Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNNUDAGUR 21. SEPTEMBBR 1997 27 Skreiðin er matur aðalsins í Nígeríu og dýr eftir því. Hausar eru keyptir af milli- stéttunum, en þeir fátæku kaupa hryggi.“ heimsþekkta gæludýrafyrirtækis Pedegree sem er feiknastórt beggja vegna Atlantshafs. Lintofiskur er búið svokölluðum færibandaþurrkklefa og þar mun- um við geta þurrkað loðnu hálft árið í hunda- og kattamat og hryggi hinn helming ársins, þannig nýtist allt betur, afkastagetan eykst og af- köstin með. Lintofiskur mun eftir- leiðis heita Laugaþurrkun ehf. og samanlögð velta Laugafisks og Laugaþurrkunar verður í kringum 300 milljónir." Lúðvík getur þess að fleira sé í skoðun. Allt sé það þó á athugunar- stiginu og allt of snemmt sé að segja um hver framvindan verður. „Við höfum í gegn um tíðina velt ýmsum valkostum fyrir okkur, en í dag snúast hugsanlegar nýlundur um þá samvinnu við Dan Export sem nú hefur verið stofnað til og við væntum góðs af. Eitt af megin- markmiðunum hjá Laugafiski var að dreifa mörkuðum og þeim mark- miðum hefur nú verið náð. Það brynjar okkur fyrir erfiðum tím- um, sem ég gat um áðan, sem kunna að vera framundan í fisk- þurrkuninni. Að flyfja... Lúðvík er giftur Unni Harðar- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn, 6 til 20 ára. Til skamms tíma voru þau einnig land- eigendur í Reykjadalnum. Lúðvík er spurður að lokum hvernig það hafi verið að hafa sig úr borgarsoll- inum og setjast að í sveit til margra ára. „Það var eitthvað sem við vild- um mjög gjaman gera, en nú er svo komið að við ætlum að hvíla okkur á sveitalífinu. Tvö barnanna eru á menntaskólaaldri og við ætlum að flytja til Akureyrar nú í haust. Við erum búin að selja jörðina, Kárhól, en héldum eftir skika undir sumar- hús. Það er ekkert mál að keyra á milli og ef veður eru válynd þá hef ég gistiaðstöðu hér í dalnum. Ég vona að þetta fyrirkomulag reynist vel.“ ■lllllfts Laugavegi40 Kynningarfundur í Sálarrannsóknarskólanum Opið hús og kynningarfundur verður í Sálarrannsóknarskólanum í dag kl. 14.00. Þar verður í skólastofu skólans flutt stutt erindi um starfsemi skólans, s.s. um líf eftir dauðann, starfsemi miðla og um álfa og huldufólk og önnur dulræn mál. Allir velkomnir. Sálarrannsóknarskólinn er vandaður skóli þar sem almenningi eins og þér gefst kostur á að vita allt sem vitað er um dulræn mál, líf eftir dauðann, samband við framliðna, afturgöngur, berdreymi, iyrirboða, heilun, líkamninga, segulbandsmiðla, ljósmyndamiðla, og um flestöll dulræn mál sem hugsast getur s.s. hvar framliðnir eru og hvers eðlis þessir handanheimar eru. Skólinn er eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bænum sem í boði er í dag. Kynningarfundurinn verður endurtekinn á miðvikudaginn kl. 20.30 og um næstu helgi á sama tíma. Sálarrannsóknarskólinn — „skóli fyrir hugsandi fólk” — Vegmúla 2, s. 561 9015 og 588 6050. FRÍSTUNDANÁM f MIÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA DAG- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ. fslenska fyrir útlendinga 1.-4. flokkur (í 1. flokki er raðað eftir þjóðemi nemenda). fslenska - talflokkar fyrir útlendinga ERLEND TUNGUMAL (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Hollenska. Þýska. Franska. ftalska. Spænska. Portúgalska. Rússneska. Lettneska. Kínverska. Japanska. Arabíska. Talflokkar í ensku, spænsku og ítölsku. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Fatasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Glerlist. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Batík og tauþrykk. Silkimálun. Teikning 1. og 2. Vatnslitamálun. Olíumálun. ÝMIS NÁMSKEIÐ Leikhúskynning - námskeið í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, fyrirlestrar, skyggnst á bak við tjöldin og fylgst með æftngum, umsjón Edda Björgvinsdóttir og Ingibjörg Hafstað. Listasaga - fjallað um helstu tímabil listasögunnar, kennari Þorsteinn Eggertsson. Islandssaga - saga fslendinga frá 18. ld fram á okkar daga, líf þeirra og kjör, kennari Guðrún Halldórsdóttir. Afþreyingar menning nútímans - lesið í margvísleg tákn og áhrif upplysingaþjóðfélagsins eins og þau birtast m.a. í fjölmiðlum, kvikmyndum, bókmenntum, tísku og auglýsingum, kennari Ulfhildur Dagsdóttir. Húsgagnaviðgerðir - að gera upp gömul húsgögn, smíðar, kennari Matthías de Jong. Heimilisbókhald - hagnýt ráðgjöf um fjármál heimilanna, kennari Raggý Guðjónsdóttir. Samskipti og sjálfsefli - ákveðniþjálfun fyrir konur, kennari Jórunn Sörensen. Tarotlestur - leiðbeint um tákn og túlkun spilanna, kennari Carl Marsak. NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Danska. Norska. Sænska. Þýska. Fyrir 7-10 ára böm til að viðhalda kunnáttu í málunum. LEíVGT LriER Leiklist fyrir böm, 9-12 ára. Kennari: Elísabet Brekkan. 8EXJ Llf'IH. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK Stærðfræðiupprifjun og aðstoð fyrir nemendur í 10. bekk gmnnskóla og á framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. Islenska, stafsetning og málfræði. Sérkennsla fyrir fólk sem á við lestrarörðugleika að etja, kennari María Hannesdóttir. INNRITUN STENDUR YFIR í MIÐBÆJARSKÓLA, FRÍKIRKJUVEGI1. Upplýsingar í síma: 551 2992. Netfang: nfr@rvk.is Heimasíða: http://www.rvk.is/nfr Kennt verður í Miðbæjarskóla og í Mjódd, Þönglabakka 4. Kvölddagskrá kl. 20 - 22 þriðjudag 23. sept og miðvikudag 24 sept. Vinsamlegast skráið þátttöku í síma 568 9070 hefst timdvíslega kl. 20 eypis aðgangur. skreytingar úr garðinum Jónsdóttir og skreytinga- okkar sýnir hvað hægt er gera úr laufi og berjum úr garðinum. 2.Haustlaukar og laukaval Hafsteinn og Lára spjalla um haustlaukana og kynna nýjungar 3.Kerti, reykelsi og rómantík Hvað er notarlegra en kertaljós og haustrómantík. Margt nýtt í kertum. 4 Jndversk matargerð Kitlum bragðlaukana og smökkum indverskan sælkeramat frá PATAKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.