Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Úr skúffu ástall Seðlabanki íslands hefur veríð musterí ís- lenskrar efnahagsstjómar um nær ijögnrra áratuga skeið. Kristján Jónsson kannaði hvort enn væri talin þörf á seðlabanka hér eftir að áhersla á markaðslögmál, aukið frelsi og alþjóðaviðskipti hafa umbylt ijármála- heiminum og efnahagslífínu. ÁBÚÐARMIKLIR talsmenn Seðlabankans lesa upp yfirlýsingn um að gengið hafi verið fellt gagnvart Bandaríkjadal. Stjórnarandstæðingar mótmæla, tala um óstjórn og úreltar lausnir. Venjulegir launþegar yppta flestir öxlum, víst verða krónurnar í launaumslaginu minna virði en skuld- imar lækka einnig að verðgildi. Þannig var veruleikinn í gengismálum áratugum saman en nú eru breyttir tímar. Hlutverk stofnunarinnar er gerbreytt eins og reyndin hef- ur orðið í flestum löndum, tilskipanir og bein stýring á undanhaldi. Víst grípur Seðlabankinn vikulega og stundum nokkra daga í röð inn í gengið á nýjum gjaldeyrismarkaði bankanna með kaupum og sölu en aðeins til að draga úr sveiflum. Bent er á að gengið skipti okkur miklu í baráttu við verðbólgu vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af efnahags- umsvifum okkar miðað við hlutfallið hjá stórþjóðum á borð við Þjóðveija eða Bandaríkjamenn. Bankinn stýrir að vísu vaxtastiginu með því að ákveða vexti á lánum sem ríkissjóðurslær hjá þjóðinni en afskiptin af öðrum þáttum eru mun minni en áður. Á sumum sviðum hefur hann dregið sig í hlé og látið hefðbundnum fjármálastofnunum eftir þjónustuna. Ríkið notar ekki leng- ur yfirdráttarheimild sína hjá Seðlabankanum, ráðherra verður að fara út á almennan lánamarkað - en heimild til að nota yfirdráttinn er þó enn í lögum. En er seðlabanki áfram nauðsynlegur, bankinn sem sagt var að hefði upprunalega verið í einni skúffu í Landsbankanum en óx og dafnaði? Frægt varð fyrir nokkrum árum þegar stjórnmálaleiðtogi lýsti starfsliðinu í bankanum sem „blýantsnögurum" og oft hafa ráðamenn bankans verið sakaðir um að vera þægir vinnumenn stjórnvalda á hveijum tíma. Viðmælendur blaðamanns voru nær allir sammála um að seðlabanki þyrfti að starfa hér áfram, þrátt fyrir allar breytingar. Hann ætti að ein- beita sér að því að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Athygli vekur að áfram verða seðlabankar í hveiju ríki væntanlegs efnahags- og myntbanda- lags Evrópu, EMU, en umdeilt er hve mikil áhrif þeirra verða. Helstu verkefni þeirra verða líklega að fylgja eftir ákvörðunum væntanlegs Seðla- banka Evrópu og annast hagrannsóknir. Fulltrúar þeirra mynda stjórn sameiginlega bankans. Vegna breytts hlutverks Seðlabankans vilja sumir nú færa hann undir fjármálaráðuneytið, þar eigi hann fremur heima en nú heyrir hann undir viðskiptaráðuneytið. Lögin um íslenska seðlabankann eru óskýr og á margan hátt úr takti við breytingarnar sem orðið hafa á síðustu árum á starfsumhverfinu. „Það er vafalaust rétt sem sagt er að margir stjórn- málamenn vilji hafa ákvæðin um sjálfstæði bankans loðin, þá er auðveld- ara að keyra yfir bankastjórana ef til ágreinings kemur,“ sagði heimildar- maður í stjórnkerfinu. Ljóst er að bankinn verður ávallt að starfa í meginatriðum í samræmi við vilja kjörins þings og ríkisstjórnar, hvað sem öllum lögum líður en menn eru sammála um að hægt væri að auka sjálfstæði hans. Tenging við EMU sögð verða óly'ákvæmileg Enn er óljóst hvort áætlanir um EMU verða að veruleika á tilsettum tíma 1999 en viðmælendum blaðamanns bar saman um að íslendingar yrðu fyrr eða síðar að tengjast bandalaginu með einhveijum hætti. Sú skipan mála sem við höfum, sjálfstæð, íslensk króna, tryggir ákveðinn sveigjanleika ef sérstakar aðstæður koma upp hjá okkur. Á hinn bóginn hljóta vextir að verða hærri hérlendis en á svo öflugu svæði. Hve miklu viljum við fóma til að geta haldið réttinum til að fella gengið? Rætt hefur verið um að við gætum samið um sérstaka tengingu við EMU en heimildarmenn í bankaheiminum, sem ekki vilja láta nafns síns getið, lýsa margir vantrú sinni á þann möguleika. „Mér kemur ekki til hugar að nýr Seðlabanki Evrópu fari að eyða tíma og mannskap í að gera einhvern sérsamning vegna svona smámyntar. Þeir segja við okkur: „Þið megið hengja ykkur aftan í okkur en þið eruð ekki neinn partur af dæminu." Ég held að það gerist eitthvað þess háttar ef við reynum að semja,“ sagði einn þeirra. Of miklar sveiflur án afskipta bankans ORSTEINN Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri deildar verðbréfa hjá Búnaðarbankanum, telur Seðla- bankann gegna miklu og nauðsyn- legu hlutverki í sambandi við barátt- una gegn verðbólgu, ákvörðun geng- is og vaxta. „Bankinn fylgist núna með mark- aðnum og getur gripið inn. Hann hefur dregið sig út úr gjaldeyrismark- aðnum, áður hittust menn alltaf á fundi hjá honum daglega og þar var gengið raunverulega ákveðið. Frá því í sumar hafa bankamir markað sjálfstæðar gengisákvarðanir eftir markaðsaðstæðum en Seðlabankinn fylgist þó með markaðnum og kaupir og selur þegar hann vill til að hafa áhrif á gengið, draga úr sveiflum. Það er nauðsynlegt að bankinn geri þetta vegna þess að íjárhæðirnar sem bankamir eru sjálfir að verðleggja sín á milli á þessum nýja gjaldeyrismarkaði eru of litlar, alveg niður í hálfa milljón dollara. Ef Seðlabankinn gripi ekki inn myndu verða allt of miklar sveiflur í genginu. En ég vildi gjarnan að bankinn yrði sjálfstæðari, þá myndi hann fá meiri tiltrú á markaðnum. Ég held að sjálfstæðari seðlabanki sé ein af forsendum þess að hægt verði að koma verðtryggingu fjármuna fyrir kattarnef sem margir hafa gert að markmiði sínu og ég held að menn ættu að stefna að.“ Þorsteinn segir aðspurður um skynsemi þess að halda uppi sjálf- stæðum gjaldmiðli að ráðamenn viti að ef þeir kasti krónunni fyrir róða missa þeir völd, jafnt í vaxta- og gengismálum. „Ég held að eðlilegast væri vegna viðskiptahags- muna okkar að tengjast Evrópu í þessum málum með tvíhliða samningi, þá myndi gagnaðilinn koma krónunni til hjálpar t.d. ef gert yrði áhlaup á hana til að fella hana. En ég sé ekki fyrir mér tengingu við aðra gjaldmiðla alveg á næstunni.“ Þorsteinn Þorsteinsson Yrði aldrei handbendi eins eða neins STJÓRNANDI Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, Guðmundur Hauksson, segir Seðlabankann ekki óþarfan. Bankinn eigi að einbeita sér að helsta verkefni sínu, að halda verð- lagi stöðugu, og aðgreina eigi það frá annarri starfsemi hans. Ástæða sé til að hrósa ráðamönnum bankans fyrir góð áhrif á ijármagnsmarkaðinn á undanfömum árum og jafnframt fyr- ir að draga hann út úr hlutverki við- skiptavaka. „Það þarf að gera bankann sjálf- stæðan til þess að hann geti gegnt þessu hlut- verki og hann þarf að hafa sterk tæki, öfluga hagdeild og peningamáladeild til þess. Jafn- framt vildi ég að þeir héldu fundi öðru hveiju um fjármagnsmarkaðinn, með svipuðum hætti og gert er í seðlabönkum víða erlendis. Til greina gæti komið að færa fleiri verk- efni undan stjóm bankans, þá er ég með í huga bankaeftirlitið. Á sínum tíma vom áhrif eftirlitsins miklu meiri á fjármagnsmarkaðinn en þau em núna. Nú em komnir miklu fleiri aðilar inn á markaðinn og hafa þar áhrif, ég nefni tryggingafélög, líf- eyrissjóði og ýmis fjárfestingafélög sem em nú að vinna á nánast sömu forsendum og innlánsstofnanir. Síðastnefndu stofnanirnar þurfa að fullnægja ströngum skilyrðum um bindiskyldu og þess háttar sem hinar stofnanimar á fjármagnsmarkaðnum þurfa ekki að gera. Seðlabankinn getur varla haft bein áhrif á stjórnarstefnuna en ef hann nýtur mikils sjálfstæðis getur hann sagt álit sitt á því sem verið er að gera og haft áhrif með þeim hætti. Bankinn hefur ekki haft það sjálfstæði hérlendis sem hefði verið heppilegast en síðustu misseri er hann farinn að láta meira að sér kveða. En það þarf að afmarka stöðu hans betur, auka sjálfstæði hans og frelsi. Þá yrði meira hlust- að á hann, bankinn yrði aldrei handbendi eins eða neins.“ Guðmundur Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.