Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fjárhús koma víðar við upphaf kristin- dóms en í Betlehem. Svo virðist sem kristni hafí snemma fest rætur í Skaga- fírði. Þar var fjárhús byggt á rústum kirkju sem líklega var reist árið 984 að Neðra-Asi í Hjaltadal og lagðist kirkjan af á 13. öld. Sr. Hjálmar Jónsson alþingismaður hefur kynnt sér kirkjubygg- -------------------------------------7-------------- ingar og upphaf kristni á Islandi. —...- -............................................. Morgunblaðið/Þjóðminjasafnið ÞAÐ ER athyglisvert með tilliti til hinna fornu sagna, að nú í sumar fann Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur merki um bruna í grunninum að Neðra-Ási. Merkar fomleifar Morgunblaðið/Hjalti Pálsson í BÆNHÚSINU í Neðra-Ási. Húsið var fjárhús og var myndin tekin árið 1977. OFAN og sunnan bæjar og útihúsa í Neðra-Ási í Hjaltadal stóð lengi lítið fjárhús, sem nefnt var „Bænhúsið“. Heimafólk í Neðra-Ási og nágrenni hefur ætíð haft það fyrir satt að þar hafi kirkja verið til foma. Árið 1926 var Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður á ferð um Hjaltadal. Hann hafði feng- ið áhuga á sögnunum, sem rímuðu svo vel við heimildir í fomsögunum. Fékk hann Bænhúsið friðlýst ásamt nánasta umhverfí þess. Svo leið og beið og ekkert var átt við rannsókn- ir. Könnun fomleifa árið 1984 Þegar leið að því að 1000 ár væru frá því kirkjan var reist samkvæmt Þorvaldar þætti víðförla og Kristni sögu áttum við Þór Magnússon, þjóðminjavörður tal um það að ástæða væri til að gera svolitla rannsókn á minjunum og reyna að fá staðfestingu á að kirkja hefði þarna verið. Fórum við því 29. september 1984 á staðinn til að grafast fyrir. Svanhildur Steins- dóttir, húsfreyja setti okkur skil- merkilega inn í aðstæður og kvaðst ekki efast um sannleiksgildi þess að Bænhúsið, þ.e. fjárhúsið, væri á grunni kirkjunnar, sem verið hefði í Ási í fyrndinni. Umhverfis Bæn- húsið mótar fyrir hringlaga garði, sem ætti því að vera kirkjugarður. Þar sunnan við húsið grófum við tvo skurði. Á um 60 sm dýpi kom- um við niður á beinaleifar og fylgd- um þeim og fúnum trjáleifum til vesturs. Þannig komu í ljós allljós- ar leifar af beinagrind og var höf- uðkúpan nokkuð heilleg. Trjáleif- arnar voru greinilega eftir kistu. Rétt sunnan við höfuðkúpuna kom upp önnur höfuðkúpa. Fornfræð- ingurinn hafði þar með rennt stoð- um undir fomu sagnimar og sögu- legt gildi þeirra. Við rannsókn á beinaleifunum á Þjóðminjasafni komst Jón Steffensen býsna langt í athugunum á þeim. Staka höfuð- kúpan var af miðaldra karlmanni, sem hafði verið með gigt í hálslið- um. Beinagrindin var hins vegar af miðaldra konu, sem Jón taldi að hefði haft ígerð í vinstra eyra. Á héraðsfundi Skagafjarðarpró- fastsdæmis 14. október 1984 minnt- umst við þess að 1000 ár vom frá kirkjubyggingu Þorvarðar Spak- Böðvarssonar að Ási í Hjaltadal. Þar flutti Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, fróðlegt erindi um fyrstu kirkjur á Islandi, sem heim- ildir og munnmæli em til um, og fjallaði svo um kirkjuna í Neðra- Ási, heimildirnar sem til era um hana, svo og rannsóknarferð okkar þá um haustið og árangur þeirrar ferðar. Sannleiksgildi fornra heimilda styrkist Nú í sumar fór Sigurður Berg- steinsson fomleifafræðingur norður að Ási til þess að kanna gmnn fjár- hússins, sem kallað er frá ómunatíð „Bænhúsið." Honum varð vel ágengt og er nú fullsannað að þarna var kirkja og einnig það að kirkjan er mjög gömu). Er full ástæða til þess að ætla að í meginatriðum séu heimildimar réttar bæði í Þorvald- ar þætti víðförla og Kristni sögu enda ber þeim undra vel saman. Engin ástæða er raunar til að efast um að kirkjan hafí verið byggð þar árið 984. Artalið er þannig fundið að 874 hófst landnám norrænna manna á Islandi. Það upphafsár er miðað við konungaættir og ríkisstjómarár á Englandi, samkvæmt íslendinga- bók Ara fróða, sem vitnar í Ed- mundarsögu helga Englakonungs. Sjálfur nefnir Ari þrjá heimildar- menn sem allir mundu langt fram og væm margspakir og óljúgfróðir, samkvæmt orðfæri Ara. Hann segir landið finnast 870 á dögum Harald- ar hárfagra er ívar sonur Ragnars loðbrókar lét drepa Edmund Engla- konung. Þorvaldur Koðránsson frá Giljá og Friðrekur biskup komu „til íslands er landið hafði verið byggt tíu tigu vetra og sjö vetur“ þ.e. 981. Þeir félagar voru fyrsta veturinn í Húnavatnsþingi en héldu síðan til Skagafjarðar. Kristni saga greinir frá því að Þorvarður Spak-Böðvars- son hafí reist guðshúsið árið 984. „En kirkja sú var ger sextán vetr- um áðr kristni var í lög tekin á Is- landi...“. í Þorvaldar þætti er þess getið að þremur vetrum eftir út- komu þeirra hafi Þorvarður Spak- Böðvarsson byggt kirkju sína í Ási. Sömu heimildir geta um kirkju í Holti á Ásum. í Þorvaldar þætti víð- förla segir svo: „Svo er sagt að Friðrekur biskup hafí skírt þann mann er Máni hét og fyrir því að hann hélt kristna trú með mörgum manndyggðum og góðlifnaði, var hann kallaður Máni hinn kristni. Hann bjó í Holti í Kólkumýram. Hann gerði þar kirkju. í þeirri kirkju þjónaði hann guði bæði næt- ur og daga með helgum bænum og ölmusugerðum, er hann veitti marg- háttaðar fátækum mönnum.“ Svo segir frá því að Máni hafi gefið kirkju sinni veiði í hyl einum í Laxá. Kennileiti bera nafn hans. Mánafoss heitir foss í Laxá og hylurinn er þekktur og vinsæll af veiðimönnum því að þar veiðist vel í þessari gjöf- ulustu laxveiðiá landsins á okkar dögum. Mánakot heitir hóll nærri ánni og þar er Máni talinn grafinn. Vissulega væri forvitnilegt að kanna þar jarðlög. Hvað sem því líður er þó sá munur á þessum tveim kirkj- um að Máni var einsetumaður og byggði kirkjuna fyrir sig einan en kirkjuna í Ási reisti Þorvarður fyrir sig, heimafólk sitt og aðra kristna menn. Sú gerð hafði því miklu meiri áhrif fyrir eflingu og útbreiðslu kristninnar. Hún var fyrsta al- menna kirkjan á íslandi, sem var byggð sem árangur af trúboði Þor- valdar víðförla og Friðreks biskups til þess að vinna kristnum sið fylgi í landinu. Hún er líka elsta kirkja á íslandi sem fundist hefur og getið er um í fornsögunum. Heimildir geta um kirkjur bæði á Kirkjubæ á Síðu og á Esjubergi en við uppgröft hafa ekki fundist leifar þeirra. Því er uppgröftur að Ási þeim mun áhugaverðari. Um kirkju Þorvarðar segir svo í Kristni sögu: „En kirkja sú var ger sextán vetrum áðr kristni var í lög tekin á íslandi, en hún stóð þá er Bótólfur var biskup að Hólum svo að ekki var að gert utan að torfum." Bótólfur tók við biskupsdómi af Guðmundi góða Arasyni árið 1238 og þá stendur kirkjan enn. Kristni saga er talin rituð af Sturlu Þórðarsyni lögsögu- manni. Hann lést árið 1284 og hefur verið 24 ára gamall þegar Bótólfur varð biskup. Líklegt er því að St- urla hafi vel vitað um kirkjuna og sagnir og heimildir um hana frá upphafi. Aðrar kirkjur reistar fyrir kristnitöku? Aðrar kirkjur á Norðurlandi sem heimildir eru til um eru allar taldar reistar eftir árið 1000. Má þar nefna kirkju að Hofi í Vatnsdal, á Grund í Svarfaðardal, á Bjargi í Miðfirði og á Þórhallsstöðum í Forsæludal. Snemma á 11. öld risu einnig kirkj- ur í Glaumbæ í Skagafirði og á Knappsstöðum í Stíflu. Landnáms- bærinn í Hjaltadal er Hof. Hann er nefndur í Landnámu og segir svo í Sturlubók: „Hjalti son , Þórðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.