig á þessari erfiðu stundu. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, j)ú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. 0g ég finn aftur andans fögm dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Jochumssonj Blessuð sé minning okkar elsku- Iegu ömmu, Dýrleifar Hermanns- dóttur. Barnabörn'og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.