Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 214. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Eldsvoði í Mexíkó Háaldraðir rummungar LÖGREGLA í Argentínu greindi frá því í síðustu viku að hún hefði hand- tekið þrjá aldraða rummunga sem eru sagðir hafa rænt 22 verslanir á einum mánuði, og voru ránin skipu- lögð á elliheimili. Mennirnir þrír eru 67, 72 og 74 ára, og eiga yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði þeir fundn- ir sekir um að hafa rænt verslanim- ar. Að sögn lögreglu fóru ránsferð- irnar þannig fram, að tveir mann- anna fóru gangandi að morgni dags frá elliheimilinu í Buenos Aires, þar sem þeir bjuggu, með göngustafi í höndum og byssur í vösum, og hittu þann þriðja, sem bjó á ódýru hóteli. Síðan sigtuðu þeir út árennilega verslun. Tveir fóru inn í verslunina og drógu upp skotvopnin meðan sá þriðji stóð vörð úti fyrir. Ef heiðar- legir viðskiptavinir ætluðu að fara inn í verslunina sagði hann þeim að dóttir hans væri þar að gera vörutalningu og bað þá að koma síð- ar. Ræningjarnir héldu síðan til baka í leigubíl með góssið. Áætlar lögregla að þeir hafi alls haft sem svarar rúmlega einni milljón ís- Ienskra króna upp úr krafsinu. Reyndar höfðu lögreglumenn alloft tekið mennina tali skammt frá ráns- stöðunum en jafnan sleppt þeim þar sem þeir virtust ekki lfldegir til að gera neitt af sér. Engin bók - bara snældur NÝJASTA skáldsaga bandarfska rit- höfundarins Tom Wolfe er þriggja klukkustunda löng. Hún verður ekki talin í blaðsíðum því útgáfan er ein- ungis á segulbandi - engin bók. Wolfe er kunnur fyrir blaða- mennsku og einnig sem höfundur bókarinnar Bonfire of the Vanities (Bálköstur hégómans). Nýjasta sag- an heitir Ambush at Fort Bragg (Fyrirsát við Bragg-virkið) og segir útgefandinn að þetta sé í fyrsta sinn sem þekktur rithöfundur gefur sögu út á snældum án þess að fyrst komi út hefðbundin bók. Wolfe segir sjálf- ur að hann kunni vel við að hlusta á bækur á snældum, ekki síst þegar hann sé á ferð í bíl, og það minni sig á þá tíð þegar útvarpsleikritin voru og hétu. Það er leikarinn Edward Norton sem Ies söguna, en hann er m.a. kunnur fyrir leik sinn í kvik- myndunum Innsti ótti og Málið gegn Larry Flynt. Reyndar er Wolfe nú að leggja lokahönd á langa skáld- sögu, sem enn hefur ekki hlotið nafu, en á að koma út á alvöru bók á næsta árí. UNG kona og barn voru meðal þeirra 200 fjölskyldna er urðu að yfirgefa heimili sín í Naucalpan, sem er úthverfi Mexíkóborgar, á föstudag er eitrað loft steig upp frá brenn- YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Pa- lestínumanna, skoraði í gær á Bandaríkja- menn að láta meira til sín taka við að koma friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Fór forsetinn fram á það að Bandaríkjamenn lýstu stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Kom þetta fram í ræðu Arafats á fundi Arababandalags- ins sem stendur í Kaíró í Egyptalandi nú um helgina. Arafat fagnaði því að Madeleine Albright, utanríkisráðheiTa Bandaríkjanna, hefði kom- ið til Mið-Austurlanda fyrr í mánuðinum, en sagðist gera meiri kröfur til bandarískra andi plasthúsgagnaverksmiðju. Engan sak- aði í eldinum, sem lítt réðst við, en meðal annars voru nærliggjandi skólar rýmdir í öryggisskyni. stjórnvalda um þátttöku í friðarumleitunum. Fór hann fram á „stuðning Bandaríkjastjórn- ar við stofnun palestínsks ríkis.“ Arafat sagði að ástandið í Ras al-Amoud hverfinu í Austur-Jei-úsalem væri líkast skop- leik. Israelskh• námsmenn dvelja nú í tveim húsum í hverfinu, sem í búa um 11 þúsund arabar. Fjórar ísraelskar fjölskyldur settust að í húsunum fyrir viku í óþökk Palestínu- manna sem ætla Austur-Jerúsalem að verða höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns. Samkvæmt samningi ísraelskra stjórnvalda við eiganda húsanna hurfu fjölskyldurnar þaðan á brott sjálfviljugar sl. fimmtudag, en námsmennimir Sjötta slysið í bandaríska flughernum á einni viku B-l fórst í blíðviðri Washington. Reuter. B-IB sprengjuflugvél bandaríska hersins fórst, og með henni fjórir menn, í Montana- ríki á fóstudagskvöldið. Er þetta sjötta flug- slysið í bandaríska hernum á einni viku. Ekkert hefur komið fram um hverjar or- sakir slyssins kunni að hafa verið. Full- trúi bandaríska vamannálaráðu- neytisins sagði á fréttamannafundi í gær að hann gæti ekki útskýrt þessa röð slysa, en sagði að þama væri að vissu leyti um að ræða „grimmd tölfræðinnar“, slys virtust oft verða „mörg saman“, það hefði einnig gerst í fyrra. Þotan sem fórst á föstudag var á æfinga- flugi í blíðu veðri. Slysið varð milli kl 20 og 21 að kvöldi að íslenskum tíma. B-IB þotan var fyrst smíðuð í upphafi níunda áratugar- ins og gerð til þess að bera kjarnorku- sprengjur. Vélin sem fórst á föstudag var ekki hlaðin neinum sprengjum. I síðustu viku fyrirskipaði William Cohen, vamarmálaráðherra, að allar æfingaflugvél- ar hersins skyldu kyrrsettar í sólarhring 26. september til þess að rannsaka mætti örygg- isráðstafanir sem gerðar væra við æfinga- flug, í ljósi tíðra slysa undanfarið. Vegna slyssins á fóstudag hefur varnarmálaráðu- neytið tilkynnt að kyrrsetningunni verði flýtt til mánudags. Samkvæmt upplýsingum bandaríska varn- armálaráðuneytisins hafa alls farist 55 flug: vélar á vegum flughersins á þessu ári. í fyrra fórast 67; 69 árið þar á undan og 86 ár- ið 1994. fluttu inn í staðinn og eiga að sjá um viðhald næstu mánuði. Á fundi Arafats með utanríkisráðherram aðildarríkja Arababandalagsins á föstudag bar forsetinn fram opinber andmæli við við- brögðum ísraela við deilunni í Ras al-Amoud, og sagði þá vera „að koma upp bækistöð fyrir landnema" í Austur-Jerúsalem. Eftir fundinn sagði Amr Moussa, utanríkisráðherra Eg- yptalands, að ráðherrarnir hefðu verið sam- dóma um að stefna Israela, og þá sérstaklega i málum er vörðuðu Jerúsalem, væri óviðunandi. Friðarumleitanir hefðu farið út um þúfur vegna óbilgimi ísraela. Yasser Arafat segir ástandið í Ras al-Amoud vera skopleik líkast Krefst stuðnings Bandaríki anna Kaíró. Reuter. TREYSTA VÖLDIN ÍKÍNA « ESJU- STELP- URNAR 20 LAUGAFISKI VEX FISKUR UMHRYGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.