Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 Minning: Ágústa Jónsdóttir Fædd 11. inaí 1906 Dáin 1. nóvember 1989 „Hafðu engat' áhyggjur, Guðný mín, ég tek bara aðfangadaginn og þú tekur jóladaginn. Aramótunum björgum við líka.“ Mamma vann úti og kom heim í hádegi á að- fangadag og átti þá allt eftir að gera eins og gengur. Þannig að hún kveið svolítið fyrir hátíðunum, enda orðin ekkja með okkur systkinin. Þessi lausnarorð komu frá verðandi tengdamóður eldri systur minnar, Ágústu, og þarf ekki að orðlengja það, að svona fóru hátíðarhöldin fram næstu áratugi. Ágústa er einn heilsteyptasti og traustasti persónuleiki, sem ég hef kynnst á ævinni. Aldrei datt af henni eða draup, en þegar hún kvað uppúr með eitthvað, sáu allir á augabragði að einmitt svona átti málið að vera. Góðmennskan, höfð- ingsskapurinn og hlýjan, sem ljóm- aði af þessari konu, var einstök. Hún hafði sérstakt lag á börnum og ól upp barnabörn sín öll meira eða minna og barnabarnabörnin áttu visst skjól hjá henni líka. Ágústa var gift Skarphéðni Helgasyni togaraskipstjóra, sem reyndist mér og systur minni eins og besti faðir. Óll áramót upp frá þessu, þegar Héðinn var í landi, sátum við að spili, og rifumst svo glæsilega um pólitík, að öllum hurð- um var lokað á okkur. Þegar ég varð svo háseti hjá Héðni, varð nú minni tími hjá yfirvaldinu í spil, en þegar talið barst að nótt hinna löngu hnífa, stóðst hann ekki mát- ið. Hvað var líka eitthvað Sovéttrú- boð uppá það að ná kapteininum í Rússa. Ágústa og Héðinn áttu yndisiegt heimili á Suðurgötu 83 í Hafnar- firði. Þetta varð nú annað heimili mitt. Eitt sinn smíðaði ég mér kajak og reri út á Hafnarfjarðarhöfn. Farkosturinn sökk, en ég náði landi. Þá var ekki „Hótel Sheraton“ kom- ið á nýju bryggjuna í Firðinum, en veitingar Ágústu gáfu því ekkert T7----;-----i-----i—t~ n r eftir. Ef mig vantaði vinnu í skóla- fríum, þá var bara hringt í Fjörð- inn. Togari var við bryggju og nóg að gera og síðan veisla fyrir ungan verkamann hjá Ágústu. Þegar syst- ir mín og mágur byggðu í „Allsleys- unni“ uppi á Mosabarði árið 1956 færðist vettvangurinn ofar í Fjörð- inn, hjónakornin ungu unnu úti, en Ágústa passaði heimilið og börnin. Ágústa er ein sautján systkina, börn þeirra mætu hjóna Jóns Guð- mundssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur á Gamla Hrauni í Árnes- þingi. Hun var skírð Ágústína en jafnan kölluð Ágústa. Hun fæddist á Framnesi, en fór fimm ára gömul til Þórðar bróður síns á Bergi í Vestmannaeyjum og þaðan_ til Gíslínu móðursystur sinnar og Árna manns hennar í Ásgarði í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp. Árið 1927 giftist hún Einari Guðbjarts- syni loftskeytamanni í Reykjavík, en hann fóst með es. Brúarfossi þá um sumarið. Síðan bjó hún með Karli Rósenkjær verslunarmanni í Vestmannaeyjum og er Árni sonur þeirra. Karl dó árið 1939 og skömmu seinna kynntist hún Skarphéðni, en þau eignuðust sitt heimili í Hafnarfirði. Að Ágústu standa ýmsir glæsi- legustu ættbogar landsins og er skemmst að minnast Bergsættar- innar, sem Guðni prófessor bróðir hennar skrifaði um. Ég naut þess í æsku að fá að kynnast sumu þessu fólki og sonur fátækrar ekkju bað- aði sig óspart í birtunni og gleð- inni, sem fylgdi þessari fjölskyldu. Einn bróðir Ágústu var Lúðvík bak- ari á Selfossi, en dóttir hans er Jörundur Gestsson á Hellu - Kveðjuorð Fæddur 13. maí 1900 Dáinn 29. september 1989 „Elsku vinur, mikið er gott að fá þig,“ voru þau orð sem maður fékk á móti sér þegar fundum bar saman með Jörundi Gestssyni, bónda, skáldi og bátasmið á Hellu við Steingrímsíjörð. Það eru mikil hlunnindi að fá slíka kveðju, en best lýsa þau Jörundi sjálfum, hann var einstakur vinur vina sinna og það voru hátíðisstundir að hitta hann. Nú er hann genginn á vit feðra sinna þessi aldni héraðshöfð- ingi, maður sem bar slíka reisn að allt varð frambærilegt i návist hans. Það fylgdi honum fjör á langri ævi, blússandi fjör þótt öldufaldar lífslilaupsins kyrrðust í hárri elli. Hann átti_ taug í landinu og landið í honum. í skáldskap hans kviknaði þessi tenging í fegurstu myndum íslenskrar tungu, en Jörundur var jafnvígur á land og þjóð í þeim efn- um og yndislegar eru vísur hans og ljóð um menn og málleysingja. Að upplagi var Jörundur í senn höfðingi og hirðskáld. Báta sína byggði Jörundur ekki aðeins af ýtrustu nákvæmni og varfærni, hann var þeim kostum búinn að byggja sál bátsins í handverki sínu og því er það eindóma álit allra sem þekkja að bátar Jörundar séu góðir bátar, góð sjóskip, fari vel með menn og að það fylgi þeim lán. Jörundur var mikill dýravinur og næmi hans í þeim efnum var ótrú- legt eins og í ýmsum öðrum þáttum lífsins á þessari jörð. Veturlangt gat hann unað sér við það í báta- smíðinni að spjalla við hagamýsnar sem urðu vinir hans, bjóða þeim bita með sér. Hann kunni manna best að smíða góðar stundir úr lífsins kómidí. Um árabil var Jör- undur helsti skemmtikraftur í sinni sveit með gamanvísum sínum sem oft voru skemmtilega beittar en aldrei meiðandi svo blæddi. Sumar vísur hans urðu landskunnar eins og til dæmis sú fræga; Vappar kappinn vífi frá / veldur knappur friður / happatappinn honum á / hangir slappur niður. Ættfólk Jörundar er tilþrifafólk með margslungna hæfileika, list- rænt og dugmikið í senn. Sjálfur var Jörundur einstakur hagleiks- maður á tré og útskurður hans er með því fegursta sem gerist á ís- landi. Á Hellu við Steingrfmsfjörð var ræktaður snaggaralegur andi í mannlífinu og menn skiptust óspart á skoðunum og stóðu fast á sínu ef svo bar undir þótt tilefnin væru ef til vill ekki af stærra taginu. Einu sinni varð ég vitni að þessum skemmtilega leik. Það hafði verið ákveðið að fara upp að Vötnum í traktorskerru, en þrír bræðranna voru í nokkra stundarfjórðunga að deila um það á hlaðinu hvort það ætti að fara í einni ferð eða tveim- ur með tilliti til áhættu og þess hvort traktorskerran þyldi hópinn í einni ferð. Allt í einu vatt ég mér inh í hópinn og segist vera ákveðinn í því í hvaða ferð ég ætli. Dúnalogn datt á þá bræður yfir afskiptasem- inni svo ég hélt óhikað áfram og segi; „Það er á hreinu að ég ætla í þriðju ferðinni." Stundarkorn litu bræðurnir hver á annan og skelltu síðan upp úr og allir fóru í einni ferð, eins og venjulega. Það er mikill sjónarsviptir að Jörundi á Hellu og fjöllin eru fátæk- legri þegar svipmikil persóna hans er víðs fjarri, en minningin um Jör- und léttir gönguna upp brattann til meiri þroska og árangurs. Og vissu- lega var Jörundur á Hellu maður brattans og þar hafði hugsun hans styrkasta fótfestu sem eggjarnar voru hvassastar. Guð varðveiti minningu mikils mann- og dýravin- ar, vinar sem gaf svo mikið. Árni Johnsen Jörundur var elsti íbúi Kaldrana- neshrepps. Kominn á níræðasta árið þegar hann lést. Hraustur og hress fram á síðari ár. En þegar heilsan bilar hjá slíkum hreysti- mönnum finnst manni oft breyting- arnar ágengari en hjá öðrum og ósættanlegar við langt atgjörvislíf. Ég minnist þess, að á fyrstu skemmtuninni er ég kom á sem unglingur í nýja samkomuhúsinu á Kaldrananesi var sýnd íslensk glíma. Þátt í henni tóku nokkrir ungir og vaskir menn. Meðal þeirra var Jörundur á Hellu. Hann var lið- ugur og snar. Ég hefi ekki séð hjá öðrum sneggri mjaðmahnykk. Þetta rifjast upp fyrir mér nú þegar þessi snarlegi samferðamað- ur er allur. Þar sem Elli kerling hefur sett á hann loka bragðið. Bellibrögð hennar stenst enginn. Jörundur ólst upp á Hellu hjá fóstra sírium, Ingimundi Guðmundssyni, og síðar með móður sinni, Guðrúnu Árnadóttur, eins og sum önnur systkinin, og átti þar ávallt heima þótt hann dveldi um tíma að heim- an, og ávallt tengdi hann nafni sínu „frá Hellu“. Ættir hans hefur Guðmundur • Guðni Guðmundsson rithöfundur rakið í Tímanum 12. ágúst sl. þar sem hann ritar minningarorð um systur Jörundar, Ingimundu á Kleif- um. Systkinahópurinn var stór. Allt glaðvært fólk sem gott var að vera í samfylgd með. Listfengt á hendur og tungu. Jörundur var svo að segja sjálfmenntaður myndskeri. Vasa- hnífurinn gegndi hlutverki ýmissa útskurðartækja annarra. Hann skar út og smíðaði fjölmarga gripi. Var einnig velþekktur bátasmiður. Ljóð léku honum á tungu svo sem ljóðabók hans, Fjaðrafok, frá 1955 ber vott um. Sú bók er þó sérstæð þar sem hún er öll með snilldar rit- hönd höfundarins og fagurlega skreytt. Þetta er þó aðeins lítill hluti af ljóðum hans og stökum. Þrátt fyrir listfengt eðli vann hann venjuleg heimilisstörf til sveita. Um þrá til frekari menntun- ar efar enginn. Þá voru hvorki efni né aðstæður til að svala slíkum þorsta. 'Upp úr tvítugsaldri lágu leiðir þeirra saman, Elínar S. Lárusdóttur frá Álftagróf í Mýrdal, og 1921 voru þau vígð til samfylgdar í lífinu, en þau tóku við öllum búsforráðum á Hellu eftir 10 ár og bjuggu þar í hálfan fjórða áratug, eða þar til Ragnar sonur þeirra hóf þar bú- skap, en nú hefur hann afhent Elínu dóttur sinni öll umráð yfir búskapn- um. Þau Elín og Jörundur eignuðust þessi 6 börn; Ingimund Gunnar, smiður, sem nú er látinn. Ragnar Þór, fyrrverandi bóndi á Hellu, Lár- us Örn, rafvii'ki, Reykjavík. Guð- finna Erla, húsmóðir. Vígþór Hrafn, skólastjóri Varmalandi, Borgarfirði. Guðlaug Heiðar, módelsmiður, Reykjavík. Einnig ólu þau upp fóst- urdóttur Elenóru Jónsdóttur. Öll hafa systkinin myndað sín eigin heimili. Auk þess átti Jörundur, áður en hann kvæntist, Magnús Gunnar með Önnu Magnúsdóttur. Hversu mörg barnabörnin eru eða afkom- endur þeirra veit ég ekki glöggt. Jörundur sinnti lengi opinberum störfum, bæði sem hreppstjóri, for- maður skattanefndar í hreppnum og einnig sjúkrasamlagsins auk ýmsra afskipta í félagsmálavafstri heimabyggðar. Um áratugaraðir var hann eftir- sóttur skemmtikraftur á samkom- um með upplestri og leikrænum gamanvísnasöng, enda prýðilega hagmæltur og næmur fyrir hinu spaugilega í tilverunni. Við Jörundur unnum saman í skattanefnd og á öðrum sviðum. Hann var ágætur í samstarfi og hlýr í öllum kynnum. Gamansemin var gott krydd yfir leiðigjörnum viðfangsefnum. Þótt við værum ekki ávallt sam- mála hafði það engin áhrif á kunn- ingsskap okkar né vináttu. Elínu konu sína missti Jörundur 26. febrúar 1983 eftir nokkurra ára vanheilsu. Við hjúkrun og umönnun konu sinnar sýndi hann aðdáunar- verða hlið mannlegrar gæsku og fagurt dæmi til eftirbreytni. Þessi tími varð honum ofraun. Og söknuður eftir konu sína, þenn- an trausta félaga á lífsleiðinni, var þess valdandi að líkamlegt mót- stöðuafl gegn ellinni dvínaði meira en ella. Lokadægrin stóð hann sig eins og hetja, en þráði samfundi við lífsförunaut sinn. Ekki efa ég, að við tjaldið mikla hafi hlýr armur umlukt ástvin sinn. Á einum stað í Fjaðrafoki segir hann: Þú ert bára, sem brotnar við sandinn og blindsker við algeymis-lönd, vegleysa í villandi þoku, vona og ætlana strönd.“ Nú hefur hann fengið hinstu hvílu hjá ástvinu sinni í grafreitnum í Stekkjai-vík, og móðir jörð hlúð að þessum syni sínum, sem svo oft kvað um tilveru lífsins og dásemdir óspilltrar náttúru. Að lokum vottum við Inga öllum aðstandendum samúð um leið og við minnum á, að enginn lifir sig tvisvai' nema i minningunni. Þakkir til Hellu-hjónanna, Elínar og Jörundar, verða okkur ávallt ofarlega í huga. Megi samferðafé- lagi í friði fara. Ingimundur á Hóli. Blómmtofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl.22,-einnigum helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. 45 ------------------------------1 Ásta, gift Geir Gunnarssyni al- þingismanni. Þau byggðu líka í „Allsleysunni“ á Börðum og með fleiri vinum og kunningjum á Holts- götunni og víðar í Firðinum má segja, að þetta hafi verið ein stór fjölskylda, sem deildi öllum hátíðum og uppákomum saman. Að leiðarlokum þakka ég öðlingi barngæskuna, styrkinn og gleðina. Ég votta Skarphéðni, Árna og öllum ættingjum og vinum mínum dýpstu samúð. Kærleikans Guð hefur lagt barn sitt sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson í dag er við kveðjum ömmu Gústu hinstu kveðju, viljum við minnast og þakka gæsku hennar og ástúð sem hún veitti okkur svo ríkulega alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Þann lífgjafarmátt á list og snilld, að létt verður skapið og stundin mild. Eitt kvöld getur hlýdöggvað hvarminn, og yljað oss innst inn í barminn. Og þökk fyrií' stundimar; þar var hlýtt, og þökk fyrir útsýnið, nýtt og vítt, með sólina á vorheiði sínu og ljós yfir landnámi þínu. (Þorsteinn Erlingsson) Kalli, Selma, Hildur, Ágústa, Jói, Guðný, Sigur- jón og barnabarnabörn. Fátt annað kemur upp í hugann er við kveðjum elsku ömmu Gústu en þakkir. Þakkir fyrir það sem hún var okkur, gerði með okkur og fyr- ir okkur. Guð blessi minningu hennar. Skarphéðinn Guðni Eydís. Samúðar- skreytingar, kistuskreytingar, kransar og krossar. BíOM & t/STMMN/R KRINGLAN 6 SÍMI687075
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.