Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 34

Morgunblaðið - 24.04.1993, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 Skeifukeppnin á Hvanneyri Skagastrákurinn hlaut Morgunblaðsskeifuna _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Skagainaðurinn Þórður Þor- bergsson hreppti Morgnn- blaðsskeifuna í skeifukeppn- inni á Hvanneyri, sem haldin var á sumardaginn fyrsta í þokkalegu veðri. Keppti hann á hestinum Dreng frá Stað sem hann hefur tamið í vetur. Drengur er fjögurra vetra, undan Keim frá Nýjabæ og Stúlku frá Stað. Þórður hlaut 78 stig og var sigur hans nokk- uð öruggur. Næstur kom Baldur Grétars- son með 73,5 stig en hann keppti á hestinum „Gangster“ frá Deildartungu sem er undan Þresti frá Kirkjubæ og Skottu frá Deildartungu. Í þriðja sæti varð Laufey Bjarnadóttir á Dropa frá Stakkhamri sem er undan Blæ frá Höfða og Eldbrá frá Stakkhamri. Laufey hlaut ásetuverðlaun Félags tamninga- manna. Jóhann Þórir Guðmunds- son varð fjórði á Jarpi frá Hvítár- völlum, faðir ókunnur en móðir mun vera Hæra frá Efri-Núpi í Miðfirði. í fimmta sæti varð svo íris Jónsdóttir á Yrpu frá Kópa- reykjum sem er undan Seifi frá Sauðárkróki og Skuggalísu frá Nýjabæ. Eiðfaxabikarinn sem veittur er þeim nemanda sem hirðir hrossið^ sitt best hlaut Helgi Björn Ólafsson sem var með hestinn Jarp frá Kópareykj- um, undan Kolfinni frá Kjarn- holtum og Spesíu frá Litla-Bergi. Þrátt fyrir að veturinn væri erfíður til tamninga fyrir nem- endur var útkoman nú nokkuð góð, trippin bæði vel hirt og flest hver ágætlega tamin. Virtust þau nokkuð jöfn að gæðum þótt ekki væri hægt að sjá nein sér- lega efnileg trippi í hópnum á þessu stigi málsins. Prímus mót- or hestamennskunnar á Hvann- eyri, Ingimar Sveinsson, lét í ljós þá von við verðlaunaafhending- una að byggð yrði reiðskemma á staðnum svo stunda mætti tamningarnar innanhúss; yrði Verðlaunahafar Skeifudagsins frá vinstri talið: Helgi Björn á Jarpi með Eiðfaxabikarinn, íris á Irpu, Jóhann Þórir á Tígli, Laufey á Dropa með ásetuverðlaun FT, Baldur á „Gangster“ og sigurvegarinn Þórður með Morgunblaðsskeifuna á Dreng. Fer vel hja semi-sigurvegaranum Baldn Grétarssym. Skeifuhafinn á Hvanneyri 1993, Þórður Þorbergsson, með sig- urlaunin á Dreng frá Stað. Prímus mótor hestamennskunnar á Hvanneyri, Ingimar Sveins- son, fór fyrir hópreiðinni á „fóstursyninum“ Pílatusi. mikil bragarbót að slíkri fram- kvæmd og ekki ólíklegt að slík bygging nýttist skólanum og staðnum til ýmissa hluta auk hestamennskunnar. Að venju var einnig keppt í A- og B-flokki gæðinga og ungl- ingaflokki þar sem íbúar Andak- ílshrepps höfðu rétt til þátttöku. í A-flokki sigraði með 7,91, Þeyr frá Varmalæk undan Heði frá Hvoli og Hrafnhildi frá Varma- læk, eigandi og knapi Jóhann Magnússon. Annar með 7,89 varð Úi frá Nýjabæ undan Þræði og Ósk frá Nýjabæ, eigandi Olla í Nýjabæ en knapi var Eggert Helgason. Þriðja með 7,69 varð Komma frá Egilsstöðum undan Sirkli frá Torfastöðum og Skutlu frá Egilsstöðum. Eigandi er Ingi- mar Sveinsson en knapi Ásdís Helga Bjamadóttir. í B-flokki sigraði með 8,33 Fengur frá Sigluvík undan Gosa frá Sigluvík og hryssu frá Sandvík, eigendur Guðjón Bergsson og Fanney Ólöf Lárusdóttir sem jafnframt var knapi. í öðru sæti með 8,20 varð Brynjar frá Syðstu Grund undan Ófeigi frá Hvanneyri og Perlu frá Syðstu Grund, eigandi og knapi var Jóhann Magnússon. I þriðja sæti varð Nútíð frá Nýjabæ undan Fáfni frá Fagra- nesi og Aldísi frá Nýjabæ, eig- andi og knapi Olla í Nýjabæ. í unglingaflokki sigraði Sigurður Guðmundsson með 7,92 en hann keppti á Feyki frá Eskiholti und- an Hrafni og Brúnku frá Eski- holti. Rósa Björk Sveinsdóttir varð önnur með 7,88 en hún keppti á Ópal frá Litlu-Brekku undan Ófeigi frá Hvanneyri. Þriðja með 7,58 varð svo Guð- björg Gísladóttir á Fífli frá Jafnaskarði undan Ófeigi frá Hvanneyri og Eglu frá Bólstað- arhlíð. Lög Ölafs Þórarmsson- ar í tónlistardagskrá Selfossi. LEIKUR að vonum heitir vönduð dagskrá sem boðið verður uppá í Hótel Selfossi 24. apríl og næstu helgar. Dagskráin er byggð upp með lögum eftir Ólaf Þórarinsson tónlistarmann, oft nefndur Labbi í Mánum. Dagskráin ber nafn eins af lögum Ólafs. Lögin sem flutt verða eru frá vinsældatíma hljóm- sveitarinnar en fyrsta plata henn- ar kom út 1968 þar sem titillagið var 1, 2, 3. Á dagskránni verða flutt hátt í þrjátíu lög af stórum hópi tónlistar- fólks. Að sögn Ólafs verður þetta klassík, ballöður og rokk. Meðal þeirra sem koma fram er Jónas Ingi- mundarson sem leika mun á píanó og vera undirleikari hjá Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu. Blandaður kór Tónlistarskóla íslands kemur fram, einnig stórsveit Lúðrasveitar Selfoss. í hljómsveit undir stjóm Ólafs verða Gunnar Jónsson á trommum, Vignir Þór Stefánsson á hljómborð, Hróbjartur Eyjólfsson á bassa, Þorsteinn Magnússon á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón og Stef- án Hólmgeirsson á slagverk. Þar verða einnig á ferðinni söngkonumar Guðlaug Ólafsdóttir, Kristjana Ólafs- dóttir og Bryndís Ólafsdóttir. Hljóð- maður dagskrárinnar er Gunnar Sverrir Eyjólfsson, ljósamaður Hilm- ar Hólmgeirsson og kynnir verður Jón Bjamason. „Við erum auðvitað að þessu til þess að hafa ofan af fyrir fólki og skemmta því,“ sagði Ólafur Þórarins- son. Sig. Jóns. MIKILL áhugi hefur komið í Ijós á auknum samskiptum og sam- vinnu við Eystrarsaltslöndin og sérstaklega Lettland í kjölfar Eystrasaltsdaga í Bókasafni Kópavogs, sem lauk 6. mars sl. Hópur áhugafólks hefur komið saman til undirbúnings stofnunar félags sem stefna skal m.a. að kynn- Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar. ingu á löndunum og tengslum við sambærileg félög í Lettlandi. Nú hefur verið ákveðinn stofn- fundur Vináttufélags Islands og Lettlands og verður hann haldinn í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla ís- lands, Taugardaginn 24. apríl kl. 16. Allt áhugafólk um Eystrarsalts- löndin er velkomið. (Fréttatilkynning) Stofnfundur Vináttufé- lags íslands og Lettlands Ferðakynning í List- húsinu um helgina FJOLDINN allur af ferðamögu- leikum um Island verða á ferða- kynningunni „Lifandi útivera" í Listhúsinu Laugardal nú helgina, 24. og 25. apríl. Á ferðakynningunni gefst íbúum höfuðborgarsvæðisins tækifæri til að kanna þá fjölbreytni sem býðst í ferðum um landið, allt frá Hafnar- firði til Vestfjarða. Rúmlega 70 aðil- ar kynna þjónustu sína í Listhúsinu. Meðal annars verður kynning á farþegaflugi með svifdrekum, sigl- ingar á gúmmíbátum niður Hvítá, vélsleðaferðir að sumri til, útreiðart- úrar um hálendið, feijusiglingar, eyjasiglingar, sérstæðir gistimögu- leikar og skoðunarferðir. Fjölmörg hótel um allt land verða með í ferðakynningunni. Ferða- málanefndir kaupstaða og kauptúna verða einnig með upplýsingar um ferðamöguleika í næsta nágrenni sínu. Listhúsið í Laugardal tók til starfa sl. haust. Þar eru stórir og rúmgóðir sýningarsalir, auk versl- ana sem selja listmuni, gjafavörur, skartgripi og myndverk. Ferðakynningin „Lifandi útivera" verður opin í Listhúsinu frá kl. 10-20, í dag, laugardaginn 24. apríl og kl. 10-18 sunnudaginn 25. apríl. (Fréttatilkynning.) ------» ♦ ♦------ Móðurtryg’gð sýnd í biósal MÍR ÞRIÐJA og síðasta kvikmyndin í kynningu MIR á verkum hins fræga leikstjóra Marks Donskoj verður sýnd í bíósalnum Vatns- stíg 10 nk. sunnudag, 25. apríl, klukkan 16. Þetta er myndin Móðurtryggð, gerð 1967, önnur tveggja kvik- mynda Donskojs um Maríu Alex- androvnu Uljanovu, móður Leníns. Byltingarforinginn og stofnandi Sovétríkjanna kemur að sjálfsögðu líka við sögu í myndini - á sínum yngri árum. Skýringar eru á ensku. Kvikmyndasýningin á sunnudag- inn er síðasta reglubundna sunnu- dagssýningin í bíósal MÍR nú í vet- ur. Næsta kvikmyndasýning verður 1. maí klukkan 15-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.