Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Drukkinii o g á lyfjum Rannsóknin á bílslysinu, sem Díana, prins- essa af Wales, og Dodi Fayed, fylgdarmað- ur hennar, biðu bana í beinist nú einkum að lífverðinum, sem lifði slysið af. Athygli fjölmiðlanna hefur hins vegar snúið að bíl- stjóranum Henri Paul, sem bera átti til grafar í gær. ERLEIMT HENRI Paul (til vinstri) ásamt Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayed nokkrum augnablikum áður en þau fóru af Ritz-hótelinu í Paris og héldu í bílferðina, sem lyktaði með því að þau létu lífið eftir að hafa rekist á súlu í undirgöngaim undir ána Signu. UTFÖR Henri Paul, öku- mannsins í síðustu bíl- ferð Díönu prinsessu og Dodis Fayed, átti loks að fara fram í gær, þremur vikum eftir hið hörmulega slys í París. Rannsóknin á slysinu beinist nú fyrst og fremst að lífverðinum, sem var eini farþeginn í Mercedes-Benz bifreiðinni, sem komst lífs af úr slysinu, en kastljós fjölmiðlanna hefur hvílt mun meir á ökumannin- um, sem í ljós kom að hafði verið drukkinn og á lyfjum þegar hann stýrði bifréið hinsta sinni. Lík Pauls hefur verið krufið í tvígang og fjölmiðlar hafa farið í saumana á öllu, sem hann varðar, en þó er ýmislegt óljóst um öku- manninn, sem var aðstoðaryfirmað- ur öryggisgæslu á Ritz-hótelinu í París, en faðir Fayeds, Mohamed al Fayed, er eigandi þess. Ljóst er að þrefalt meira áfengis- magn var blóði hans en leyfilegt er þegar slysið varð. Einnig fund- ust merki um tvö lyf, þunglyndislyf- ið Prozae og tiapridal, sem er al- gengt að notað sé í Frakklandi til að draga úr árásargirni og skjálfta áfengissjúklinga. Framleiðendur þessara lyfja segja að þau megi nota með áfengi. Fjölmiðlar hafa fundið ýmsa, sem eru reiðubúnir til að halda fram að Paul hafí verið drykkfelldur, en aðrir segja að það sé af og frá. Vinir hans segja að hann hafí verið frekar hlédrægur, en svo samvisku- samur að verið gæti að hann hafí ekki getað neitað þegar yfirmaður hans skipaði honum að snúa aftur í vinnuna að kvöldi laugardagsins 30. ágúst. „Hann tók vinnuna mjög alvar- lega,“ sagði Dominique Melo, vinur Pauls, sem fölskylda hans fékk til að taía máli sínu. „Það var rangt af honum að aka bílnum, en ég held að við þekkjum öll þá stöðu þegar maður reynir að gera of mik- ið.“ Melo gat ekki skýrt lyfin, sem mældust í blóði Pauls, og kvaðst ekki hafa haft á tilfinningunni að hann væri þunglyndur eða áfengis- sjúklingur. Paul hafði unnið í öryggisgæslu á Ritz-hótelinu í 12 ár. Umræddan laugardag sótti hann Dodi Fayed og Díönu á Le Bourget-flugvöll í París og var það hluti af hans skyldustörfum. Hann ók þeim reyndar ekki frá flugvellinum, held- ur farangri þeirra. Fyrst var farið á Ritz-hótelið þar sem ýmsir ónafngreindir starfs- menn hafa samkvæmt tímaritinu Time haldið fram að hann hafi feng- ið sér anísdrykkinn Ricard á einum hótelbarnum. Um sjöleytið um kvöldið ók hann síðan farangri þeirra til íbúðar Fayeds skammt frá Sigurboganum og eftir það taldi hann vinnudeginum lokið. Kom bílstjórinn við á bar? Virðist hann þá hafa gengið á „Harry’s New York Bar“ skammt frá. Sá, sem rekur barinn, hefur hent öllum blaðamönnum á dyr og segir að Paul hafi ekki komið þar inn. Franskur blaðamaður kveðst hins vegar hafa talað við tvo starfs- menn, sem kváðust þekkja Paul og halda fram að hann hafí verið á barnum frá 7:30 til 9:45. Einn bar- þjónn sagði að hann hefði drukkið tvö til þijú viskíglös og farið eftir að hringt var í farsíma hans. Á leið- inni í bifreið sína kom hann við á bar fyrir lesbíur þar sem hann var reglulegur gestur, en drakk að þessu sinni ekkert þar sem hann var á hraðferð. Myndband úr öryggismyndavéla- kerfí Ritz-hótelsins sýnir þegar Paul kom á bifreið sinni. Fyrir fram- an hótelið var nógu stórt stæði fyr- ir tvo sendiferðabíla, en engu að síður ók Paul bifreið sinni fram og til baka að því er virðist fullkom- lega að óþörfu. Þegar þarna var komið sögu var klukkan 10:08 um kvöldið. Ekki er vitað hvað hann gerði næstu tvær klukkustundirnar, en samkvæmt franska dagblaðinu Liberation fór hann á Vendome-barinn á hótelinu og drakk Ricard. Að sögn blaðsins slagaði Paul þegar hann stóð upp og rakst utan í viðskiptavin. Samkvæmt heimildum Time er frásögnin í Liberation hins vegar orðum aukin. Sögðu starfsmenn hótelsins að Paul kæmi af og til við á hótelbörunum fengi sér einn eða tvo drykki en væri ekki drykkju- maður. Paul var sérþjálfaður bílstjóri, en hann hafði ekki rétta leyfið til að aka Mercedes Benz-bifreiðinni, sem hann ók um kvöldið. Hann settist hins vegar undir stýrið þegar verið var að reyna að afvegaleiða æsi- fréttaljósmyndaranna, sem höfðu beðið Díönu og Fayeds fyrir utan hótelið. Hver bað Paul um að aka? Ekki er vitað hver átti upptökin að því að láta Paul aka, en ökumað- ur, sem starfar á hótelinu, sagði í samtali við franska útvarpið skömmu eftir slysið að þegar Fay- ed-fjölskyldan kæmi þangað gripi um sig skelfing og ringulreið. En þá er eftir spurningin um það hvers vegna hann hafi ekið á mann- drápshraða um götur Parísar. Hann hefði tæplega ekið svona gegn vilja farþeganna og einn af ljósmyndur- unum, sem eltu bifreiðina, kvaðst hafa séð Dodi Fayed gefa örar bendingar með annarri hendinni líkt og hann væri að eggja Paul áfram. Skömmu síðar hefði dregið sundur milli ljósmyndaranna og bílsins. Fayed-fjölskyldan varði Paul í fyrstu, en segir nú að það sé óafsak- anlegt ef rétt sé að hann hafi verið jafndrukkinn og mælingarnar bendi til. Tímaritið Newsweek hefur eftir frönsku lögreglunni að hún telji að Paul beri „99%“ ábyrgðarinnar á slysinu. Heimildir: Reuter, Time, Newsweek og The Spectator. Dýrast að búa í Tókíó ZUrich. Morgnnbladið. ÞAÐ er hvergi dýrara að kaupa inn en í Tókíó, Osló, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Ziirich sam- kvæmt nýrri verðlags- og launa- könnun Union Bank of Switzer- land, UBS. Launin eru hæst í ZUrich, Genf, Kaupmannahöfn, Tókíó og New York. Kaupgeta launa er mest í Lúxemborg, Genf, Zurich, Los Angeles og New York. Reykjavík var ekki í hópi 56 borga sem könnunin náði til. Könnunin gerir samanburð á hvað það tekur margar mínútúr að vinna sér inn fyrir hamborgara f hinum ýmsum borgum. íbúar Nairóbí þurfa að vinna í 193 mín- útur, Moskvu 104 mínútur, Kaup- mannahöfn 20 mínútur, Zurich 14 mínútur og Chicago og Tókíó 9 mínútur til að eiga fyrir ham- borgara. Hótelverð er hæst í London. Það er ódýrast að gista í Montre- al. Könnunin náði til launa 12 atvinnugreina, þar á meðal kenn- ara. Grunnskólakennarar í Moskvu hafa 60.000 kr. nettó á ári fyrir 30 stunda vinnuviku og 60 frídaga, kennarar í Kaup- mannahöfn 1,6 millj. kr. fyrir 37 stunda vinnuviku og 25 frídaga, kennarar í Osló 1,5 millj. kr. fyr- ir 36 stunda vinnuviku og 65 frí- daga, kennarar í Stokkhólmi 1,3 miHj. kr. fyrir 40 stunda vinnu- viku og 40 frídaga og í Helsinki 1,2 millj. kr. á ári fyrir 34 stund- ir og 25 frídaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.