Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.09.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, VALTÝR HÁKONARSON, Sléttuvegi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 25. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ingunn Eyjólfsdóttir, Elísabet og Gísli Skúlason, Kristín og Þórður D. Bergmann, Margrét og Henrik Zachariassen, Anna María og Tomasz R. Tomczyk og barnabörn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Holtagerði 51, Kópavogi, andaðist á Landakotsspítala mánudaginn 8. september sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Ögmundur Frímannsson, Pétur Jónsson, Margrét Valdimarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hjalti Björnsson, Guðrún Jónsdóttir, Úlfar Herbertsson, Haraldur Ögmundsson og barnabörn. + Þökkum sýndan samhug við fráfall eigin- manns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, PÉTURS GUNNARS ÞJÓÐÓLFSSONAR, sem lést fimmtudaginn 28. ágúst sl. Magnea Lena Björnsdóttir, Guðni Freyr Pétursson, Hinrik Pétursson, Jóel Pétursson, Sigurborg Pétursdóttir, Jón Holbergsson, Rut Jónsdóttir, Sóley Jónsdóttir, Holberg Jónsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Björn Guðmundsson. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR P. GUÐNADÓTTUR, Ránargötu 8, Flateyri, er lést fimmtudaginn 28. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Guðvarður Kjartansson, Svanfríður Kjartansdóttir, Berta G. Kjartansdóttir, Hlöðver Kjartansson, Sólveig D. Kjartansdóttir, Elín O. Kjartansdóttir, Homhuan Kjartansson, Gunnlaugur Ragnarsson, Guðmundur Þorleifsson, Sveinbjörg Hermannsdóttir, Kristján Jóhannesson, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug viö andlát og útför föðursystur minnar, KATRÍNAR GÍSLADÓTTUR fyrrverandi yfirhjúkrunarkonu, Blómvallagötu 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar. Fyrir hönd systur, ættingja og vina, Gunnar Smári Þorsteinsson. RAGNA JÓNSDÓTTIR + Ragna Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. sept- ember 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Jóns- dóttir frá Breið- holti í Reykjavík og Jón Ámason frá Móum á Kjalarnesi, Ragna var næst- yngst sex systkina. Þau voru Ágúst, Guðmunda, Sigríður, Marta og Ingibjörg. Ágúst, Guðmunda, og Marta em látin. Ragna giftist Ágústi Sæ- mundssyni 2. maí 1936. Hann fæddist 30. ágúst 1908 en lést 26. ágúst 1992. Þau eignuðust fimm böm: 1) Hildur, f. 20. júní 1937. Maður hennar er Skarp- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú þegar kallið er komið langar mig að þakka Rögnu tengdamóður minni fyrir samfyigdina. Mér og börnum mínum var tekið opnum örmum, þegar við komum inn í fjölskylduna og við urðum strax hluti af henni. Þegar ég sit við að skrifa þessar línur reikar hugurinn til baka og minningarnar streyma héðinn Valdimars- son. Eiga þau fjögur böm og sjö barna- böm. 2) Sæmundur Reynir, f. 26. febr- úar 1943. Kona hans er Helga Óskars- dóttir. Sæmundur á fimm böm, þrjú stjúpböra og þijú bamabörn. 3) Jón Ámi, f. 14. maí 1946. Kona hans er Dagný Lámsdóttir og eiga þau þijú böm og eitt bama- bam. 4) Áslaug, f. 26. september 1949 og á hún þijá syni og þijú bamaböm. 5) Sigrún, f. 19. september 1950. Maður hennar er Jón Hjörleifs- son og eiga þau þijú böm. Útför Rögnu verður gerð frá Háteigskirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. fram. Ég á ekkert nema góðar minningar um þessa glæsilegu, góðu konu. Ég sé hana fyrir mér hressa og glaða umkringda fjöl- skyldu sinni og vinum. Það voru hennar bestu stundir. Ég minnist fagurs sólardags á Þingvöllum fyrir stuttu þar sem hún gekk um glöð og geislandi með fjölskyldu sinni og systur sinni Sigríði. Ég er þakklát fyrir, að hún gat verið með mér og móður minni á afmæli okkar í júlí sl. Það var alltaf svo gott að hitta Rögnu, ég man sérstaklega eftir því, hvað hún og börnin hennar gátu hlegið inni- lega saman. Síðastliðin 5 ár lagð- ist hún oft inn á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, síðustu árin oft alvarlega veik en aldrei kvartaði hún. Það var ótrúlegt og aðdáunar- vert að sjá hvað hún var fljót að komast á fætur aftur. Hún var GUNNAR DANÍELSSON + Gunnar Daní- elsson fæddist í Guttormshaga I Holtum árið 1916. Hann lést 13. september síðast- liðinn. Gunnar var fimmti í röð níu systkina, af hveij- um átta komust á legg. Foreldrar hans vom Daníel Daníelsson, bóndi í Guttormshaga, og kona hans, Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir. Fyrsta barn þeirra hjóna Daníels og Guð- rúnar andaðist stuttu eftir fæðingu árið 1908, en hin voru Guðmundur, f. 1910, Valgerð- ur, f. 1912, Þorsteinn, f. 1913, Gunnar f. 1916, Dagur, f. 1918, Elín, f. 1920, Steindór, f. 1923, og Svava, f. 1927. Gunnar kvæntist Jónínu Helgadóttur og eignuðust þau einn son, Helga, f. 1956. Jónína átti dótturina Ruth Önnu og gekk Gunnar henni í föður- stað. Útför Gunnars fór fram í kyrrþey 18. september. Gunnar Daníelsson lauk skyldu- námi sínu í farskóla eins og títt var þá, en kennt var á þremur bæjum tvær vikur í senn, þar á meðal í Guttormshaga í Holtum. Nemendur er stutt áttu að fara, gengu heim til sín að kveldi en hinir fengu gistingu á kennslustað eða næstu bæjum. Strax að námi loknu hóf Gunnar hefð- bundin störf ungra manna þess tíma. Kaupavinna fyrir bænd- ur í Holtum var aðal- starf yfir sumarmánuði og sjósókn fyrir út- gerðarmenn á Suður- nesjum á vetrum. Þessi grunnstörf íslensks at- vinnulífs stundaði hann fram undir miðja öldina án verulegra kynna af tækni og vélvæðingu. Undir lok seinni heimsstyijaldar urðu miklar tæknibreytingar í atvinnuháttum til lands og sjáv- ar. Þá starfaði Gunnar í auknum mæli fyrir ræktunarsambönd á Suðurlandi á tæknitröllum þess tíma, jarðýtum og skurðgröfum. Einnig starfaði hann við vegagerð, þar sem hann kynntist meðal ann- ars akstri vörubifreiða, enda Gunn- ar verklaginn maður. Ef til vill varð þetta kveikjan að hans lífs- starfi sem atvinnubílstjóra. Gunnar var trúr sínum uppruna og lengi vel hafði hann sitt lög- heimili í Guttormshaga þó hann dveldist mest allt árið að heiman við ýmis störf. Honum stóð auk þess ávallt opið heimili systur sinnar Valgerðar á Ketilsstöðum. Sveitin átti hug og hjarta Gunn- ars lengi fram eftir aldri. Hann naut samvista við sína vini og ættingja þar, auk þess sem hann hafði gaman af hestum og reið gjarnan út og naut óspilltrar nátt- úru í Holtum. Gunnar var glað- sinna og gat því verið hrókur alls fagnaðar. Hann var mikill dans- innilega þakklát umönnuninni hjá starfsfólkinu þar. Þegar hún lagð- ist inn á hjartadeildina eitt sinn á aðfangadagskvöld rétt um það leyti sem jólahátíðin var að ganga í garð, sagði hún að starfsfólkið hefði tekið sérstaklega vel á móti sér og þakkað henni innilega fyrir að vilja eyða jólunum með þeim. Henni fundust þetta góðar móttök- ur. Ragna talaði um það við mig í fyrra að hún kviði skammdeginu þá um veturinn, en hún minntist aldrei á það í ár. Ég veit að hún er nú umvafin ljósi og kærleika. Ég sendi öllum hennar ástvinum samúðarkveðjur. Foreldrar mínir og fjölskylda biðja fyrir samúðarkveðjur líka. Hvíl í friði, elsku Ragna. Þín, Helga. Elsku amma Ragna, á morgun kveðjum við þig í síðasta sinn. í okkar augum varst þú elskurík fín frú sem alltaf varst fín og falleg. Hlátur þinn og gleði sitja eftir í hugum okkar en þú varðst hlátur- mildari með hveiju árinu sem leið. í þeim fjölmörgu kvöldmáltíðum sem við áttum saman hin síðustu ár undruðumst við alltaf hversu auðvelt þú áttir með að skilja sög- umar okkar og hlæja að bullinu í okkur. Á móti sagðir þú okkur fréttir af ættinni stóm sem þú allt- af vissir allt um, enda hafðirðu einstakan áhuga á mannlegu eðli og sóttir í félagsskap fólks af öllu tagi, spilamennsku og dansiböll. Við dáðumst að lífskrafti þínum og gleði, virðuleika þínum og reisn. Og þó að við grátum þig núna vitum við að sál þín er glöð og heldur reisn sinni um aldur og ævi. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þín elskandi barnabörn, Eva María, Ragna Sara og Hjörleifur. maður og ekki að efa að hann hafi stigið dans við heimasæturn- ar í Holtum og Skeiðum á Þjórsár- mótum fyrri ára. Eftir að Gunnar var að mestu fluttur til Reykjavíkur hóf hann störf sem leigubílstjóri hjá leigu- bílastöð Steindórs og síðan á eigin bíl hjá BSR. Um þetta leyti kynn- ist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni Jónínu Helgadóttur, hóf með henni búskap og ól upp dóttur hennar Ruth Önnu. Þau Gunnar og Jónína eignast síðan saman soninn Helga árið 1956. Gunnar unni syni þeirra alla tíð mjög og var samband þeirra náið og gott alla tíð. Þessa nána sambands og umhyggju eiginkonu sinnar naut Gunnar á sínum erfiðu sjúkdóms- árum, en þá sinntu þau bæði hon- um afar vel í alla staði. Gunnar var mjög geðþekkur maður, hrekklaus en nokkuð hlé- drægur. Hann unni sinni fjölskyldu mjög og lagði hart að sér í vinnu til að tryggja henni sem best kjör. Hann var traustur, samviskusamur og þjónustulundaður í starfí sínu sem leigubílstjóri. Kynni mín af honum í gegnum árin sannfærðu mig um að þessi samferðamaður minn átti stórt hjarta, var einlæg- ur, hlýr og barngóður. Einnig var hann glettinn og spaugsamur á góðri stund. Mér þótti mjög vænt um Gunnar og sama gilti um konu mína og böm. Hún syrgir nú stjúpföður sinn og börnin afa. Þetta er stund sorg- ar, en um leið léttis, að hann fékk nú langþráða hvíld frá sjúkleika sínum og þjáningu. Tengdamóður minni og Helga mági mínum votta ég samúð mína svo og systkinum Gunnars og öðr- um ættingjum. Guð blessi minningu Gunnars Daníelssonar. Kjartan Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.