Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Óvænt samstaða þýskra jafnaðarmanna fyrirboði um spennandi kosningabaráttu SPD leit- ar inn á miðjuna Það þykir nú ljóst að Helmut Kohl kanslari getur ekki treyst á að sjálfstortímingarhvöt þýskra jafnaðarmanna geri enn einu sinni vart við sig í baráttunni fyrír kosningamar í september á næsta ári. Karl Blöndal fjall- ar um nýja stefnuskrá jafnaðarmanna og nýjar áherslur fyrir kosningabaráttuna. Reuter GERHARD Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, er bjartasta von jafnaðarmanna. Helmut Kohl, kansiari Þýskalands, breiðir út faðminn. Hann viil fá að sitja eitt kjörtímabil til viðbótar. OSKAR Lafontaine, leiðtogi jafnaðarmanna og forsætisráðherra Saarlands, ávarpar 13 hljóðnema. Eining í fiokknum er hans leið- arljós um þessar mundir og á Schröder stuðning hans allan. ÝSKIR sósíaldemókratar (SPD) birtu í liðinni viku stefnuskrá, sem þykir færa þá inn á miðju stjórnmálanna og auka líkur á að þeim takist að sigra í kosningunum á næsta ári eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu frá 1982. Stefnuskráin þykir marka gagn- gera breytingu hjá flokknum og er greinilega verið að sækja í smiðju Verkamannaflokksins á Bretlandi, sem vann yfirburðasigur í þingkosn- inunum þar í landi í maí eftir að hafa fært hugmyndafræði sína inn á miðjuna. Einnig hafa þýskir stjórn- málaskýrendur leitt getum að því að í næstu kosningum muni þýsku flokkarnir taka sér bandarísk stjórn- mál til fyrirmyndar þegar þeir skipu- leggja baráttuna. Atvinnurekendum að skapi Sérstaka athygli hefur vakið að stefnuskráin, sem þykir atvinnurek- endum að skapi, var samþykkt án þess að á undan færu langvinnar og lýjandi deilur. Segja fréttaskýr- endur að Kohl og félagar hans í röðum flokks kristilegra demókrata (CDU) og systurflokks hans í Bæj- aralandi (CSU) megi nú búast við því að andstæðingar þeirra verði sameinaðir í baráttunni fyrir kosn- ingamar á næsta ári. Við fyrstu sýn virðist stefnuskráin boða gagngerar breytingar frá stuðningi flokksins við málstað stétt- arfélaga og vinstri hefðir. Þar er hvatt til þess að dregið verði úr höftum, skattar lækkaðir, dregið úr launakostnaði og ýtt undir sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga. Þýskir jafnaðarmenn vilja nú sýna að þeir séu ekki eftirbátar systur- flokka sinna í Evrópu og horfa þá bæði til Bretlands og Frakklands þar sem flokkar á vinstri vængn- um hafa steypt hægri stjórnum á undanförnum mánuðum. Meginmarkmið stefnu- skrárinnar em að ýta undir grósku í efnahagslífinu og minnka atvinnu- leysi um helming. Einnig er því heit- ið að leggja aukna áherslu á mennta- mál, verkmenntun, rannsóknir og vísindi komist SPD til valda. Samþykkt án langærra deilna Það sem athyglisverðast þykir hins vegar er að stefnuskráin, sem Ger- hard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, er meginhöfundur að, var samþykkt af fomstu flokksins nánast möglunarlaust, þótt þrír úr forustusveitinni hafi reyndar greitt atkvæði gegn henni. Slíkt er fáheyrt meðal þýskra jafnaðarmanna, sem era þekktir fyrir að grafa undan sjálf- um sér með þrotlausum deilum um undarlegustu mál. „Sameiginleg staða okkar er sú að við þurfum að draga úr kostnaði af vinnuafli," sagði Oskar Lafonta- ine, formaður SPD, sem löngum hefur verið forustumaður vinstri arms flokksins. Stuðningur hans við Schröder hefur þaggað niður í mörg- um þeim, sem ella hefðu aldrei tekið nýju stefnuskrána í mál og hafa löngum gagnrýnt Schröder. Þessi stefnuskrá verður reyndar lögð fyrir þing SPD í Hannover í desember og reyndi Lafontaine að sefa þá, sem kynnu að hafa efasemd- ir um ágæti hennar, að hægt yrði að gera breytingar á flokksþinginu. En Lafontaine sagði einnig' að það væri ekkert nýtt að hann styddi hagvöxt enda væri það eina leiðin til að berjast gegn atvinnuleysi. Óánægja á vinstri væng Helsta gagnrýni vinstra vængsins beinist að því að ekki sé næg áhersla lögð á að skapa atvinnu. „Uppgjöf fyrir fjöldaatvinnuleysi," kallaði hinn svokallaði „Frankfurt-hópur“ flokksins uppkast að stefnuskránni eftir fund vinstri vængsins í Kassel fyrir viku. Þar sagði að einnig vant- aði áherslu á að taka ætti upp um- hverfisskatta og skýlausa yfirlýs- ingu um að snúið verði baki við notkun kjarnorku. Ljóst er að annaðhvort Lafontaine eða Schröder verður kanslaraefni SPD í kosningunum í september að ári. Flokkurinn mun velja kanslara- efnið í apríl og þykir líklegt að hann veðji á Schröder, sem samkvæmt skoðanakönnunum hefur notið meiri vinsælda en Kohl svo mánuðum skiptir. Forustumenn í viðskiptalífinu hafa fagnað hinum nýja tóni hjá SPD og leiðarahöfundar dagblaða sögðu að þessi óvænta eining innan fiokksins eigi eftir að gera Kohl erfitt fyrir í baráttunni fyrir endur- kjöri. „Samsteypustjórnin hefur [hingað til] getað tekið það rólega og treyst á sjálfstor- tímingu SPD og klofning flokksins í tvær fylkingar," sagði í dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. „Hún hélt að um yrði að ræða SPD undir merkjum Lafontaines og SPD undir merkjum Schröders. Hug- sjónamaðurinn á vinstri vængnum gegn valdagráðuga tækifæris- sinnanum. En það virðist litlar vonir hægt að binda við það eftir þetta. SPD mun ekki klofna í tvær fylking- ar. Flokkurinn ætlar að taka upp efnahagsstefnu Schröders." Vinstra dagblaðið Tageszeitung, sem gefið er út í Berlín, gagnrýndi að flokkurinn væri að snúa baki við rótum sínum. „Hægrimennirnir í SPD hafa hægt og sígandi verið að ná yfirhöndinni," sagði í blaðinu. „Að Lafontaine skuli styðja þessa stefnuskrá möglunarlaust er merki um að hann hefur misst völdin.“ Fylkja sér um Schröder Flokkurinn virðist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því eftir 15 ára eyðimerkurgöngu í stjórnarandstöðu að hann muni ekki ná trausti kjós- enda í velmegunarlandinu Þýska- landi með því að höfða til félagslegr- ar réttlætiskenndar þeirra. Útkoman er sú að Schröder, sem oft hefur fengið harða útreið hjá vinstri væng SPD fyrir að segja að flokkurinn gæti ekki unnið með því að laga stefnu sýna að vilja stéttarfélag- anna, er nú bjartasta vonin. Þjóðverjar virðast hafa meiri áhyggjur af háum sköttum og eftir- launagreiðslum, sem gera að verkum að ekki situr nema helmingur tekna eftir í launaumslaginu um hver mán- aðamót, en hvað verði um fjórar milljónir atvinnulausra landa þeirra, sem þegar allt kemur til alls njóta þó góðs af öfiugu félagsmálakerfí. „Þessar tillögur marka ánægju- legt brotthvarf frá eldri hugmyndum SPD um jöfnun auðsins,“ sagði Diet- er Hundt, formaður samtaka þýskra atvinnurekenda. „Ég fagna ákvörð- un SPD að viðurkenna þá staðreynd að skattar eru of háir í Þýskalandi og breyta þurfi kerfmu. Schröder stendur sýnu nær raunverulegri stöðu efnahagsmála í Þýskalandi, en ýmsir aðrir í flokki hans.“ Stefnuskráin kom kristilegnm demókrötum greinilega í opna skjöldu og höfðu þeir að minnsta kosti ekki stillt staman strengi sína. Friedrich Bohl, starfsmannastjóri Kohls, veittist að plagginu og sagði að þar væri ekkert nýtt að fínna. Rainer Eppelmann, sérfræðingur CDU í vinnumarkaðsmálum, sagði að jafnaðarmenn væm að stela hug- myndum kristilegra demókrata. „Stór hluti þessa skjals er tekin beint up úr okkar eigin stefnuskrá,“ sagði Eppelmann. Tækifærissinnar og vindbelgir Daginn eftir birtist hins vegar hörð gagnrýni Kohls kanslara á jafn- aðarmenn í viðtali við tímaritið Cap- ital. Sagði kanslarinn að í forustu SPD væm „óprúttnir tækifærissinn- ar“ og „vindbelgir“, sem væru að eigna sér hugmyndir sínar um það hvernig bæri að betjast gegn glæp- um og koma á umbótum í skattamál- um. Kohl gerði einnig lítið úr skoð- anakönnunum. „Hvað koma skoðanakannanir raunverulegum vinsældum stjórn- málamanns við,“ sagði hann þegar hann var spurður um forskotið, sem kannanir sýndu að Schröder hefði á hann. „Þetta er ekki fegurðarsam- keppni. Hver sá, sem lofar öllum öllu, nýtur auljóslega vinsælda. Þeir, sem segja fólki að það þurfi að breyta og taka tii hendinni, fá lægri einkunn ... En ég er viss um eitt: á meðan við gemm ekki bjánaleg, yfir- þyrmandi mistök eigum við mikla möguleika á að vinna kosningarnar." Kristilegir demókratar þrasa Á meðan eining virðist vera að nást meðal jafnaðarmanna hafa kristilegir demókratar, sem þekktir eru fyrir að vera samhentir, verið þrasgjarnir. Undanfarið hefur komið upp ýmis ágreiningur, ekki síst vegna yfirlýsinga Theos Waigels um að hann gæti hugsað sér að víkja úr sæti fjármálaráðherra eftir langa setu og fá annað ráðuneyti. Richard von Weizsácker, fyrrverandi forseti, hefur sagt að ákvörðun Kohls um að sækjast eftir endurkjöri beri valdagræðgi vitni. Nú síðast skoraði Peter Múller, leiðtogi CDU í Saar- landi, á Waigel að segja af sér. Nú stendur fjórða kjörtímabil Kohls yfir og á næsta ári hyggst hann tryggja sér völd það fimmta. Hann hefur því borið sigurorð af fjórum frambjóðendum SPD, oft eftir að hafa verið af- skrifaður. „Hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur af næsta frambjóð- anda þeirra,“ sagði Kohl og líkti Schröder við „stjörnuhrap", sem myndi brenna út þegar kjósendur sæju í gegn um síbreytilega stefnu hans. „Hann er á stöðugum þönum nótt sem nýtan dag í því skyni að bæta stöðu sína í skoðanakönnun- um.“ Kohl rifjaði einnig upp að ári fyrir kosningarnar 1994 hefði hann einnig staðið lakar en andstæðingur- inn, sem þá var Rudolf Scharping, en sigrað að lokum. Hann nefndi hins vegar ekki að sjálfur flokkur jafnaðarmanna stendur sýnu betur að vígi samkvæmt skoðanakönnun- um en á sama tíma fyrir fjórum árum. Þetta þakka jafnaðarmenn þeirri vinnu, sem þegar hefur verið lögð í kosningabaráttuna. Kansiarinn hamraði einnig á því að ekkert væri sameiginlegt með SPD og Verkamannaflokknum á Bretlandí og leiðtoga hans, Tony Blair. „í Þýskalandi er CDU flokkur umbóta," sagði Kohl. „SPD hefur engan, sem er sambærilegur við Tony Blair. Tony Blair er að hefja umbæt- ur á öllum vígstöðvum ... Grundvall- arregla SPD er stöðnun. Stimpillinn „gamalt" á við SPD.“ Bandarísk áhrif? Þótt Kohl þreytist ekki á að ítreka að ekkert hafí breyst hjá SPD er ljóst að flokkurinn hyggst ekki end- urtaka fyrri mistök. Talað er um að SPD hafi ekki undirbúið kosninga- baráttu jafn vandlega frá því hann missti völd 1982. Ákveðið hefur ver- ið að veija 40 milljónum marka til hennar. Flokkurinn hefur þegar opn- að kosningamiðstöð í Bonn. Þing- kosningunum á næsta ári verður ekki aðeins stjórnað þaðan, heldur einnig kosningum í einstökum sam- bandslöndum á næstu tólf mánuð- um. Hermt er að vinsælasta bókin í Bonn um þessar mundir sé banda- rísk. „Að baki forsetanum" eftir Dick Morris, fyrrverandi ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Eitt af ráðum Morris til Clintons hljóðar svo: „Herra forseti, reyndu ekki að láta kjósa þig í krafti stjóm- málaskoðana þinna, reyndu bara að láta kjósa þig.“ Demókratar í Bandaríkjunum eyddu 85 milljónum dollara (rúmlega sex milljörðum íslenskra króna) í síðustu kosningabaráttu, sýnu meira en SPD, sem er ríkasti flokkurinn í Þýskalandi og hefur 40 milljónir þýskra marka (um 1,6 milljarða króna) til umráða. Þýskir jafnaðar- menn vilja einnig leggja áherslu á auglýsingar í sjónvarpi, líkt og gert er í Bandaríkjunum. Franz Múnte- fering, sem heldur um budduna hjá SPD, hugðist hefja sjónvarpsher- ferðina snemma, en komst að því að þýska ríkissjónvarpið leyfir aðeins útsendingar kosningaauglýsinga á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Aukin áhersla á sjónvarp Þótt ljóst sé að mikil áhersla verð- ur lögð á sjónvarp í kosningabarátt- unni draga ýmsir þýskir sérfræðingar í efa að hún geti skipt jafn miklu máli og í Bandaríkjunum. „Okkar þjóðfélag er upp- lýstara og erfiðara að spila með það,“ sagði Volker Nickel, sem starfar hjá sam- tökum þýskra auglýsingastofa. Sú afstaða kann að bera keim af hroka, en hins vegar er ljóst að önnur lög- mál gilda í Þýskalandi, þar sem áhersla er lögð á flokka í kosning- unum, en í Bandaríkjunum, þar sem tekist er á um einstaklinga og flokk- arnir setja ekki jafn sterkan svip á slaginn. Það væri skammsýni að afskrifa Kohl kanslara á þessu stigi málsins, en að sama skapi virðist framboð jafnaðarmanna ætla að verða sýnu trúverðugra. Það er hins vegar ljóst að það er spennandi kosningabarátta framundan í Þýskalandi. Heimildir: SUddeutsche Zeitung, Die Welt, Frankfurter Allgemeine Zeitung, Die Zeit og Reuter. Skammsýni að afskrifa Helmut Kohl kanslara Eining jafnað armanna eykurtrú- verðugleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.