Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.02.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 21 ERLENT Stjórn Johns Majors í miklum vanda eftir afsögn þingmanns Gæti neyðst til að flýta kosningnm London. Reuter. SÚ ákvörðun breska þingmannsins Peters Thurnhams að segja sig úr íhaldsflokknum setur John Major í mikinn vanda og forsætis- ráðherrann gæti neyðst til að boða til kosninga á næstu mánuðum vegna þverrandi stuðnings flokksins. íhaldsflokkurinn hefur nú aðeins tveggja sæta meirihluta á þingi og stendur frammi fyrir mikilvægri atkvæðagreiðslu um niðurstöðu rannsóknar á sölu breskra vopna til íraks á síðasta áratug. Að minnsta kosti tveir þingmenn hafa sagt að þeir séu að íhuga að taka afstöðu gegn stjórninni í atkvæðagreiðslunni, sem fer fram á mánudag. Major gæti því þurft að reiða sig á stuðning þingmanna mótmælenda á Norður- írlandi. Verði stjórnin undir í atkvæðagreiðsl- unni gæti Major séð sig knúinn til að óska eftir traustsyfirlýsingu frá þinginu og hætta á að hún yrði felld. Einn þingmanna íhaldsflokksins sagði óhugsandi að stjórnin héldi velli lengur en fram í október. Major kvaðst í gær „sár og vonsvik- - inn“ vegna ákvörðunar Thurnhams en áréttaði að hann væri staðráðinn í að boða ekki til kosninga fyrr en í maí á næsta ári. Thurnham ætlar að sitja á þingi utan flokka. Hann er þriðji þingmaðurinn á fjórum mánuð- um sem segir skilið við íhaldsmenn, hinir tveir gengu til liðs við stjórnarandstöðuflokka, Verkamannaflokkinn og Fijálslynda demó- krata. Donald Dewar, talsmaður Verkamanna- flokksins, sagði þetta sýna að stjórnin nyti þverrandi stuðnings innan þingflokks íhalds- manna. „Þetta bendir til þess að andinn innan stjórnarinnar sé orðinn mjög, mjög slæmur og hún sé byijuð að leysast upp.“ Ofbauð „afglöp“ flokksins Thurnham hefur verið þingmaður Bolton í 13 ár og forystumenn íhaldsmanna í kjördæm- Peter John Thurnham Major inu segja hann hafa sagt sig úr flokknum vegna þess að hann hafi ekki verið valinn til fram- boðs í öðru kjördæmi, Westmoreland, þar sem hann býr. Verkamannaflokkurinn er talinn öruggur um sigur í kjördæmi Thurnhams í Bolton. Thurnham neitaði þessu qg sagði að sér hefði ofboðið „afglöp innan íhaldsflokksins“. Hann sagði skýrslu sir Richards Scotts dómara um vopnasölumálið alvarlegan áfellisdóm yfir tveimur ráðherrum stjórnarinnar. „A hverri blaðsíðunni á fætur annarri er afhjúpað mjög slæmt klúður sem á engan hátt er hægt að sætta sig við.“ Hjónavígsla konu og látins manns stöðvuð Marseille. Reuter. HJÓNAVÍGSLA þar sem kona hugðist giftast látnum sambýl- ismanni var stöðvuð í Mar- seille í Frakklandi á síðustu stundu í gær af ættingjum hins látna. Patricia Montenez, sem er 35 ára, hafði fengið sérstakt leyfi Jacques Chiracs forseta til að giftast Claudie Darcy lögreglumanni sem myrtur var við skyldustörf 1994. Eftir morðið leitaði Mont- enez á náðir Francois Mitterr- ands Frakklandsforseta og bað um leyfi hans fyrir hjónavígslu eftir dauða vegna sonar þeirra Axels, sem nú er sex ára. Halda átti fábrotna vígsluathöfn í gær, en á síð- ustu stundu kom babb í bátinn vegna misskilnings milli ekkj- unnar og tengdafólks. Að ósk fjölskyldu hins látna lét réttur í Marseille fresta athöfninni. Skíðastretsbuxur með púðum Einlitar og marglitar. Frábært veró. Barnastærðir frá 7.900 Fullorðinsstærðir frá 8.900 SPOST ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 551 9800 og 551 3072.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.