Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 ROK FYRIR VEIÐIGJALDI VIÐ lestur greinarinnar „Nýting- arrétturinn er séreign" í Morgunblað- inu, sunnudaginn 14. september síð- astliðinn flaug mér í hug eftirfarandi lína úr kvæði Megasar um silfur Egils: „Ég er Egill og þú ert Þórólf- ur..Slíkur er galdur skáldsins að enginn sem kominn er til nokkurs þroska þarf að efast um við hveija er átt. Höfundar Morgunblaðsgrein- arinnar fyrmefndu, þeir Orri Hauks- son og Illugi Gunnarsson, hefla í miðri grein að deila við einhvem Þórólf. Verður hvorki ráðið af grein þeirra hver þessi Þórólfur er né hvert sé tilefni orðræðunnar við hann. Eft- ir lestur greinarinnar varð mér ljóst að líklega væri ég sá sem rætt væri um og að tilefnið væri greinarkom sem birtist í Ejármálatíðindum fyrir skemmstu. Þetta fékkst svo staðfest í Morgunblaðinu miðvikudaginn 17. september síðastliðinn. Virðist sem söguþræðinum í grein þeirra félaga hafi verið „gefið á kjaftinn" svo yfir- færð sé lýsing íslensks rithöfundar á eigin aðfeiðum. Mér sýnist að slík textameðferð eigi betur við í skáld- skap en í blaðagrein. Greinin mín í Fjármálatíðindum, Jakka peysur fallegt úrval Glugginn Laugavesi 60 sími 551 2854. Laugavegi 4, sími 551 4473 Stóll aida Hönnun Richard Sapper Verð kr. 6.950, kr. 6.600 stgr. Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is sem er tilefni texta- slagsmála þeirra Orra og Illuga, nefnist ein- faldlega „Veiðigjald". Frumdrög að henni urðu til þegar ég var beðinn að tala um rök fyrir veiðigjaldi á sam- eiginlegum fundi sjáv- arútvegsnefndar og iðnaðar- og viðskipta- nefndar Alþingis fyrir 18 mánuðum. Mér skildist á forsvars- mönnum þingnefnd- anna tveggja að hug- myndina um veiðigjald bæri oft á góma í starfi nefndanna. Því teldu þeir akk af að fá yfirlit yfir helstu röksemdir sem nefndar hefðu verið til sögunnar þeirri hug- mynd til stuðnings. Í greininni nefni ég til eina sex flokka röksemda sem settar hafa verið fram um ágæti veiðigjalds og reyni eftir bestu getu að gera grein fýrir inntaki rök- semdafærslunnar. Snúum okkur nú að texta þeirra Orra og Illuga. Þeir gera ágreining við tvo eða þrjá þeirra röksemda- flokka sem ég nefni án þess að nefna til sögunnar að röksemda- flokkarnir eru fleiri. Sumt af þeim ágreiningi sem þeir setja fram sýn- ist mér reyndar á misskilningi byggt. E.t.v. gefst síðar tækifæri til að skýra það fýrir lesendum Morgunblaðsins. Nú hafa Fjármálatíðindi miklu takmarkaðri útbreiðslu en Morgun- blaðið. En mitt álit er að ekki verði mat lagt á vægi röksemda þeirra félaga nema lesa grein mína. Ég vil því biðja Morgunblaðið vinsamlegast að birta valda kafla úr títtnefndri Fjármálatíðindaritgerð minni. „Rök fyrir veiðigjaldi (neðanmálsgreinum er sleppt) [í grein höfundar í Fjármálatíð- indum eru rök leidd að því] að kvótakerfið sem við búum við [sé] ekki alfullkomið fremur en önnur mannanna verk. Það má hins vegar halda því fram að kvótakerfi með veiðigjaldi sé heppilegra, réttlátara og sveigjanlegra fyrirkomulag en kvótakerfi án veiðigjalds. Þessi full- yrðing verður rökstudd hér á eftir. Röksemdir fyrir veiðigjáldi eru af mörgum tegundum. Hér á eftir verða nefndir helstu flokkar rök- semda. Einn flokkur röksemda lýtur að sveigjanleika m.t.t. þess að taka upp önnur stjómunarform í framtíð- inni. Annar flokkur röksemda snýr að réttlæti og tengist því að með veiðigjaldi er auðveldara að tryggja að öll þjóðin njóti afraksturs af auð- lindinni. Þriðja flokkur röksemda tengist áhættudreifíngu og byggir á að með veiðigjaldi er hægt að bjóða útgerðarmönnum óbeina trygging- arsamninga sem þeim myndi ekki standa til boða að öðrum kosti. Fjórði flokkur röksemda snertir sveiflujöfn- un og sambúðarvanda og snýr að því að launþegar og/eða skattgreið- endur geta neyðst (eða freistast) til að beita almennum stjómtækjum til að ná til sín hluta fiskveiðiarðsins. [...] Þá em það hlutleysisrök sem byggja á að svokallaðir grunnrentu- skattar hafi ekki áhrif á framleiðslu- þáttanotkun. Loks eru það hagvaxt- arrök, sem tengjast kenningum um rentusókn og Hollenska veiki. Hér á eftir verður fjallað um hvem flokk röksemda fyrir sig. Veiðigjald og sveigjanleiki Sá flokkur raka fyrir veiðigjaldi sem tengdur er sveigjanleika lýtur að því að kvótakerfi með veiðigjaldi sé sveigjanlegra en kvótakerfi án veiði- gjalds. Til að skýra þessa röksemd er rétt að rifja upp hvemig verðmyndun á kvóta á sér stað. Kvóti, eða veiðileyfí, eru verðmæti sem ganga kaupum og sölum. Verðmæti kvót- ans, eða veiðileyfanna, felst í því að þau em ávísun á tekjur í fram- tíðinni. Verð kvótans fer síðan eftir því hversu miklar árlegar tekjur kvótaeign gefur af sér. Sömuleiðis skiptir máli hversu lengi ætlað er að rétt- indin verði virk. [...] Það var rakið hér að framan að stjórnmálamenn og almenningur hafa verið miklu seinni til að móta sér hugmyndir um hvernig fara skuli með fiskveiðiarðinn en í því Hvers vegna ætti almannavaldið á íslandi að halda uppi umfangs- miklu fískveiðistjórnun- ar- o g fískveiðieftirlits- kerfi? spyr Þórólfur Matthíasson, ef almenningur nýtur auðæfanna í litlu sem engu? að móta stefnu varðandi veiðistjórn- unina sjálfa. Sé kvótakerfi án veiði- gjalds komið á varanlega er stigið óafturkallanlegt skref. Þvi mætti líta á upptöku veiðigjalds sem að- ferð til að kaupa stjómmálamönn- um og almenningi tíma til að greina og ræða kosti og galla hinna ýmsu kerfa til innheimtu fiskveiðiarðsins sem í boði eru. Eða sagt með öðram hætti: Það er vart hægt að hugsa sér aðra aðferð við að veita óborn- um kynslóðum möguleika á að taka þátt í ákvörðunum er lúta að dreif- ingu fiskveiðiarðsins en þá að leggja á veiðigjald. Röksemdafærslan hér að framan felur í sér að lögfesting núverandi kvótakerfis, með hæfílega ákvörð- uðu veiðigjaldi, væri aðgerð sem væri tiltölulega auðvelt að aftur- kalla. Lögfesting núverandi kvóta- kerfis án veiðigjalds er hins vegar aðgerð sem er margfalt erfiðara að afturkalla. Og þegar litið er til þess hversu gloppótt þekking okkar er á sviði fiskveiðistjórnunar virðist óskynsamlegt að stíga óafturkall- anleg skref á þeirri vegferð. Samfélagssáttmáli - réttlætisrök [í Fjármálatíðindagreininni er] sagt frá þeirri niðurstöðu Ralph Townsend að hagnaður sem verður til vegna fiskveiðistjómunar skapi þrýsting á víðtækari úthlutun veiði- réttar og geti hugsanlega grafið und- an virkni stjómkerfis á veigamiklum sviðum. Ein af ástæðunum fyrir þess- um vandamálum er réttlætiskennd almennings. í þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir Alþingi árið 1995 af Ágústi Einarssyni og fleirum, um veiðileyfagjald, er gerð ágæt grein fyrir þessu sjónarmiði. [...] Nú er margt óréttlætið. Það myndi efalítið æra óstöðugan ef sífellt ætti að gjörbylta heilu laga- Þórólfur Matthíasson bálkunum ef kæmi í ljós að viðkom- andi lagasetning mismunar þegn- unum með einum eða öðrum hætti. Þegar hefur verið nefnt að það er kostnaðarsamt að halda uppi fisk- veiðistjórnunarkerfí. Almannavald- ið verður að fylgjast með að leik- reglunum sé hlýtt. Almannavaldið verður að beita þvingunaraðgerðum gagnvart þeim sem ekki vilja fylgja settum reglum. Að þessu leyti er fiskveiðistjórnunarkerfí ekkert frá- brugðið öðrum lagabundnum reglu- kerfum. [...] Og nú kemur að kjama málsins. Kvótakerfí verður ekki rekið án umtalsverðs eftirlits og umfangs- mikilla þvingunaraðgerða. Lausleg skoðun bendir til þess að kostnaður við kerfið hér á landi með því um- fangi sem er á eftirlits- og rekstrar- þætti þess um þessar mundir sé á bilinu einu sinni til tvisvar sinnum kostnaðurinn við rekstur Háskóla íslands. Efalítið telur starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins að það þyrfti að auka þessi útgjöld ef vel ætti að vera. Bent hefur verið á að kostnaður Norðmanna af veiði- stjómun og veiðieftirliti sé nálægt því fjórfalt meiri en hér á landi, þó svo stærðargráða veiðiskaparins, að aflaverðmæti, sé svipuð í báðum löndum. [...] Sé veiðigjald ekki innheimt er líklegt að kostnaður þeirra sem ekki fengu úthlutað veiðileyfum við að halda uppi kerf- inu geti orðið miklu meiri en ávinn- ingur þeirra af kerfinu. Og þá vakn- ar spurningin: Hvers vegna skyldi meirihluti kjósenda halda uppi kostnaðarsömu kerfi sem er þeim til einskis gagns? Væri ekki betra fyrir þá að láta allt eftirlit lönd og leið, leggja skipum landhelgisgæsl- unnar, [...], hætta að halda úti fjölmennum samninganefndum í Osló og Moskvu? Niðurstaðan er sú að ef útgerðar- menn vilja njóta fulltingis almanna- valdsins við að móta og framfylgja stjórnkerfi í fískveiðunum verður almenningur að njóta afrakstursins af þvi streði. Það er reyndar önnur röksemdar- færsla sem má fella undir hug- myndina um að veiðigjald geti verið nokkurs konar samfélagssáttmáli milli þeirra sem nýta auðlinda og eigenda hennar. Á það hefur verið bent margoft bæði í ræðu og riti að auðlindagjald hafi, á árum áður og fram til þessa, verið innheimt með óbeinum hætti af útgerðinni. Þetta hafi verið gert með þeim hætti að halda gengi íslensku krón- unnar hátt skráðu. [...] Leiða má að því rök að úthlutun varanlegra kvóta án veiðigjalds geri þessa inn- heimtuleið ómarkvissari (en þó ekki ómögulega, eins og vikið verður að síðar) og erfiðari, auk þess sem alþjóðasamningar takmarka svig- rúm til að nota tolla til innheimtu af þessu tagi. Hvemig væri komið hagsmunum almennings ef kvótakerfi án veiði- gjalds yrði gert naglfastur partur af innanstokksmunum lýðveldisins? Almenningur sem áður fékk veru- legan skerf af auðlindaarðinum fengi þá ekkert - það væri búið að svipta_hann tekjunum af fiskim- iðunum. Álagning veiðigjalds er því ekki ný skattheimta, heldur aðeins haldbetri og skilvirkari aðferð við að koma auðlindaarðinum til skila en þær aðferðir sem fram að þessu hafa verið notaðar. Veiðigjald og trygging gagnvart áhættu [...] Markús [Möller hefur stung- ið] upp á að boðið verði að tengja tilboð í veiðileyfi við afurðaverðsvísi- tölur, olíuverð og aflamagn sem út- hlutað er. Með þessu yrði hluta af [útgerðar]áhættu einstakra útgerð- armanna velt yfír á ríkissjóð. Af þessu hlytist nokkur þjóðhagslegur ávinningur þar sem útgerðarmenn gætu sérhæft sig enn frekar en nú er. Veiðigjald og sveiflujöfnun - sambúðarvandi sjávarútvegs og útflutningsiðnaðar [.. ,]Raungengi íslensku krón- unnar hefur verið látið sveiflast í takt við afkomu í sjávarútvegi. Þannig hefur hátt (eða réttara sagt „enn hærra“) raungengi tekið kúfinn af hagnaði í sjávarútvegi þegar vel hefur árað. Raungenginu hefur hins vegar verið leyft að síga þegar illa hefur árað í sjávarútvegi. Með þessu fyrirkomulagi hefur almenningur fengið hlutdeild í góðri fiskgengd eða háu fiskverði erlendis. [...] Þessar sveiflur [raungengisins] hafa hins vegar valdið umtalsverðum erf- iðleikum hjá útflutningsgreinum vegna þess að þær hafa farið um farveg launamyndunar innanlands og almennrar innlendrar verðlags- þróunar. Laun og innlent verðlag hafa veraleg áhrif á samkeppnis- stöðu útflutningsatvinnugreina eins og gefur að skilja. Nú er því haldið fram að með tilkomu framseljan- legra kvóta þurfi ekki lengur að beita þessari stjórnunaraðferð vegna þess að verð og aflasveiflur komi allar fram í kvótaverðinu en hafi ekki, eða þurfi ekki að hafa, áhrif á launastig og verðlag innanlands. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Það ætti að vera auðveldara að halda raungenginu stöðugu eftir að kvótakerfinu var komið á. En það er ekki þar með sagt að svo verði. Almenningur getur beitt verkalýðs- félögum eða Alþingi og skattlagn- ingarvaldi þess til þess að ná til sín hluta af fiskveiðiarðinum ef allt ann- að þrýtur. [...] Þetta er augljóslega óhagkvæmar aðferðir við að koma höndum yfir fískveiðiarðinn. En ef almenningur eða almennir launþeg- ar sjá ekki neina aðra leið til að ná til sín hluta af fískveiðiarðinum en þær sem að framan era raktar, því skyldi almenningur ekki gera það? Það að þessar aðferðir séu óskilvirk- ari en aðrar aðferðir við að ná til sín þessum arði, era léttvægar rök- semdir ef almenningur má ekki eða getur ekki beitt hinum skilvirkari aðferðum. [...] Enn um sambúðarvandann, fjárfestingarreglur [...] Réttur erlendra aðila til að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi hefur vafist nokkuð fyrir mönnum. Röksemdin er þessi: Það er í frum- vinnslunni sem fiskveiðiarðurinn verður til. Þess vegna má ekki hleypa útlendingum í hana. Nú eru menn búnir að komast að því að það er ekki einfalt mál að takmarka aðgang útlendinga að eignarhaldi í íslenskum fískvinnslufyrirtækjum. [...] Setjum nú sem svo að lagt sé á veiðigjald sem jafngildir uppboðs- verði á kvóta. Sé svo þá er lítil hætta á að útlendingar stingi af með umtalsverðan hluta af fisk- veiðiarðinum ef útgerðaraðilar þurfa að borga veiðigjald. Það að leggja á veiðigjald gæti þannig leyst erfíðan hnút í lagasetningu. Hlutleysisrökin Rögnvaldur Hannesson og fleiri hafa bent á að veiðigjald hafí ekki þann ókost sem margir aðrir mögu- legir opinberir gjaldstofnar hafa. Skattar era iðulega lagðir á notkun framleiðsluþátta. Skattar brengla því verðmyndun bæði á vinnumark- aði og fjármagnsmarkaði. Hætt er við að brenglunin verði því mum alvarlegri sem skattstigið er hærra. Veiðigjald er þeirrar náttúra að það er engin hætta á að það brengli verðmyndun í hagkerfinu. [...] Þannig hafa Norðmenn þegar byrjað að breyta skattlagningu á raforku í þá vera að breyta sérsköttum og framleiðslugjöldum ýmsum í skatt á auðlindarentu sem skapast í raf- orkuframleiðslunni. [..!] íslending- ar standa að þessu leyti í svipuðum sporam og Norðmenn og eiga þess kost að koma sér upp hagkvæmara skattkerfi en aðrar þjóðir megna. Veiðigjald og hagvöxtur í upphafí [Fjármálatíðindagrein- arinnar er] frá því greint að nýleg- ar rannsóknir bendi til þess að auð- lindaríkidæmi hamli hagvexti. [...] Kenningar þær sem eru kenndar við rentu-sókn (e. rent-seeking) og hollenska veiki (e. Dutch disease) [hafa m.a. verið notaðar til að skýra þetta]. [...] Hér er tekið sem dæmi að veita skuli flugfélagi einkaleyfi á ákveð- inni flugleið. Verðmæti flugleiðar- € I I I t ( ( ( i i i ( ( ( ( < ( E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.