Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aldraðir í leikfimi í Víkinni LEIKFIMI fyrir aldraða sem boðið er uppá í Víkinni, íþrótta- húsi Víkings í Reykjavik, er að hefjast og voru um fimmtíu manns í fyrsta tímanum í liðinni viku. Félag eldri borgara í Reykjavík býður í samvinnu við Reykjavíkurborg upp á reglu- lega leikfimitima á vetri kom- anda. mm r . . .mh Ulfr t ~ ' feLágíí M Dfili jKr .JmS Fyrirhuguð sala á 25% hlut í Sementsverksmiðju ríklsins á Akranesi Heimamenn hafa fengið vilyrði fyrir forkaupsrétti IÐNAÐARRAÐHERRA hefur veitt Akraneskaupstað vilyrði fyrir for- gangsrétti að þeim 25% hlut ríkisins í Sementsverksmiðju ríkisins sem ráðgert er að selja á árinu, sam- kvæmt fjárlögum. Akraneskaup- staður vinnur nú að könnun á möguleikum á stofnun eignarhalds- félags um kaupin. Fjármálafyrir- tækið Pjárvangur hefur metið nettóverðmæti Sementsverksmiðj- unnar á 600 milljónir króna og hef- ur þá m.a. verið tekið tillit til 240 milljóna króna lífeyrisskuldbindinga verksmiðjunnar og þær færðar frá ríkinu til hennar. Finnur sagði að legðist Sements- verksmiðjan af gæti það haft afger- andi áhrif á atvinnulíf á Akranesi. „Ég vil eiga gott samstarf við heimamenn um hvemig að þessari sölu verði staðið," segir Finnur. „Ég hef boðið Akurnesingum upp á að þeir gangist fyrir því að stofna eign- arhaldsfélag um rekstur Sements- verksmiðjunnar og að það verði síð- an gengið til samninga við þann hóp um að eignast hlut í Sements- verksmiðjunni, 25% eða annað.“ Fjárfestar á heimaslóð „Aðalhugsunin er að það verði hópur fjárfesta á heimaslóð sem hafa áhuga á því að reka fyrirtæk- ið með arði, eins og ríkið gerir núna, og tryggja að verksmiðjan haldi áfram starfsemi. Núna, eftir fund sem ég átti með fulltrúum bæjar- stjórnar fyrir stuttu, hefur niður- staðan orðið þessi að þeir vita vilja minn til að standa svona að þessu og þurfa að leita að fjárfestum inn í fyrirtækið sem hafi það að megin- markmiði að reka fyrirtækið áfram í óbreyttri mynd á Akranesi," sagði Finnur. Ráðherra sagði að heimild flár- laga tæki til sölu á 25% hlut í fyrir- tækinu og hann hefði ekki ákveðið að leita eftir neinu frekar. „Verði það hins vegar niðurstaðan út úr viðræðum Akurnesinga að það komi einhver að sem vilji eignast meira en þetta, og í framhaldi af því telji menn rétt að setja fyrirtækið á markað, þá er það hlutur sem við munum skoða.“ Fram hefur komið að Akurnesing- ar hafa gert kröfu til lóðagjalda- greiðslu aftur í tímann en Finnur sagðist hafa hafnað því algjörlega fyrir hönd ríkisins en hafa samþykkt að setja málið í nefnd þriggja manna til að fara yfir stöðu þess og meta hvort sú afstaða sín væri ósann- gjöm. Af og frá væri hins vegar að tala um að sú nefnd væri gerðardóm- ur, eins og haft var eftir forseta bæjarstjómar Akraness í Morgun- blaðinu nýlega. „Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég hef hafnað þessum kröfum," sagði Finnur. Sagt upp rétt áður en fæðing- arorlof hófst BLIKKSMIÐI, sem ætlaði að taka fæðingarorlof frá 1. september sl., var sagt upp störfum í lok ágúst. Formaður Félags blikksmiða segir að lögmaður félagsins hafi gefið fyrirtækinu frest til að afturkalla uppsögn mannsins. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem reynir á rétt feðra til fæðingarorlofs með þessum hætti. Einar Gunnarsson, formaður Félags blikksmiða, sagði að blikk- smiðurinn hefði haft samband við félagið fljótlega eftir að hann ósk- aði eftir að taka fæðingarorlof, því framkvæmdastjóri blikksmiðjunn- ar sem hann starfaði hjá hefði tek- ið dræmt í beiðni hans. Kona mannsins var hins vegar að hefja nám nú í haust og vildi maðurinn ekki falla frá rétti sínum til fæðing- arorlofs. Samkvæmt lögum um fæðingar- orlof nr. 57 frá 1987 eiga foreldrar rétt á sex mánaða fæðingarorlofí og geta skipt þeim tíma með sér. Tekið er fram að faðir, sem ætlar að taka hluta fæðingarorlofs, skuli tilkynna atvinnurekanda það með 21 dags fyrirvara og jafnfrarnt hve lengi hann verði frá störfum. í lög- unum er einnig tekið fram, að óheimilt sé að segja foreldrum í fæðingarorlofi upp störfum. Blikksmiðurinn hugðist taka níu vikna orlof frá og með mánudegin- um 1. september. Föstudaginn 29. ágúst fékk hann hins vegar afhent uppsagnarbréf. Öðrum til viðvörunar Einar Gunnarsson kvaðst hafa krafið fyrirtækið skýringa, en feng- ið þau svör að hugsunarháttur mannsins samrýmdist ekki þeim hugsunarhætti sem ríkjandi væri í fyrirtækinu, án þess að það væri skýrt nánar. „Maðurinn hefur stað- ið sig vel í starfi og honum verið falin ýmis ábyrgð. Ég get ekki ann- að en litið svo á að uppsögn hans sé öðrum starfsmönnum til við- vörunar," sagði Einar. Lögfræðingur Félags blikksmiða ritaði fyrirtækinu bréf og gaf því tíu daga frest til að draga uppsögn mannsins til baka. Sá frestur renn- ur út á þriðjudag. Helgarskammtur a einu kvöldi LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af óvenjumörgum ölvuðum ökumönnum á föstudags- kvöld og fram á nótt. Á þessum tíma voru tólf stöðvað- ir fyrir ölvun við akstur og sá þrett- ándi bættist við í gærmorgun. Lög- reglan segir að þetta sé „helgar- skammtur" af ölvuðum ökumönn- um. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði mjög alvarlegt hve margir settust ölvaðir undir stýri. Hann sagði að eftir þessa reynslu yrði lögreglan enn virkari en áður í að leita uppi ölvaða ökumenn. Morgunblaðið/Ásdís Fjölbreytni í íjöruferð BÖRNIN á Krílakoti í Ólafsvík Margt er skoðunarvert í fjörunni voru nýlega í fjöruferð við bæinn og þar getur að líta fjölbreytilegt ásamt leikskólakennurum sínum. dýralíf þegar vel er að gáð. Úr skúffu á stall ►Seðlabanki íslands hefur verið musteri íslenskrar efnahagsstjórn- ar í nær fjóra áratugi. /10 SPD leitar inn á miðjuna ►Þýskir jafnaðarmenn leggja í kosningabaráttu með nýja stefnu- skrá og nýjar áherslur. /12 Esjustelpurnar ► Sögulegur bakgrunnur kvik- myndarinnar „Maríu“ er koma þýskra landbúnaðarverkamanna til íslands. /20 Laugafiski vex fiskur um hrygg ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Lúðvíg Hall- dórsson, framkvæmdastjóra Laugafisks í Reykjadal. /26 B ► 1-24 Á grundvelli rökhugsunar ►Jón Sigurðsson hefur verið ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyti og framkvæmdastjóri Járnblendi- verksmiðjunnar. /1 Landnám aftur á bak ►Stig Torvund átti stóran þátt í sameiningu Strengs og hins norska Infostream. /6 Ég verð aldrei rík ►Kolbrún Björgólfsdóttir, betur þekkt sem Kogga, er ein fremsta leirlistakona landsins. /8 c FERDALOG ► 1-4 Hjólaferð á vit náttúru og listar ►Danmörk er kjörland reyndra og óreyndra hjólreiðamanna. /2 Töfrar hafanna í Sundahöfn ►Stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur komið. /4 D BÍLAR_________________ ► 1-4 Nissan Patrol ►Fimmta kynslóð Nissan Patrol var frumsýnd í Frankfurt. /1 Nýr Mazda 626 ►Nýr Mazda 626 var kynntur hjá Ræsi í Reykjavík. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ 1-16 Verkef nastjórar f á alþjóðlega vottun ►Fyrstu íslensku verkefnastjór- amir vora nýlega vottaðir sam- kvæmt kröfum IPMA. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Bríds 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reylqavíkurbréf 28 Fðlk í fréttum 46 Skoðun 30,31 Bíó/dans 51 Minningar 32 Útv./sjónv. 45,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 20b Hugvekja 42 í dag 42 Mannlifsstr. 21b INNLENDAR FE 2-4-8-BAK .ÉTTIR: ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.