Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 21

Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 21 FEGURÐARSAMKEPPNI íslands 1993 verð- ur haldin á Hótel Islandi föstudaginn 30. apríl nk. Að þessu sinni taka 18 stúlkur þátt í keppninni og koma þær víðs vegar að af land- inu. Boðið er upp á glæsilegan kvöldverð og skemmtiatriði. Stúlkurnar koma fram þrisvar; í baðfötum, pelsum og samkvæmiskjólum. Sjö manna dómnefnd velur fegurðardrottninguna, en nefndina skipa: Ólafur Laufdal veitinga- maður, formaður, Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, Kristjana Geirsdóttir veitingamað- ur, Bryndís Ólafsdóttir fyrirsæta, Gróa Ás- geirsdóttir kaupmaður, Ari Singh stórkaup- maður og Rúnar Júlíusson tónlistarmaður. Framkvæmdastjóri keppninnar er Esther Finnbogadóttir. Hér á opnunni eru 9 stúlkur kynntar og hinar 9 verða kynntar nk. sunnu- dag. MYNDIR: ÞORKELL ÞORKELSSON Andrea Róbertsdottir er 18 ára og býr í Garðabæ. Foreldrar henn- ar eru Róbert Kristjánsson og Margrét Áma- dóttir. Hún stundaði nám í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ. Andrea hefur starfað sem fyrirsæta erlendis og mun starfa við það í sumar. Helstu áhugamál eru ferðalög, tón- list, myndlist og ljósmyndun. Andrea er í kjól úr bláu glitofnu silkiefni sem Jórunn Karls- dóttir hannaði og saumaði. Bryndís Lindal ArnbjBrnsdottir er 18 ára, fegurðardrottning Suðurnesja, og býr í Keflavík. Foreldrar hennar eru Ambjörn Óskarsson og Sólveig Haraldsdóttir. Hún hef- ur lokið fjórum önnum átungumálabraut í FS en starfar nú sem þjónn. Helstu áhuga- mál em ferðalög, hestar, vélsleðar, skíði og börn. Bryndís er í dökkbláum flauels- og pallí- ettukjól sem Jórunn Karlsdóttir saumaði. Brynja Xochitl Vífilsdóttir er 20 ára, fegurðardrottning Reykjavíkur, en býr í Kópavogi. Foreldrar hennar em Vífill Magnússon og Ágústa G. Sigfúsdóttir. Hún er nemi á náttúmfræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík en hefur einnig starfað við sýning- arstörf. Helstu áhugamál eru leikhús, ballett og óperur. Brynja er i bleikum siffonkjól sem Guðrún J. Kolbeinsdóttir saumaði. Þær Brynja hönnuðu kjólinn í sameiningu. Hólmfiíðui EMóttii er 20 ára, fegurðardrottning Vesturlands, og býr á Akranesi. Foreldrar hennar em Einar Guðmundsson ogÁsdís Svava Hrólfsdóttir. Hún hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi en vinnur nú í Ing- ólfsapóteki. Helstu áhugamál em golf, líkams- rækt og söngur. Hólmfríður er í bleikum kjól úr satíni og útsaumuðu siffoni, skreyttum hvítum perlum. Jórann Karlsdóttir hannaði og saumaði kjólinn. Ilargiét Sonja Viðaisdóttii er 19 ára, fegurðardrottning Norðurlands, og býr á Akureyri. Foreldrar hennar em Sonja Garðarsdóttir og Viðar Garðarsson. Er í stúd- entsnámi og nemur á hagfræðibraut. Helstu áhugamál hennar em skíði, ferðalög, tónlist og dýr. Margrét er í svörtum kjól úr blúndu- efni, skreyttum pallíettum og silkikögri, sem Jórunn Karlsdóttir hannaði og saumaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.